Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 Sigbjörn Gunnarsson, fyrrum knattspyrnumaður, kennari og kaupmaður á Akureyri, tók afdrifaríka ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar hann ákvað að hella sér út í pólitík og fór í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Norðuriandskjördæmi eystra. Hann fór fyrst inn á þing á liðnu kjörtímabili þegar hann var varamaður fyrir Árna Gunnarsson, bar síóan sigur úr býtum í prófkjöri fyrir síðustu kosningar og hefur nú starfað á þingi í tvö ár. Hann tók strax við erfiðu embætti, sem var starf formanns í heilbrigðis- og trygginganefnd, en í hrókeringum Alþýðuflokksins síðustu daga var farið fram á það við hann að hann tæki við formennsku í fjárlaganefnd alþingis, einni mestu virðingarstöðu þingsins. En af hverju í pólitík? Stór ákvörðun „Þaó var fljótlega ljóst hvert hugur minn stefndi. Ég ólst upp í miklu pólitísku starfi og miklum pólitískum áhuga og fór fyrst í fram- boö 1979 fyrir Alþýðuflokkinn, var þá í þriöja sæti á lista hér í kjördæminu. Eftir að hafa verið varaþingmaður kjörtímabilið hér á undan var engin spurning um að ég hafði áhuga á að róa á þessi mið og reyna fyrir mér í þessu. Hins vegar er það meira en að segja þaó að taka ákvörðun af þessu tagi og ég hugsa að fæstir geri sér almennilega grein fyrir því af hvaóa stærðargráöu hún er. Mað- ur stekkur ekki bara til og tekur ákvörðun sem snertir alla fjölskylduna án þess að ræða þessi mál við hana. Þetta hefur auðvitað haft gríðarlegar breytingar á okkar högum í för með sér því ég fór í prófkjör, hafói betur og er nú með annan fótinn í Rcykjavík en hinn hér fyrir norðan hjá fjölskyldunni.“ Sigbjöm segir það í raun aldrei hafa kom- ið til tals að fjölskyldan tæki sig upp og fiytti suður því hann telji mjög mikilvægt aó þing- maður búi í því kjördæmi sem hann situr á þingi fyrir. „Þaó eru alveg hreinar línur að þú finnur ekki hvernig púls kjördæmisins slær komirðu ekki í það nema sem gestur örfá skipti á ári. Þar fyrir utan er ég mikill Akur- eyringur í mér og tel miklu betra og skemmtilegra fyrir krakkana að alast upp hér en í Reykjavík.“ Viðurkenning fyrir vel unnin störf Það er enginn dans á rósum að ætla sér að fara á þing og menn veröa að vera tilbúnir í höró átök, þora aó taka ákvarðanir og standa við þær en ekki síður að geta brynjað sig fyrir því þegar baráttan er á persónulegu nótunum. Slagurinn byrjar strax í prófkjörinu. „Þaó er í sjálfu sér ekkert erfitt að berjast við andstæðingana. Það versta í þessu er bar- áttan við félagana og samflokksmenn því stundum draga prófkjörin dilk á eftir sér. Ég held að þegar farið var af stað meó prófkjörin á sínum tíma hafi þau verið drengilegri og þótt lýðræðisleg og góó leió til þess aó velja á milli frambjóðenda. Prófkjörin hafa auðvit- að sína kosti en málió er að þau geta valdió óeiningu ekkert síður en þegar raðaó var á lista eftir gamla forminu. Þaó er til dæmis al- veg ljóst að ákveóinn klofningur varð í hreyf- ingunni hér í bænum við síóasta prófkjör. Mér er það fullkomlega ljóst að ákveðnir menn vildu annan kandídat en mig og vió því er í raun ekkert að segja. Astæðan er eflaust sú að menn hafi ekki haft trú á mér, ekki talió mig hafa næga þekkingu á þessum málum og þar af leiðandi ekki koma til með að hafa nein áhrif. Þessar raddir heyrðust og þær hafa kannski átt rétt á sér að einhverju leyti. Ég tel þó að ég hafi sýnt það með störfum mínum síóan að áhrifa minna hefur gætt meira en margir áttu von á. Ég hef styrkt stöðu mína innan flokksins og get t.d. varla túlkað það, að ég sé beðinn um að taka að mér þaó veiga- mikla embætti sem formaður fjárlaganefndar gegnir, á annan hátt en sem viðurkenningu frá félögum mínum fyrir vel unnin störf. Þaó hefði verið einfalt mál að ganga fram hjá mér í hrókeringunum sem áttu sér stað innan flokksins nú í vikunni og hefði ég verið áhrifalaus hefði aldrei verið farið fram á þaö við mig að ég tæki þetta að mér.