Dagur - 19.12.1990, Side 12

Dagur - 19.12.1990, Side 12
12 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Þó eigi hafí verið frá því hvikað, að kirkjan heitir Akureyrarkirkja, er þessi helgidómur í huga okkar nátengdur minningu þessa mikla trúarskálds, scm átti svo lengi heima hér í næsta nágrcnni, á Sigurhæðum. Ivirkjan er ímynd þess besta og dýrmætasta sem lífið getur veitt — predikun herra Péturs Sigurgeirssonar biskups á 50 ára aímælishátíð Akirreyrarkirkju 18. nóvember sl. Á 50 ára afmælishátíð Akureyr- arkirkju vel ég orðum mínum yfirskrift úr 2. Kronikubók, er segir frá ákvörðun Davíðs konungs, að reisa musterið í Jerúsalem, og Drottinn segir við hann: „Vel gjörðir þú, er þú ásettir þér að reisa hús nafni mínu.“ (2. Kron 6:8). Og þegar höfð er í huga kirkju- ganga safnaðarins hingað á hæð- ina í hálfa öld, er eins og til okkar tali röddin, sem forðum við Móse, er hann heyrði til sín talað hjá lýsandi þyrnirunnanum: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður sem þú stendur á, er heilög jörð.“ (2. Mósesb. 3:5). Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi, og gleðilega hátíð, ágæti söfnuður og kæru vinir. Oft hefi ég á umliðnum árum fengið að ávarpa ykkur þannig. í þetta sinn geri ég það með sér- stöku þakklæti fyrir það tækifæri, sem við hjónin fáum til þess að vera með ykkur og taka þátt í þessari kirkjuhátíð. Við óskum ykkur innilega til hamingju með kirkjuafmælið og nýja glæsilega safnaðarheimilið. Textinn, er ég valdi okkur til íhugunar, segir frá atburðum trúarsögunnar fyrir 3-4 þúsund árum. Eigi að síður er hann bæði tímabær og nærtækur til þess að bregða Ijósi yfir byggingu þessa musteris og helgigöngu safnaðar- ins hingað upp á þessa háttlýs- andi kirkjuhæð. Og því leyfi ég mér að taka á líkan hátt til orða og í textanum stendur: „Vel gjörðuð þið, Akur- eyringar, er þið ásettuð ykkur að reisa þessa kirkju og byggðuð hana hér á þessari brekkubrún í hjarta bæjarins.“ í þessum helgidómi hefur það gerst í hálfa öld sem áður hjá lýs- andi runnanum, að ljómi Guðs dýrðar og kærleika hefur lýst þeim, er hingað koma. Vígsluár kirkjunnar 1940 markaði djúp spor í þjóðarsög- unni og um heim allan. Þá var seinni heimsstyrjöldin í algleym- ingi með allri sinni ógn og tortím- ingu. ísland var hernumið, en sem betur fór af þeim aðila, sem stóð gegn árásum og ofríki nas- ista. Allir aðdrættir til landsins voru erfiðleikum háðir og efniviður til bygginga af skornum skammti. Samt voru hér á landi byggðar og vígðar tvær stórbyggingar, er sett hafa svip á menningu og líf þjóð- arinnar. Önnur byggingin var reist yfir æðstu menntastofnun landsins, Háskóla íslands. Hin byggingin er Akureyrarkirkja. I bókaskránni, Öldinni okkar, frá þessu ári er í örstuttu máli þannig sagt frá vígslunni: „Hin nýja Akureyrarkirkja, Matthías- arkirkja, var vígð 17. nóvember. Sigurgeir Sigurðsson biskup vígði kirkjuna. Auk hans og séra Friðriks J. Rafnars vígslubiskups voru 10 prestar viðstaddir. Um 14-15 hundruð manns voru í kirkjunni. Vígsluathöfnin var mjög hátíðleg. Þessi kirkja mun vera stærsta guðshús íslensku kirkjunnar.