Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. júní 1993 - DAGUR - 5 Fréttir Útflutningsmöguleikar á lambakjöti: Evrópubúar eru að uppgötva gæði þess - eigum að snúa okkur til sérverslana og veitingahúsa, segir Erlendur Garðarsson, markaðsstjóri Útflutningsmöguleikar á lamba- kjöti eru fyrir hendi en skila- boðin eru einnig skýr. Markað- urinn vill fá kjötið ferskt og einkum sérstaka hluta lamba- skrokksins frágengna í fallegum umbúðum. Þetta kom meðal annars fram í máli Erlends Garðarssonar, markaðsstjóra, á fundi um stöðu og framtíðarsýn íslenskrar sauðfjárframleiðslu, sem haldinn var á Hvamms- tanga nýverið. Erlendur sagði að um 20% aukning hefði orðið á sölu lambakjöts í Evrópu að undanförnu og lambakjötið nyti vaxandi vinsælda. Erlendur sagði aó leggja bæri áhcrslu á markaðsstarf í Evrópu. Island væri þekkt í álfunni sem matvælaframleiðsluland og hrein- leiki landsins væri á vitorði margra. Hann benti á mikla sölu- aukningu á lambakjöti í álfunni að undanförnu - nokkuð mismunandi cftir einstökum löndum og sagði að Evrópubúar væru að vakna til vitundar um að lambakjötið væri hreinni náttúruafurð cn kjöt af öðrum sláturdýrum. Erlendur sagði að íslenskir út- flytjendur lambakjöts ættu ekki að Fjárhagsáætlun Höfhahrepps: Hlutaíjárkaup og gangstéttagerð - eru stærstu einstöku kostnaðarliðir Sveitarstjórn Höfðahrepps af- greiddi fjárhagsáætlun þessa árs í maí s!.. Heildartekjur eru áætlaðar 90 milljónir kr., en helstu framkvæmdir ársins verða við gatnagerð, þ.e. lagn- ingu gangstétta o.fl.. Hreppur- inn kaupir hlutafé upp á 6 millj. í skóverksmiðjunni Skrefínu. Magnús B. Jónsson sveitarstjóri segir fátt nýtt við þessa fjár- hagsáætlun, annað en lægri tekjur vegna minnkandi afla og hann er svartsýnn á að sveitar- félögum verði bættur tekjumiss- ir vegna afnáms aðstöðugjalds í framtíðinni. I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 90 millj. kr. heildartekjum, þar af 74,3 millj. í skatttekjur, rekstrargjöld eru áætluð 55,7 millj., greiðslubyrði lána 12,8 millj., gjaldfærð fjárfesting 10,1 millj. og eignfærð fjárf. 7,9 millj., þar af 5 millj. vegna gatnagerðar. Ný langtímalán nema 6 millj. króna, vegna hlutabréfakaupa, eins og áður segir. Stærstu rekstr- arliðir eru fræðslumál, 16 millj., yfirstjórn 9,7 millj. og almanna- tryggingar 9,8 millj.. Að sögn Magnúsar eru fá ný- mæli í þessari áætlun, nema hvað skatttekjur eru um 6 millj. kr. lægri en á síðasta ári. Skýringin er minni afli og missir aöstöðugjalds, sem ríkió bætir upp að hluta á þessu ári. Sagði Magnús að sveit- arstjórnarmenn hefóu brugóist í þessu máli, þar sem ekki hefði verið gengið frá hvaó tæki við eft- ir þetta ár. Hann kvaðst ekki trú- aður á að ríkið haldi áfram aó bæta sveitarfélögunum upp tekju- tapið og ef aðstöðugjald eða bætur í þess staó falla algerlega nióur tapar Höfðahrcppur um 20 millj. á ári, m.v. síðustu ár. sþ leggja áherslu á að koma vörum sínum inn í stórmarkaði Evrópu. Til þess væri það verð sem mark- aðirnir greiddu of lágt og við hefðum einnig alltof lítið magn að bjóða stórum verslunarkeðjum. Okkar markaðshópur yrði að vera innan veitingahúsa og lítilla sér- verslana með matvörur, sem legðu sérstaka áherslu á ómengaðar og náttúrulegar vörur. Erlendur sagði einnig að nú væri lag fyrir okkur aö hefjast handa við slíkt mark- aðsstarf af fullum krafti. Lamba- kjötið nyti vaxandi vinsælda í Evrópu og svaraði vel auknum kröfum neytenda um hrein og góð matvæli. Hann sagði að nokkum tíma tæki að vinna íslensku lambakjöti sess á þessum markaði og byggðist á því hvemig okkur tækist til við að koma hinum evr- ópsku neytendum í skilning um gæði framleiðslu okkar. Erlendur sagði ennfremur að mögulegt væri að koma innmat úr sauðfé á evrópskan markað. Lifur þætti lostæti - til dæmis í Frakk- landi en lifur úr evrópskum slátur- dýrum væri í flestum tilfellum óæti þar sem þau lifðu við mun meiri mengun en hér væri til stað- ar. Aðspurður sagði Erlendur Garðarsson að ekki hefóu verið gerðir kynningarbæklingar um Iambakjötið á erlendum tungumál- um til að dreifa á meðal innkaups- aðila og almennra neytenda er- lendis á sama hátt og ullar og skinnavörur hafa verið kynntar. Slíkt væri þó brýn nauðsyn og huga þyrfti að fjárveitingum vegna slíks verkefnis. ÞI r Auglýsing frá Alþýðusambandi r Islands Vegna nýgerðra kjarasamninga ASÍ og viðsemjenda hækkuðu niðm'greiðslur á tilteknum innlendum landbúnaðarafurðum frá 1. júní s.l. sem jafngildir að virðisaukaskattur á þessar vömr í smásölu hafi verið lækkaður í 14%. Við þessa breytingu skapast forsendur til að lækka verð í verslunum sem hér segir: »■ ' .....——I" ■ II .... .... .... ..... " " ' I I II »'11 I... ■„ Lækkun % Svínakjöt 5,3% Kjúklingar 5,5% Egg 5,8% Unnar mjólkurvörur aðrar en smjörvörur 8,5% Algengustu flokkar nautakjöts 3 - 4% Hér á eftir eru nefnd til frekari viðmiðunar dæmi um væntanlegar verðbreytingar á nokkrum algengum vörum. í þeim verslunum þar sem viðkomandi vörur hafa verið seldar á lægra verði en hér er nefnt, eru forsendur til þess að þær verði áfram á lægra verði. Miðað er við verðupptöku Samkeppnisstofiinnar í maí og verðlista Mjólkursamsölunnar. Var í maí Ætti að verða Kjúklingar kr/kg 592 559 Eggkr/kg 365 344 Brauðostur kr/kg 799 732 AB mjólk 1/1 117 107 Rjómi 1/4 148 136 Jógúrt trefja 180 gr. 46 42 Tilefni er til verðlækkana á unnum kjötvörum þar sem kostnaðarhluti kjöts er um helmingur af framleiðslukostnaði. Því eru forsendur til þess að unnar kjötvörur lækki í verði um tvö til þrjú prósent. Alþýðusambandið skorar á almenning og forystumemi verkalýðsfélaga að fylgjast vel með verði ofangreindra vöruflokka í verslunum og ganga eftir því við verslunareigendur að þær verðlækkanir sem að ofan greinir nái til neytenda. Sérstaklega ber að fylgjast með því, að verðiækkun á kjöti gangi eftir. Alþýðusambandið mmi sjálft leggja sitt að mörkum til þess að fylgja ofannefhdum verðlækkunum eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.