Dagur - 02.11.1991, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. nóvember 1991
Fréttir
Norrænt dagsverk:
Yfir flórar milljónir
söfiiuðust á landinu
Talið er að rúmar fjórar rnillj-
ónir hafi safnast á Norrænum
starfsdegi til styrktar bágstödd-
um börnum í Brasilíu á dögun-
um en þau nemendafélög sem
tóku þátt í söfnuninni eru nú
sem óðast að skila af sér. A
milli fjögur og fimm þúsund
nemendur framhaldsskólanna í
landinu tóku þátt í verkefninu
og svo vel þótti takast til að
rætt hefur verið um að efna til
samskonar starfsdags síðar.
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Atkvæðagreiðsla
um verk-
faUsboðun
Atkvæðagreiðsla um almenna
verkfallsboðun er á döfinni hjá
Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Á
fundi stjórnar og trúnaöar-
mannaráðs sl. fímmtudag var
ákveðið að boða til almenns
félagsfundar, sem haldinn
verður í næstu eða þarnæstu
viku.
Á fundinum verður ákveðið
hvernig standa skuli að atkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna um
almenna verkfallsboðun. Annað-
hvort mun atkvæðagreiðsla um
verkfallsboðunina fara fram á
fundinum sjálfum, eða að hún
verður víðtækari, til að tryggja
sem besta þátttöku. IM
Helgarblað Dags:
Unglingasíða
Unglingasíðan hefur göngu
sína á ný í helgarblaði Dags
í dag. Hún hefur verið fastur
liður í helgarblaðinu yfír
vetrarmánuðina undanfarin
ár. Umsjón með unglinga-
síðunni hefur Iris Guð-
mundsdóttir.
Pessi blaðsíða verður helg-
uð unglingum, eins og nafnið
bendir til, viðhorfum þeirra og
áhugamálum. íris tekur fús-
lega við öllum ábendingum og
geta unglingar komið skila-
boðum til hennar m.a. með
því að senda bréf á ritstjórn
Dags merkt „Unglingasíðan“.
Unglingarnir verða á dagskrá
hálfsmánaðarlega til vors. SS
Helgarblað Dags:
Börnín okkar
Hestaþáttur Kristínar Lindu
Jónsdóttur er nú kominn í
vetrarfrí en það er Kristín
Linda hins vegar ekki. Hún
mun sjá um nýjan þátt í
helgarblaðinu hálfsmánað-
arlega í vetur og nefnist
hann Börnin okkar.
Þessi nýi þáttur hefur göngu
sína í blaðinu í dag. Kristín
Linda leitar upplýsinga um
flest sem viðkemur meðgöng-
unni og í næsta þætti bregður
hún sér í heimsókn á fæðingar-
deildina. Börnin okkar er
þáttur fyrir núverandi og verð-
andi foreldra. SS
Nemendur úr 15 framhalds-
skólum tóku þátt í Norræna
starfsdeginum ýmist með því að
ráða sig til starfa í einn dag hjá
fyrirtækjum og einstaklingum
eða starfa við merkjasölu. Talið
er að safnast hafi yfir fjórar millj-
ónir króna og Hjálparstofnun
kirkjunnar mun síðan sjá um að
koma söfnunarfénu til þeirra
verkefna sem styðja á í Brasilíu.
Að sögn Jóhannesar Tómassonar
hjá Hjálparstofnun kirkjunnar
ríkir veruleg ánægja með hversu
vel tókst til og dagana 8. og 9.
nóvember næstkomandi er fyrir-
hugaður fundur með forsvars-
mönnum nemendafélaganna um
á hvern hátt söfnun með þessu
sniði verði endurtekin. Mikill
vilji er fyrir því að framhald verði
á þessu starfi og hvort unnt verði
að gera þetta að föstum lið í starfi
framhaldsskólanna annað hvort
árlega eða með lengra millibili.
