Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 28.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 Fréttir Foreldrafélag Oddeyrarskóla: Mótmælir hugmyndum um að flytja íþróttaaðstöðu bama úr hverfinu Á aðalfundi Foreldrafélags Oddeyrarskóla á Akureyri 17. mars sl. var samþykkt ályktun Sauðárkrókshöfn: Ný bryggja í stað Syðra plans Samkvæmt framkvæmdaáætlun fyrir Sauðárkrókshöfn fyrir árin 1993-1996, á að byggja nýja bryggju í stað Syðra plans og lengja Norðurgarð. Eftir framkvæmdirnar mun m.a. bætast við gott lægi í höfninni fyrir vélarvana skip að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra. A næsta ári á samkvæmt áætl- un hafnarstjórnar að byrja á nýrri bryggju í stað Syðra plansins og er reiknað með 73,2 milijónum króna í þær framkvæmdir. Árið 1994 á síðan að ljúka við nýju bryggjuna og er áætlað að það kosti 13,2 milljónir króna. Þá verður einnig dýpkað á nokkrum stöðum í höfninni og samkvæmt áætluninni eiga þær framkvæmdir að kosta tæpar 27 milljónir króna. Árin 1995 og 1996 er stefnt að því að ráðast í 60 metra lengingu á Norðurgarði og dýpkun fremst við hann auk viðlegubryggju úr timbri sunnan Syðra plans. „Syðra planið er náttúrlega ónýtt og við teljum að það sé nauðsynlegt að byggja nýja bryggju þar. Með tilkomu hennar myndast einnig viðbótar við- legupláss fyrir togara og verður það samkvæmt líkanstilraunum besta lægið í höfninni. Þar myndu menn t.d. þora að vera með vélarvana skip og vegna þess skapast miklu betri aðstæður til viðgerða á stærri skipum hér í höfninni," segir Snorri Björn. SBG þar sem harðlega er mótmælt hugmyndum um að flytja íþróttaaðstöðu barna úr hverf- inu og þess er krafist að staðið verði við framkvæmdaáætlun skólanefndar um byggingu íþróttahúss við skólann á árun- um 1992-1994. Tilefni þessarar ályktunar eru umræður að undanfömu um þann möguleika að leggja íþrótta- skemmuna af sem íþróttamann- virki og börn úr Oddeyrarskóla sæki íþróttatíma í öðrum íþrótta- húsum bæjarins. Áslaug Traustadóttir, formað- ur foreldrafélagsins, segir mjög brýnt að byggja íþróttahús við Oddeyrarskóla og það sé almenn skoðun foreldra barna í skólan- um. „Það er mjög mikil andstaða við að börnin sæki íþróttakennslu í önnur íþróttahús í bænum. Flutningur á börnunum hefði í för með sér að aldrei væri hægt að hafa samfelldan skóladag og þau yrðu alltaf gestkomandi í því íþrótthúsi sem yrði fyrir valinu. Það þarf einfaldlega aðstöðu fyrir börnin á þeirra heimavelli,“ sagði Áslaug. óþh Hér er tjakkurinn óþarfur. Mynd: Golli Frumvarp til lyQalaga: Einokunaraðstaða lyfsala verði afiiumin Fram er komið nýtt frumvarp til lyfjalaga á Alþingi sem að standa nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins. Þar er Varnarliðið í Keflavík: Keypti íslenskar matvörur f\TÍr 72 milljónir í fyrra Nýr samningur hefur verið gerður milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um kaup varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli á íslenskum land- Veðurstofan: Ljómandi spá Það mun hitna og kólna á víxl um helgina en veðursveiflurn- ar verða þó ekki tiltakanlega miklar. Á morgun verður komin austan eða suðaustan átt með 2-3 stiga hita. Á Norðurlandi verður að mestu úrkomulaust. Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir þvi að vindur verði orðinn norðaustlægur á mánudaginn og þá kólnar á ný. Norðanlands er búist við éljum og vægu frosti. SS búnaðarafurðum á tímabilinu 1. aprfl 1992 til 31. mars 1993. Samkvæmt samningnum kaup- ir varnarliðið allt að 6 þúsund pund af hökkuðu nautakjöti, 12 þúsund pund af kjúklingum og 120 þúsund pund af eggjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður verð afurðanna hið sama og á síðasta samningstímabili. Greiddir verða 4,35 dollarar fyrir pundið af nautakjöti, 2,96 dollarar fyrir pundið af kjúklingum og 1,50 dollarar fyrir pundið af eggjum. Samningurinn felur í sér að varn- arliðið kaupi nautakjöt, egg og kjúklinga fyrir jafnvirði 14,5 milljóna íslenskra króna. Á árinu 1991 keypti varnarlið- ið íslenskar matvörur fyrir sam- tals 1,2 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 72 milljónir króna, og vegur mjólk þyngst í þessum kaupum. JÓH lagt til að einokunaraðstaða lyfsala verði afnumin og komið á virkari samkeppni í heildsölu og smásölu lyfja með það að markmiði að lækka lyfjaverð. Með samþykkt frumvarpsins yrði prósentuálagningu lyfja af- numin og komið á nýju fyrir- komulagi við lyfjainnkaup. Skip- uð yrði lyfjakaupanefnd sem fengi það hlutverk að leita til- boða í lyf á alþjóðlegum markaði eftir því hvar verð og skilmálar gerist hagstæðastir hverju sinni. Afnám einokunaraðstöðu lyf- salanna þýðir jafnframt að lyf- sölustöðum um landið gæti fjölgað. Þá yrði Lyfjaverðlags- nefnd, Lyfsölusjóður og Lyfjaeft- irlit ríkisins lagt niður. Flutnings- menn frumvarpsins telja að verði það að lögum megi reikna með lækkun lyfjaverðs um 7-10% og dragi þá einnig úr kostnaði ríks- ins vegna lyfjakaupa um 2-300 milljónir króna. Reynsla norskra og sænskra heilbrigðisyfirvalda sé sú að með þessu fyrirkomulagi megi lækka lyfjaverð um 7-10%. JÓH Norðurland eystra: Freyr skipaður dómstjóri - Ólafur Ólafsson skipaður héraðsdómari dómari við héraðsdóm Norður- lands eystra, frá 1. júlí 1992 að telja. Þá hefur forseti íslands skipað Ólaf Börk Þorvaldsson, settan héraðsdómara, til þess að vera hérðsdómari við héraðsdóm Austurlands, frá 1. júlí 1992 að telja. Einnig Jónas Jóhannsson, settan hérðasdómara, til þess að vera héraðsdómari við héraðs- dóm Vestfjarða, frá 1. desember 1992 að telja. Jafnframt var Jónas settur héraðsdómari við héraðs- dóm Vestfjarða frá 1. júlí að telja til 30. nóvember 1992. -KK Dómsmálaráðherra hefur skip- að Frey Ófeigsson, héraðs- dómara, til þess að vera dóm- stjóri hérðasdóms Norður- lands eystra til næstu 6 ára, frá og með 1. júlí 1992 að telja. Jafnframt störfum héraðsdóm- ara hefur hann verið settur til að gegna störfum dómstjóra við hér- aðsdóm Norðurlands eystra frá og með 24. mars að telja til og með 30. júní 1992. Forseti íslands hefur skipað Ólaf Ólafsson, settan héraðs- dómara, til þess að vera héraðs- Frumvarpið um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum: Hroðvirknislega imnið frumvarp sem veiðimenn hljóta að mótmæla - segir Sigmundur Ófeigsson, skotveiðimaður á Akureyri Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og spendýrum, öðrum en> hvölum, er nú til umfjöllunar á Alþingi. I fyrstu umræðu um málið komu fram gagnrýnis- raddir á frumvarpið og segir Sigmundur Ófeigsson, skot- veiðimaður á Akureyri, að það beri þess öll einkenni að vera hroðvirknislega unnið og ekki til þess fallið að koma á góðri stýringu á veiðum hérlendis. Hann segist ekki sjá annað en skotveiðimenn muni hafa uppi mótmæli við frumvarpið og æskilegast sé að það verði ekki samþykkt í núverandi mynd. Veiðikort er það nýmæli í frumvarpinu sem skotveiðimenn setja spurningarmerki við. Um þetta atriði segir: „Umhverfis- ráðherra ákveður með reglugerð að allir þeir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rott- um og músum, skuli afla sér veiði- korts, gegn gjaldi sem umhverfis- ráðherra ákveður. Á veiðikorti skal getið nafns handhafa, svæðis sem kortið gildir á, gildistíma- bils, tegunda og fjölda dýra af hverri tegund sem viðkomandi hefur leyfi til að veiða. Korthafi skal ætíð bera kortið á sér á veið- um svo og á leið til og frá veið- um. Hann skal framvísa því ef þess er óskað. Korthafi skal árlega skila skýrslu um veiðar sínar á gildistíma korts áður en nýtt kort er útgefið. Gjald þetta skal renna í sjóð er notaður verði til rannsókna og stýringar á stofn- um villtra dýra. Umhverfisráð- herra er heimilt að ákveða í reglugerð um veiðikort að þeir sem stundi veiðar á villtum dýr- um skuli hafa lokið sérstöku prófi um villt dýr og umhverfi þeirra og hæfni til veiða.