Dagur


Dagur - 28.03.1992, Qupperneq 4

Dagur - 28.03.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 28. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Raunhœfar aðgerðir til aðfœkka umferbrslysum Mörgum þykir dýrt að eiga og reka bifreið á íslandi. Það er vissulega rétt, því verð á bílum er nokkuð hátt hér á landi, sömuleiðis bifreiðagjöld, iðgjöld bifreiðatrygginga og eldsneytisverð. Engu að síður er ljóst að að þessi kostnaður er smávægilegur miðað við þann gríðarlega toll sem umferðin tekur árlega í mannslífum, var- anlegum meiðslum einstak- linga og eignatjóni. Á næstliðnum tíu árum hafa um 240 einstaklingar látið lífið í umferðarslysum hér á landi. Að meðaltali hafa því um 24 ein- staklingar látist í umferðarslys- um árlega, eða því sem næst tveir í hverjum mánuði. Tala slasaðra er 40-50 sinnum hærri að meðaltali. Þá er ónefndur gífurlegur kostnaður þjóðfé- lagsins vegna umferðarslysa en ætla má að hann nemi a.m.k. átta milljörðum króna árlega. Benda má á að árið 1990 reikn- uðu sérfræðingar það út að kostnaður þjóðfélagsins af umferðarslysum árið 1989 hefði numið rúmum 5,2 milljörðum króna, á verðlagi nóvember- mánaðar 1990. Þrátt fyrir þessa háu tölu voru umferðarslys færri árið 1989 en oftast áður og því má ætla að kostnaðurinn sé mun hærri í „venjulegu" ári. í þessum milljörðum fólst kostnaður vegna læknishjálpar, sjúkravistar, slysabóta trygg- ingafélaga, eignabóta, tekju- taps, tryggingabóta ríkisins og tryggingabóta ýmissa aðila. Hins vegar var tekjutap að- standenda hinna slösuðu ómetið, sömuleiðis útlagður en óskráður kostnaður einstakl- inga vegna slyss og afleiðinga þess, lífeyrir og útgjöld vegna hjálpartækja og sérútbúnaður vegna örorku. Af framansögðu er ljóst að umferðarslys fela í sér geig- vænlega sóun, sem ekki verður nema að hluta metin til fjár. Hið dýrmætasta fæst aldrei bætt, þ.e.a.s. lífið sjálft og hið varan- lega heilsutjón sem af alvarleg- um umferðarslysum hlýst. Ljóst er þó að með markvissum aðgerðum væri hægt að minnka þessa sóun til muna, þótt vonlaust sé að stöðva hana til fulls. Slíkar aðgerðir eru fyrst og fremst á valdi löggjafans og munu ranglega taldar óvinsæl- ar. Þessi misskilningur er ástæða þess að stjórnvöld hafa ekki viljað takast á við vandann og grípa til raunhæfra aðgerða til að fækka umferðarslysum. Stjórnvöld hafa t.d. ekki enn beitt því sjálfsagða ráði að koma upp tölvuvæddri ökuferils- skrá, en með slíka skrá að vopni mætti fljótlega tína út úr hópnum ökuníðinga, sem eru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum. Aukin löggæsla á þjóð- vegunum er sömuleiðis nauð- synleg og myndi, ásamt hert- um viðurlögum við umferðar- lagabrotum, vafalaust leiða til þess að tíðni umferðarslysa hér á landi lækkaði. Síðast en ekki síst er mikilvægt að stórefla umferðarfræðslu í skólum landsins og fjölmiðlum. Mark- vissar aðgerðir af þessu tagi kosta verulegt fé en fullyrða má að því fjármagni yrði vel varið. Þjóðfélagið myndi tví- mælalaust hagnast á þeim, hvernig sem á málið er litið. Staðreyndirnar tala sínu máli um nauðsyn þess að lækka slysatíðnina í umferðinni. Stjórnvöld mega einskis láta ófreistað til að ná því markmiði. BB. ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Stefán Þór Sæmundsson Harðvítugt klárhryssuhakk með kryddi í neytendaumbúðum Oft er gaman að hlusta á umræður um málefni sem maður hefur ekkert vit á. Þannig komst ég ekki hjá því um daginn að heyra hvað tveimur hestamönn- um fór á milli. Annar vildi selja hinum folald og fá meri í staðinn og fór hinn síðarnefndi að lýsa kost- um gripa sinna. Ein merin fékk þá umsögn að hún væri „harðvítug klárhryssa með tölti“. Þetta hljóm- aði nú bara eins og hræringur með súru slátri í mín- um eyrum. Gott ef þessi klára hryssa var ekki frænka Sörla frá Miklabæ og svilkona Gríms III768 frá Ytri-Látrum auk þess sem faðir hennar var mikill gæðingur. Þetta var bara útúrdúr. Ég ætlaði ekki að tala um hross í dag nema hvað ég get svo sem sagt ykkur frá því að ég snæddi reykt folaldakjöt fyrir skömmu og var það afar ljúffengt. Fann ég glöggt þegar síðasti bitinn skeiðaði niður vélindað að þetta er herra- mannsmatur sem maður hefur allt of sjaldan á borðum. Ætli ég prófi ekki saltað næst. Hakkið framkallaði daunill skot Fyrst ég er farinn að tala um mat get ég vel haldið áfram. Ég er