Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 Fréttir Breytingar og nýbygging við Sundlaug Akureyrar: OHum frumtiHögum arldtekta og hönnuða hafnað - þó leitað eftir samstarfí við Form hf. og Teiknistofu Halldórs Jóhannssonar Starfshópur um nýbyggingu við Sundlaug Akureyrar hefur ákveðið að hafna öllum 6 frum- tillögum arkitekta og hönnuða um breytingar og nýbyggingu við Sundlaug Akureyrar. Hins vegar hefur starfshópurinn ákveðið að leita eftir samstarfí við Arkitektastofuna Form hf. um útfærslu bygginga og Teiknistofu Halldórs Jóhanns- sonar um útfærslu á skipulagi lóðar sundlaugarinnar. Starfshópur skipaður þeim Gunnari Jónssyni, formanni Skólavist í VMA: Umsóknir aldrei fleiri Heldur fleiri umsóknir hafa borist um skólavist við Verk- menntaskólann á Akureyri á komandi haustönn en var á sl. ári, eða 1018 umsóknir. Búast má þó við að einhverjar um- sóknir eigi eftir að berast með pósti á allra næstu dögum. Mjög mikil aðsókn er í iðngreinarnar og virðist sem áhugi á verklegu námi sé að aukast á kostnað þess bóklega. 24 umsóknir bárust um nám í grunndeild tréiðnaðar og 18 um- sóknir í framhaldsdeild sem er mctaðsókn. I rafdeild bárust 24 umsóknir í grunndeild og 12 um- sóknum er hægt aó sinna í fram- haldsdeild en þar hefur þegar myndast biðlisti. I málmiðnaðar- deild bárust 28 umsóknir í grunn- deild svo þar verður biðlisti og 6 umsóknir bárust í framhaldsdeild. 20 nemendur hafa sótt um nám vió fyrsta stig vélstjómar sem er mjög gott, en alls bárust 55 um- sóknir um nám við deildina sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. „Aðsókn að verklega náminu er mjög góð og það er góðs viti hversu margir sýna slíku námi áhuga og augljóslega á verklegt nám traust margra í ljósi framtíð- armöguleika á atvinnumarkaðin- um,“ segir Bernharð Haraldsson skólameistari VMA. GG íþrótta- og tómstundaráós, Sigríði Stefánsdóttur, formanni bæjar- ráðs, og Þórami E. Sveinssyni, bæjarfulltrúa, lagði mat á frumtil- lögurnar ásamt Jóni Þór Þorvalds- syni, arkitekt í Reykjavík, og var niðurstaða þeirra eftirfarandi: „Það er samhljóða álit starfshóps- ins, að cngin hinna innsendu til- lagna svari til fullnustu forsögn keppninnar. Það er sameiginlegt með öllum tillögunum að þær fara langt út fyrir gefin stærðarmörk. Þetta gefur hugsanlega til kynna að 330 fermetra rýmis ósk for- sagnar sé e.t.v. í þaó knappasta og verða því stærðir tillagna ekki látnar stjóma endanlegu áliti hópsins." Þrátt fyrir að hafa hafnað öllum tillögunum taldi starfshópurinn vænlegast að leita eftir samstarfi við tvo tillöguhöfunda, Form hf. um útfærslu bygginga og Teikni- stofu Halldórs Jóhannssonar um útfærslu á skipulagi lóðar. Þess má geta að allar sex frum- tillögumar verða til sýnis í dag, á morgun og mánudag í anddyri Iþróttahallarinnar. I dag og á morgun verður opið kl. 14-18 og kl. 16-20 á mánudag. óþh Bæjarráð Akureyrar: Árni skrifi greinargerð Bæjarráð Akureyrar fól sl. fímmtudag Arna Olafssyni, skipulagsstjóra Akureyrarbæj- ar, að skrifa greinargerð þar sem hann útskýri hvað hann eigi nákvæmlega við í bókun sinni í bygginganefnd Akureyrar 26. maí sl. I bókun Arna segir að mörg vandamál hafi komið upp vegna slakrar hönnunar og hann varar við því „að litið verði á vandræða- gang vegna hönnunarfúsks og slælegs undirbúnings verkefna og byggingaframkvæmda sem afleió- ingu skipulagsgerðar.“ Bókunin varð tilefni umræðna á fundi bæjarstjómar Akureyrar sl. þriðjudag og Ami ræddi síðan málið við bæjarráó sl. fimmtudag. Niðurstaðan var að fela Ama að skrifa greinargerð til bæjarráðs um málið með ábendingum um það „á hvern hátt standa megi bet- ur að málum.“ óþh Nýbygging við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Sairaiingur undimtaður á Akureyri í gær Eyþing skipar umdæmanefhd Stjórn Eyþings - samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi eystra - hefur skipað fímm manna nefnd sveitarstjórnarmanna í svokall- aða umdæmanefnd, sem ætlað Akureyri: Órói vegna 17. júní Nokkurs óróa hefur gætt vegna 17. júní hátíðarhaldanna á Ak- ureyri í ár. Knattspyrnufélag Akureyrar sér um framkvæmd hátíðarhaldanna að þessu sinni, en eigendur fyrirtækja við Gler- árgötu hafa sent erindi til sýslu- manns þar sem óskað er eftir leyfí til að halda útiskemmtun í götunni á þjóðhátíðardaginn. Sýslumaóurinn á Akureyri sendi bréf til bæjaryfirvalda þar sem leitað var eftir umsögn um er- indi fyrirtækjaeigenda við Glerár- götu. Málió var til umræðu á bæj- arráðsfundi sl. fimmtudag og þar kom fram aö athugasemd hafi bor- ist frá K.A. um erindið og bæjar- stjóri og formaður bæjarráðs hafí átt fund með forsvarsmönnum K.A. og Glerárgötufólki