Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 24

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 24
Tvö ný fyrirtæki á Kópaskeri: Trélitur M. steypir yfir póstinn í aðventublíðunni Á stuttum tíma hafa tvö ný fyrirtæki verið sett á stofn á Kópaskeri, annars vegar trésmíðafyrirtækið Trélitur hf. og hins vegar Vélaverkstæði Hauks Óskarssonar. Að fyrr- greinda fyrirtækinu standa fyrrverandi starfsmenn tré- smiðju Kaupfélags Norður- Þingeyinga. Samkvæmt upp- lýsingum Ingunnar St. Svavars- dóttur, oddvita Presthóla- hrepps, hafa bæði þessi fyrir- tæki kappnóg að gera. Trélitur hf. hefur nú með höndum uppsteypu nýs húss Pósts og síma á Kópaskeri. Veðurguðirnir hafa gengið í lið með starfsmönnum fyrirtækisins og gert það að verkum að í þess- ari viku tókst það ótrúlega í skammdegismánuðinum desem- her, að steypa plötu hússins. Verkið er þar með komið langt fram úr áætlun. Aðalmenn i Trélit hf. eru Marinó Eggertsson og Jón Kristján Ólafsson. Auk þeirra hafa fimm starfsmenn unnið hörðum höndum við pósthúss- bygginguna. óþh Sigluijörður: Mikil óvissa í atvimiimiálum Óvíst er framtíðarnotkun á frystihúsi ísafoldar hf. á Siglu- firði eftir gjaldþrot fyrirtækis- ins. Húsið er 620 fermetrar að gólflleti, og hafa sumir velt því fyrir sér hvort það getið hentað til rækjuvinnslu. ir við að lonuveiðar hefjist af krafti eftir áramót. „Það er mikið áfall fyrir bæjarfélagið og íbúana ef loðnuvertíðin bregst ofan á allt annað. Slíkt hefur áhrif á alla, ekki síst þjónustuaðila í bænum,“ segir Ómar Hauksson. EHB ,Hér þarf ég að sitja á meðan niamma gerir jólainnkaupin Landbúnaðarráðherra átti fund með bændum á Norðurlandi ## um m.a. sláturhúsamál: 011 þessi vandræði stafa af því hve meim eru fátækir - segir Sigtryggur Þorláksson, bóndi á Svalbarði í Svalbarðshreppi Ómar Hauksson, fram- kvæmdastjóri ísafoldar, segir að hráefnisskortur hafi átt einna stærsta þáttinn í að halli varð á rekstrinum. Hann er þeirrar skoðunar að vel sé hægt að reka lítið frystihús í bænum auk frysti- húss Þormóðs ramma, en vand- inn sé að tryggja því hráefni. Siglfirðingar búa nú við meiri óvissu í atvinnumálum en um langt skeið, en margir binda von- Helgarveðrið: Sumarblíða áfram Sumarblíðan mun halda áfram að ylja hjörtu Norðlendinga um helgina ef marka má spá veðurfræðinga á Veðurstofu íslands. Bragi Jónsson veðurfræðingur þurfti ekki að hafa mörg orð um helgarveðrið, „suðaustan gola á laugardag og sunnudag,“ var allt og sumt. Hitastig mun haldast óbreytt og verða um 4-7 stig. Því má ætla að blómin sem sprottið hafa uppí garðinum hjá honum Birni Hafliðasyni á Siglufirði komi til með að dafna vel. VG „Á fundinum kom glöggt fram að í sláturhúsamálunum eru fjölmargir lausir endar og menn eru ekki einhuga um hvaða leið eigi að fara,“ sagði Þórður Pálsson, kaupfélags- stjóri á Vopnafirði, þegar hann var inntur eftir umræðum á fundi bænda á Norðaustur- landi með landbúnaðarráð- herra og fulltrúum úr úrelding- arnefnd, Níelsi Árna Lund, deildarstjóra i landbúnaðar- ráðuneytinu og Gísla Karls- syni, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, í í gærkvöld var lokið við að landa tæplega 300 tonnum af frystri síld úr Siglfirðingi SI- 150 á Eskifirði. Bróðurparti aflans, um 180 tonnum, sem náðist á 22 dögum, var landað yfir í japanskt flutningaskip. Afgangur aflans verður notað- ur í beitu og þá fer hluti hans í gámum á Evrópumarkað. „Þetta hefur gengið vel síðustu Grunnskóla Svalbarðshrepps sl. fimmtudagskvöld. Fundur- inn var mjög fjölsóttur og stóð hann fram á nótt. Helsta umræðuefni á fundin- um var að vonum fyrirkomulag slátrunar á Norðausturlandi í framtíðinni. Eins og margoft hef- ur komið fram eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða lausn sér þar hagkvæmust. Til tals hefur komið að byggja upp nýtt slát- urhús á Þórshöfn en um það hef- ur ekki náðst samstaða. „í þessu dæmi eru svo margir daga en framan af var ekkert að hafa,“ sagði Pétur Bjarnason, stýrimaður á Siglfirðingi. „Við munum halda áfram á frysting- unni og stefnum að því að ná ein- um túr fyrir jól. Við höfum um 1000 tonna kvóta þannig að við eigum langt í land með að klára hann. Ef leyfi fæst er ekki ósenni- legt að við höldum áfram eftir áramót.