Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 4
i - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIR KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Evrópulestin brunar Enn er mönnum í fersku minni hverjar urðu orsakir þess að Alþingi var frestað í miðjum umræðum á næturfundi fyrir nokkru. Deilt var um hver ætti að hafa forræði um beitingu jöfnunargjalda á innfluttar landbúnaðarafurðir frá Evrópuríkj- um eftir að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið tæki gildi. Landbúnaðarnefnd Alþingis taldi að slíkt forræði ætti að vera á hendi landbúnaðarráðherra, sem er í sam- ræmi við búvörusamning bænda og ríkisins. Utanríkis- og fjármálaráð- herra voru á öðru máli og því klofn- uðu þingmenn stjórnarflokkanna í afstöðu sinni. í umræðunum á Al- þingi kom glöggt fram að bakgrunn- ur þingmanna hafði afgerandi áhrif á afstöðu - að minnsta kosti sumra þeirra. Þessar deilur endurspegluðu því að nokkru leyti breytilega af- stöðu fólks hér á landi til samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið og þess samrunaferlis er nú á sér stað í Vestur-Evrópu. Þær voru einnig í raun spegilmynd af þeim hugsun- um, sem bærast í brjóstum Evrópu- búa og þeim umræðum sem nú fara fram um gjörvalla álfuna. En eftir hverju mótast afstaða fólks til samrunaferlis ríkja Evrópu. Hvaða hópar eru hlynntari því en aðrir. í fyrsta hluta bandarísks sjón- varpsþáttar, sem sýndur var í norska sjónvarpinu um hvítasunn- una, var fjallað um þessi mál frá sjónarhóli áhorfandans, að þessu sinni Bandaríkjamanna. í þættinum var meðal annars degin upp mynd af vöruflutningabílstjóra sem þurfti að flytja vörur eftir Evrópu endi- langri. Sýnt var á hversu mörgum landamærum hann varð að stöðva vagn sinn til að fylla út sérstaka toll- pappíra. Einnig var sýnd mynd af einstaklingi sem þurfti að ferðast, starfa sinna vegna, víða um álfuna. Meðal annars voru sýnd myndskeið af honum á landamærastöðvum og við að skipta peningum. Með til- komu Evrópubandalagsins og Ma- astrichtsamkomulagsins eiga þessar hindranir, sem viðskipti og ferða- menn verða fyrir, að hverfa. í þætt- inum var einnig rætt við annað fólk - fólk sem minna er á ferli en unir við dagleg störf sín í heimabyggð- um. Meðal annars var rætt við starfsmenn á Smithfeeld kjötmark- aðinum í Lundúnum og evrópska sjómenn. í viðtölum við þetta fólk kvað við annan tón en í máli þeirra sem sinna stjórnmálum og við- skiptalífi og eru mikið á ferli um álf- una. í máli þess kom fram ákveðin andstaða við samruna Evrópu og sumir viðmælendanna virtust ekki skilja hvaða ástæður rækju stjórn- málamenn áfram til að mynda eins- konar evrópskt stórríki. Gamalt máltæki segir að glöggt sé gests augað. Ef niðurstöður hinna amerísku þáttagerðarmanna eru skoðaðar kemur í ljós að afstaða fólks til Evrópubandalagsins mótast mjög af stöðu þess og störfum. Stjórnmálamenn og fólk sem stund- ar viðskiptalíf virðist horfa bjartari augum til framtíðar sameiginlegrar Evrópu en þeir sem starfa að sínu í heimahögum. í hugarheimi þeirra vakna ýmsar spurningar og þar verður einnig vart þjóðlegra sjónar- miða þar sem fólk vill varðveita siði og menningu en óttast að samrun- inn raski grónum hefðum. Ef grannt er að gáð má finna sambærileg sjón- armið hér á landi. Afstaða fólks til Evrópusamstarfsins virðist mótast af líkum sjónarmiðum og fram komu í fyrrgreindum sjónvarpsþætti. Þótt aldrei verði unnt að meta af- stöðu manna og þjóða til jafn víð- tækra málefna og samruni Evrópu er eftir einum sjónvarpsþætti er ljóst að niðurstöður hans endurspegla mismunandi en jafnframt ákveðna afstöðu fólks til þessa málefnis. Á meðan Evrópulestin brunar með stjórnmálamenn við stjórnvölinn og viðskiptamenn á fyrsta farrými er horfa fram á við bíða margir íbúar viðkomandi landa á öðru farrými og þriðja og horfa til baka. Þeir skilja ekki til fullnustu áhuga þeirra er framar sitja á áfangastað sem ef til vill enginn þekkir til hlítar. Svo er einnig farið með okkur íslendinga. Hver áhrif af náinni tengingu við hið evrópska stórsamfélag verða er lítið vitað um en ákveðin hættumerki eru á lofti er varða bæði landbúnað og sjávarútveg. Því er hyggilegt fyrir okkur að sitja hjá á meðan samruna- lestin brunar í Evrópu en gæta vel að hvernig för hennar lyktar að leið- arlokum. ÞI heita sturtu. Á meðan ég var að þurrka