Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 11 Glerlistaverk Höllu setja mjög stílhreinan og skemmtilegan blæ á Smiðjuna. Mynd: ss Konica U-Bix /ws as Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Símar 96-12290 - 12291 - 11744. Veitingahúsið Smiðjan á Akureyri: Glerlistaverk Höllu komin upp - sýning á sunnudaginn kl. 14-17 Sunnudaginn 1. nóvember kl. 14-17 verður sýning á glerlista- verkum Höllu Haraldsdóttur í veitingahúsinu Smiðjunni á Akureyri. Verkin eru sérstak- lega teiknuð og unnin fyrir Smiðjuna og verða þar áfram, sem hluti af nýjum innrétting- um. Halla Haraldsóttir og Baldvin Baldvinsson, innan- hússarkitekt, verða á staðnum og er öllum velkomið að líta inn og þiggja léttar veitingar. Hallgrímur Arason, einn af eigendum Smiðjunnar, sagði í samtali við Dag að uppsetning glerlistaverkanna markaði loka- hnykkinn í gagngerum endurbót- um á innréttingum veitingahúss- ins sem byrjað var á fyrir um einu og hálfu ári. Þá var öllum innrétt- ingum skipt út og nýjar settar í staðinn eftir teikningum Baldvins Baldvinssonar. í samtali við Hallgrím kom fram að óhætt hlýtur að vera að tala um byltingu á húsakynnum Smiðjunnar frá því sem áður var er þungar innréttingar réðu ríkj- um og dökkir litir gáfu drunga- legan blæ. Nú er bjart yfir salnum og litirnir mildir eða skærir og innréttingar mjög smekklegar. Glerlistaverkin setja punktinn yfir i-ið. Greinilegt er að listaverkin eru sérstaklega hönnuð á þá veggi þar sem þeim er komið fyrir og miðast form þeirra við rýmið sem þeim er ætlað. Lýsing er á bak við hvert verk og eykur það mjög gildi þeirra. Efni og hugmyndir eru bæði tengdar Smiðjunni og íslenskri náttúru. Þarna má t.a.m. sjá norðurljósin dansa. Listamaðurinn og innanhússarkitektinn Halla Haraldsdóttir er fædd og uppalin á Siglufirði en er nú búsett í Keflavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands í tvö ár og þar var Erró aðalkennari hennar. Nokkr- um árum síðar fór Halla í kenn- aradeild skólans að tilstuðlan Barböru Árnason og síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem hún stundaði nám hjá kunnum list- málara og leiðbeinanda, Sören Edsberg. Halla hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum bæði innanlands og utan. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín. Verk hennar hafa verið valin til birtingar í bókum og á kortum hjá Kiefel-forlaginu í Þýskalandi. Árið 1978 fór Halla í nám á hið virta verkstæði dr. H. Oidtmann í Þýskalandi sem er elst sinnar tegundar þar í landi. Þar hefur Halla unnið sín gler- og mósaíkverk síðan. Verk Höllu eru víða í opinber- um stofnunum hérlendis, s.s. í Gréta Berg í Vín Gréta Berg verður í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á laug- ardaginn og sunnudaginn frá kl. 14-18. Hún er kunn fyrir teikningar sínar og mun draga upp myndir af gesturn blómaskálans ef þeir óska þess og öðrum sem kunna að leggja leið sína í Vín til að fá mynd af sér fyrir jólin. Hér fylgir ein af teikningum Grétu, í mjög smækk- aðri mynd reyndar. Akureyringar ættu margir hverjir að kannast við þessa konu. SS Hallgrímur í Smiðjunni. Glerlistaverkin eru punkturinn yflr i-ið í breyting- um og innréttingum veitingahússins. anddyri sjúkrahússins á Siglu- firði, safnaðarheimili Siglufjarð- arkirkju, dvalarheimili aldraðra á Akureyri og í fjölmörgum kirkj- um á landinu og öðrum stöðum og nú einnig í veitingahúsinu Smiðjunni á Akureyri. Baldvin Baldvinsson, innan- hússarkitekt, er fæddur árið 1947. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði 1969 hjá Tré- smiðjunni Víði í Reykjavík og prófi frá Skolen for boligindrætn- ing í Kaupmannahöfn árið 1974. Hann starfaði með Gunnari Ingibergssyni þar til hann fluttist til Englands 1976. Baldvin var hjá Húsameistara ríkisins frá 1977 þar til hann fluttist til Bandaríkjanna 1982. Frá 1986 hefur hann unnið að sjálfstæðum verkum. Meðal innréttinga sem hann hefur hannað má benda á veitingahúsið Ask við Suður- landsbraut, Úrval/Útsýn við Austurvöll, snyrtivöruverslun í Kringlunni - og Smiðjuna á Akureyri. SS Við eiðnm aimæli efíir... j-l/IN v/ið HRRFNRGIL-. | Laugardagur| Lifandi tónlist, létt Vínarsveifla milli kl. 15 og 17 tSunnudagur 4 Kaffihlaðborð að hætti Blómaskálans ☆~íírA Vínarís og ísréttir alla daga Gott úrval í gróðurhúsi ☆iír* Greta Berg teiknar um helgina Opið mánud.-föstud. frá kl. 13-22. Onið Imifinrrl -cnnniirl frá Irl 11.1Q Tilboð óskast Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, hafa í umferðaróhöppum. sem skemmst 1. Daihatsu Applause 4WD árg. 1991 2. Mazda 626 GLX árg. 1989 3. Toyota Corolla GTi árg. 1988 4. Toyota Corolla DX árg. 1987 5. MMC Galant Turbo árg. 1986 6. MMC Lancer 1500 GLX árg. 1986 7. Ford Sierra 1600 árg. 1984 8. Ford Escorl XR3i árg. 1983 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 Akureyri mánudaginn 2. nóvem- ber nk. frá kl. 9.00-16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. Ý . VATRYGGIl\GAFELAG ÍSLANDS HF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.