Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993
IfVIKMYNDIR
Jón Hjaltason
Tom Berenger í nýrri mynd
Tom Berenger í Sniper.
Bestur eða verstur?
Bíólíf Toms Berengers hefur ekki
verið neitt sældarbrauð upp á síð-
kastið. Hann missti minnið í
Shattered, fötin í At Play in the
Fields of the Lord og þó nokkuð
mörg kíló í nýjustu kvikmynd
sinni, Sniper. Myndin var filmuð
á aðeins 8 vikum í Astralíu. Leik-
stjórinn, Luis Llosa frá Perú, rak
mannskapinn áfram og mátti heita
að allir væru búnir meö orku-
birgöir sínar jjegar tökum lauk.
Berenger hefur sagt um þennan
tíma: „Þetta var ferlega erfitt trúið
mér. Og fyrir mig var þetta næst-
um martröð. Ég er oróinn 41 árs
og sem betur fer hef ég lært að
spara sjálfan mig, foróast krókana
og keldumar. Þannig hélt ég út.
Vandræðin með þessa ungu leik-
stjóra er að þeir kappkosta að gera
allt það sem eldri og frægari leik-
stjórar treysta sér ekki til.“
Það má segja að frægðarstjama
Berengers hafi fyrst risið þegar
hann lék í Platoon. Hann er því
ekki óvanur einkennisbúningnum
er hann klæðist í Sniper. Sagan er
um tvo hermenn sem sendir eru
inn í frumskóga Panama til að
framkvæma utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. I raun eru þeir
ekkert annað en Iaunmoróingjar á
snærum ríkisstjómarinnar í
Washington. Berenger leikur
gamalreyndan hermann, bestu
skyttuna í hópnum auðvitað, en
félagi hans er leikinn af Billy
Zane. Sá er nýliði en þó enginn
aukvisi í meðferð skotvopna, haf-
andi farið á Olympíuleika og
keppt í skotfimi.
Ekkert skal hér látið uppi um
ferðalag þeirra um skóginn eða
árangur ferðalagsins. Hitt er óhætt
að segja að myndin hefur hlotið
ágæta dóma hjá erlendum starfs-
bræðrum mínum.
yfirgcfur bíl sinn og Ieggur upp í
krossferð á hendur borginni og
borgarbúum. Endanlegt markmið
hans er eiginkonan fyrrverandi
sem Barbara Hershey leikur. Eini
maðurinn sem getur stoppað þann
brjálaða á blóði drifnu ferðalagi
hans gegnum borgina er góðlegt
skrifstofuljón sem heitir því ein-
kennilega nafni Prendergast
(Robert Duvall). Prendergast er í
þann veginn að fara á eftirlaun og
vill því ógjarnan leggja út í mikla
tvísýnu.
Éalling Down heitir þessi nýj-
asti reifari Joel Shcumachers um
borgarlífið og þá vanmetakennd
sem stundum getur vakið hið illa í
manninum. Douglas, eða D-Fens
eins og hann er kallaóur í mynd-
inni, byrjar á því að leggja búð
Kóreumanns í rúst þegar sá neitar
að láta hann hafa skiptimynt í
símann. í kjölfarið fylgja öllu al-
varlegri verknaðir og jafnvel
mannsmorð. Duvall fer sér hægt á
veiðunum en Douglas þeim mun
hraðar í borgaræði sínu.
Julian Sands gerir hosur sínar grænar fyrir Sherilyn Fenn í Boxing Helena.
Douglas í Falling Down; geðróin svíkur hann og borgaræðið kemur í
staðinn.
Billy Zane, í hlutverki Richard Millers, með Olympíuriffilinn sinn.
