Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 21
Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 21
Byggðin undir Borginni:
Saga Skagastrandar og
Höfðahrepps komin út
Út er komin bókin Byggðin undir
Borginni - Saga Skagastrandar
og Höfðahrepps. Eins og nafnið
ber með sér er í bókinni rakin
saga byggðar undir Spákonufells-
borg á Skagaströnd frá fyrstu tíð
og fram til síöustu áramóta.
í ársbyrjun 1987 ákvað hrepps-
nefnd Höfðahrepps að láta skrá
sögu sína í tilefni þess að nú í ár
eru liðin 50 ár frá stofnun sveitar-
féiagsins. Var Bjarni Guðmars-
son sagnfræðingur ráðinn til
verksins. Hann hóf störf vorið
1987 og hefur unnið að verkinu
allar götur síðan.
í bókinni greinir frá fyrstu
nafngreindu ábúendunum í nú-
verandi Höfðahreppi, einokunar-
verslun á Skagaströnd og þéttbýl-
Samvmnuháskólirm
á Bifröst verður
sjálfseignarstoftiun
- Nýtt þorp er risið við skólann á Bifröst
Samvinnuháskólinn á Bifröst
verður gerður að sjálfseignar-
stofnun á næstunni. Ymis skipu-
lagsatriði í því sambandi, og
einnig vegna breytingar skólans í
sérskóla á háskólastigi árið 1988,
verða formlega ákvörðuð um
leið.
Starfsemi Samvinnuháskólans
gengur mjög vel um þessar
mundir. Aðsókn er miklu meiri
en unnt hefur verið að veita
skólavist. í óformlegum tengslum
við stofnunina starfa nú bæði
grunnskólasel og barnaheimili og
telur háskólasamfélagið á Bifröst
alls um 180 manns enda hafa
nemendur á leigu tæplega tuttugu
fjölskyldubústaði í nágrenninu.
Nemendur á Bifröst eru nú 90 og
meðalaldur 28 ára. Kennsluskip-
an Samvinnuháskólans, sem
skipar honum algera sérstöðu hér
á landi, hefur nú verið mótuð til
fulls eftir fyrstu reynslu á sl.
vetri. Nýlega fóru reicstrarfræða-
stúdentar námsför til fyrirtækja á
Akureyri, og á næstunni vinna
þeir lokaverkefni misserisins í
einum 16 fyrirtækjum í höfuð-
borginni og víða um land.
Skipulagsskrá fyrir Samvinnu-
háskólann var nýlega samþykkt í
stjórn Sambands ísl. samvinnu-
félaga og í skólanefnd. Með
skipulagsskránni er nafni skólans
breytt í „Samvinnuháskólinn“ í
samræmi við þá miklu umbreyt-
ingu sem varð á stofnuninni í
fyrra er skólinn varð sérskóli á
háskólastigi með viðurkenningu
menntamálaráðuneytisins, og er
þessi nafnbreyting í samræmi við
það sem áður hefur gerst í öðrum
sambærilegum fræðslustofnunum
í landinu. Þá eru í skipulags-
skránni ákvæði m.a. um mark-
mið skólans, um eignir og
fjármál, um dómnefndir vegna
mannaráðninga o.fl. eins og tíðk-
ast í skóium á háskólastigi.
Samkvæmt skipulagsskránni
verður Samvinnuháskólinn að
sjálfseignarstofnun en hann hefur
hingað til verið í eigu Sambands
ísl. samvinnufélaga. Gert er ráð
fyrir að Samvinnuháskólinn muni
leigja fasteignirnar á Bifröst en
þær eru sameign Sambandsins,
Olíufélagsins og Vátryggingafé-
lags íslands. Hins vegar mun
sjálfseignarstofnunin væntanlega
eignast skólalóðina í samræmi
við ákvæði í gjafabréfi jarðeig-
enda Hreðavatns.
iti
Móðir mín og tengdamóðir,
SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Ægisgötu 4, Akureyri,
andaðist 30. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram.
Alda Kristjánsdóttir,
Guðlaugur Halldórsson
og aðrir vandamenn.
Utför móður minnar,
þorgerðar ólafsdóttu r,
sem andaðist sunnud. 3. des. s.l. fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 12. desember kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Aðalgeir Axelsson.
ismyndun á 19. öld. Þá er rakin
ítarleg þróun atvinnuhátta og
félagslífs á þessari öld og einnig
greint frá ráðagerðum nýsköpun-
arstjórnarinnar um að byggja
stórbæ á Skagaströnd, svo nokk-
uð sé nefnt.
Byggðin undir Borginni er um
330 bls. að stærð og prýdd fjölda
ljósmynda sem margar hverjar
hafa ekki birst áður, auk teikn-
inga og uppdrátta frá ýmsum
tímum. Höfðahreppur gefurbók-
ina út en Prentverk Odds Björns-
sonar á Akureyri sá um alla
prentvinnu.
Heilræði
, #*£
íl'. 1 -L'
Börn eiga aldrei að leika sér á og við ak-
brautir.
Ekki má mikið útaf bera til, að þau gleymi
sér og hlaupi á eftir bolta út á götu.
Þannig hala mörg alvarleg slys ordið á
börnum.
Teppa- og
húsgagnahreinsun
Fiber-Seal óhreininda-
vörn.
Pantanir, upplýsingar og
bæklingar.
Fiber-Seal á Akureyri
Sími 96-27261
Ný
versl un!
Opnum nýja raftækjaverslun
í dag, laugard. 9. desember,
viÖ Hvannavelli
Mikið úrval raftækja t.d.:
raf magnshandverkfæri
loftpressur
háþrýstidælur og margt fleira
IWALUUSI rafsuðuvélar
Op/ð frá kl. 10-18 í dag, laugardag
NÝTT
NORÐURLJÓS
v/HvannavelH
sími 96-22411
Getraunanúmer KA er
Getraunanúmer Þórs er
þÓRSHAMAR HF.
Við Tryggvabraut • Akureyri
Sími 22700 Fax 27635
□AIHATSU
Feroza ’QQ
Bíll fyrir þig