“ óþh óvissuþættir að menn verða að gefa sér ákveðnar forsendur. Út frá þeim er síðan unnt að reikna hagkvæmni hvers kosts og þá tel ég að menn geti tekið afstöðu. Lausir endar í þessu eru ennþá mjög margir. Ég get nefnt að enn er óleyst á hvaða kjörum væri hægt að fá sláturhúsið á Kópa- skeri ef vilji væri til áframhald- andi reksturs þess,“ sagði Þórður. Hann sagði að forsvarsmenn kaupfélaganna hafi nefnt það við landbúnaðarráðherra og úreld- ingarnefndarmenn að fá hlutlaus- an aðila til að gera nákvæma hag- kvæmniúttekt á þeim kostum sem fyrir hendi séu. „Landbún- aðarráðherra tók vel í þetta og ég vonast til að í það mál verði gengið sem fyrst. Úr því sem komið er sýnist mér ljóst að niðurstaða fáist ekki í þessum málum fyrr en í febrúar eða mars,“ sagði Þórður. Sigtryggur Þorláksson, bóndi á Svalbarði, segir að menn séu sammála urn nauðsyn þess að flýta ákvörðun í málinu. „Það kom fram á þessum fundi eins og eðlilegt er að það vilja engir missa sitt sláturhús. Kannski má segja að öll þessi vandræði stafi af því hve menn eru fátækir. Ef menn hefðu nóga peninga myndi engum detta til hugar að leggja niður sitt sláturhús,“ segir Sig- tryggur. óþh Siglfirðingur SI-150: 180tonní Japana og slatti á Evrópu Loðnuveiðar: Fá skip eftir á miðunum í gær voru fá skip eftir á loönumiðunum við Kol- beinsey enda hafís nær kom- inn yfir þaö svæði sem skip- in voru að leita á í vikunni. Engin veiði var í fyrrinótt. í fyrradag fóru alls 9 skip í land, með samtals 1240 tonn af loðnu. Öll lönduðu þessi skip á Raufarhöfn og Þórs- höfn. í gærmorgun fóru síðan fleiri skip í land og lönduðu sum þeirra á Austfjörðum, m.a. Helga II sem landaði 350 tonnum á Seyðisfirði. Eins og fram kemur í blað- inu í dag er spáð suðaustanátt um helgina og má því búast við að ísinn reki aftur frá landi og af svæðinu sem loðnuskipin hafa leitað á síðastliðna daga. JÓH Leikfélag Akureyrar: Jólaleikrit levsir Bernörðu afhólmi Sýningum Leikfélags Akur- eyrar á Húsi Bernörðu Alba er lokið en alls urðu sýning- arnar 14 talsins. Það eru fleiri sýningar en gert var ráð fyrir og að sögn Sigurðar Hróarssonar, leikhússtjóra, fór aðsókn fram úr björtustu vonum og viðtökur voru afskaplega góðar. Leikfélag Akureyrar æfir nú af fullum krafti barna- og fjöl- skylduleikritið Eyrnalangir og annað fólk. Höfundar eru systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur. Leikritið hlaut önnur verðlaun í flokki barna- leikrita á leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur sl. vor. Leikstjóri er Andrés Sigur- vinsson en hlutverk í leikritinu eru fjölmörg, þar á meðal ein tíu hlutverk fyrir börn og ungl- inga á aldrinum 8-14 ára. Frumsýning verður 26. des- ember. SS Óhapp á loðnumiðum: Harpa RE á ísjaka Loðnubáturinn Harpa RE- 342, sem gerður er út frá Eskifirði, sigli á ísjaka aðfararnótt miðvikudags. Skemmdir urðu á astictæki skipsins og kom það til hafn- ar á Húsavík á miðviku- dagskvöld. Harpa var við loðnuleit á Kolbeinseyjarsvæðinu er óhappið varð. Skipið sigldi á ísjaka, sem lenti undir því og náði að valda skemmdum á astictækinu. í Húsavíkurhöfn voru skemmdir á skipinu kannaðar en panta þurfti vara- hluti, erlendis frá. Vonir stóðu til að viðgerð lyki í gærkvöld, og skipið héldi þá á miðin á ný. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.