Dagur - 16.04.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992
Dulspeki
Einar Guðmann
Orkumyndir af Hkamanum
- byltingarkennd uppgötvun á sviði ljósmyndunar og sjúkdómsgreininga
Við höfum áður tekið til
umfjöllunar svonefnda Kirlian
ljósmyndatækni. Pað er ljós-
myndatækni sem hefur þann
eiginleika að taka mynd af orku-
sviði líkamans eða annarra lif-
andi vera. Gallinn við þá ljós-
myndatækni er sá að þrátt fyrir
ýmislegt merkilegt sem lesa má
út úr henni þá eru myndirnar
sem fást einungis í tvívídd.
Þessi tækni er að nálgast það að
verða vísindagrein, svo viða-
mikil er hún.
Hægt að taka mynd
af því sem einungis
miðlar hafa séð
Það byltingarkennda í þessari
ljósmyndatækni er að þróuð
hefur verið aðferð til þess að
taka myndir í þrívídd. Ekki
aðeins ljósmyndir heldur hreyfi-
myndir í lit. Til þess að gera þér
lesandi góður grein fyrir því
hversu mikla þýðingu þetta hef-
ur er vert að íhuga eftirfarandi:
Munurinn á þessari tækni og
Kirlian tækninni er að hægt er
að taka mynd af manneskju í
heild sinni. Ekki aðeins
fingrum, fótum eða öðrum
líkamshlutum sem þrýst er að
Kirlian ljósmyndavélinni. Það
sem þetta hefur að segja er að
hægt er að sjá orkustöðvar lík-
amans vel aðgreindar innan lík-
amans og allar orkulínur sem
umhverfis hann eru. Hingað til
hafa einungis miðlar og annað
dularfullt fólk eins og sjáendur
og Yogar getað séð þessar orku-
stöðvar. Yogar hafa skráð og
teiknað upp þessar orkustöðvar
fyrir mörg hundruð árum en
vísindamenn nútímans hafa
hingað til ekkert haft í höndun-
um sem stutt getur það að þær
séu raunverulega til. Núna er
hins vegar hægt að sjá þær fyrir
tilstilli þessarar tækni.
Hér á Akureyri er fyrirtæki
sem tekið hefur þátt í því að
þróa þessa tækni í samstarfi við
Bretann Harry Oldfield, en
hann þróaði þessa þrívíddar
ljósmyndatækni út frá Kirlian
ljósmyndatækninni. Þetta fyrir-
tæki hefur fengið í sínar hendur
eina myndavél eins og hér um
ræðir en ég mun e.t.v. síðar
segja frá því hvernig þeirra
starfsemi miðar hér á Akureyri.
Mikill árangur í
sjúkdómsgreiningum
Harry Oldfield er prófessor í
stærðfræði og lífeðlisfræði.
Hann skrifaði bókina „The
Dark Side of the Brain“ sem
fjallar um þessa tækni og þann
árangur sem náðst hefur í sjúk-
dómsgreiningum fyrir hennar
tilstilli. Þar erum við einmitt
komin að aðal kjarnanum. Það
hefur löngum verið kunnugt að
miðlar og sjáendur sem geta séð
orkusvið fólks geta jafnframt út
frá því sem þeir sjá sagt til um
hvaða sjúkdómur eða kvilli það
er sem er að hrjá viðkomandi.
Harry Oldfield hefur sýnt fram
á það að „orkumyndir“ af lík-
ama manns sem er sjúkur á einn
eða annan hátt eru afbrigðilegar
frá því sem eðlilegt telst. Þannig
getur hann sýnt á vísindalegan
hátt á ljósmynd það sem miðlar
hafa í aldanna rás reynt að lýsa
fyrir okkur.
Yarla búin að slíta
barnskónum
Harry Oldfield er orðinn vel
þekktur fyrir þessa starfsemi
sína. Þessi grein er svo ný af
nálinni að hún er varla búin að
slíta barnsskónum en lofar þó
góðu þar sem hann hefur náð
undraverðum árangri í að sjúk-
dómsgreina fólk. Sjálfur kvart-
ar hann sáran undan því að geta
hins vegar ekki læknað fólk.