PI
Akureyri:
írlandsfarar
óhressir mjög
Farþegar sem ætluðu frá
Akureyri til írsku borgarinnar
Dyflinnar í gærmorgun máttu
bíta í það súra epli að sitja og
bíða hálfan daginn í eyfírskri
þoku. Þar með var fyrsti dag-
urinn í þriggja daga ferð nær
ónýtur og bar töluvert á
kvörtunum þess efnis að við-
komandi ferðaskrifstofa ætlaði
ekki að bæta þeim tjónið.
Fullbókað var í ferðina og biðu
170 manns eftir því að þotan gæti
lent á Akureyrarflugvelli í gær-
morgun. Brottför var kl. 7 en
svartaþoka grúfði yfir Eyjafirði.
Heldur var að létta til um hádeg-
ið og fengust þær upplýsingar á
Akureyrarflugvelli að farþegar
ættu að mæta kl. 14, svo framar-
lega sem völlurinn yrði opinn.
Ekki var ljóst hvernig málið fór
þegar fréttin var skrifuð.
Að sama skapi var ekki ljóst
hvernig viðkomandi ferðaskrif-
stofa ætlaði að bregðast við þess-
ari seinkun en allt stefndi í það
að fyrsti dagurinn í Dyflinni yrði
afar stuttur.
Allt flug um Akureyrarflugvöll
lá niðri í gærmorgun nema hvað
vél Flugfélags Norðurlands fór til
Egilsstaða. SS
Gamla brúin í Laxárdal var tekin í burtu í heilu lagi.
Mynd: Svavar Jónsson
Laxá í Aðaldal:
Tvær brýr endurbyggðar
- mikil samgöngubót í Laxárdal og við Brúa
Mikil samgöngubót hefur orð-
ið við Laxá í Aðaldal. Tvær
brýr hafa verið endurnýjaðar;
ný brú hefur verið byggð í
Laxárdal og við Brúa hefur ný
brú verið byggð yfir gömlu
brýnnar.
Alls er Laxá brúuð á sex
stöðum, þar sem akfært er yfir,
auk þess sem ein göngubrú er
uppi í Laxárdal.
I Laxárdal var yfirbyggð brú
sem sett var upp þar 1963. Brúin
var það þröng að snjóruðnings-
tæki komust ekki yfir hana og
vandræði voru með búfjárílutn-
inga á stórum bílum.
Brúin var tekin niður þannig,
að krani lyfti undir annan brúar-
sporðinn meðan vinnuvél dró
brúna yfir á bakkann hinumegin.
í nýju brúna voru notaðir tveir
stálbitar, hvor um sig 31,70 metr-
ar á lengd og 1,36 m á hæð.
Vegagerðin flutti bitana frá
Reykjavík í Laxárdalinn og
munu þeir vera með lengstu bit-
um sem svo langt hafa verið
fluttir. Nýja brúin er mikil sam-
göngubót í Laxárdal, að sögn
Svavars Jónssonar hjá Vegagerð-
inni.
Við Brúa voru gömlu brýnnar,
sem byggðar voru 1930, hækkað-
ar og breikkaðar. Á þær og við
voru settir steypuklumpar sem
undirstöður, síðan stálbitar og
brúargólf. Nú er aðeins eftir að
lækka veginn að vestanverðu við
brýnnar en þegar er orðin allt
önnur aðstaða að fara þarna um.
Brýnnar virkuðu orðið ákaflega
ótraustvekjandi á vegfarendur
auk þess sem brattur og bugðótt-
ur vegur lá að þeim. IM
Ný lög um mannanöfn tóku gildi í gær:
„Mjög til bóta og létta störf presta“
- segir sr. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri
Ný lög um mannanöfn öðluð-
ust gildi í gær á Islandi. Jafn-
framt falla úr gildi lög um
mannanöfn, nr. 54 frá 1925
sem og 67. gr. laga nr. 10 frá
1983.
„Nýju lögin eru mjög til bóta
og létta störf presta það er lýtur
að skírninni. Nú skal skipa
mannanafnanefnd sem semur
skrá um eiginnöfn sem heimil
teljast. Áður var þessu á þann
veg farið að skrá um eiginnöfn er
ekki mátti nota átti að liggja
frammi hjá prestum. Pessi skrá var
aldrei samin og því var það ótta-
legt kvalræði að standa í stappi
við foreldra vegna nafna er ekki
eru heirnil. Nú eru prestar lausir
allra mála hvað þetta varðar,“
sagði sr. Birgir Snæbjörnsson,
sóknarprestur á Akureyri.