“ „Nú er ég ekki á móti því að halda utan um veiði en þá yfir- byggingu sem á að byggja í kring- um þetta líst mér illa á,“ segir Sigmundur. „En hvað varðar veiðikortin þá kemur ekkert fram í frumvarpinu hvernig sú fram- kvæmd er hugsuð. Gilda þessi veiðikort t.d. fyrir ákveðin svæði? Og þegar talað er í frum- varpinu um kvóta til veiða þá vaknar sú spurmng hvort hann verði þá framseljanlegur. Og hvernig á að fylgja því eftir að menn veiði samkvæmt þessum veiðikortum. í raun og veru er allt á huldu um þessi kort því frumvarpið veitir ráðherra heimild til að setja hverju sinni reglugerð um þau. Þess vegna getur ráð- herrann stjórnað veiðunum sam- kvæmt eigin geðþótta.“ Sigmundur bendir á að í frum- varpinu sé engin tilraun gerð til að skera úr í því deilumáli hvað teljist til afréttar og hverjir hafi yfirráð yfir þeim löndum. Taka heiðargæsareggja verði nú heimil sem annars staðar í heiminum sé bönnuð. „Fyrir hverja er verið að þessu. Þetta er ekki fyrir sport- veiðimenn. Þessi eggjataka hefur aldrei verið heimil hér á landi og til hvers er allt í einu núna verið að leyfa hana,“ segir Sigmundur. Auk þess segir hann að sam- kvæmt frumvarpinu megi ekki nota hálfsjálfvirk eða sjálfvirk skotvopn með skothylkjahólfum sem taki fleiri en tvö skot en ekki verði annað séð en nú sé heimilt að nota margskota pumpur. „Þarna er verið að rýmka lögin frá því sem verið hefur. Segul- tæki og hljóðgafar eru bönnuð við veiðar og það er í góðu lagi en hins vegar eru snörur og snöruflekar bannaðir. Þetta er Grímseyjar-veiðiaðferðin í svart- fuglinum þar sem geldfuglinn er veiddur á sjónum en hann fer ekki upp í björgin. Þarna er ráð- ist gegn þessari tilteknu veiðiað- ferð.“ Fleiri atriði í lista frumvarpsins yfir óleyfilegan veiðibúnað bend- ir Sigmundur á. Hann staðnæmist við þann lið sem segir að bannað sé að nota hunda til þess að hlaupa uppi bráð nema við minkaveiðar. „Þýðir þetta að ég megi ekki fara með hund í rjúpnaveiðar? Nú eru Skandinavíuþjóðir að taka þá reglu upp að mönnum er óheimilt að fara til veiða nema með hund á þeim forsendum að veiðimaðurinn týni 30% af bráð sinni hundlaus en 5% ef veiði- hundur sé með manninum. Þarna erum við að stíga skrefið í öfuga átt við nágrannaþjóðir Okkar.“ Aðspurður um jákvæðar hliðar frumvarpsins segir Sigmundur að stýring á veiðum sé af hinu góða. „Það er óeðlilegt áð við getum drepið eins og okkur sýnist. Til dæmis erum við að nýta sameiginlegan gæsastofn á móti Bretum og hvað myndum við segja ef þeir fengju að skjóta gæsir eins og þá lystir, allar þær milljónir manna sem þar hafa byssuleyfi. Við getum því ekki hugsað sem svo að við séum svo fáir að það þurfi ekki að tak- marka veiðarnar hjá okkur. Þessi tilraun er ekki til þess fallin að koma góðu skipulagi á þessi mál en að mínu mati er raunhæfasta leiðin sú að skotveiðifélögin þurfi sjálf að bera ábyrgð á veiðunum og því að ekki fari aðrir til veiða en þeir sem hafa tilskilin leyfi og ekki síður að þeir séu hæfir til veiða. En frumvarpið, eins og það er, er ekki í neinum tengsl- um við raunveruleikann.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.