Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 8
bœkur
8 rr DAGUR - Laugardagur 9v>desember1989
„Naivistar"
í íslenskri
myndlist
Iceland Review útgáfan hefur
gefið út bókina NAIVE AND
FANTASTIC ART IN ICE-
LAND eftír Aðalstein Ingólfs-
son, listfræðing. Hér er komin
fyrsta tilraun sem gerð hefur ver-
ið til að gera úttekt á verkum
sjálfmenntaðra alþýðulistamanna
á íslandi, en erlendis hafa verk
slíkra listamanna nú öðlast fastan
sess í listasögunni. Nægir að
nefna verk Henri Rousseau í
Frakklandi og Grandma Moses í
Bandaríkjunum.
í NAIVE AND FANTASTIC
ARTIN ICELAND gerir Aðal-
steinn Ingólfsson grein fyrir
helstu forsendum listsköpunar af
þessu tagi, en í kjölfarið fylgja
kaflar um ellefu sjálflærða lista-
menn, allt frá Sölva Helgasyni til
Guðmundar Ófeigssonar. I bók-
inni er m.a. fjallað um verk Sæ-
mundar Valdimarssonar, ísleifs
Konráðssonar, Karls Einarssonar
Dunganon, Grímu, Stefán Jóns-
sonar frá Möðrudal, Eggerts
Magnússonar, Þórðar Valdimars-
sonar, Sigurlaugar Jónasdóttur,
Kristins Astgeirssonar og Gunn-
ars Guðmundssonar. Birtar eru
86 litmyndir af verkum þeirra.
Páll Stefánsson tók flestar ljós-
myndanna, útlitshönnun annað-
ist Björgvin Ólafsson.
Almenna bókafélagið hefur
keypt íslenska útgáfu bókarinnar
og mun gefa hana út næsta vor
undir heitinu EINFARAR í ÍS-
LENSKRI MYNDLIST. Bókin
er í flokki listaverkabóka sem
Iceland Review útgáfan hefur gef-
ið út á ensku á undanförnum
árum, og hefur Almenna bóka-
félagið keypt og gefið út íslensk-
ar útgáfur þeirra.
Háskaleg
áætlun
Iðunn hefur gefið út nýja skáld-
sögu sem nefnist Háskaleg áætl-
un. Þetta er mögnuð og hörku-
spennandi saga eftir hinn sívin-
sæla og snjalla höfund Hammond
Innes, en bækur hans njóta
stöðugra vinsælda meðal ís-
lenskra lesenda.
í kynningu forlagsins á efni
bókarinnar segir: „Lögreglan
leitar togaraskipstjórans Mike
Randall og á flótta sínum undan
eigin fortíð kemur hann til hafnar
á Hjaltlandseyjum. Þar vitjar
hann æskustöðva föður síns, bylt-
ingarmannsins sem hann fékk
aldrei að kynnast og kemst brátt
að raun um að á eyjunum er ekki
allt sem sýnist . . . Friðsælt fiski-
mannasamfélagið tekur óðfluga
breytingum þegar hafin er olíu-
leit á hafsbotni umhverfis eyjarn-
ar. Undirróður og ofbeldi spila
þar æ stærra hlutverk og Randall
dregst inn í hættulega atburða-
rás, sem nær hámarki sínu í
trylltum hildarleik hafs og vinda,
þar sem örlög margra manna
ráðast.“
Magnea Matthíasdóttir þýddi.
Kúbanskur
kapall
- Verðlaunabók eftir
Bjarne Reuter
Iðunn hefur gefið út Kúbanskan
kapal, spennandi skáldsögu eftir
Bjarne Reuter, einn þekktasta og
virtasta rithöfund Dana. Bjarne
Reuter hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir verk sín, nú
síðast dönsku bókmenntaverð-
launin Gullna lárviðarsveiginn,
sem féll honum í skaut eftir
útkomu þessarar bókar fyrr á
árinu.
„Þetta er æsileg saga um afbrot
og svikræði, þar sem ekki er allt
sem sýnist. Utanríkisráðherrann
finnst myrtur og allir forkólfar
lögreglu og leyniþjónustu hefja
rannsókn á málinu. Á sama tíma
eru Johan Klinger og Otto félagi
hans að vinna að rannsókn á
morði gleðikonu sem fundist
hafði illa útleikin í höfninni. Get-
ur það verið að einhver tengsl séu
á milli þessara mála?