um mál- ið. í bókun bæjarráðs er tekió fram að K.A. sjái um hátíðarhöld 17. júní í ár í umboói bæjarstjórnar og því sé það vilji bæjarráðs að þeir sem hyggist standa fyrir skemmt- un í bænum á þeim degi geri þaó í samráði við K.A. óþh í dag má búast vió austlægri átt og skýjuóu meó köflum en breytilegri eóa suólægri átt á morgun og léttskýjuðu inn til landsins en skýjuðu við strend- ur. Á mánudag og þriðjudag er gert ráð fyrir sunnanátt og létt- skýjuóu og umtalsverðum hlý- indum. Gera má ráð fyrir að á Akureyri t.d. geti hitinn farió í allt að 18 gráðum yfir hádag- inn. Sem sagt, upp með sól- gleraugun og nióur með prjónabrókina. er að leggja fram tillögur að sameiningu sveitarfélaga í kjör- dæminu fyrir 15. september nk. I nefndinni eru Bjami Aðal- geirsson, Húsavík, Guðmundur Guðmundsson, Raufarhöfn, Guð- ný Sverrisdóttir, Grenivík, Sigríð- ur Stefánsdóttir, Akureyri, og Sig- urður Rúnar Ragnarsson, Mý- vatnssveit. Akveðið er aó ráða starfsmann til að starfa meó nefndinni. Stjórn Eyþings átti í gær fund á Akureyri með hinni nýskipuðu umdæmanefnd. óþh Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. fímmtudag, að breytingar á staðfestu aðal- skipulagi Akureyrar 1990-2010 varðandi orlofshúsabyggð við Kjarnaskóg verði fariö með samkvæmt tillögu skipulags- nefndar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipu- lagsuppdrætti og greinargerð. Bæjarstjórn hafði áður vísað er- indi skipulagsnefndar til bæjar- ráðs með heimild til fullnaðaraf- greiðslu. Það cr því ljóst að hugmyndir Urbótamanna um orlofsíbúðir við Kjarnaskóg, norðan Kjarnalundar, verða að veruleika. Þar er gert ráð fyrir 38 orlofshúsum úr timbri, 45 og 55 fermctrar að stærð. Sveinn Heiðar Jónsson, einn Urbótamanna, var að vonum ánægöur með afgreiðslu erindis- ins. „Vió erum að vinna að stofn- un hlutafélags um þessa uppbygg- ingu. Einnig þarf í framhaldinu aó ganga frá samningi við Akureyr- arbæ um formlega úthlutun svæð- isins og fleira sem því tengist.“ Smíði húsanna verður boðin út og sagði Sveinn Heiðar að stefnt væri aó því að bjóða verkið út fyr- ir haustið, þannig að hægt yrði að vinna alla verkstæðisvinnu í vetur. „ Einnig þarf að huga að útboði á í gær var skrifað undir samning um nýbyggingu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Heil- brigðisráðherra kom norður yf- ir heiðar og undirritaði samn- inginn af hálfu heilbrigðisráðu- neytisins og ríkisstjórnarinnar. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum sl. fímmtudag drög að þríhliða samningi Ak- ureyrarbæjar, fjármálaráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis um 840 fermetra nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Eins og fram hefur komið sam- þykkti stjóm Fjórðungssjúkra- jarövegsvinnu og vegagerð á staðnum. Þá erum við á leið í vió- ræður vió verkalýðshreyfinguna um samstarf og eins við Náttúru- lækningafélag íslands, varðandi hússins drögin sl. miðvikudag. I bókun bæjarráðs segir að það fagni þeirri stefnumörkun heil- brigðisráðuneytisins og ríkis- stjórnar að „aðalaðgeróasjúkra- hús“ verði á tveimur stöðum á landinu, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri, og bæj- arráð fól bæjarstjóra að skrifa undir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjómar. Samþykkt bæjarráðs felur það í raun í sér aó bærinn, sem á að greióa 15% stofnkostnaðar á móti 85% frá ríkinu, skuldbindur sig til að reiða fram meira fé en honum ber vegna byggingarinnar á árun- Kjarnalund en hugmyndin er aó tengja orlofshúsabyggóina að einhverju leyti við starfsemina í Kjarnalundi.“ Vonast er til að hægt verði að um 1996 og 1997 og nemur um- framfjármögnunin 30 milljónum króna. I niðurlagi bókunar bæjarráðs kemur fram aó bæjarstjóra hafi verió falið að koma á framfæri at- hugasemdum bæjarráðs við ákvæði 5. greinar samningsins um vaxtagreiðslur. Eftir því sem næst verður komist kveður þessi grein á um endurgreióslu ríkisins af lán- um frá Akureyrarbæ á árunum 1998 og 1999. Gert er ráð fyrir greiðslu veróbóta en ekki vaxta og við það gera bæjarráðsmenn at- hugasemdir og fólu því bæjar- stjóra aó koma á framfæri athuga- semdum. óþh setja húsin niður næsta vor eða snemma sumars og sagðist Sveinn Heiðar vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun næsta sumar. KK Deiliskipulag orlofshúsabyggðar norðan Kjarnaskógar, sem unnið hefur verið af Arkitektastofunni í Grófargili. Þar er gert ráð fyrir 38 orlofshúsum úr timbri. Orlofshúsabyggð norðan Kjarnaskógar samþykkt: Stefnt að því að taka hnsin í notkun næsta sumar - hlutafélag stofnað um þessa uppbyggingu á næstunni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.