Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 13 Sex manns starfa hjá Tak hf. og eru þeir þrautreyndir í innréttingasmíði og uppsctningu. Mikii breidd er í innréttingun- um, hvað varðar efni, form og liti. Tak framleiðir allt frá plastinnrétt- ingum upp í vandaðar innréttingar úr massífum viðartegundum. Al- gengustu innréttingarnar eru MDF-sprautulakkaðar og eru þær sprautaðar í ýmsum litum að ósk kaupenda. Þeir Kristinn og Friðfinnur sögðu að hvíta línan hefði verið vinsælust í eldhúsinnréttingunum undanfarin ár en kaupendur væru þó orðnir djafari í litavali. „Það hefur til aö mynda færst í vöxt að fólk velji saman blandaða liti og harðvið, enda auðvelt að skapa skemmtilega innréttingu þegar möguleikar í litum og efni eru svona miklir,“ sagði Kristinn og hann bætti við að kappkostað væri að fá vandað hráefni til fram- leiðslunnar og starfsmenn fylgdust grannt með þróuninni. Norðurhluti landsins aðal- markaðssvæðið Framleióslan er byggó upp á ein- ingum en útfærslan fer eftir ósk- um kaupenda og ef með þarf er sérsmíðaó samkvæmt þörfum hvers og eins. Kristinn sagði að hinar stöðl- uðu einingar byggju yfir miklum sveigjanleika og innréttingum frá Tak væri hægt að raða upp í hvert einasta herbergi, nýtt eða gamalt, þröngt eða rúmgott. Innréttingar í eldhús eru nánast sérunnar og hægt er að fá allar stærðir og gerð- ir af fataskápum og baðinnrétting- um. Starfsmenn Taks eru sex talsins og þrautreyndir í innréttingasmíði og faglærðir á sínu sviði. Þeir ann- ast einnig uppsetningar á innrétt- ingum og veita faglegar ráðlegg- ingar. Aó sögn þeirra Kristins og Friðfinns selur Tak hf. innrétting- ar um landið þvert og endilangt og má finna innréttingar frá þeim í hverju landshomi. Aðalmarkaðs- svæðið er þó norðurhluti landsins, eða frá Vopnafirði vestur á Isa- fjörð, en innréttingamar fara einnig suður til Reykjavíkur og sögðu þeir viótökumar hafa verið góðar og rekstur fyrirtækisins hefði gengið ágætlega þessi þrjú ár sem það hefur verið starfrækt. SS ## Kennaraháskóli íslands: Okukennaranám hefst í haust í september hefst í Kennarahá- skóla Islands nám fyrir verðandi ökukennara. Það er orðið langt síðan boðió hefur verið upp á slíkt nám því síðast var haldið nám- skeió fyrir verðandi ökukennara árið 1986. Námió hefur verið aug- lýst og er umsóknarfrestur til 5. júní nk. Námið í Kennaraháskólanum er í raun ekki breyting frá fyrra horfi, bylting væri betra orð yfir þá þróun sem nú á sér stað í menntunarmálum ökukennara. I fyrsta lagi hefur námió verió auk- ið til muna, frá nokkurra vikna námskeiði upp í fjögurra mánaða nám. I öðru lagi eru áherslur í Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Iceland - From Past to Present eftir Esbjörn Rosen- blad og Rakel Sigurðardóttur Ro- senblad. Bókinni er ætlað að gefa út- lendingum greinargott yfirlit yfir sögu Islands og veita innsýn í ís- lenskt samfélag eins og það er nú. Gerð er grein fyrir sögulegu bak- sviði okkar, fornbókmenntunum og menningu nútímans; þróuninni eftir seinna stríð eru geró skil og sömuleiðis stjórnkerfinu og stöðu Islands í samfélagi þjóða; sérstak- ir kaflar eru um jarðfræði landsins og fiskveiðimál; í vióaukum má finna upplýsingar um bókmenntir, tungumál, kvikmyndir, ferðamál og fieira. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, ritar formálsorð. Allnokkrar ljósmyndir eru í bókinni, bæði svart hvítar og lit- myndir, svo og nafnaskrá. Esbjörn Rosenblad er doktor í alþjóðarétti og starfaði í 38 ár í náminu gjörbreyttar. Uppeldis- og kennslufræði skipar stóran sess sem ásamt kennslugreinum í öku- kennslu myndar þetta heildamám fyrir veróandi ökukennara. Fyrir- myndir að þessu námi voru sóttar til nágrannalandanna auk þess sem sú reynsla og hugmyndir um ökukennslu og kennaranám sem þróaðar hafa verið á íslandi á síó- ustu árum liggja til grundvallar námskrár um nám ökukennara. Námið sem nú er verið aö und- irbúa er 15 til 17 vikna vinna sem verður dreift á lengra tímabil þannig að nemendur geta stundað atvinnu sína en þurfa að vera til- búnir aó fóma sumarfríi og öðrum sænsku utanríkisþjónustunni, þar af árin 1977-1986 við sendiráð Svía á íslandi. Eiginkona hans, Rakel Sigurðardóttir, hefur meóal annars menntun og reynslu sem leiðsögumaður. frítíma í námió. Námið er skipu- lagt sem lotunám og fer fram á 10 mánaða tímabili. Fyrstu ökukenn- arar sem lokið hafa námi í Kenn- araháskólanum eiga því að geta tekið til starfa sumarið 1994 en þá verða 8 ár frá því að síðast útskrif- uóust nýir ökukennarar, þá eftir fimm vikna námskeið. Þessi leng- ing námstíma er umtalsveró en samt erum við aðeins hálfdrætt- ingar á vió nágranna okkar á Norðurlöndum. Finnar eru til dæmis með 18 mánaða nám hjá sér og í Noregi tekur það eitt ár að öðlast ökukennararéttindi. A síðustu árum hefur margt breyst í umferðarmálum, ökutækj- um hefur fjölgað stórlega og um- ferð á Islandi hefur tekið á sig al- þjóðlegt yfirbragð. Ökuréttindi eru í raun lýðréttindi hjá þjóð sem notar einkabíla jafn mikið og ís- Iendingar gera. Góó ökukennsla er grundvöllur öruggari umferðar þar sem það eru mannlegir þættir sem mest áhrif hafa á velgengni fólks sem vegfarenda. Viðgerðaþjónusta Hafþórs Bíla- og búvélaviðgerðir, Dalsbraut 1 Tökum aö okkur viögeröir á öllum tegundum dráttar- véla, heyvinnutækja og bifreiða. Mætum á staöinn ef óskaö er. Gerum tilboö í mótorviðgerðir. Upplýsingar gefa Hafþór ög Örlygur í sím- um 96-25066 og 985-25097. Iceland - From Past to Present i Vertu meÖ - draumurinn gæti orðið að veruleika ! MERKISMENNHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.