Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 12.06.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 12. júní 1993 Eigendur Taks hf., Friðfinnur Pálsson og Kristinn Skúlason, eru mjög ánægðir með nýja húsnæðið sem hcntar vel fyrir innréttingaframleiðslu eftir breytingarnar. Myndir: Robyn Sprautulakkaðar innréttingar eru vinsæiastar og fólk er að verða djarfara í Iitavali þótt hvíta línan hafi verið mest áberandi síðustu ár. j Trésmiðjan Tak hf. á Akureyri: Ur svínabúi í uilarvinnslu - fyrirtækið komið í nýtt húsnæði við Dalsbraut Ekki er algengt að innréttingaframleiðsla sé byggð á grunni landbúnaðarins en segja má að það eigi að nokkru við um Trésmiðjuna Tak hf. á Akureyri. Fyrir- tækið var nýlega flutt úr Réttarhvammi 3 í önnur húsakynni að Dalsbraut 1 og svo skemmtilega vill til að bæði þessi hús gegndu áður hlutverki í landbúnað- inum, það fyrrnefnda sem svínabú og hið síðarnefnda sem ullarvinnsla. Laugardagur: Vörukynning á Óskajógúrt frá MS Sunnudagur: Sprengitilboð Ný uppskera af Outspan appelsínum 65 kr. kg Bananar 65 kr. kg Maískorn 482 g 52 kr. Ávaxtastöng heimiiispakkning Áður 249 kr. - Nú 99 kr. Opið mánudag til föstudags frá kl. 12.00-18.30 Laugardag frá kl. 10.00-16.00 Sunnudag frá kl. 13.00-17.00 Sjáumstí QgjJgEl Tak hf. var stofnað í mars 1990 á grunni annars innréttingafyrir- tækis, TV-innréttinga, sem hafði verið komið fyrir í gamla svínabú- inu við Réttarhvamm eftir um- fangsmiklar breytingar. Um miðj- an maí sl. var fyrirtækið síðan flutt niður á Gleráreyrar, í gamla Sambandsverksmiðjuhverfið, og stórt og rúmgott húsnæði að Dals- braut 1 mun veróa framtíðarhús- næði trésmiðjunnar. Eigendur Taks, þeir Kristinn Skúlason og Friðfinnur Pálsson, kváðust mjög ánægðir með nýja húsnæðið. Þar er mjög hátt til lofts og vítt til veggja, nokkuð sem ekki var til staðar í Réttarhvamm- inum. Allt brotið og rifið og byggt upp á ný „Það var mikil vinna að breyta húsnæðinu. Hér þurfti nánast aó brjóta allt og bramla, steypa nýtt gólf, rífa niður veggi og byggja aðra og breytingunum er ekki að fuliu lokið. Við höfum varla haft tíma til að koma okkur almenni- lega fyrir því mörg verkefni hafa verið fyrirliggjandi og vióskipta- vinimir hafa auðvitaö forgang,“ sagði Friöfinnur. Allt sag frá trésmíðavélunum er leitt niður um gólfið í gryfju sem einnig var notuð í ullarvinnsl- unni. Það eru því engir barkar hangandi úr loftinu og gott að at- hafna sig á svæðinu, auk þess sem lítið er um ryk og sag á gólfmu. „Aðalinngangurinn verður aó norðanverðu þar sem viðskipta- vinimir ganga beint inn í sýning- arsalinn, en þar munum við setja upp innréttingar og sýnishom vió fyrsta tækifæri. Uppi á lofti verð- um við með kaffistofu, snyrtingar og sýningaraðstöðu. Þetta eru mikil umskipti frá því sem áður var,“ sagði Kristinn. Sprautulakkaðar innrétting- ar í ýmsum litum Aðspurðir um framleiðsluna sögóu þeir félagamir að Tak hf. sérhæfði sig í framleiðslu á eld- húsinnréttingum, baðinnréttingum og fataskápum og raunar mætti fá þar allar tegundir innréttinga, svo sem í þvottahús, geymslur og hvers lags vistarverur. Að sögn eigendanna sérhæfir fyrirtækið sig í framleiðslu á eldhúsinnrétting- um, baðinnréttingum og fataskápum og raunar má fá þar ailar tegundir innréttinga. nýja vinnsiusalnum er hátt til lofts og vítt til veggja og í rúmgóðum sýningarsal verða settar upp innréttingar >annig að viðskiptavinir geti séð helstu framleiðsluvörurnar með eigin augum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.