Það er ekki fyrr en Johan
Klinger kemur í hitabeltislofts-
lagið á Kúbu, sem hlutirnir fara
að skýrast og flett er ofan af held-
ur ógeðfelldum samsærum og
dularfullum atvikum. En er þá
kannski allt um seinan?“
Sverrir Hólmarsson þýddi bók-
ina.
Stórir brúnir
vængir
Út er komið hjá Almenna bóka-
félaginu smásagnasafn eftir
Sveinbjörn I. Baldvinsson en
þetta er fyrsta lausamálsbók
Sveinbjörns sem hlaut eins og
kunnugt er fyrstu verðlaun í
smásagnasamkeppni Listahátíðar
árið 1986.
í þessari bók eru fimm sögur.
Stórír brúnir vængir, titilsaga
bókarinnar, fjallar um miðaldra
mann sem lifað hefur tíðindalitla
ævi og fær skyndilega alvarlegar
fréttir. Við það breytist heimur
hans. Hitt augað segir frá ungum
dreng sem liggur á spítala og bíð-
ur eftir alvarlegri aðgerð. Hann
notar tímann áður en hann fer
undir hnífinn til að senda vini
sínum kveðju. Sagan Æfing er
frásögn manns sem er staddur á
sviði í torkennilegu leikhúsi. Ein
spurningin er þessi: Hvort er þetta
æfing eða sýning? Stjörnur Ces-
ars segir frá gömlum manni og
ungum dreng sem hittast um
kvöld í nýbyggðu úthverfi. Sá
gamli er að grafa holu í jörðina.
Smásagnasafninu lýkur á verð-
launasögunni Icemaster þar sem
risavaxinn amerískur ísskápur
gegnir lykilhlutverki, þegar áður
ókunn fortíð vitjar manns sem
hefur alist upp án föður síns.
Stórír brúnir vængirer 160 bls.
að stærð.
Solla bolla
og Támína
Iðunn hefur gefið út nýja barna-
bók eftir Elfu Gísla og Gunnar
Karlsson. Heitir hún Solla bolla
og Támína, en þær stöllur sem
bókin fjallar um eru eflaust
mörgum börnum að góðu kunnar
úr sjónvarpinu.
Sagan segir frá því hvernig
Solla og Támína kynnast og
verða vinkonur. Þær bralla ýmis-
legt saman sem stundum veldur
alls konar misskilningi, en það
gerir bara ekkert til því að þær
skemmta sér ágætlega og eiga
saman dálítið leyndarmál sem
enginn veit. En það er aldrei að
vita hvað getur gerst þegar stóra-
táin vill fá að ráða ferðinni.
SoIIa bolla og Támína er bráð-
skemmtileg bók, prýdd fjölda lit-
skrúðugra mynda eftir listamann-
inn Gunnar Karlsson.
Skotin!
- Unglingasaga eftir
Helga Jónsson
Út er komin skáldsagan Skotin!
eftir Helga Jónsson. Það er
Stuðlaprent hf., Ólafsfirði sem
gefur bókina út, en höfundur er
kennari við gagnfræðaskólann á
staðnum og ritstjóri bæjarblaðs-
ins Múla.
Skotin! er unglingasaga, enda
eru aðalpersónur hennar á gagn-
fræðaskólaaldri. Aðalpersónan
Kári, sem er í 8. bekk, er ein-
mana og vinafár. Hann haltrar á
öðrum fæti og er því mikið strítt
og uppnefndur Stuttfótur. En þá
fyrst byrja vandræðin þegar hann
hugsar um stelpur. Kári er nefni-
lega skotinn í Sylvíu, en gallinn
er bara sá að hún er á föstu með
skólafantinum. Og til að kóróna
óhamingjuna er skólafanturinn
Skarphéðinn alltaf að níðast á
honum. Kára leiðist þessi rudda-
skapur fantsins en hann getur
ekkert gert. Hann verður því að
finna nýja aðferð til að sigrast á
þessum óvini sínum . . .
