Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR 5 f arðinum fréttir Samband íslenskra tryggingafélaga: Endurgreiðsla á söluskatti af vátrygg- ingariðgjöldum til vátryggingartaka Sem kunnugt er verða vátrygg- ingariðgjöld almennt undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt þeim lögum, sem um þann skatt hafa verið sett. Á annað ár hefur af hálfu vátryggingarfélaganna ver- ið leitað eftir fyrirmælum stjórn- valda varðandi meðferð sölu- skatts af iðgjöldum vátrygginga, sem seldar væru á þessu ári en með gildistíma að hluta til yfir á árið 1990, þ.e. eftir að virðis- aukaskattur yrði tekinn upp. Þar sem engar leiðbeiningar í þessum efnum bárust frá stjórnvöldum urðu vátryggingarfélögin að inn- heimta söluskptt af iðgjöldum með hefðbundnum hætti. Fyrir skömmu lýsti fjármálaráðherra því loks yfir við umræður á sam- einuðu Alþingi, að söluskattur af vátryggingariðgjöldum skyldi einungis innheimtur miðað við þann tíma, sem félli innan ársins 1989. Fól ráðherra ríkisskatt- stjóra að annast framkvæmd þessa máls og semja um það reglur. Þessar reglur eru nú að sjá dagsins ljós. Gagnvart viðskiptamönnum vátryggingarfélaganna hafa þess- ar reglur í hnotskurn í för með sér, að hafi þeir greitt vátrygging- ar, sem gilda yfir á árið 1990, þá skuli sá hluti söluskattsin's, sem er vegna ársins 1990, endur- greiddur. Sem dæmi má nefna, að hafi vátryggingartaki greitt lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækja með gildistíma frá 1. mars 1989 til 28. febrúar 1990, þá á hann að fá endurgreiðslu sölu- skatts vegna mánaðanna janúar og febrúar 1990, þ.e. V12 huta söluskattsins. Vátryggingarfé- lögunum er falið að annast þessar endurgreiðslur til vátryggingar- taka f.h. ríkissjóðs, og skulu þær fara fram fyrír 15. desember nk. Vátryggingartakar eiga þó ekki að vitja þessara greiðslna hjá vátryggingarfélögunum, heldur munu félögin senda þeim ávísan- ir í pósti. Hafi vátryggingartaki hins vegar ekki enn greitt ið- gjaldaskuld sína við vátrygging- arfélag sitt, verður skuld hans við félagið lækkuð í samræmi við of- angreint. Af hálfu vátryggingarfélag- anna er nú þegar hafinn undir- búningur að þessum endur- greiðslum söluskattsins. Ljóst er að hér er um mikið verk að ræða fyrir félögin. Þau munu þó gera sitt ýtrasta til þess, að leysa það í samræmi við þau tímamörk, sem í reglum ríkisskattstjóra er að finna. Vátryggingartakar geta því átt von á, að er líður að miðjum desembermánuði nk., fari þeim að berast ávísanir vegna endur- greidds söluskatts af vátrygging- ariðgjöldum. Frumvarp um kvennadeild við Byggðastofnun á Akureyri: ,Á.SuWn'sáó‘“' MARIUHÆNAN gestur í garðinum eftir Jóhönnu Á. Steingrimsdóttur. Maríuhænan hefur borist með jóla- greninu í blómagarð á Islandi þar sem hún hefur tekið sér bólfestu í stóru öspinni ásamt gullsmið, hunangsflugu og ótal smádýrum. Þarna mynda þau dálítið samfélag þar sem ýmis átök verða. Ógnvaldur þessa samfélags er þrösturinn sem á sér hreiður í öspinni og lítur á aðra ibúa hennar sem góm- sæta bita. Skemmtilegt, fallega myndskreytt ævintýri úr ísfenskri nátt- uru. - nýtt þjónustufyrirtæki á Húsavík „Fjárfestingin var lítil, áhöldin borguðu sig á fyrsta starfsdeg- inum og ég get farið á hausinn með reksturinn án þess að verða gjaldþrota,“ sagði Sverr- ir Einarsson, gluggaþvotta- maður á Húsavík, er Dagur spurði hann um þessa nýju þjónustugrein í