Það hefur lítið farið fyrir Robert
Mitchum í íslenskum bíóhúsum
undanfarin ár. Þetta þýðir þó eng-
an veginn aö hann sé hættur störf-
um, hvað þá að hann hafi safnast
til feðra sinna þegjandi og hljóða-
Lynch ævareið
Jennifer Lynch, dóttir Davíðs,
varð ekki mjög ánægó þegar kvik-
myndaeftirlitinu í Bandaríkjunum
þóknaðist aó banna mynd hennar,
Boxing Helena, fyrir börnum
yngri en 17 ára. Astæðan eru ást-
arsenur aðalleikonunnar, Sherilyn
Fenn, með Julian Sands og Bill
Paxton. Þeir fá þó ekki að njóta
ávaxtana báðir í einu.
Jennifer hefur Iátið hafa eftir
sér í allri hreinskilni að það verði
ekki með sanni sagt að Boxing
innihaldi nærri jafnmikið kynlíf
og til dæmis The Lover og Basic
Instinct. Það sem myndin býður
hins vegar upp á er Sherilyn
geymd í kassa, lifandi en án hand-
og fótleggja. Þetta er ástarsaga, að
vísu svolítið öfuguggaleg. Julian
Sands fellir ástarhug til Sherilyn
en hún sýnir lítil viðbrögð. Hann
grípur þá til þess ráðs að stela
henni og setja í kassa með þessari
heldur ógeðslegu aóferð.
Bæði Kim Basinger og
Madonna fældust hlutverkið, sem
Sherilyn tók Ioks að sér, einmitt
vegna djarfra ástaratriða sem þeim
þótti vera. Raunar var það aóeins
nýlega að Basinger beit úr nálinni
með þá neitun sína. Hún var
dæmd til að greiða framleiðendum
Boxing Helena stórfé og lýsti sig í
kjölfarið gjaldþrota. Eflaust verða
einhverjir til að bjóða í þrotabúið,
ég tala nú ekki um ef Basinger
fylgir með. Það er svo sannarlega
hægur vandi að eyða peningum en
Basinger hefur verið meó launa-
hærri kvenstjömum Hollywood og
þegið um 200 milljónir fyrir
hverja mynd, ekki slæmt tímakaup
það.
Iaust. Mitchum, sem verður 76 ára
í ágúst næstkomandi, hefur séð
ýmislegt á ferli sínum. Hann
stóðst þá þrekraun að leika í 19
kvikmyndum fyrsta starfsár sitt
sem leikari (1943) og einnig eitur-
lyfjahneykslið 1948 en vegna þess
sat hann um hríð á bakvið lás og
slá. Mitchum hefur einu sinni ver-
ið tilnefndur til Óskarsverðlauna
Mitchum og Cathcrinc Bach.
fyrir leik sinn en það var fyrir
myndina The Story of GI Joe.
Margir hafa þó orðið til að draga
leikhæfileika hans í efa. Svolítió
drafandi, þungbyggður og þung-
lamalegur hefur Mitchum siglt í
gegnum lífsins ólgusjó.
„Ég hef leikið nánast allt nema
kvenmann“, segir Mitchum. „Fólk
getur ómögulega gert það upp við
sig hvort ég er heimsins besti
leikari - eða sá versti.“ Og hann
bætir við glottuleitur: „Raunar get
ég það ekki heldur. Ég hlýt þó að
standa mig þokkalega úr því að
þeir borga mér þessar fúlgur fyrir
að þeytast um heiminn.“ Mitchum
á væntanlega við það að hann
hefur sjaldan verið atvinnulaus,
kvikmyndagerðarmenn hafa séð
til þess. Og um þessar mundir er
hann einmitt aó leika í enn einni
bíómyndinni, African Skies, meó
Catherinu Bach.
Michael Douglas
Það er einn góðviðrisdag. Um- verkamaður (Michael Douglas)
ferðin í Los Angeles er í hnút eins situr fastur í umferðinni. Skyndi-
og svo oft áöur. Atvinnulaus iðn- | lega losnar um allar hömlur. Hann
gengur af göflunum