“ í hnotskum: Vandamenn: Fæddur á Akureyri 1951, sonur hjónanna Guðrúnar Sigbjömsdótt- ur, deildarstjóra, og Gunnars Steindórs- sonar, fyrrum kennara. Systkini Sigbjöms eru Steindór, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri, Kristín, bankastarfsmaður og Gunnar, kaupmaður. Sigbjöm á fjögur börn með konu sinni, Guðbjörgu Þot- valdsdóttur: Hildi Björk, Guðrúnu Yr, Þorvald Makan og Rósu Maríu. Þau feta öll menntaveginn. Að auki á hann son með Þóru Sigurbjömsdóttur, Bjöm Þór. Hann er fréttamaður. Menntun: Gekk í Bamaskóla Akureyrar og lauk prófum í Gagnfræöaskóla Akur- eyrar 1966. Stúdentspróf tók jiann 1972 og var síóan eitt ár við nám í HÍ. Starfsferill: Kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1972-1974 og veturinn 1975- 1976. Var kaupmaður i Sporthúsinu á Akureyri 1976-1991 en sneri sér þá að þingstörfum. Að auki hefur Sigbjöm gegnt fjölmörgum öðrum störfum. Hann var formaður íþróttaráðs Akureyrar 1986-1990, formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1990-1991 og er í flokksstjóm Alþýðuflokksins. Var í aóalstjórn KA 1982-1986 og í ýmsum nefndum og ráð- um á vegum félagsins um árabil. Hann var um tveggja ára skeið ritari Golf- klúbbs Akureyrar og hefur setið í stjóm KSI. Sigbjörn er fulltrúi í Evrópuráðinu frá 1991 og formaður fiskveiðinefndar Evrópuráósins. Hann hefur tvívegis verið fulltrúi Islands á þingi SÞ, situr í fiugráði frá 1992 og auk þess gegnt ýmsum nefndarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og íþróttahreyfinguna. Séreinkenni og skoðanir: Dökkhærður, fremur lágvaxinn og mikill áhugamaður um íþróttir hvers konar, sér í lagi knatt- spymu. Hann segist mest hrifinn af lamba- og svínakjöti en kvartar þó undan því aó lambakjötið sé alltof dýrt. Það versta sem hann lætur ofan í sig segir hann vera pasta. Stærsti ókostur stjóm- málamanns er, að hans mati, þegar menn tala og tala og geta ómögulega gert grein fyrir skoðunum sínum. Stærsti kosturinn er á hinn bóginn fólginn í því aó geta tek- ið erfiðar ákvarðanir og staðið vió þær. hann talar í ræðustóli. Það er auðvitað bara vettvangurinn út á við, það sem snýr að þjóð- inni og menn verða að gera sér grein fyrir að þar eru engar ákvaróanir teknar. I nefndum þingsins og þingflokkunum eru allar ákvaró- anir teknar; þar fer meginstarfið fram. Það er því miður allt of algengt aó menn tali of lengi og stundum að því er virðist í þeim tilgangi einum að tefja framgang mála. Þetta er ósiður í mínum huga og ég held að menn eigi alveg að geta sagt skoðanir sínar í tilteknum málum án þess að eyða í það meira en u.þ.b.15 mín- útum.