Dagur - 28.03.1992, Side 23

Dagur - 28.03.1992, Side 23
Laugardagur 28. mars 1992 - DAGUR - 23 Blússkref númer tvö Gary Moore heldur áfram aö feta sig á blúsbrautinni á nýju plötunni After Hours. Þaö kom mörgum á óvart er gít- arleikarinn góðkunni frá írlandi, Gary Moore, söðlaöi um á ferli sínum, úr þungu melódísku rokki yfir í blús, með plötunni Still got the blues árið 1990. Fram til þess hafði Moore náð ágætum árangri á ferlinum í rokkinu m.a. gert lög eins og Out in the fields og Emþty rooms vinsæl auk þess auðvitað að hafa skapað sér nafn sem einn allra besti og virt- asti gítarleikari rokksins á seinni árum. (Poppsíðan hefur áður fjallað ítarlega um feril kappans, þannig að ekki verður farið nánar út í þá sálma hér.) Það varð hins vegar viss vendi- punktur hjá Moore með plötunni After the war árið 1989, því sú plata stóð ekki undir þeim vænt- ingum sem við hana voru bundnar, þótt hún hefði ýmislegt til síns ágætis. Það varð því tímabært að reyna eitthvað nýtt og varð blúsinn fyrir valinu. Var það reyndar engin tilviljun, því Moore hafði lengi alið með sér þann draum að gera blúsplötu, enda blúsinn sú tónlist sem hann hefur orðið fyrir mestum áhrifum af. (Hans fyrirmyndir í gítarleik eru m.a. Albert King, Roy Buchanan og Peter Green úr Fleetwood Mac. Allir blúsgítar- leikarar af Guðs náð.) Er skemmst frá því að segja að þessi umsöðlun heppnaðist mjög vel hjá Moore og seldist Still got the blues í um þremur milljónum eintaka. Var platan ekki hvað síst vel heppnuð vegna hlutar blús- jöfranna Albert King og Albert Collins á henni, en þeir settu sterkan svip á hana með spili í sínu hvoru laginu. Þá má ekki gleyma hinum miklu vinsældum sem titillagið náði, ekki hvað síst hér á landi. Nú er Gary Moore mættur með annað blúsverk, After Hours, og gefur það fyrirrennara sínum lítið eða ekkert eftir. Rær hann þar að mestu á sömu mið, hefur fengið Albert Collins aftur til liðs við sig, en í stað Alberts King hefur hann síðan fengið hinn „kónginn", B.B.1 King, til að spila í einu lagi og syngja. Lögin sem um er að ræða með þeim eru annars veg- ar The blues is alright eftir Little Milton með Collins og hins vegar Since I met You baby með King (lagið er eftir Moore). Fara þeir á kostum ásamt Moore í þessum lögum, sem bæði eru kraftmiklir blúsar. Önnur lög á After Hours eru sum hver af svipuðum toga og á SGTB t.d. eins og Story of the blues, sem er af líkri ætt og Still got the blues lagið og The hurt inside sem svipar nokkuð til Midnight blues. Þetta eru þó eng- ar endurtekningar og er fjöl- breytnin ekki síður mikil á After Hours en á Still got the blues í lagavalinu. Fleiri lög sem nefna má sérstak- lega eru Jumpin’ at shadows, gullfallegt soul/blúslag, sem minnir mikið á Peter Green og Don’t you lie to me (I get evil), léttleikandi blús sem að því er virðist, er Chuck Berry lag, þótt það sé ekki skrifað á hann. (Það Menntskælingar héldu sína hefð- bundnu Viðarstaukshátíð meö pomþi og pragt á föstudaginn í síðustu viku. Var þar að vonum glatt á hjalla og fjölmenntu nemendur í Möðruvallakjallara, þar sem viðburðurinn fór fram að venju. Voru það samtals tólf hljómsveitir sem tóku þátt að þessu sinni og sungu þær víst hver með sínu nefi, eins og þar stendur. Nöfn hljómsveitanna voru líka af ýmsum toga og sum býsna kúnstug eins og t.d. Afsakið til- veru okkar, Logn og blíða, Krist- ur og systur og Brókin hans afa. Lýsa þau ágætlega andanum sem ríkti hjá hljómsveitarmeðlim- um sjálfum, sem ekki tóku sig og heitir bara Don’t you lie to me.) Þá eru á plötunni tvær ballöður, Separate ways og Nothing’s the same, sem minna á fyrri verk Moore af svipuðum toga. Gæti það fyrrnefnda hæglega orðið vinsælt. Ekki má svo gleyma Key to love eftir John Mayall frá tíma Eric Claptons í Bluesbreakers. Fer Moore ágætlega með það. Ekki ætlar