Dagur - 19.12.1990, Qupperneq 8

Dagur - 19.12.1990, Qupperneq 8
8 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Óshim viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs Þökkum viðskiplin SBA | SÉRLEyfisbIlar akureyrar s/f Gránufélagsgötu 4, símar 23510, telefax 27020 Hvað gera þau um jólin? Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári sroKtg SKOVERKSMIDJA GLERAREYRUM AKUREYRI SÍMI 96-26111 Félag aldraðra á Akureyri óskar félags- og stuðningsmönnum sínum gleðilegra jóla, þakkar störfin og allan veittan stuðning á árinu 1990 Stjórnin Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum Þökkum viðskiptin á árinu Bl BLIKKRÁSf Hjalteyrargötu 6, pósthólf 71 602 Akureyri, sími 96-26524 Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin JAPISS akuim SKIPAGATA1 - SIMI 96 25611 Jólahaldið er nokkuð hefðbundlð á milli ára Hvað gera íslendingar uin jólin? Liggja þeir á meltunni, borða og lesa góðar bækur j'íir hátíðamar? Em flestir að gera það sama og er jólaliald íslendinga með nokkuð svipuðu sniði á milli ára? í þessu sambandi má telja noldcuð víst að dagsltráin hjá einstökum fjölslíj ldum sé nánast eins ár eftir ár. Til þess að fá nánari innsýn í það hvernig jólahaldi er háttað, var haft samband við nokkra valinkunna Norðlcndinga og þeir spurðir þeirr- ar spurningar, hvernig dagskráin sé hjá þeim um jóla- hátíðina. Guðmundur Sigurbjömsson bafmirsijóri á Akureyri: „Maður gerir nánast alltaf það sama um jólin. Pað má segja að jólin hjá mér hefjist í hádeginu á Þorláksmessu, með því að heint- sækja, ásamt hópi manna, góðan félaga ,og borða hjá honum vel kæsta vestfirska skötu. - Og þetta er ég búinn að gera í ein 15 ár á þessum degi. Jólatréð er yfirleitt skreytt á Þorláksmessukvöld og síðan ér aðfangadagurinn nokkuð hefð- bundinn í faðmi fjölskyldunnar. Maður nýtur þess náttúrlega að borða góðan mat á aðfangadag en þegar færst hefur ró yfir fólkið, koma foreldrar og tengda- foreldrar í heimsókn. Jóladagur og annar í jólum fara að stórum hluta í lestur góðra bóka og laufabrauðsát. Undanfarin ár höfurn við farið í mat til ættinga á jóladagskvöld og á annan í jólum. Annars eru jólin hjá mér og minni fjölskyldu nokkuð hefðbundin ár frá ári. Ég vonast til að fá eitthvað gott að lesa um jólin en það hefur nú orðið misbrestur á því undanfar- in ár að fá lesefni í jólagjöf." Bjami Hafþór Helgason sjónvarpss tjóri og fféttamaður: „Jólin hjá mér verða með mjög hefðbundnu sniði eins og ég geri ráð fyrir að verði hjá flestum. Það hefur nú ekki tíðkast hjá okkur nein sérstök hefð á Þor- lákssmessu, fyrir utan þáð að fjölskyldan skreytir jólatréð þá um kvöldið. Ég reyni nú haga kaupunum á jólatrénu á þann hátt, að barrnálarnar verði ekki allar dottnar af á annan í jólum. Þorláksmessudagur er nokkuð óvenjulegur að þessu sinni, þar sem versianir verða lokaðar og því verður ekki um neina jóla- verslun að ræða þann daginn. Á aðfangadag höldum við okk- ar jól eins og hingað til og borð- um þá svínahamborgarhrygg að venju. Þá reikna ég með að fá pakka og hann má alveg vera harður. Eg er sjálfur alinn upp við það að borða rjúpur á jólum og það hefur verið ákveðið tilboö í gangi hjá eiginkonunni þess efn- is að hafa einnig rjúpur á borðum á aðfangadag en ég hef hafnað því. Það er nú einu sinni svo að jólin eru ekki síst hátíð barnanna og ég ætla leyfa þeim að alast upp við lyktina af svínahamborgar- hryggnum á þessum degi og blanda ekki rjúpnalyktinni inn í það. Þó að mér þyki rjúpur heimsins besti matur, er ég ekki viss um að eiginkonan eða börn- in samsinni því. Á jóladag sækjum við tengda- foreldrana heim og snæðum með þeim. Á milli jóla og nýárs bregðunt við okkur til Húsavík- ur, á æskustöðvar mínar, og þá fæ ég rjúpur hjá mömmu og hlakka mikið til, því í Grafarbakka er alltaf tekið vel á móti okkur.“ Guðný Sverrisdóttir sveitarsijóri Grýtubakkahrepps: „Jólahaldið hjá ntinni fjölskyldu er nokkuð formfast. Á Þorláks- messu er viss hefð hjá mér en þá heimsæki ég konu útibússtjóra kaupfélagsins á staðnum og svo verður einnig í ár. Loks fer loka- spretturinn í tiltektinni fram og þá skreytum við jólatréð einnig þann dag. Það hefur nú verið hefð hjá Grenvíkingum í gegn- um tíðina að setja ekki upp mikið af jólaljósum og útiskreytingum fyrr en á Þorláksmessu. Jólin sjálf hefjast formlega kl. 18 á aðfangadag eins og hjá flest-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.