Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - £ . Sigbjörn scgist ánægður með þann tíma scm hann hefur setið á þingi. 6. bekkur 8. stofu úr barnaskóla 1963. Fremsta röð frá vinstri: Jenný Ásgeirsdóttir, Valborg Stefánsdóttir, Ólöf Eyiand, Svala Karlsdóttir, Edda Guðbjörg Guðmundsdóttir. Önnur röð frá vinstri: Þórgunnur Skúladóttir, Guðrún Pétursdóttir, Eiríkur Stcfánsson, Bergrós Ananíasdóttir, Kristján Þorvaldsson, Þorgerður Guðlaugsdóttir, Orn Steinarsson, Bjarni Torfason, Erna Gjesvold, Sævar Örn Sigurðsson, Jónas Karlcsson, Inga Sólncs, Anna Sverrisdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Guðlaug Ringsted, Tómas Guðmundsson. Aft- asta röð frá vinstri: Pálmi Matthíasson, Sig- urður Kristinsson, Kristján Pctur Sigurðsson, Bjarni Rúnar, Þorbergur Óiason, Sigurður Ólafsson, Guðmundur ÓIi Guðmundsson og Helgi Vilberg Hermannsson. vil engin höft á trillukarla „Ég hef verið mjög ánægóur þann tíma sem ég hcf setið á þingi. Ég kom þarna inn dálítið blautur á bak við eyrun, þekkti fáa sam- flokksmanna minna náiö en var strax mjög vel tekið, bæði af þingmönnum eigin flokks og öðrum. Ég held aö þingflokkur Alþýðu- flokksins þyki mjög góður þingflokkur því við erum ákaflega náin og vinnum vel saman. Okkur hefur í flestum tilfellum tekist að leysa okkar mál inni í þingflokknum og því getað náð nokkurri einingu um niðurstöðu mála. Sérstaklega er til þess tekió hversu vel þing- flokkurinn fær að fylgjast með málum frá ráðherrum okkar.“ Aðspurður sagði Sigbjörn þetta þó síöur en svo vcra cinhvern „halelújaflokk“ og sagði menn alls ekki alltaf vcra sammála. „Ég hef t.d. ekkert legið á því að ég er mjög ósammála sumum í mínum flokki varð- andi málefni trillukarla. Mín skoðun er sú að þcir eigi að vera utan við kvóta en óhætt sé að setja reglur um fjölda þeirra sem mega sækja sjóinn. Það er enginn vafi í mínum huga að krókaleyfi og sjómennska trillukarla er án efa ódýrasta byggðastefna sem hægt er að hugsa sér.“ Pólitíkin eins og hjónabandið Þegar Sigbjörn var spurður um samband þingmanna milli flokka sagði hann það í flestum tilvikum gott. Menn geti hnakkrifist um ákveðin málefni en sest svo niður með kaffibolla stuttu síðar og rætt um fótboltann eða veðrið. Hann sagðist eiga trúnaðarvini í öðrum flokkum sem gott sé að geta skipst á skoðunum viö í erfiðum málaflokkum. „Það er mjög mikilvægt að formenn þing- flokka og nefnda geti talast við því oft þarf að reyna að ná ákveðinni sátt milli flokka þegar verið er að ljúka málum. Pólitíkin er ekki ólík fjölskyldunni eða hjónabandinu. Hjón eru oft ekki alveg sammála um hvert eigi að stefna og hvað eigi að gera. Það er kannski tekist á í smá stund og síðan næst í flestum tilvikum sátt um síðir. Það er ekki neinn vafi í mínum huga að hjónabandið í Alþýðuflokknum er mjög traust og þótt um- ræða fari reglulega fram í fjölmiólum um ósættir Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóns Bald- vins þá er hún að mínu mati stórlega ýkt. Fólk veróur að gera sér grein fyrir því að þegar vandamálin eru cins mikil og við höf- Texti: Svanur valgeirsson Myndir: Robyn Redman um haft við að glíma á kjörtímabilinu þ: kemur óhjákvæmilega upp ágreiningur un leiðir til lausnar. Slíkt er eðlilegt en vió höf um borið gæfu til þess að ráða fram úr þv eins og þroskaðir einstaklingar. Þú næn kannski þínu fram í einum málaflokki ei verður að gefa eftir í öðrum. Þannig er gang urinn í þessu.