Dagur - 28.03.1992, Side 17

Dagur - 28.03.1992, Side 17
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 17 Stefán Hallgrímsson, eig- andi Hljómvers, við skrif- borðið. Með árunum hafa verkefni fyrirtækisins breyst, fyrrum var þjónustan við skipaflotann snar þáttur en nú eru innflutningur, sala og viðgerðir hljómtækja megin verkefnin. „Hér eru að koma til mín viðskipta- vinir sem eru að endurnýja tækin sem ég seldi þeim fyr- ir 20 árum.“ Fagnar 35 ára starfrækslu rafeindaverkstæðis og verslunar á Akureyri: Ekld ástæða til annars en bjartsýni á framtíðina - segir Stefán Hallgrímsson í Hljómveri eftir nýjum sem þá var ekki til en hins vegar var til nýr transistor í gamla formagnarann. Nú voru góð ráð dýr. Þrátt fyrir að veður væri orðið slæmt var ákveðið að fljúga blindflug til Reykjavíkur. Þegar þangað var komið var tæp- lega lendingarveður en þegar við vorum rétt í þann mund að lenda myrkvaðist öll Reykjavík og við lentum á ljóslausri flugbrautinni. Lendingin tókst samt og ég fór og náði í umslagið með transistorn- um til slökkviliðsins á vellinum en þangað hafði því verið komið. nánast að segja allt orðið ófært í bænum. Stúlkunni var komið á sjúkrahúsið en fólk átti allra síst von á að ég rækist inn úr dyrun- um heima þarna í stórhríðinni um kvöldið. Svona gátu hlutirnir gengið fyrir sig í þá daga.“ Útvarpsvirkjanum kennt um fískleysið Eins og áður segir voru siglinga- og fiskleitartæki í skipum sér- grein Stefáns. Hann segist hafa séð um niðursetningu á öllum Stefán fékk oft orð í eyra frá skipstjórunum og ekki voru þeir hrifnir ef nýju tækin skiluðu þeim ekki miklum árangri þegar þau voru tekin í notkun. Stefáni var því stundum kennt um ef ekkert fiskaðist. „Ég man t.d. eftir því að einu sinni fékk ég Norðmann hingað til Akureyrar og hann þurfti að sannfæra einn skipstjóra um að tækin væru í lagi um borð en útgerðin taldi okkur bera ábyrgð á að ekkert fiskaðist á vertíðinni. Ég hélt því fram að tækin væru í góðu lagi en ein- Starfsmenn Hljómvers eru nú 6 að tölu. Frá vinstri: Hallgrímur Stefánsson, Arnar Kristinsson, Stefán Hallgrímsson, Armann Guðmundsson, Haraldur Balvinsson og Helgi Jóhannesson. Myndir: Goiii Næstkomandi miðvikudag eru liðin 35 ár frá því Stefán Halí- grímsson, útvarpsvirki á Akur- eyri, hóf rekstur verslunar- og viðgerðarverkstæðis í bænum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og sam- hliða hefur orðið mikil breyt- ing á öiium tækjabúnaði, hvort heidur við lítum tii útvarps- tækja eða rafmagnstækja t.d. í fiskiskipum. Þau síðarnefndu hafa í gegnum árin verið sér- svið Stefáns þó á síðari árum hafi hann snúið sér að umboðs- sölu á hljómtækjum og sjón- vörpum og þjónustu á því sviði. „Ég kom hingað norður um áramótin 1956-1957 vegna beiðni Slippstöðvarinnar og Útgerðar- félags Akureyringa sem þá vant- aði viðgerðarmann fyrir skipa- flotann. Þá var lítil þekking til í landinu á þessu sviði og fáir útvarpsvirkjar sem sérstaka þekkingu höfðu á tækjum í skipum. Þann 1. apríl 1957 opn- aði ég viðgerðaverkstæði á annarri hæð í Geislagötu 5 þar sem nú er Búnaðarbankinn og síðar verslun á neðri hæðinni þar sem móðir mín var þá með tískuverslunina Markaðinn. Þetta gerði ég til að hafa þar mann sem tæki við skila- boðum fyrir mig því hér á Norðurlandi var enginn viðgerð- armaður og ég því alltaf á ferð og flugi. Þessi fyrstu ár þjónaði ég einn frá Skagaströnd til Vopna- fjarðar og eins og gefur að skilja voru ferðalögin mikil.