Það er ekki nóg að sjúkdóms-
greina það. Hins vegar hefur
Harry tekið myndir af því þegar
hönd læknanda, þ.e.a.s. manns
sem læknar með handayfirlagn-
ingu jafnar út orkulínur og
orkustöðvar í sjúklingi og gerði
þær beinni. Eftir það var sjúkl-
ingurinn mun orkumeiri.
Tölvutækni notuð við
myndatökuna
Notaðar eru ákveðnar stærð-
fræðijöfnur sem tölva vinnur úr
við þessa myndatöku. Prófessor
Benoit Mandelbrot er höfund-
urinn að þeim. Harry segir að
með því að notast við mismun-
andi stærðfræðijöfnur megi ná
fram mismundandi fyrirbærum í
líkamanum. „Ef við erum að
fást við hreina stærðfræði erum
við einnig að fjalla um hreina
orku og stærðfræðireglur."
í bókinni „Dark Side of the
Brain“ segir frá því að kenning-
in sem þetta byggist á sé að hver
og ein fruma hafi ákveðna
bylgjulengd eða rafsvið sem
stjórnast af heilanum og því líf-
færi sem hún tilheyrir.
Fylgni á milli „óæskilegra
rafsviöa“ og sjúkdóma
Mikil umræða er að skapast um
svokallaðar utanaðkomandi
bylgjur og rafsvið sem stafa frá
rafstöðvum, raflínum, raftækj-
um, útvarpssendum og þess
háttar fyrirbærum. Rök sem
benda til þess að rafsvið hafi
skaðvænleg áhrif á lífverur
verða sífellt fleiri og búast má
við að í framtíðinni verði lögð
meiri áhersla á takmörkun
„mengunar" frá rafstöðvum og
öðrum fyrirbærum sem teljast
hafa truflandi áhrif á menn og
dýr. Þetta eru ósýnileg fyrirbæri
en þó eru menn farnir að mæla
áhrif af þessum völdum og sýna
fram á fylgni á milli „óæskilegra
rafsviða" og sjúkdóma.
Rafsegulbylgjur geta
einnig læknað
Harry Oldfield hefur einmitt
sýnt fram á það að utanaðkom-
andi rafsvið geti ekki einungis
valdið sjúkdómum í mannslík-
amanum heldur einnig læknað.
Sú grein sem snýr að því að
nota rafsegulbylgjur til lækn-
inga er ekki ný af nálinni. Engu
að síður er hún enn að slíta
barnsskónum þar sem miklar
rannsóknir þarf til þess að vís-
indamenn sannfærist um nota-
gildið. Þær niðurstöður sem við
stöndum frammi fyrir í dag eru
þó svo afdrifaríkar að við þurf-
um ef til vill áður en langt um
líður að endurskoða allar okkar
hugmyndir um læknisfræði,
sjúkdóma, næringu og líkama
okkar.
Hjólreiðakeppni grunn-
skólanema á Nordurlandi
- verður haldin á Akureyri 30. apríi nk.
Undir lok síðasta mánaðar
þreyttu nemendur 7. bekkjar í
grunnskólum bæjarins umferð-
argetraun á vegum Umferðar-
ráðs og lögreglu. Þeim nemend-
ur sem stóðu sig best gefst
kostur á að taka þátt í hjól-
reiðakeppni grunnskólanema á
Norðurlandi, sem haldin verð-
ur á Akureyri þann 30. aprfl
nk. Ætlunin er að halda
keppnina á planinu sunnan við
Lögreglustöðina (gamla Bif-
reiðaeftirlitsplaninu).
Keppnin fer fram með þeim
hætti að lið frá hverjum skóla
verður skipað fjórum nemendum
og keppa tveir í spurningum úr
umferðarreglunum og tveir í
hjólreiðaþrautum. Til að auð-
velda skipulag keppninnar er
þess vænst að skólayfirvöld til-
kynni þátttöku sína í keppnina
fyrir kl. 17.00 mánudaginn 27.
apríl. Tilkynna skal þátttöku til
Lögreglunnar á Akureyri (Felix
Jósafatsson eða Ólafur Ásgeirs-
son) sími 96-12233, faxsími 96-
21575. Sem áður segir er þetta
keppni grunnskóla á öllu
Norðurlandi.
