Dagur - 31.10.1992, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992
Fyrsta húsið sem komið er að þegar ekið er inn á Skagaströnd heitir
því fallega nafni Röðulfell. Þetta er stórt og reisulegt einbýlishús.
I þessu húsi býr Elínborg Jónsdóttir kennari og hefur gert allt frá
því það var byggt árið 1949. Þeir eru orðnir margir sem hafa notið
handleiðslu Elínborgar í gegnum tíðina, en hún hefur kennt á
Skagaströnd allt frá árinu 1945. Ég heimsótti hana á sólbjörtum
októberdegi og hreiðraði um mig í notalegri stofu, búinni fallegum
gömlum húsgögnum, útsaumuðum púðum, bókum og blómum.
Við spjölluðum saman yfír kaffí, pönnukökum og öðru bakkelsi að
gömlum íslenskum sið.
Elínborg er fædd 30. júní 1921 að Más-
stöðum í Vatnsdal og þar ólst hún upp. For-
eldrar hennar voru Jón Kristmundur Jóns-
son bóndi á Másstöðum og Halldóra Gests-
dóttir úr Dýrafirði. Talsverður aldursmunur
var á þeim Jóni og Halldóru, hann var fædd-
ur 1867 en hún 1890. Þetta var seinna hjóna-
band Jóns og átti hann þrjár dætur frá fyrra
hjónabandi, en Elínborg á engin alsystkin.
Heimilið var jafnan mannmargt, þar á með-
al voru móðir fyrri konu Jóns og móður-
amma Elínborgar, sem kallaði þær báðar
ömmu. Jón faðir Elínborgar var óskóla-
genginn en vel að sér. Halldóra móðir Elín-
borgar var einn vetur á Núpi í Dýrafirði í
unglingaskóla og einn vetur í Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Fátítt var að fólk af
kynslóð Jóns föður Elínborgar færi í barna-
skóla og talið að stúlkur hafi enn síður verið
í þeim hópi en piltar, en þó hafði móður-
amma Elínborgar verið í barnaskóla.
Ibsen, Tolstoy og Njála
Halldóra móðir Elínborgar hafði mikinn
áhuga á ræktun. Á Másstöðum var garður
með bæði blómum og trjám og meira að
segja gosbrunnur. Segir Elínborg að nokk-
uð hafi verið af görðum í Vatnsdal en garð-
urinn á Másstöðum hafi verið með þeim
fallegri, að minnsta kosti um tíma. Halldóra
ræktaði einnig matjurtir og gerði jafnvel til-
raunir með kornrækt.
„Pabbi var einn af þessum mönnum sem
gerðu ákaflega margt. Hann hafði lært söðla-
smíði af föður sínum, og ég held hann hafi
lagt stund á flestar smíðar nema gullsmíðar.
Hann var kannski ekki ákaflega drífandi
búmaður, en heimilið komst vel af þó það
væri ekki stórbú. Hann var mikill félags-
málamaður og var oft á fundum. Kaupfé-
lagsmál og Búnaðarfélagið voru honum
mikil hjartansmál. Það var býsna margt
framleitt á heimilinu. Pabbi smíðaði og það
var ofið, prjónað og spunnið og alls konar
handavinna. Þetta var mikill sjálfsþurftar-
búskapur."
- Var mikið lesið á heimilinu?
„Ég var talin vera læs þegar ég var fjög-
urra ára. Ég hef oft hugsað um hvers konar
lestur það hafi verið. En ég man ekki eftir
mér fyrr en ég var farin að lesa. Ég las mjög
mikið það sem ég náði í, en mér fannst ekki
vera til nógu margar bækur. Njálu var ég
örugglega búin að lesa þrisvar þegar ég var
átta ára. Það þykir sumum þetta vera erfitt
fyrir börn núna. Ég man alltaf hvað ég var
spennt. Þegar Gunnar á Hlíðarenda var fall-
inn þá fannst mér svo voðalegt að ég ætlaði
ekki að lesa meira. En svo fór ég fljótlega
að lesa aftur og jafn spennt. Því miður voru
ekki aðrar íslendingasögur til. En þegar ég
var níu eða tíu ára þá var farið að fá bækur
úr Lestrarfélaginu og þá komu allar íslend-
ingasögurnar og margar fleiri bækur.
Mamma las mikið bækur á dönsku og
norsku, sérstaklega eftir Ibsen og Tolstoy.
Ég fór fljótlega að lesa þetta líka. Ég man
ekki alveg hvað ég var gömul, líklega
þrettán eða fjórtán ára. Ég lærði ekki
dönsku í skóla áður, en ég hlustaði á
útvarpskennsluna. “
„Mér fannst gaman að læra“
- Hvernig var þinni skólagöngu háttað?
