Dagur - 08.04.1993, Side 9
Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - í
I
í" '''■ '
■
- //
; 1§11
?
2 * 'P ' ■
Arnar Páll Hauksson í hljóðveri Ríkisútvarpsins á Akureyri við Fjölnisgötu. „Viðbrögð við fréttum úti á landi eru mun harðari og meiri en í Reykjavík. Ég hef haldið því fram að það
sé vegna þess að landsbyggðin hafi verið, sem ég vil kalla, niðurgreidd í fréttum,“ segir Arnar Páll m.a. í viðtalinu.
r. ♦** i i rm
1 i
Fjölskylda:
Arnar Páll Hauksson er fædd-
ur í Reykjavík árið 1954. Eig-
inkona hans er Aldís Norð-
fjörð, arkitekt á Teiknistof-
unni Formi á Akureyri. Þau
eiga tvo syni; Odd Árna 17 ára
og Atla Hauk 15 ára.
Skólaganga:
Stúdent frá Menntaskólanum
við Tjörnina árið 1975. Var í
eitt ár í landafræði í Háskóla
íslands og stundaði síðan nám
á árunum 1977-1982 í landa-
fræði, félagsfræði og umhverf-
isfræði í Osló í Noregi.
Störf:
Blaðamaður á DV 1983-1986,
fréttamaður á Bylgjunni 1986-
1988, fréttamaður á fréttastofu
útvarps 1988-1992 og deildar-
stjóri Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri frá 1992.
að fréttamaðurinn sé á réttri leið. Oft er
vitnað til bandarísks blaðamanns í þessu
sambandi sem sagði að hann væri aldrei
ánægður fyrr en hann fengi grjót inn um
gluggann hjá sér! Það væri til vitnis um að
hann væri með góða frétt í höndunum.
i Fréttamenn fá ekki endilega neikvæð við-
brögð vegna þess að þeir hafi farið rangt
með, heldur hefur fréttin komið við kaun-
: inn á hlutaðeigandi. Ég fagna því síður en
svo alltaf þegar ég fæ jákvæð viðbrögð. Ég
held því fram, þó að það hljómi undarlega,
að jákvæðu viðbrögðin séu oft verri en þau
neikvæðu. í þessu sambandi dettur mér í
hug að sem blaðamaður DV var ég sendur á
aðalfund Stéttarsambands bænda á Isafirði
og skrifaði síðan opnu um hann í blaðið.
Ingi Tryggvason, þáverandi formaður Stétt-
arsambandsins, hringdi í mig og þakkaði
mér sérstaklega fyrir umfjöllunina. Ég hef
oft velt því fyrir mig hvort ég hafi átt að
gleðjast yfir þessu eða ekki. Það kann að
vera að upphringingin hafi verið til vitnis
um að mér hafi ekki tekist nógu vel upp.“
Landsbyggðin var niðurgreidd
í fréttum
„Viðbrögð við fréttum úti á landi eru mun
harðari og meiri en í Reykjavík. Ég hef
haldið því fram að það sé vegna þess að
landsbyggðin hafi verið, sem ég vil kalla,
niðurgreidd í fréttum. Með því á ég við það
að landsbyggðin hefur vanist því að fá ekki
sömu meðhöndlun í fréttum og Reykjavík,
fjölmiðlar hafa farið mýkri höndum um
Iandsbyggðarfólkið. Það kann að koma til af
því að úti í hinum dreifðu byggðum eru
fréttaritarar sem taka ekki og geta í raun
ekki tekið á málum sem upp koma, en eru
þó fréttnæm. En sem betur fer held ég að
þetta heyri sögunni til. Um leið og frum-
kvæði fólks í atvinnulífinu úti á landi hefur
aukist hefur fréttamennskan þar breyst til
hins betra. Hins vegar bera viðbrögð oft
þess merki að menn þola ekki að tekið sé á
málum sem þarf að taka á.“
Fréttastofa útvarps góður skóli
Árið 1988 færði Arnar Páll sig yfir á
fréttastofu útvarpsins og miðlaði fréttum frá
Alþingi. „Á fréttastofu útvarps ríkja gamlar
hefðir og þar er byggt á gömlum grunni.
Menn fá gott aðhald og ég vil segja að vinna
þar sé einskonar háskólanám fyrir frétta-
menn. Á fréttastofunni bætti ég geysilega
miklu við þekkingu mína og ég lærði agaðri
vinnubrögð. Með því fyrsta sem ég gerði á
útvarpinu var að fara heim til Þorsteins
Pálssonar, morguninn eftir að Jón Baldvin
og Steingrímur nánast slitu stjórnarsam-
starfinu í beinni útsendingu. Þetta var frek-
ar átakanlegt, Þorsteinn var einn heima og
hann virtist gera sér grein fyrir því að hann
væri búinn að tapa leiknum.
