Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 9
‘Lá'Ö§áraS9'íir'iS?1íiesáHfi«,ígéS í s8ÖðA£ » 8 # HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 6969"0 Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa iánsrétt. — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Caruso í klípu Hinn frægi ítalski óperusöngvari, Enrico Caruso (1873-1921), sagði svo sjálfur frá að hann hefði aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum á ævi sinni og eitt sinn þegar hann var á ferð frá Capri til Kölnar. Á leiðinni um Þýskaland kom góðseigandi nokkur og settist inn í járnbraut- arklefann. Þeir fóru fljótlega að spjalla saman. „Já, ég heiti Schmidt,“ kynnti góðseigandinn sig. „Ég heiti Caruso," sagði söngvarinn hratt og óskýrt f þeirri von að hinn tæki ekki eftir nafninu. „Ha,“ sagði góðseigandinn lotningarfullur. „Eruð þér hinn frægi maður?“ „Já, það er víst,“ svaraði Caruso mæðulega. „Ég hef lesið mikið um yður,“ sagði samferðarmaðurinn upp- numinn. „Afskaplega er gaman að kynnast Robinson Crusoe persónulega! Segið mér, hvernig líður Frjádegi, vini yðar?“ með sífelldar fyrirspurnir, Churchill til mikilla leiðinda. Að lokum greip hún í handlegg hans og sagði áköf: „Já, og svo er það ástandið f Austurlöndum. Það mál verður nú að leysa. Eftir hverju bíður stjórnin? Eftir hverju bíðið þér, herra Churchill?" „Ég bíð nú eftir kartöflunum,“ var svarið. Lávarðurinn fljótfæri Garnet Wolseley (1833-1913), lávarður, stjórnaði herjum í nær öllum löndum hins breska heims- veldis og hann hafði mikinn áhuga á fæðinu sem hermennirnir hans fengu. En eitt sinn fór illa. Hermennirnir voru að matast og matreiðslumennirnir hlupu fram og aftur með stóra katla. Lávarð- urinn stöðvaði einn þeirra. „Takið lokið af!“ skipaði hann. Hermaðurinn reif lokið af katl- inum. „Ég vil fá að bragða." „Já, en . . . afsakið . . . yðar . . .“ „Ég vil fá að bragða,“ hrópaði Wolseley og svo bragðaði hann á. „Andstyggð!" æpti hann. „Þetta er alveg eins og upp- þvottavatn á bragðið." „Já, en . . . yðar hágöfgi," stamaði veslings hermaðurinn. „Þetta er það líka.“ Churchill svarar fyrir sig Winston Churchill var fjármála- ráðherra í Bretlandi á þriðja tug aldarinnar og þá var hann eitt sinn í veislu og lenti við hliðina á frú nokkurri, sem hafði geysileg- an áhuga á stjórnmálum. Hún lét stöðugt móðan mása, hampaði skoðunum sínum óspart og kom Smáauglýsingar Dags Ódýrar og áhrifaríkar aaam auglýsingar ST 96-24222 Hvað era húsbréf? Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar getur fengið hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. Húsbréf eru verðtryggð og gefin út með föstum vöxtum til 25 ára. Gengi þeirra er opinberlega skráð daglega. Húsbréf eru með ríkisábyrgð og undanþegin skatti. XA Umsögn ráðgjafastöðvar er .... \ skilyrði fyrir tilboði. Allir kaupendur í húsbréfakerfinu verða að hafa í höndum skriflega umsögn ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar um greiðslugetu sina og kaupverð fbúðar, áður en þeir geta gert seljanda kauptilboð. Hvemig fer sala íbúðar fram? \ Seljandi fær kauptilboð. Tl?—\ Tilvonandi kaupandi sýnir seljanda umsögn ráðgjafastöðvar og gerir honum kauptilboð með tilliti til greiðslugetu sinnar skv. umsögninni. /A \ Tilboði tekið með fyrirvara um skuldabréfaskipti. Þegar samkomulag hefur náðst um kaupverð, samþykkir seljandi kauptilboðið með fyrirvara um skuldabréfaskipti við húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar. Allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar getur verið fasteignaveðbréf sem kaupandinn gefur út og seljandinn fær skipt fyrir húsbréf. Fasteignaveðbréfin geta verið tvö, ef seljandi þarf að aflétta skuldum sem kaupandi tekur ekki við, frumbréf og viðauka- bréf. \ a \ Undirbúningur að skuldabréfa- »-----A skiptum. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, fer tilvonandi kaupandi fram á skuldabréfaskipti við húsbréfadeildina. Afgreiðsla húsbréfadeildar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs kaupanda. Samþykki hún kaupin, sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveð- bréfið, útgefið á nafni seljanda. ct \ Kaupsamningur undirritaður - . \ fasteignaveðbréf afhent seljanda. ibúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og kaupandi afhendir seljanda fasteignaveðbréfið. Seljandi skiptir á fasteigna- . veðbréfi fyrir húsbréf. Óski seljandi eftir þvf að fá húsbréf, fær hann þau afhent hjá húsbrófadeildinni í skiptum fyrir fasteignaveðbréfið. . Húsnæðisstofnun annast inn- heimtu fasteignaveðbréfsins af kaupanda, enda orðinn eigandi þess, þegar hér er komið. Seljandi ráðstafar húsbréfunum að vild. Seljandi getur átt bréfin, notað þau við íbúðarkaup eða leyst þau út. /\ -» \ Kaupandi lætur þinglýsa * \ kaupsamningnum. ^ N^Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. í kýrhausnum Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. og sala íbúðar „Nú á ég hvergi heima“ Gottfried Keller (1819-1890) var svissneskt skáld. Honum þótti mjög gaman að fá sér neðan í því og kvöld nokkurt gerði hann það heldur hressilega. Hann rataði ekki heim til sín og varð að biðja um aðstoð. Hann vatt sér að fyrsta manninum sem hann sá á götunni og spurði hann hvort hann gæti sagt sér hvar Keller bæjarritari ætti heima. „En það eruð þér sjálfur, hr. Keller,“ sagði maðurinn undr- andi. „Þér eigið bara að svara því sem þér eruð spurðir að,“ sagði Keller. „Ég veit vel hver ég er, en ég vil fá að vita hvar ég á heima!“ SS tók saman Meira um Churchill Eitt sinn var Churchill beðinn að segja nokkur orð við hátíðlegt tækifæri. Hann átti aðeins að tala í tíu mínútur og hann ætti nú að geta séð af svo stuttri stund, hélt undirbúningsnefndin. „Já, en ég verð að fá að vita um þetta að minnsta kosti hálfum mánuði áður,“ sagði Churchill, „svo að ég geti búið mig undir.“ „Hálfum mánuði!“ hrópuðu nefndarmenn. „Hve langan tíma þyrftuð þér þá til undirbúnings á klukkustundar ræðu?“ „Þrjá daga,“ svaraði Churchill, nefndarmönnum til mikillar undrunar. „En ef þér ættuð nú að halda þriggja klukkustunda ræðu, Sir Winston?" „Þá gæti ég byrjað strax!“ Nýtískuheimili Graham Greene, rithöfundurinn kunni, lýsti nútímaheimilinu eitt sinn á þennan hátt: „Það er staðurinn, þar sem maðurinn bíður þess á kvöldin, að konan sé tilbúin, svo að þau geti farið út.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.