Til nokkurs er að vinna, því
auk þess sem sigurvegarnir kom-
ast til Reykjavíkur í haust í
keppni nemenda af öllu landinu,
fá þeir viðurkenningar fyrir
árangur sinn og þeir skólar sem
verða í fyrstu sætunum fá mynd-
varpa og bókagjafir. Stuðnings-
aðili keppninnar á Norðurlandi
eru útibú Landsbankans á
Norðurlandi. -KK
Úr gömlum degi
Togari strandar í
Ólafsfírði
Aðfaranótt sl. laugardags strand-
aði belgískur togari á Ósbrekku-
sandi, rétt vestan við Ólafsfjarð-
arkauptún. Dimmviðri var á og
allmikið brim er skipið kenndi
grunns. Skipshöfnin hafðist við í
skipinu um nóttina, en um morg-
uninn var skotið björgunarlínu út
í skipið og mennirnir dregnir í
land í björgunarstól. Tókst
björgunin slysalaust, og var lokið
um hádegi á laugardag. Skip-
brotsmennirnir eru enn í Ólafs-
firði, og líður þeim öllum vel.
Skipið er talið lítið brotið, en
er sokkið all djúpt í sand og fullt
af sjó. Telja Ölafsfirðingar ólík-
legt að takist að ná því út. (27.
febrúar 1941)
Rafmagnsleysi
Rafstraumur frá Laxárvirkjun-
inni kom aftur síðastliðið fimmtu-
dagskvöld. Var þá bráðabirgða-
aðgerð lokið í Ljósavatnsskarð-
inu. Hafði bærinn þá verið að
mestu rafmagnslaus í nærfellt
eina viku. Illt er, þegar slík
ævintýri gerast. (13. mars 1941)
Björgunarafrek
Þann 11. þ.m. féll drengur á Síla-
læk í Aðaldal niður um vök á ísi
lögðum bæjarlæk og barst með
straumi út undir ísinn. Móðir
drengsins sá atburðinn og kallaði
á mótbýlismann sinn, Friðjón
Jónasson til hjálpar. Stakk hann
sér þegar niður um aðra vök, er
var nokkru neðar og kafaði móti
straumi 20-25 metra leið, náði
drengnum og komst með hann
sömu leið til baka. Voru báðir
þjakaðir eftir volkið, en hresstust
brátt. (27. mars 1941)
Eru boðorðin til þess að
brjóta þau?
Undanfarið hefir bæjarstjórinn
birt tilkynningar í blöðum bæjar-
ins um bann við því að búfé sé
látið ganga laust í bænum og er
eigendum hótað sektum ef þeir
koma ekki fénaði sínum í búfjár-
hagana hið bráðasta.
Þótt margir dagar séu liðnir
síðan þessi tilkynning var fyrst
birt og hér sé verið að auglýsa
ákvæði úr samþykktum bæjarins,
þá bólar ennþá ekkert á fram-
kvæmdum.
Hvað hefir lögreglan annað
þarfara að gera um þessar mund-
ir en að sjá um það, að banni
þessu sé framfylgt?
Sauðfé spásserar á víð og dreif
um bæinn, í matjurtagörðum og
skrúðgörðum, veldur spjöllum og
vandræðum, stendur þversum á
götum og gatnamótum, rétt eins
og hér væri engin bæjarstjórn,
engin lögregla og engin boðorð.
Ekki væri það nema stundar-
verk fyrir góða smala að koma
þessu fé í hagana, eða í hús, og
láta eigendurna sæta ábyrgð.
Eru boðorðin til þess eins að
brjóta þau; er ekkert gert með
ákvæði bæjarsamþykktanna?
Hvað segir lögreglan? - Borgari.
(21. maí 1941)
íþróttahússmálið
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum 29. f.m. að
leggja fram úr bæjarsjóði 75 þús-
und krónur til byggingar íþrótta-
húss í bænum. Af hálfu bæjar-
stjórnar voru kjörnir tveir menn í
framkvæmdanefnd íþróttahúss-
byggingarinnar, og hlutu kosn-
ingu bæjarfulltrúarnir Árni
Jóhannsson og Þorsteinn Þor-
steinsson.
Munu þá handbærar allt að 200
þús. kr. til byggingarinnar, en
þess, sem á vantar þá upphæð,
hefir íþróttahússnefndin ákveðið
að afla með 5 króna veltu, og
auðvitað gengur það eins og í
sögu. (21. ágúst 1941)
SS tók saman