Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 6
r-H i /"\ A r ooo h 6 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 Leikklúbburinn Saga tekur þátt í samnorrænu verkefni: Frumsýning á Akureyrí um aðra helgi í júlí Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri tekur nú þátt í samnor- rænu leiklistarverkefni ásamt leikhópum frá öðrum Norður- löndum. Nefnist verkefnið „Fen- ris“ og er nafnið fengið úr nor- rænni goðafræði samanber Fenrisúlfur. Er þetta í þriðja sinn sem slíku verkefni er kom- ið á fót og einnig í þriðja sinn sem ungmenni frá Leikklúbbn- um Sögu taka þátt í því. Undir- búningur hefur staðið yfir und- anfarna mánuði og hefur hver hópur að mestu unnið fyrir sig - í sínu heimalandi. Um síðustu páska hittust hóparnir til sam- eiginlegs undirbúnings og æf- inga í Humlebæk á Sjálandi þaðan sem danski Fenris-leik- hópurinn er. Akveðið er að frumsýning Fenris III fari fram á Islandi að þessu sinni - nánar tiltekið á Akureyri, heimabæ Leikklúbbsins Sögu helgina 9. til 11. júlí næstkomandi. Verkefni samnorræna Fenris- hópsins er að þessu sinni tileinkaó umhverfismálum og er unnið út frá leikrænni tjáningu og látbragði því enginn texti er í verkinu. Er það til hægóarauka vegna mis- munandi tungumála leikhópanna og einnig hafa þeir haft mjög tak- mörkuö tækifæri til þess að vinna sameiginlega að æfingum á leik- verkinu. Erlendu þátttakendurnir koma hingað um næstu mánaðamót Um næstu mánaðamót munu hinir erlendu þátttakendur koma til Akureyrar og verður vikan fram að frumsýningu notuó til æf- inga en þá hafa hóparnir ekki hist frá því í Humlebæk um páska. 1 hópnum sem fór frá Akureyri til Danmerkur voru 13 manns - Verslað á Strikinu og keppt í karaoke á Bakken Þrátt fyrir mikla vinnu við und- irbúning gerðu ungmennin sér einnig eitt og annað til gamans. Fariö var í verslunarferð á Strikið í Kaupmannahöfn áður en haldió var til Humlebæk en í lestinni þangaó kynntust þau ljósmyndara sem tók myndir af hópnum. Fleira var gert til skemmtunar og má til gamans geta þess að tvær íslensk- ar stelpur slógu í gegn í karaoke á Bakken. Að sögn krakkanna var ferðin í alla staði bæði árangursrík og ánægjuleg. Frumsýning á Akureyri helgina 9. til 11. júlí Eftir heimkomuna hafa ís- lensku þátttakendurnir unnið af kappi að undirbúningi en undir- búningstíma lýkur eins og fram hefur komið með sameiginlegri æfinga- og undirbúningsviku fyrir frumsýninguna sem fram fer um helgina 9. til 11. júlí næstkom- andi. Aó sýningu á Akureyri lok- inni halda hóparnir af stað í hina eiginlegu sýningarferð og verður fyrst farió suður um land um Kjöl en 15. júlí tekur ferðin til Norður- landa við. Þá verður lagt af stað meó Norrönu til Danmerkur það- an sem ekið verður beinustu leið til Nittedal skammt frá Ósló þar sem næsta sýning Fenris III hóps- ins verður. Frá Noregi verður haldið til Sala í Svíþjóð og sýnt á heimaslóðum sænska leikhópsins en ferðin verður enduð í Humle- bæk á Sjálandi í heimabæ dönsku þátttakendanna. ÞI A æfingu í Humlebæk um páskana. íslensku ungmennin bregða á leik á Axeltorgi í Kaupmannahöfn. í „pásu“ á milli æfinga. Uppsetning verks sem þessa þarfnast góðs samstarfsanda. og virkaði verkið vel sem ein heild þótt sjálfstæðar einingar séu undirstaða hinnar sameinlegu heildar. Þá var æfingatíminn um páskana einnig nýttur til að kynna verkefnið og fyrirhugaða sýning- arferð um Norðurlönd nú í sumar og komu bæði blaöa- og sjón- varpsmenn á fund hópsins í þeim tilgangi. Góð stemmning og kynni mynduðust á milli þátttak- enda frá öllum löndunum Krakkamir í Sögu kváðu sam- skiptin við félagana frá Norður- löndunum hafa verið einkar ánægjuleg og góó kynni myndast innan hópsins sem heildar á þess- um dögum. Reynt var að dreifa hinum erlendu gestum sem mest/á' gistifjölskyldur í Danmörku og einnig var mikið um aó ungmenni frá mismunandi löndum tækju sig saman um að finna sér viðfangs- efni í frístundum sínum. Þá má geta þess að næstum öll samskipti í ferðinni fóru fram á norrænum tungumálum og reyndust því mjög góð æfing í að skilja og gera sig skiljanlegan. Tilbúin í ferðaiag. Hópurinn á eftir að ferðast mikið í sumar. Þátttakcndur í einu af atriðum sýningarinnar. Jafnvægisæfing á vegg eða brugðið á leik. strákar og stelpur úr Leikklúbbn- um Sögu. Tilgangurinn með ferð- inni var aó ráða ráðum sínum og taka þátt í sameiginlegum æfrng- um þannig að sýningin nái aó mynda eina heild sem áhugavert verði aó horfa á. Sýning byggð á sjálfstæðum atriðum en virkar sem sam- felld heild Að sögn krakkanna í Leik- klúbbnum Sögu var á fyrsta degi ferðarinnar til Humbebæk farið sameiginlega í gegnum öll atriði dagskrárinnar og kom þá í ljós hversu mikil og stöðug vinna væri framundan við skipulagningu og æfingar á leikverkinu. A meðan á dvölinni í Danmörku stóð voru at- riði sýningarinnar æfð hvert fyrir sig og þegar hlé var gert á sameig- inlegum æfingum voru þau nýtt til að æfa eigin atriði og samhæfa at- riðum annarra. Utkoman úr þess- ari vinnu var mjög góð, að sögn krakkanna frá Leikklúbbnum Sögu, sem taka þátt í verkefninu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.