Skotin! er fyrsta skáldsagan
sem Helgi Jónsson sendir frá sér,
og jafnframt fyrsta bókin sem
Stuðlaprent hf. gefur út. Kor-
mákur Bragason hannaði kápu.
Bókin er 142 blaðsíður að
stærð.
Stjörnur og
strákapör
- eftir Kristínu
Steinsdóttur
Bókaforlagið Vaka/Helgafell
hefur sent frá sér bókina Stjörnur
og strákapör eftir Kristínu
Steinsdóttur. Þetta er skemmti-
leg barnasaga sem iðar af lífi og
lcik. Ilún er sjálfstætt framhald
bókanna Franskbrauð með sultu
ög Fallin spýta, scm báðar hlutu
einstaklega góðar viðtökur lcs-
enda. Fyrir fyrstu bókina hlaut
Kristín Islensku barnabókaverð-
launin 1987.
---------------imm
Söguhetjurnar eru hinar sömu
og áður en sögusviðið er annað.
Lilla og Kata lenda í ýmsum
ævintýrum í Reykjavík og við
fylgjumst með uppátækjum
þeirra og krakkanna í kring. Þó
að gleðin ríki á yfirborðinu þá
býr alvara lífsins undir. Afi Liliu
er kominn til Reykjavíkur til að
leita sér lækninga og áhyggjurnar
láta á sér kræla. En Lilla leitar
eigin leiða til að hjálpa afa
sínum.
Bókin Stjörnur og strákapör er
103 blaðsíður og skreytt með
myndum eftir hinn kunna Brian
Pilkington.
Með flðring
í tánum
Frjálst framtak hf. hefur sent frá
sér bókina Með fiðring í tánum
eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er
hans fyrsta bók.
Með fiðring í tánum er ungl-
ingasaga. Aðalsöguhetja bókar-
innar, Kiddi, er 13 ára Reykja-
víkurpiltur sem á sér þann draum
heitastan að verða fræg knatt-
spyrnuhetja. En mörg ljón eru á
veginum. Kiddi fer í sveit og þar
kynnist hann jafnöldru sinni,
Reykjavíkurstúlkunni Sóleyju.
Hann verður hrifinn af henni og
neytir allra bragða til að kynnast
henni sem best. Kiddi keppir á
íþróttamóti í sveitinni og þar hitt-
ir hann fyrir Bjössa og klíku hans
sem öllu vilja ráða. Á ballinu að
kvöldi mótsdagsins gerist röð
vandræðalegra atvika og Kiddi
óttast að hann sé búinn að klúðra
öllu sambandi við Sóleyju.
Dvölin í sveitinni og æfingarn-
ar gera Kidda mjög gott og þegar
hann kemur aftur til Reykjavíkur
síðsumars gerast óvæntir atburð-
ir.
Höfundur bókarinnar, Þor-
grímur Þráinsson, er landskunn-
ur íþróttamaður. Hann hefur
leikið marga landsleiki í knatt-
spyrnu og verið fyrirliði meistara-
flokks Vals. Þorgrímur hefur
starfað sem blaðamaður um
árabil og m.a. er hann ritstjóri
íþróttablaðsins.
Ární í Hnlniimim
- Engum líkur!
Út er komin bókin Árni í Hólm-
inum - Engum líkur!, æviþættir
Árna Helgasonar í Stykkishólmi,
fyrrum sýsluskrifara og póst-
meistara, en hann er einnig
kunnur sem höfundur bráð-
skemmtilegra og landsfleygra
gamanvísna. Eðvarð Ingólfsson
skráði.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Margir munu fagna því að loks-
ins er komin út samtalsbók við
Árna, þjóðsagnapersónu í
lifanda lífi, þar sem hann segir
frá því helsta sem á daga hans
hefur drifið. Ýmsum mun leika
forvitni á að vita að hve miklu
leyti sögurnar, sem um hann eru
sagðar, eru sannar. Það skýrist í
bókinni.
Árni hefur kynnst þeim fjölda
fólks að ótrúlegt er. Hann á ótal
vini um allt land. Honum hafa
staðið að heita má allar dyr opnar
- ef ekki, hefur hann opnað þær
sjálfur.“
Bókin er 229 bls. að stærð.