“ Hvað skyldu vera margir í kirkjunni nú af þeim, sem þá voru viðstaddir? Síðan hefur a.m.k. ein stærri kirkja verið byggð, Hallgríms- kirkja í Reykjavík. Nú hefur Sverrir Pálsson fyrrv. skólastjóri skrifað mikið og fróðlegt rit um kirkjusögu Akureyringa, sem er stórmerk bók og mikið þakkar- efni. Við tókum eftir því, að kirkjan var öðru nafni kölluð Matthíasar- kirkja. Meðal þeirra, sem það gerðu var húsameistarinn Guð- jón Samúelsson. Og ýmislegt bendir til þess, að hann hafi sótt hugmyndina að kirkjuturnunum til Vaðlafjalla, sem eru tvískipt stuðlabergsfjöll skammt frá fæð- ingarstað séra Matthíasar, Skóg- um í Þorskafirði. Þó eigi hafi veri frá því hvikað, að kirkjan heitir Akureyrarkirkja, er þessi helgidómur í huga okkar nátengdur minningu þessa mikla trúarskálds, sem átti svo lengi heima hér í næsta nágrenni, á Sigurhæðum. Hér hefur séra Matthías, eins og sjá má í myndarúðunum hlot- ið sess á bekk með þeim Guð- brandi Hólabiskupi, séra Hall- grími passíusálmaskáldi og öðr- um andans jöfrum kirkjusögunn- ar í kaþólskum og lúterskum sið. Og svo langt sem ég man, hefur minningartafla séra Matthíasar með sínu gullna letri hér á vegg, boðað stefið úr nýárssálmi hans: „í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín.“ Sóknarfólkið og bæjarfélagið hafa sýnt þessum helgidómi sér- staka alúð. Margir einstaklingar, stofnanir og félög, og þá nefni ég einkum kvenfélag og bræðrafélag kirkjunnar, hafa fært kirkjunni margar veglegar minningar- og fórnargjafir og síðast streymdu gjafirnar til kirkjunnar í gær. Mesta gersemi kirkjunnar eru án efa allar 17 steindu myndarúð- Herra Pétur Sigurgeirsson. urnar, sem birta okkur æviferil Lausnarans allt frá boðun Maríu í kórglugganum lengst til vinstri og síðan sólarsinnis allan hring- inn hér í kring að lokaatriðinu, uppstigningu Krists í myndarúð- unni yfir skírnarlauginni. - Ég efast um, að nokkur kirkja sé svo búin í tjáningu sinni og túlkun á lífi og starfi Jesú frá Nasaret sem þetta musteri. En hvað veldur? Hver er frum- orsök þessa helgidóms? Hvers vegna er kirkjan? Það virðist fávíslega spurt, og hér getur hver og einn svarað. - Eigi að síður er nauðsynlegt að við gerum okkur fullkomlega grein fyrir þvf á hverju allt, allt byggist - og það er, að Guð opinberar sig. - „Áður en fjöllin fæddust og jörð- in og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.“ - segir í Davíðssálmi. Hinni sömu opinberun lýsir Einar Benedikts- son í kvæðinu: Hnattasund: Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. En það er síðan höfundur Hebreabréfsins, sem segir hvern- ig Guð er nú og hér mitt á meðal okkar. Þar stendur: „Guð talaði oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámanna sinna, en nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum.“ (Hebr 1:1). Guð lætur sér annt um hverja einustu mannssál, hann leitar að hverju týndu barni sínu og því kostaði hann öllu til, að sérhver sál fengi að komast að raun um allan kærleik hans. Þess vegna kom hann sjálfur og er hér í syni sínum. Á vígsludegi kirkjunnar stend- ur í texta dagsins: „Komið til mín allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ (Mt. 11:28). Ótaldar eru þær stundir sókn- arbarna og annarra, sem hingað hafa komið, þegar þessi lífs- reynsla átti sér stað. í ótal tilvik- um lífsins, mestu sorgum sem stærstu gleði, lágu sporin hingað, til þess að Guð fengi að göfga hverja tilfinningu, von og trú. Þegar sárast syrtir og sálna hróp- ar þrá, - kemur Guð með sinn frið og sína hvíld. Séra Matthías lýsir því á sinn undursamlega hátt, hvernig þetta gerist, er hann spyr og svarar:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.