bænum. Sverrir varð atvinnulaus um síðustu mánaðamót, er grjót- vinnslu á vegum Húsavíkurbæjar lauk, og um þessar mundir er sambýliskona hans einnig að missa vinnuna. Sverrir sá ekki fram á að fá neina vinnu í des- ember, sem samkvæmt hans reynslu er kostnaðarsamasti mánuður ársins. Hann ákvað að reyna á einhvern hátt að bjarga sér og gera tilraun með að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á gluggaþvottaþjónustu. Sverrir segist í raun vera mjög jarðbundinn í atvinnu sinni, hann eigi tröppu og stiga og geti þvegið glugga á fyrstu og annarri hæð, hærra uppi geti hann ekki unnið nema t.d. sé hægt að komast að gluggunum af svölum. Einnig er gluggaþvottamaðurinn háður veðri við vinnu sína svo það er um að gera að nota þíðviðrið til að panta gluggaþvott. Þess má geta að síminn hjá Sverri er 41045 og hann segir þjónustu sína ekki dýra. „Ég vona að það vilji allir hafa gluggana sína hreina um jólin og sjá vel út um þá um áramótin, þegar flugeldunum verður skotið á loft,“ sagði Sverrir. Hann sagði að sig og sambýliskonuna langaði að eiga heima á Húsavík áfram en illa gengi að fá vinnu og hús- næði sem þeim hentaði og þau réðu við. Því gæti svo farið að þau yrðu að flytja frá staðnum og þá væri ekki víst að þau kæmu aftur. Að lokum sagðist Sverrir vera bjartsýnismaður og vona að atvinnuástandið lagaðist neðan við bakkann eftir áramót, með tilkomu nýs kvóta. Vonandi er enn eitthvað til í því að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. Það er tilbreyt- ing frá öllu volinu og vælinu, aðj hitta fólk sem reynir að klóra í bakkann, með gamanyrði á vör og ber sig vel, þó að á móti blási um sinn. IM GLÆSILEGUR GISTISTAÐUR í ALFARALEIÐ Rúmgóð og björt herbergi á góðu verði. Börn undir 10 ára aldri fá ókeypis gistingu. Sérstakur jólaafsláttur í desember - frá 850 kr. á mann með morgunmat. EismmimS BERB Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði, Sími: 652220 Gluggaþvottur í góðviðrinu UMFERÐARMENNING ‘-o Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Uráð Verð kr. 1.460,00 Um 20% af ríkisframlagi til Byggða- stoftiunar renni til kvennadeMar .RUX'X'hTtK Fjórir þingmenn Kvennalist- ans hafa lagt fram á Aíþingi frumvarp um breytingu á lög- um um Byggðastofnun þannig að við stofnunina verði komið á fót deild sem hafi það hlut- verk að vinna að uppbyggingu atvinnu fyrir konur. Frum- varpið verður tekið til umræðu á þinginu á næstu dögum. Eins og fram hefur komið leggja Kvennalistakonur á það áherslu að slíkri deild verði kom- ið upp við útibú Byggðastofnunar á Akureyri, enda sé hér um að ræða hreint byggðaverkefni. Samkvæmt frumvarpinu skulu 20% af árlegum framlögum ríkis- ins til Byggðastofnunar renna til reksturs kvennadeildarinnar, ráðgjafar, lána, styrkja og ann- arrar fyrirgreiðslu vegna atvinnu- starfsemi kvenna. „Enn fremur verði í reglugerð ákvæði um að við deildina starfi eingöngu kon- ur með reynslu af jafnréttisstarfi og kvennaráðgjöf sem hafi með höndum rekstur deildarinnar, meti umsóknir um aðstoð, veiti ráðgjöf og handleiðslu og annist námskeið fyrir konur. Einnig komi fram í reglugerð ákveðin stefna þar sem t.d. þær hugmynd- ir fái forgang sem stuðla að nýjungum í atvinnurekstri byggð- arlagsins eða byggjast á hráefni eða annari auðlind byggðarlags- ins,“ segja flutningsmenn frum- varpsins í greinargerð sinni. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.