Dagur - 28.03.1992, Síða 3

Dagur - 28.03.1992, Síða 3
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Leikfélag Húsavíkur: Með Gaukshreiðrið í Hafnarijörð Leikfélag Húsavíkur mun bregða sér suður með Gauks- hreiðrið og vera með 26.-28. sýningu á verkinu í Bæjarbíói í Hafnarfirði 9.-11. aprfl. Þetta verða jafnframt allra síðustu sýningar lcikfélagsins á verk- inu en síðustu sýningar þess á Húsavík verða 3.-4. apríl. Verkið hefur yfirleitt verið sýnt fyrir fullu húsi og fengið mjög góða dóma. Leikferðin á höfuðborgarsvæð- ið er til komin vegna fjölda fyrir- spurna að sunnan, ekki síst frá Þingeyingafélaginu í Reykjavík, að sögn Ásu Gísiadóttur, for- manns félagsins. Ása sagðist vona að leikfélagið fengi góða aðstoð félagsmanna og fleiri aðila við uppsetningu sýningarinnar. Þess mætti t.d. geta að einn brottfluttur Húsvíkingur hefði hringt frá Hornafirði og boðist til að koma til Hafnarfjarðar og aðstoða. Talsvert fyrirtæki er að flytja sviðsmyndina suður og koma henni upp í Bæjarbíói. Alls fer 30 manna hópur frá Húsavík suður með sýninguna og fyrstir verða sviðsmennirnir sem hefja vinnu sína mánudaginn 6. apríl. Vinna við uppsetningu Gauks- hreiðursins hófst um miðjan október og síðan hefur mikið vinnuálag verið á þeim sem að sýningunni starfa og leikendum, þó jólafrí væri gefið. „Ég vona að við fáum góða aðsókn,“ sagði Ása. Leikfélagið hefur áður sýnt í Bæjarbíói fyrir nokkrum árum. Það var uppsetn- ingin á Síldinni og þá var miða- pantanasíminn rauglóandi allan daginn. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir var gestur leik- félagsins á sýningu 20. mars sl. Að sögn Ásu óskaði forsetinn leikstjóranum, Maríu Sigurðar- dóttur, sérstaklega til hamingju með sýninguna. Hafði frú Vigdís einnig á orði að hún hefði heyrt vel látið af sýningunni en það væri ekkert oflof. IM Sæluvika Skagfirðinga: LeMélagið ekki með Sæluvika Skagfirðinga hefst nú um helgina og í dag opnar Elías B. Halldórsson, sýningu á olíu- og grafíkverkum í Safna- húsinu á Sauðárkróki. Til stóð að Leikfélag Sauðárkróks væri með bamaskemmtun, en henni hefur verið frestað vegna for- falla. Þetta verður í fyrsta sinn í mörg ár sem Leikfélag Sauðár- króks verður ekki með sýningu í Sæluviku, en til stóð að vera með barnaskemmtun þar sem margar persónur úr vinsælum barna- leikritum hittust. Af þeirri sýn- ingu verður ekki svo Sæluvikan verður nær eingöngu helguð söngnum að þessu sinni. Auk söngsins verður ein mynd- listarsýning í Sæluvikunni og er það Élías B. Halldórsson sem sýnir olíu- og grafíkmyndir í Safnahúsinu og verður hún opin kl. 15-19 virka daga, en kl. 14-18 um helgar. SBG Húsaleiga helst obreytt Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem sam- kvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, helst óbreytt mánuðina aprfl/júní frá því sem hún hefur verið tíma- bilið janúar/mars 1992. Þá hefur Hagstofan reiknað launavísitölu fyrir marsmánuð 1992 miðað við meðallaun í íebrúar sl. Er vísitalan 127,8 stig eða óbreytt frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er einnig óbreytt og er því 2.795 stig í apríl 1992. Frábœrt úrval hornsófa í leðri, lúxefni og áklœði Stórglœsileg ítölsk leðursófasett á frábœru verðl Sófasett 3+1+1 verð frá kr. 128.720 stgr. TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 Þeirsem láta þessi síöustu tilboö fram hjá sér fara sjá eftir því meðan þeir iifal Hrisalundi 5 Kjallara Opið: Laugard. kl. 10:00-18:00 Sunnud. kl. 13:00-18:00- Siðasíi dagur á Grams-markaðinum má velja sér úr hundruðum bóka á sértilboðsborði: 12 BÆKUR FYRIR 500 KR. • hOnnunardeld

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.