mér og klæða mig hugsaði ég að munur- inn á Reykvíkingum og Akureyringum væri ekki aðeins málfarslegur og þanka- gangslegur heldur líka líkamlegur eða líf- fræðilegur. Reykvíkingar hljóta að þola kulda betur en við fyrir norðan, a.rn.k. sumarkulda. Daginn eftir var alskýjað og milt veð- ur, meiri lofthiti og ákjósanlegra að stripl- ast. Þá brá svo við að það voru aðeins ör- fáar hræður í sundlauginni og eftir góðan sprett og dvöl í heita pottinum var kær- komið að setjast á bekk og kæla sig ofur- lítið, þótt útsýnið væri ekki eins gott og daginn áður. Einn í paradís Norður kom ég næpuhvítur, en nánast laus við hrollinn. Eftir að hafa vanist loftslags- breytingunni, rólegu mannlífi, lítilli um- ferð og hinum norólenska anda þá brá ég mér fljótlega í Glerársundlaug. Ekki var fólksmergðinni fyrir að fara. Þó var sólin eitthvað að glenna sig öðru hverju og lofthitinn mun meiri en fyrir sunnan. Aö loknu gamaldags bringu- og baksundi og pottasulli lagðist ég um stund á hvítan bekk og hvílík molla! Ekki leið á löngu þar til hægt var að greina mig frá bekknum og sennilega krækti ég mér í 5% brúnku á tíu mínútum eða svo. Samt var ég einn í þessari paradís. Sundlaugarvörðurinn kom út og dæsti mér til samlætis í mollunni. „Já, nú eru örugglega margir uppi í Akureyrarlaug,“ sagði hann og hristi höfuðið. Drifhvítir bekkimir biðu eftir dún- mjúkum kroppum og dýrkandi sólarinnar sá fátt sem gladdi augað og kom sér fljót- lega heim í faðm fjölskyldunnar. Reykjavík. Ráðhúsið, Perlan, rónarnir, Kringlan og Grafarvogurinn. Iðandi mann- og menningarlíf. Sólbakað Austur- stræti og Café Paris. Cappucino. Bra-bra á Tjörninni. Að ógleymdri Vesturbæjar- lauginni. Eg hcf ávallt haldið tryggð vió sund- laugina í Vesturbænum þegar ég dvel í höfuðborginni og á því varð engin breyt- ing í síðustu viku. Tvisvar fékk ég tæki- færi til að stinga mér í þetta klórvana vatn, sem rauðsprengir ekki augu mín eins og norðlenska sundlaugarvatnió. I fyrra skiptið var ég reyndar svo óheppinn að lenda á svokölluðum góðviðrisdegi í borginni og því var margt um manninn í lauginni og erfitt um vik að synda nóg til að grennast. Vissulega var margt sem gladdi augað í lauginni þennan dag og sérstaklega þó lá- rétt á bekkjum á sundlaugarbakkanum, en ég staldraði þó stutt við innan um sól- þyrsta kroppa og kemur þaó kannski einhverjum á óvart. Fór brátt að hrína af kulda Já, höfuðborgarsólin margfræga var hátt á lofti. Það var norðan kaldi, stundum stinningskaldi og lofthiti í kringum 7 gráður. Þessi „blíóa“ gerði það að verkum að Reykvíkingar héldust ekki inni við og alls ekki í fötunum. Til að storka ekki velsæminu flykktust þeir í sundlaugarnar þar sem þeir gátu spókað sig fáklæddir í sólinni. Eftir aó hafa synt nægju mína lagðist ég við kröftuga vatnsbununa í heita pott- inum og lét hana nudda á mér bakið. Sæll og endurnæróur fór ég aó svipast í kring- um mig og sá þá brúnleitt fólk liggja makindarlega á hvítum bekkjum og sleikja sólina. Þetta leit vel út. Ég kom auga á auóan bekk og skellti mér á hann, staðráðinn í því að láta sólina þerra líkama minn og ná mér í hinn vin- sæla lit í leióinni. Ég var ekki fyrr lagstur á bekkinn er um mig fór ákafur skjálfti og ég fór að hrína af kulda. Litarhaft mitt varð blátt og rauðflekkótt, alls ekki brúnt. Tennurnar glömruðu í munni mér og húð- in var orðin þannig að ef ég hefði verió dæsti. „Það er ekki nokkur ylur af þessari sól hérna.“ Maðurinn brosti góðlátlega. „Jú, jú. Þú ferð bara ekki rétt að. Fyrst veróurðu að fara inn og þurrka þér vel. Komdu svo út með handklæði, helst mjög dökkt, láttu það á bekkinn og leggstu svo. Þá hlýnar þér fljótlega.“ meira fiðraður og sagt bra-bra þá hefði einhver stungiö brauömola upp í mig. Líffræðilegur munur á Akureyr- ingumog Reykvíkingum? Ég hélt þetta kvalræði ekki út nema í örfá- ar mínútur. Þá reis ég skjálfandi upp, leit á kaffibrúna manninn á næsta bekk og Hann var greinilega alvanur slíkum til- færingum. Ég hristi höfuðið, enda vanur að stíga beint upp úr lauginni og í sólbað og láta norðlensku háfjallasólina þerra mig. Það er líka mun hlýrra í sólinni fyrir norðan. Sólbaðið var endasleppt. Ég tuldraði eitthvað um kalda golu og flýtti mér inn í Iræringur Stefán Þór Sæmundsson Af meintri mollu í höfuðborgiimí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.