Útgefandi er Æskan.
Minningar elds
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út bókin Minningar elds,
fyrsta skáldsaga Kristjáns Kri$t-
jánssonar sem áður hefur sent frá
sér tvær ljóðabækur: Dagskrá
kvöldsins og Svartlist.
Minningar elds segja frá sér-
r-
kennilegri vináttu tveggja
manna, Axels og Orra. í sögunni
rifja þeir upp ýmis atvik frá þeim
23 árum sem vinátta þeirra hefur
staðið - atvik sem öll tengjast á
einn eða annan hátt þeim voveif-
lega atburði sem hvað mest hefur
mótað lífshlaup þeirra.
Kristján Kristjánsson er 29 ára
að aldri og búsettur á Akranesi.
Minningar elds er 204 bls. að
stærð. Mynd á kápu er eftir Aðal-
stein Svan Sigfússon.
Þegar þaö gerist
- Nýtt smásagnasafn
eftir Hrafn Gunnlaugsson
Út er komið hjá Almenna bóka-
félaginu nýtt smásagnasafn eftir
Hrafn Gunnlaugsson en Hrafn
er, auk þes að vera einn fremsti
kvikmyndagerðarmaður þjóðar-
innar, mikilvirkur rithöfundur. í
þessu safni er nefnist Þegar það
gerist er að finna tólf sögur.
Smásögur Hrafns eru eins og
kvikmyndir hans sérlega lifandi,
persónulegar og áleitnar. Efni
sumra sagna bókarinnar er sótt í
raunveruleikann og margir munu
kannast við fyrirmyndir höfund-
ar.
Þetta er annað smásagnasafn
Hrafns en hann hefur áður sent
frá sér ljóðabækur, skáldsögu og
leikritasafn auk kvikmynda,
sjónvarpskvikmynda og margvís-
legs annars efnis.
Þegar það gerist er 207 bls. að
stærð. Kápumynd tók Davíð Örn
Þorsteinsson.
Utgangan
- bréf til þjóðar
Frjálst framtak hf. hefur gefið út
bókina Útgangan - bréf til þjóðar
eftir Úlfar Þormóðsson.
Útgangan er sérstæð bók að
því leyti að höfundur fléttar þar
saman skáldskap og skorinorðri
og beinskeyttri frásögn. Úlfar
hefur lengi verið í framvarðasveit
Alþýðubandalagsmanna og var
m.a. formaður útgáfustjórnar
Þjóðviljans. I frásögn sinni fjallar
hann opinskátt um málefni blaðs-
ins og flokksins, átök innan hans
og aðferðir sem beitt er í þeirri
baráttu.
Hluti bókarinnar er síðan eins
konar dæmisaga; saga af manni
sem gengur út úr sjálfum sér og
hefur hamskipti. Höfundurinn
lætur lesandanum síðan eftir að
finna út hver maðurinn er og
hver verði örlög hans í undarleg-
um veruleika.
Útgangan - bréf til þjóðar er
124 blaðsíður.
Eldvakinn
- Ný spennusaga eftir
Stephen King
Frjálst framtak hf. hefur gefið út
bókina Eldvakinn eftir banda-
ríska rithöfundinn Stephen King.
Þetta er fjórða bók eftir Step-
hen King sem Frjálst framtak
gefur út.
Aðalsöguhetjur Eldvakans eru
feðginin Andy og Charlie Mc-
Gee. Þau eru á flótta undan dul-
arfullum mönnum sem einskis
svífast til þess að hafa hendur í
hári þeirra. Leikurinn berst víða
en smátt og smátt leiðir höfund-
urinn lesendur í allan sannleik-
ann um fortíð feðginanna og
hvers vegna slíkt ofurkapp er lagt
á að ná þeim. Charlie McGee er
óvenjulegt barn og þegar allt um
þrýtur grípur hún til eigin ráða til
þess að vcrja sjálfa sig og föður
sinn.
Karl Birgisson þýddi Eldvak-
ann, en bókin heitir „Firestarter"
á frummálinu og hefur verið gerð
kvikmynd sem byggð er á bók-
inni.