Þetta voru miklir umbrotatímar í frétta-
mennskunni. Beinum útsendingum hafði
fjölgað mjög og áður en ég byrjaði sem
þingfréttamaður útvarps hafði Átli Rúnar
innleitt nýja stefnu í fréttaflutningi frá
Alþingi. Áður gátu ráðherrar rétt frétta-
manninum spurningar og hann sagði nánast
frá öllum málum sem voru lögð fram á
Alþingi. Einhvern tímann varð ég vitni að
því að þingmaður Framsóknarflokksins
kom upp á þingpalla, beygði sig yfir
blaðamann Tímans og sagði: „Heyrðu, ég
er hérna með tillögu að fyrirsögn!“ I dag eru
fjölmiðlarnir mun sjálfstæðari gagnvart
Álþingi. Fréttamennirnir ákveða hvað þar
er fréttnæmt og þeir eru með bollaleggingar
um pólitíkina sem þekktust ekki áður.“
Brennivínsmál
Magnúsar Thoroddsen
Arnar Páll er sammála því að ein frétt
standi upp úr þegar hann lítur yfir feril sinn
sem blaða- og fréttamaður. Þetta var sann-
kölluð stórfrétt, frétt sem átti eftir að setja
þjóðfélagið á annan endann. Hver man ekki
eftir brennivínskaupum Magnúsar Thor-
oddsen, forseta Hæstaréttar?
„Þetta er stærsta frétt sem ég hef komist í
fyrr og síðar,“ sagði Arnar Páll. „Það má
segja að fréttin hafi rekið á fjörur mínar og
það liðu einn eða tveir dagar frá því að ég
komst á snoðir um málið þangað til fréttin
fór í loftið. Um leið og ég var kominn á
sporið vissi ég að ég væri kominn með stóru
fréttina. Ég labbaði inn á fréttastofu þegar
ég var kominn með málið og það hvarflaði
að mér að þar kynni ég að mæta einhverri
stirfni. Ég var staðráðinn í því að ef sú staða
kæmi upp, þá gengi ég umsvifalaust út. En
þessi ótti var ástæðulaus og Kári fréttastjóri
var aldrei í vafa um að þetta væri rétt og
hann spurði mig aldrei um hver væri heim-
ildarmaður fréttarinnar. Þegar ég var kom-
inn með allar upplýsingar um málið fór ég á
fund Ólafs Ragnars, fjármálaráðherra, og
sagði honum að ég væri með allar upplýsing-
ar og bauð honum upp á viðtal. Ólafur
Ragnar sá að ég var kominn með málið og í
ljósi þess féllst hann á að tjá sig um það.
Fjármálaráðuneytið er í næsta húsi við
Hæstarétt og eftir að hafa tekið viðtal við
Ólaf Ragnar ákvað ég að fara á fund Magn-
úsar Thoroddsen á skrifstofu hans í Hæsta-
rétti, en ég hafði aldrei hitt hann áður. Það
er mér mjög minnisstætt að Magnúsi brá
heldur betur í brún þegar ég bar upp erind-
ið. Hann sá greinilega strax á þessu augna-
bliki að þarna var mikil hætta á ferðum fyrir
hann og spilaborgin var hrunin. Magnús
neitaði staðfastlega viðtali, en sagði að hann
hefði ekkert brotið af sér.“
í kjölfarið var Arnar Páll krafinn í undir-
rétti um að gefa upp heimildarmann fyrir
brennivínsfréttinni. Því neitaði hann stað-
fastlega og vísaði til siðareglna Blaða-
mannafélags íslands og útvarpsins, auk þess
sem hann lagði á það áherslu að fréttin sem
slík liafi engu breytt um staðreyndir
málsins. „Hefði ég gefið upp minn heimild-
armann, þá liggur fyrir að ferli mínum í
fréttamennsku hefði þarmeð lokið. Grund-
vallaratriði í fréttamennsku er að trúnaður
ríki milli heimildarmanna og fréttamanna.
Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Magn-
úsar, gat áfrýjað málinu til Hæstaréttar, en
hann ákvað að gera það ekki.“
Deildarstjóri RÚVAK
Arnar Páll tók við starfi deildarstjóra
Ríkisútvarpsins á Akureyri snemma árs
1992 og hann segir að sér líki það mjög vel.
„Ég var alls ekki orðinn leiður á því að
vinna á fréttastofu útvarps. En málin æxluð-
ust þannig að konan mín, sem er arkitekt,
fékk vorið 1991 verkefni á Akureyri og ég
leysti af í hálfan annan mánuð þá um sumar-
ið í fréttunum á svæðisútvarpinu. Mér líkaði
mjög vel hér og kunni strax ágætlega við
mig. Héðan fór ég vestur á ísafjörð og leysti
þar af í einn mánuð. Þess á milli vann ég við
að gera upp sumarhús, sem fjölskyldan á
fyrir vestan. Ég kunni því vel að fara frá
höfuðborginni og það varð úr að ég sótti um
og var ráðinn í starf deildarstjóra Ríkisút-
varpsins á Akureyri. Hér kann ég vel við
mig.“