í sumar sagði Hallgrímur
Snorrason, hagstofustjóri, í sam-
tali við Dag að nýju mannanafna-
lögin væru til mikilla bóta. „Frá
sjónarmiði Hagstofunnar er
mesta breytingin sú að við teljum
okkur nú hafa fengið löggjöf sem
er framkvæmanleg,“ sagöi hag-
stofustjórinn.
Nýju lögin um mannanöfn eru
í fimm köflum. Fyrsti kaflinn tek-
ur til eiginnafna. Þar segir að
hverju barni skal gefa eiginnafn,
þó ekki fleiri en þrjú. Hér hefur
orðið breyting á því í eldri lögum
Nýja félagsmiðstöðin á Húsavík:
Fékk nafiiið Keldan
Keldan, nefnist nýja félags-
miðstööin á Húsavík sem tekin
var í notkun við hátíðlega
athöfn sl. fímmtudag. Breyt-
ingarnar sem gerðar voru á
húsnæðinu kostuðu rúmlega
2,5 milljónir króna og húsgögn
voru keypt fyrir 600 þúsund.
Þetta kom fram í ávarpi Lilju
Skarphéðinsdóttur, formanns
æskulýðs- og íþróttanefndar
Húsnæðið er hið vistlegasta og
virtust fulltrúar eldri og yngri
borgara, sem koma til með að
nýta húsnæðið, hinir ánægðustu
með aðstöðuna. Karl Ingólfsson,
fulltrúi eldri borgara, lék á
harmoníku við opnunarathöfnina
en fulltrúi yngri kyrislóðarinnar
var Guðni Bragason sem lék á
trompet ásamt Norman Dennis.
Pað var Einar Njálsson, bæjar-
stjóri, sem átti hugmyndina að
nafninu. Fyrir nokkrum áratug-
um stóð bær sem bar nafnið
Kelda aðeins ofar en félagsmið-
stöðin er til húsa. Og nú hætta
krakkar, karlar og kerlingar á
Húsavík að taka á sig krók og
stynga sér beint inn í Kelduna, í
norðurenda félagsheimilisins.
IM
Lilja Skarphéðinsdóttir, formaður
æskulýðs- og íþróttanefndar, flutti
ávarp við vígslu Keldunnar.
Mynd: IM
voru nöfnin aðeins tvö. Eigin-
nafn skal vera íslenskt eða hafa
unnið sér hefð í íslensku máli.
Pað má ekki brjóta í bág við
íslenskt málkerfi. Eiginnafn má
ekki heldur vera þannig að það
geti orðið nafnbera til ama.
Hvorki má gefa stúlku karl-
mannsnafn né dreng kvenmanns-
nafn og samkvæmt lögunum er
skylt að gefa barni nafn innan sex
mánaða frá fæðingu þess.
Lögin um mannanöfn taka til
margra þátta og fólk er hvatt til
að kynna sér lögin. Efnisatriðin
eru mörg og margt er breytt frá
fyrri lögum.
Dr. Guðrún Kvaran sem er
formaður mannanafnanefndar
sagði við blaðamann Dags í
sumar. „Mesti ávinningur lag-
anna er að í þeim gætir ekki mis-
ræmis milli kynja, körlum og
konum er gert jafnt undir höfði í
öllum atriðum.“ ój
Lokahóf KRA
í Dynheimum
Lokahóf KRA verður haldið í
Dynheimum kl. 13.30 í dag,
laugardaginn 2. nóvember.
í lokahófinu verða afhent
verðlaun fyrir árangur á knatt-
spyrnusviðinu á liðnu sumri.
Leikmaður ársins og markakóng-
ar fá viðurkenningu og fleira
mætti nefna, en sjón er sögu rík-
ari. SS