“ Ánægður með formannsstarfið „Pólitík snýst um að hafa áhrif og því verðu óhjákvæmilega togstreyta manna í millum Alþjóð fylgdist með því í liðinni viku þega menn toguðust á um áhrif í flokknum Akveðnar hrókeringar áttu að eiga sér stað með ráðherrastóla, og reyndar fleiri embætti innan flokksins, og menn voru ekki á eitt sáttir því tilkall var gert til eins stólsins úr fleiri en cinni átt. Þaö er ekkert launungarmál að fljótlega kom í ljós aó til stóð að mér yrói boðin einhver áhrifastaða og ég er mjög ánægður með að hafa fengið stöðu formanns fjárlaganefndar. Ég er ekkert að segja að mér hafi staðið til boóa að setjast í ráðherrastól en hefði mér verið gefinn kostur á að velja á milli hefói ég fremur valió formannsstarfið í fjárlagancfnd. Ég hef allt frá upphafi haft mikinn áhuga á því að komast í fjárlaga- nefndina því hún vinnur að mjög yfirgrips- miklum málum og ég tel stöðu formannsins heppilegri til þess að auka þekkingu mína á íslensku samfélagi. Formannsstarfið er engu minni áhrifastaða en ýmis ráðherraembætti og ég er mjög ánægður með þaö. Þaó er kannski ekki rétt að orða það svo að menn séu í sífelldri valdabaráttu en hins vegar er alveg ljóst að maður sem hefur memað í pólitík hlýtur að sækjast eftir áhrif- um. Pólitíkus sem hefur engin völd fær litlu áorkað.“ Fer ekki fram annars staðar Eftir að hafa setið tvö ár á þingi er Sigbjöm kominn í mjög krefjandi starf sem felur í sér mikla ábyrgó. Hann komst naumlega inn á þing síðast og Alþýðuflokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum að undanfömu. Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvað þctta geti haft í för með sér. „Vió skulum ekki gleyma því að skoðana- könnun er bara skoðanakönnun og flokkurinn hefur ekki fengið mikið fylgi í könnunum. Viö fengum t.d. mun meira fylgi í kosningun- um síðustu en okkur hafði verið spáð. Hitt er svo annað að þingmannsstarfið er ekki mjög öruggt starf, ekki síst fyrir mig þar sem ég er ekki í öruggu sæti, ef svo má orða það. Ég hef mikinn metnað í þessu og stefni aó því að halda áfram. Fari svo að félagar mínir í flokknum eða kjósendur hafni mér þá veróa ég bara að taka því þegar og ef aö því kem- ur.“ Sigbjöm segist treysta sér í hvaóa starf sem er í framtíðinni en hafi ekki að neinu ákveðnu starfi að hverfa eins og margir koll- egar hans. Hann segist ákveðinn í því að fara ekki í framboð fyrir annað kjördæmi en jafn- framt að varasamt sé að vera með einhverjar yfirlýsingar. Enginn viti ævi sína fyrr en öll er. Pólitísk aflífun „Það er allt of algengt aó þingmenn einblíni á næstu kosningar og taki ákvarðanir með það í huga aó þær geti fallið í kramið hjá fólkinu, burt séð frá því hvernig þær muni reynast þegar til Icngri tíma er litið. Ég get nefnt að manna er freistað í þessum bransa eins og öörum. Fyrst eftir að ég byrjaði kom ónefnd- ur fréttamaður til mín og fór þess á leit við mig að ég myndi leka í hann fréttum við og við. Því neitaði ég strax og sagóist hann þá ætla að sjá til þess að fjölmiðill hans stuðlaði að því að taka mig pólitískt af lífi. Við höfum ekki verið í vinsælum aðgerð- um og gerum okkur alveg grein fyrir því. Að þessu leyti er Alþýðuflokkurinn hugaður flokkur. Menn þora að ráðast að draugnum og reyna að kveða hann nióur í stað þess aö loka hann tímabundið inni í skáp eins og stjómarandstöðuflokkamir hafa viljað gera. Það hefði eflaust verið auðveldari leið að taka erlend lán og auka halla ríkissjóðs. Ef- laust hefðu einhverjir orðið ánægðari með það en þegar til lengri tíma er litið sjá menn hvílík reginfirra það er. Hvemig svo sem allt fer í næstu kosning- um þá getum við í Alþýðuflokknum verið stolt af því að hafa ráðist aó vandanum, en ekki látið reka á reiðanum, og trúum því að við höfum þannig skapað betri lífsskilyrði fyrir þá sem koma til með að erfa landið, bömin okkar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.