“ Ævintýraleg viðgerdaferðalög Stefán rifjar upp eina af við- gerðaferðum sínum til Raufar- hafnar. Þetta var að vetri til upp úr 1960 en gera þurfti við bilað tæki um borð í m/s Jökli. „Ég útbjó mig eins og til þurfti að gera við bilaðan radar í skip- inu. Á þessum árum var yfirleitt ekki nema eitt tæki í hverju skipi og því fékk maður alltaf hótunina um að skipið færi ekki út fyrr en búið væri að gera við. Það var því á mína ábyrgð ef skipin komust ekki út, fyrir svo utan að þá þótti enginn skipstjóri sem ekki reif kjaft,“ segir Stefán og hlær dátt. „Ég flaug með Tryggva Helga- syni austur og þegar við komum til Raufarhafnar var orðið leið- indaveður en við lentum samt. Fljótlega fann ég bilun í for- magnara í Jökli og hringdi suður Aftur flugum við til Raufarhafn- ar og mér til mikils léttis komst radarinn í lag. Einmitt þegar við- gerðinni var að ljúka kom beiðni um sjúkraflug til Þórshafnar. Við hefðum ekki flogið frá Raufar- höfn í þessu veðri nema af því að um sjúkraflug var að ræða. Til að komast til Þórshafnar var flogið með fjörunni því brimgarðurinn var það eina sem sást vel. Lend- ingin tókst vel á Þórshöfn og þar tókum við stúlku um borð og aft- ur var snúið til Akureyrar. Snjókoman var orðin mikil þegar þangað var komið og hvessti verulega eftir að við lentum en þegar ég kom heim til mín var rafeindatækjum í nýsmíðaskip- um í Slippstöðinni á Akureyri. í tengslum við þetta rifjar hann upp að árið 1961 var mikið gert úr þegar hann setti fyrsta sjálf- virka astic-tækið um borð í Björgúlf á Dalvík. „En árið eftir setti ég niður 16 astic-tæki á svo skömmum tíma að ég fór ekki úr fötum í heila viku. Þetta var vegna þess að síldarvertíðin var miðuð við 18. júní og tækin komu viku fyrr og þeim varð að koma fyrir á þessum skamma tíma. Því voru nánast allir járn- smiðir og rafvirkjar í bænum ráðnir í verkið því þetta varð að gerast.“ hverju öðru væri um fiskleysið að kenna. Það sem var okkar höfuðverk- ur alla tíð var að kenna mönnum á nýju tækin. Þeir þurftu að aðlaga sig því að áður sáu þeir vaðandi torfur í sjónum en nú urðu þeir að læra að lesa úr tölu- legum upplýsingum sem tækin gáfu þeim.“ Úr skipatækjunum yfír í innflutning Árið 1966 byrjaði Stefán að byggja yfir fyrirtæki sitt á lóðinni númer 32 við Glerárgötu. Þangað flutti hann Radíóviðgerðastofu Stefáns Hallgrímssonar en nokkrum árum síðar breytti hann nafninu á fyrirtækinu í Hljómver sem það ber enn í dag. Jafnframt þessu byrjaði Stefán að flytja inn rafmagnstæki sem hann er enn þann dag í dag umboðsmaður fyrir, t.d. Onkyo, Beltek, Castle ogfl. „Ég hef síðan lagt áherslu á þennan innflutning en til að ein- falda hann og gera samkeppnis- færan við Reykjavík stuðlaði ég að stofnun Almennu tollvöru- geymslunnar í félagi við nokkra aðra. Ég er því hættur í skipun- um en við sinnum hér viðgerðar- þjónustu jafnframt versluninni og við erum bjartsýnir á framtíð- ina enda hef ég á að skipa úrvals mönnum.“ Tölvubylting í hljómtækjum Við færum talið í lokin að nútímatækni í framleiðslu t.d. hljómtækja og sjónvarpa. Stefán segir að í raun séu nú til dags tölvur í þessum tækjum sem stýri þeim. Aðspurður segir Stefán að þessari þróun þurfi að fylgja eftir með því að viðgerðamenn sæki námskeið og leggi sig fram um að fylgjast með. „Þó sjálfur sé ég búinn að draga mig út úr viðgerð- unum þá er þetta sífelld umræða hér í kaffitímunum og menn styðja hvern annan. Það gengur því ágætlega að fylgja þróuninni eftir.“ Stefán segir að hljómtæki selj- ist jafnt og þétt, stór hluti kaup- endahópsins sé unga fólkið „en það eru líka margir sem eru að koma og endurnýja tækin sem ég seldi þeim fyrir 20 árum,“ segir Stefán. „Með góðri umhirðu gætu þeir notað nýju tækin næstu 20 árin en hitt er annað að tækni- lega verða þau þá orðin úrelt, framþróunin er svo ör.“ Glerárgatan að lifna við Stefán segir rekstrarumhverfið fyrir fyrirtæki sem Hljómver betra nú en var fyrir nokkrum árum og því sé ekki ástæða til annars en bjartsýni um framhald- ið. Glerárgatan sé einnig að vakna til lífsins á ný eftir að það- an höfðu horfið fyrirtæki hvert á fætur öðru. „Það er léttar um með rekstur nú en hins vegar er vitað mál að hjá fólki eru erfiðir tímar en þetta breytist vonandi hægt og rólega til batnaðar. Það er betra að hlutirnir þróist þannig,“ segir Stefán Hallríms- son. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.