nefnilega matarfíkill hinn mesti sem á miðju má sjá en mér finnst grátlegt hvað góður matur er dýr hér á landi. Sérstaklega er hollur mat- ur í háum verðflokki og oft neyðist maður til að kaupa unnið eða tilbúið gums í verslunum. Sem dæmi get ég tekið hakkrétt sem ég keypti nýlega í matvöruverslun á Akureyri. Þetta var í eitt af mörgum skiptum sem tíminn hljóp á undan mér og því varð ég að velja eitthvað fljótlegt og gott. Hakkrúllurnar fóru á pönnu og síðan í ofn, kartöfl- ur, sósa og grænmeti með; allt mjög lystugt á að líta. Hins vegar sögðu bragðlaukarnir annað og þegar þetta úrvals nautahakk tölti eftir meltingar- veginum fóru stingir að gera vart við sig um allan líkamann. Brátt tók að bera á skotum sem færðust í aukana og urðu daunillari með hverri mínútu sem leið. Er máltíðinni lauk var orðið ólíft í eldhúsinu. „Hvaða lykt er þetta, pabbi?“ spurði dóttirin og sonurinn grét og gretti sig. „Ætli þeir séu ekki að bræða í Krossanesi," svar- aði ég spekingslega og bað konuna að loka gluggan- um. Hún hélt hins vegar bæði fyrir munn og nef og heyrði hvorki né sá. (Hvernig getur þetta staðist?). Loks spratt hún upp og opnaði alla glugga í íbúð- inni upp á gátt. Yldubragðið kaffært í kryddi Umrædd máltíð leystist upp í, þið vitið, og tvær grímur runnu á meistarakokk heimilisins. Var önn- ur með stirðnuðu brosi en hin með skeifu (enn kemur þetta hestamannamál). Að sjálfsögðu fannst mér gróflega að mér vegið þegar mæðgurnar gáfu matnum slæma einkunn en vikugamall drengurinn hafði fátt til málanna að leggja. Ég var fljótur að skella skuldinni á kjötvinnsluna, sagði að þetta væri áreiðanlega hakk af einhverjum snælduvitlausum Blesa eða aflóga klárhryssu með tölti. Eitt er víst að hakkið var gamalt og ýldu- bragðið kaffært í kryddi. Til að ganga úr skugga um aldur vörunnar leit ég á umbúðirnar. Framleiðsludagurinn reyndist vera 20. mars en síðasti söludagur 25. mars. Ég keypti hakkið 24. mars svo ekki var það útrunnið. Hins vegar rifjaðist upp fyrir mér sem ég lærði í matvæla- fræði í gamla daga að kjötfars og hakk ætti að snæða samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir að það er framleitt. Þetta tiltekna hakk var því orðið æði gamalt miðað við þau lögmál og raunar furðu- legt að framleiðandinn hafi klínt á það fimm daga geymsluþoli. Þetta er nú gleymt og grafið og búið að loftræsta íbúðina. Framvegis ætla ég að sneiða hjá vafasömu klárhryssuhakki með kryddi í neytendaumbúðum. Norðlenski folinn missti þrótt fyrir sunnan Ég gæti skrifað langar greinar um brauð sem harðn- ar um leið og sneið er tekin af því vegna þess að vatn er uppistaðan í því, einnig álegg sem sömu- leiðis er að mestu vatn, reyktan fisk sem morknar í höndunum á manni, saltkjöt sem samanstendur af fitu, beinum, brjóski og ull, eldrauða ýsu, grillaðan kjúkling sem reyndist vera gulfituklepruð hæna, dragúldinn fiskbúðing í dós (tvö tilfelli sl. ár), óæti sem hefur verið dulbúið sem londonlamb, gallsúran brauðost og svo framvegis. Vissulega er þetta ljót og leiðinleg upptalning og ber keim af nöldri. Ég hef ekki verið nógu duglegur að henda óviðunandi og beinlínis skemmdum mat- vælum í hausinn á þeim sem hafa selt mér þau en hin margrómaða þolinmæði mín er senn á þrotum. Það er dýrara og sárara en tárum taki að kaupa í matinn og neytendur eiga fullan rétt á gæðavörum fyrir þetta verð. „Hún er með miklu tölti,“ sagði hestamaðurinn mér þegar ég spurði hann nánar út í klárhryssuna. Síðan fór hann að rifja upp ýmsar valinkunnar hrossasögur og ég verð að viðurkenna að nokkrar þeirra voru leiftrandi góðar, þótt ég botnaði ekki alveg í málfarinu. Ein fjallaði um norðlenskan graðfola sem gagnaðist hryssum í sinni sveit afar vel og ekkert undan honum að kvarta. Tíðindi af getu folans og gæðum bárust suður og varð úr að eigand- inn lánaði hann sunnlenskum hrossabónda. Þegar þarlenskar merar voru leiddar undir gripinn brá svo við að hann missti allan þrótt og varð engum til gamans eða gagns. Var folinn sendur aftur norður með skömmum og svívirðingum en þar tók hann rækilega við sér og sinnti merunum af kostgæfni. Þessa allegóríu hestamannsins má útleggja svo að menn eigi að una glaðir við sitt og reyna að gera gagn í sinni heimabyggð í sts»ð þess að horfa á bláma fjallanna í fjarska. Gott mál.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.