“ í liðinu eða ekki Sigbjöm segir það alveg rétt að þingmenn stjómarflokkanna séu minna í ræðustóli en þingmenn stjómarandstöðu og þar af leiðandi kannski minna áberandi. „Viö getum ekki staðið í því að vera að karpa við félaga okkar enda höfum við væntanlega haft áhrif á þá stjómarstefnu sem er mörkuð. Menn eru ekki alltaf sammála í þingflokknum og stundum er hart deilt áður en komist er að niðurstöðu. Þegar henni er að endingu náð una menn henni og standa sam- an, jafnvel þótt þeir hafi þurft að gefa eftir að einhverju leyti. Þetta er eins og í fótboltan- um. Við erum lið sem er að vinna saman að ákveðinni stefnu, sem búið er að marka, og ef menn ætla að vera með einleik veróa þeir að finna sér annað lið. Menn geta t.d. ekki leyft sér aö stíga í pontu og flytja frumvarp sem hefur mikil útgjöld í för með sér því með því er verið að koma aftan að samflokksmönn- um. Ég skal nefna sem dæmi að hér á að fara að byggja nýja álmu við Fjórðungssjúkrahús- ið og um það hefur náðst breið og góð sam- staða í stjórnarflokkunum. Það hefði auðvitað ekki gengið að ég, eða einhver annar þing- maður, hefói flutt um þetta mál frumvarp á liðnu hausti án þess að vinna málinu fram- gang innan ríkisstjómar. Hér er nefnilega um að ræða framkvæmdir upp á um 400 milljónir króna á næstu árum, sem samsvarar öllu framkvæmdafé heilbrigðisráðuneytisins, og slík tillaga hefði aldrei náð fram að ganga. Hefði getað talað og rifið kjaft Þingmaðurinn segir mjög vel hafa verið staó- ið að heilbrigðismálum, verulegur árangur hafi náöst í spamaði og lækkun rekstrar- kostnaðar og það gefi mönnum möguleika til aukinna framkvæmda. „Það var mjög mikilvægt að mínu viti að hér tókst að sameina Kristnesspítala og Fjórðungssjúkrahúsió og það hefur mikið að segja í því sambandi að ákveðið var að ráðast í framkvæmdir hér. Um þaö hefur verið mörkuð stefna að stærri sjúkrahúsbyggingar verði á tveimur stöðum í landinu; á Akureyri og í Reykjavík. Það er stórmál fyrir kjör- dæmið, og raunar allt Norðurland, að ráðist skyldi í þessa byggingu hér en ekki í Reykja- vík. Annað gott mál sem unnist hefur á þægi- legum nótum á síðustu misserum er stofnun kennaradeildar við Háskólann á Akureyri. Þessi tvö mál eru mjög mikilvæg fyrir lands- byggðina í heild ég er mjög ánægður með að geta sagst eiga þátt í því að hrinda þeim í framkvæmd. Ég gaf aldrei nein stór loforð í kosningabaráttunni og alls ekki loforð um að vinna að einhverjum þröngum sérhagsmuna- málum fyrir Norðurland. Hins vegar ef ég hefði verið í stjómarandstöðu hefði ég verið algerlega áhrifalaus. Ég hefði geta talað og rifið kjaft og hugsanlega komið að einhverjum almennum ágætum málum en ekki verið í neinni aðstöðu til þess að vinna að málum með eins áhrifaríkum hætti og ég geri sem þátttakandi í stjórnarlióinu." . Fótboltaliðið í 8. stofu. Fremri röð frá vinstri. Örn Stcinarsson, Jónas Karlesson, Sigbjörn Gunnarsson, Sævar Örn Sigurðsson og Tómas Guðmundsson. Aftari röð: Eiríkur Stefánsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Pálmi Matthíasson, Sigurður Kristinsson, Guðmundur Óli Guðmundsson og Þorbergur Ólason. Of mikið talað Aðspuróur, hvort ekki sé talsvert til í því að störf manna á þinginu séu oft metin eftir því hversu hátt þeir hafa í fjölmiólum, segir Sig- bjöm það vel geta verið. Umræðan um þingið sé oft mjög mikið á neikvæóu nótunum og ef til vill sé það vegna þess að fólk geri sér ekki fyllilega grein fyrir því hvemig menn vinna þar á bæ. „Þeir sem sitja á þingi eru ekkert annað en þverskurður af þjóðinni á hverjum tíma. Það er jú hún sem kýs okkur til starfa. Hitt er svo annaó aö það er ekki hægt að setja neitt samasemmerki á milli vel unnina starfa og því hversu hátt tiltekinn þingmaður eða ráð- herra hefur í fjölmiðlum eóa hversu lengi Vildi ekki síður stól formanns fjár- laganefndar en einhvers ráðherra -Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður, í helgaruiðtali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.