Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 24
Stjórn íslensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri fór í gær fram á að fyrirtækið yrði úrskurðað gjaldþrota. Pegar blaðið fór í prentun í gær var búist við að gjaldþrotaúrskurður yrði kveð- inn upp síðdegis. Þetta er gífur- legt áfall fyrir atvinnulíf á Ak- ureyri, enda hefur fyrirtækið veitt um 200 manns atvinnu og þar með verið einn stærsti at- vinnurekandi bæjarins. Akvörðun um að óska eftir gjaldþrotaskiptum var kynnt starfsmönnum fyrirtækisins í gærmorgun. Að sögn forsvarsmanna ís- lensks skinnaiðnaðar hefur fyrir- tækið átt á síðustu mánuðum í verulegum rekstrarerfiðleikum og hefur einkum óhagstæð þróun á helstu sölumyntum félagsins, sem eru ítölsk líra og breskt pund, auk efnahagslegra þrenginga á Ítalíu, gert fyrirtækinu erfitt fyrir. Ítalía er langstærsti markaður heims Norskt fyiirtæki reynir nýja aðferð í vegagerðhérá landi - á vegarkaflanum frá Gili að Engimýri í Öxnadal „Bikfesta“ er nafn á aðferð í vegagerð sem ekki hefur verið reynd hér á landi áður, en norska fyrirtækið Vegdekke mun, samkvæmt þróunarsamn- ingi við Vegagerð ríkisins, prófa á vegarkaflanum frá Gili að Engimýri í Öxnadal í sumar. „Við ætlum að gera tilraun með bikfestu, en þar er um að ræða kaldblöndun asfalts og steinefna í námu. Þessari efnisblöndu er keyrt út í veg og hún lögð átta senti- metra þykk með malbikunarvél. Ofan á þetta er lögð tvöföld klæð- ing. Annars vegar er ætlunin að reyna svokallað froðubik og hins vegar bikfeitu. Við klæðningar í dag er notað asfalt og „white spreat“, sem þykir ekki nógu gott fyrir náttúruna og er bannað víða erlendis. Við blöndun bikfeitunn- ar er hins vegar notað asfalt og vatn, sem er að sjálfsögðu mun náttúruvænni aðferð. Til þessa höfum við lagt tólf sentímetra efra burðarlag úr möluðu steinefni og þriggja sentímetra klæðningu. Samkvæmt þessari nýju aðferð er lagt fjögurra sentímetra efra burð- arlag úr steinefnum eins og áður, en síðan er lagt átta sentímetra þykkt lag, blönda af asfalti og steinefnum, sem við köllum bik- festu. Auk þess sem þessi aðferð er talin náttúruvænni en gamla aðferðin á hún að skila sterkari vegi,“ sagði Sigurður Oddsson, umdæmistæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Akureyri. Sigurður sagði að Norðmenn- imir ætluðu að byrja að framleiða þennan efnismassa að rúmri viku liðinni og áætlað væri að byrja að keyra efninu ofan í veginn 24. júní og verkinu yrði lokið um miðjan júlí. Þessi nýjung í vegagerð hefur verið reynd með góðum árangri í Noregi og víðar erlendis. „Ég fór til Noregs í fyrrahaust til þess að kynna mér ýmsar nýjungar í vegagerð þar í landi og þar á með- al var þessi kaldblöndun. Málið æxlaðist þannig að norska fyrir- tækið Vegdekke reyndist tilbúið að gera þróunarsamning við Vegagerð ríkisins um að reyna þetta hér á landi. Auk vegarkafl- ans í Öxnadal er ætlunin að nota bikfestu í Hellistungunum, á Holtavörðuheiði Borgarfjarðar- megin,“ sagði Sigurður. Vegdekke mun ekki sjá um að leggja efhið út. Þann verkþátt annast Festun hf., sem er sam- starfsfyrirtæki Klæðningar hf. í Reykavík, Loftorku í Reykjavík, Taks í Búðardal og Króksverks í Sauðárkróki. óþh fyrir mokkaskinn, sem er aðal framleiðsluvara fyrirtækisins. Á fyrri hluta þessa árs hefur verið mikill samdráttur í sölu á mokka- skinnum og afgreiðsla pantana hefur færst í töluverðum mæli yf- ir á síðari hluta árs. Á síðasta ári var fyrirtækið rekið með bullandi tapi og neikvæð þróun hefur haldið áfram það sem af er þessu ári. Forráðamenn íslensks skinna- iðnaðar segja fyrirtækið einfald- lega ekki hafa burði til að taka þessi áföll á sig óstutt, enda sé það mjög skuldsett. Þetta er þriðja gjaldþrot stórra iðnfyrirtækja á Gleráreyrum á stuttum tíma. Fyrir réttum tveim árum varð Álafoss hf. gjaldþrota, skóverksmiðjan Strikið í fyrra- sumar og nú íslenskur skinnaiðn- aður hf., sem stofnaður var upp úr Skinnaiðnaði SIS. Þær upplýsingar fengust hjá Iðju - félagi verksmiðjufólks á Akureyri, að í síðasta mánuði hafi 158 félagsmenn í Iðju verið á launaskrá hjá Islenskum skinna- iðnaði. Þetta er því enn eitt stóra áfallið fyrir Iðju og fyrir voru um 100 Iðjufélagar á atvinnuleysis- skrá. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar, sagði að þetta væri enn eitt áfallið í at- vinnumálum í bænum. Bæjar- stjóm stendur nánast vamarlaus í stöðunni. Við munum að sjálf- sögðu ekki skorast undan því að ræða þetta mál við eignaraðila og aðra þá sem málið snerta, en það em ekki uppi nein sjónarmið um það að bæjarfélagið fari að koma inn í þessa mynd. Til þess hefur það enga burði. En því má ekki gleyma að Islenskur skinnaiðnað- ur hefur veitt um 200 manns at- vinnu og fyrirtækið hefur haft gífurleg áhrif á allt atvinnu- og efnahagslíf í bænum og lagt bæj- arfélaginu til verulegar tekjur með sinni starfsemi. Því miður stönd- um við þama andspænis sama dæmi og þegar Niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar varð gjald- þrota og það sama má segja um gjaldþrot Álafoss árið 1991 og skóverksmiðjunnar Striksins á síð- asta ári,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson. óþh A SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Ef ekið er á ökutæki sem skilið hefur verið eftir á vegi, vegna bilunar eða af öðmm ástæðum en umferðarslysi, án þess að kveikt sé á viðvörunar- ljósum og viðvörunarþríhyrn- ingur notaður, er ekki víst að eigandi bifreiðarinnar fái tjón sitt bætt að fullu ef ekið er á ökutækið. í 30 gr. umferðarlaga segir til um skyldur ökumanns þegar ökutækið stöðvast vegna vélar- bilunar eða af öðmm orsökum. Hafi ökutækið stöðvast á stað þar sem af því geta skapast hætta eða óþægindi skal það strax flutt af staðnum og öku- maður gera ráðstafanir til að vara aðra vegfarendur við þar í til ökutækið hefur verið flutt £ á brott. | Tillitssemi í umferðinni 3 er allra mál. smvtnrm mfnnar AKUREYRINGAR 0G AÐRIR LANDSMENN ofnm opnað eitt glæsilegaséa kaffikús landsins, . í eiim söguifrægasta liuisi Ikæjarins 11 Grámnfélagsliúsiim POLLINN \ nr~w~ Æm iiQill H Hl i|||i|ji M Q],D3 CQ fflj ' mm sureyn _ Sí®4* VERIÐ VELKOMIN! /T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.