„Ég var náttúrlega í farskóla. Mér
fannst gaman að læra. Það var kennt í skóla-
húsinu og við vorum þrjú sem gengum sam-
an þangað frá Másstöðum. Það myndi
ábyggilega þykja langt núna, við vorum um
það bil klukkutíma. Ég byrjaði níu ára í
skólanum og var þá í mánuð. Svo tók ég
fullnaðarpróf 12 ára gömul. Ég varð að fá
undanþágu af því að ég var of ung og til þess
að fá undanþáguna varð ég að læra eitthvað
á næsta vetri. Ég gekk nokkra tíma til sr.
Þorsteins í Steinnesi og hann kenndi mér
íslensku og reikning. Mér fannst reikningur
ákaflega skemmtilegur. Strax og byrjað var
að kenna gegnum útvarp fylgdist ég með
því, bæði íslensku, ensku og dönsku. Svo ég
steli nú engu undan með námið, þá var ég
mánaðartíma í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi þegar ég var fimmtán ára, komst að í
forföllum.
Þetta voru milli 10 og 20 börn í barna-
skólanum. Ég samlagaðist þeim ekki nógu
vel. Þegar ég var fimmtán ára var mér kom-
ið í mánaðartíma vestur að Lækjarmóti til
Jónínu til að læra á orgel. Þá var ég svo
heppin að kynnast þar stúlku sem mér líkaði
ákaflega vel við, Margréti dóttur Jónínu og
við höfum verið vinkonur síðan. Ég hugsaði
stundum þegar ég var í barnaskóla að þegar
ég yrði fullorðin þá ætlaði ég að kenna og
ekki láta skólann verða svona. En eftir að
ég varð kennari kynntist ég því að það er
meira en að segja það. Það getur oft verið
erfitt þó maður vilji laga eitthvað."
Vistin góð í Kennaraskólanum
- Ákvaðstu það strax að þú vildir verða
kennari?
„Nei, það var eitt af því sem mig langaði
til. Mig langaði líka til að búa, hafa stóran
garð og fallegan, mig langaði til að læra
náttúrufræði og lesa mikið. Mig langaði
helst að sameina þetta á stórum búgarði þar
sem lagt væri stund á allt! Það voru svona
loftkastalar hjá krökkum. Svo fór Margrét í
Kennaraskólann, en þá var ég of ung til að
geta farið. Ég veit ekki hvort það réði úrslit-
um að ég fór þangað, eða að það var kljúf-
anlegur kostnaður. Mér fannst nú að það
væri meira gaman að fara í menntaskóla, en
það var svo langt nám og mikill kostnaður.
Ég ákvað að sækja um að taka próf inn í 2.
bekk í Kennaraskólanum. Ég fékk það svar
að ég mætti taka próf með nemendum 1.
bekkjar og gengi það nógu vel fengi ég inn-
göngu. Ég var ekkert hrædd við að reyna.
Þegar ég kom suður frétti ég að það yrði
aðeins einum bætt við og svo í stað þeirra
sem fengju lægra en 6. Við vorum mörg sem
ákváðum að reyna þetta og flest höfðu verið
talsvert í skóla. Ég man að ég skrifaði pabba
og sagði honum að þetta væri alveg von-
laust, en fyrst ég væri nú komin suður ætlaði
ég samt að reyna. Ég las eins og ég gat og
þetta tókst. Það virkar sjálfsagt eins og
mont, en ég tók lausa sætið. Það var búið að
segja mér að ef ég kæmi svona inn í skólann
þá yrði mér illa tekið. Nemendur vildu ekki
svona aukagemsa. En það reyndist mér á
annan veg. Mér var vel tekið og eignaðist
marga góða félaga og vini og mér leið ákaf-
lega vel veturna sem ég var í Kennara-
skólanum.“
Fyrstu kennslustörfin
- Fórstu svo strax að kenna?
„Veturinn eftir bað Þorbjörn á Geita-
skarði mig að vera heimiliskennara hjá sér.
Það varð úr að ég samþykkti það. Það þótti
kannski ekki í mikið ráðist, ég hafði aðeins
fjóra nemendur. Það var ágætt, mér leið
mjög vel þar og að mörgu leyti fróðlegt að
kynnast svona heimilum eins og á Geita-
skarði. Það var stórbú á gömlum merg. Ég
kenndi tveimur dætrum Þorbjarnar og Sig-
ríðar og tveimur dætrum Þorvalds Þórarins-
sonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur á
Blönduósi. Kaupið var ekki óskaplega hátt,
en um vorið gat ég þó látið eftir mér að
kaupa íslendingasögurnar óbundnar í
útgáfu Sigurðar Kristjánssonar.
Svo næsta vetur þá ákvað ég að reyna að
kenna við skóla og sá kennarastöðu auglýsta