Poppskrifari að full- yrða um hvort After Hours nær að fylgja Still got the blues eftir í vinsældum, það verður tíminn að skera úr um. Hún er hins vegar meira en fullnægjandi arftaki gæðalega séð og á því alla vel- gengni skilið. framgöngu sína allt of alvarlega. Hvað tónlistina sem fram var bor- in varðar, þá var hún af ýmsu sauðahúsi, en ef marka má spil þriggja af þeim fjórum hljómsveit- um sem poppskrifari heyrði í og sá, þá virðist blústónlist eiga vel upp á pallborðið hjá mennt- skælingum nú um stundir. Skemmti poppskrifari sér vel þessa stund sem hann sá sér fært að staldra við á Viðarstauki og vonar hann að tónlistarlíf í Menntaskólanum haldi áfram að blómgast og dafna. (Og þá ekki bara á Viðarstauki.) Hér með þessu greinarkorni var meiningin að birta myndir, en af óviðráðanlegum orsökum var því ekki komið við. Á Viðarstauki áttum Ur ýmsum Rapprokkararnir í Beastie Boys, sem siógu í gegn með frumburði sínum Licence to ill, snúa aftur eftir þriggja ára hlé í aþríl. Kemur fyrst út EP skífa í byrjun mánaðarins, en síðar breiðskífa í lok hans. Nöfn enn á huldu. Suðurríkjaættaða rokksveitin Black Crowes er tilbúin með sína aðra plötu. Nefnist hún því langa nafni The southem harm- ony and musical companion og kemur út 13. maí. Siglir hún í kjölfar metsöluplötunnar Shake your moneymaker sem út kom 1990. Morrissey fyrrum söngvari The Smiths sendir frá sér Curve hefur vakið mikla athygli í heimalandinu Bretlandi. nýtt lag í apríl sem kallast We hate it when our friends become successful í apríl. Meðal athyglisverðra platna sem nýkomnar eru út má nefna nýja plötu söngvarans lan McCulloch, Mystery. Þá hefur leiðtogi Talking Heads David Byrne sent frá sér verk sem kall- ast Uh-Oh (stutt og laggott). Dúettinn kraftmikli Curve hefur sent frá sér frumburð sinn Dopp- elgangster og Eddi Reader fyrr- um söngkona Fairground Attract- ion hefur gefið út sólóplötu sem kallast Mr. mama. Nú eru háværar raddir um að Vivian Campell, fyrrum gít- arleikari Whitesnake og Dio m.a. verði eftirmaður hins látna Steve Clark í Def Leppard. Ekki hefur fengist staðfest hvort það verði að veruleika. AKUREYRARB/ÍR Bókavörður Laus er til umsóknar staða bókavarðar í útlánadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Ráðið verður í starfið frá 15. maí 1992. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa amtsbókavörður í síma 24141 og starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Bæjarstjórinn á Akureyri. Trésmiðir! Trémál hf., Kópaskeri, óskar eftir 2-3 sam- hentum trésmiðum í ákveðin verkefni strax. Mikil vinna. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Trémál hf. Bakkagötu 10, Kópaskeri, símar 52123 og 52182. BÆNDUR Norræn ungmenni á vegum NORDJOBB óska eftir sumaratvinnu. Upplýsingar: NORDJOBB/Reykjavík s: 91-19670 eða Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri s: 96- 27599 milli kl. 9-12. | _ | TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Staða skólastjóra Við Tónlistarskólann á Akureyri er laus staða skólastjóra frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 21. apríl. Einnig vantar að skólanum kennara á gítar og málmblásturshljóðfæri svo og söngkennara. Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Upplýsingar gefa skólastjóri og rekstrarstjóri í Tónlistarskólanum í síma21788 og starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Móðursystir mín, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, fyrrverandi kennari, frá Eyjardaisá, lést á Akureyri 27. mars. Heiður Vigfúsdóttir. Bróðir okkar, JÓN INGIMAR KRISTJÁNSSON, frá Brautarhóli, er lést að Kristnesspítala laugardaginn 21. mars sl. verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.30. Systur hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og bræður.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.