Dagur - 17.09.1994, Page 20

Dagur - 17.09.1994, Page 20
Akureyri, laugardagur 17. september 1994 Unnið aila síðustu helgi við vinnslu á Smuguþorski hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar: Ekki verið helgarvinna í húsinu í tvö ár - atvinnuástand mjög gott í Olafsfirði Togarar frá Ólafsfírði hafa sótt í Smuguna að undan- förnu og hefur Hraðfrystihús Ól- afsfjarðar hf. fengið þann ísfisk sem þaðan hefur borist til vinnslu. Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri HÓ, segir að þorskurinn úr Barentshafmu hafi breytt nokkuð vinnsluferl- inu í húsinu og gert það að verk- um. að lengur hefur verið unnið. Um sl. helgi var í fyrsta skipti í tvö ár unnið heila helgi í frysti- húsinu, bæði laugardag og sunnu- dag frá klukkan 6 á ntorgnana til 5 á daginn. Húsinu var lokað í þrjár vikur í ágústmánuði vegna sumar- leyfa á móti aðeins einni viku árið 1993 og því hafi minna verið unn- ið af fiski þar en húsið hafi átt Vélsmiðjan Akureyri hf. lýst gjaldþrota: Samningar tókust ekki um yfir- töku Iðnlánasjóðs á fasteignum Vélsmiðjan Akureyri hf. var í gær lýst gjaldþrota hjá Hér- aðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri að beiðni forsvars- manna vélsmiðjunnar. Vélsmiðj- an Akureyri hf. hefur verið í fímm mánaða greiðslustöðvun sem lauk 31. ágúst sl. Halldór Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Akureyr- ar hf., segir að fyrst og fremst hafi strandað á því að selja fasteign fé- lagsins við Gránufélagsgötu 47, en í viðræðum við Iðnlánasjóð, sem var stærsti einstaki kröfuhaf- inn, voru viðraðar hugmyndir um yfirtöku sjóðsins á fasteign félags- ins en það gekk ekki eftir. Lífeyr- issjóðir voru einnig stórir kröfu- hafar. „Þær áætlanir gengu ekki eftir og því voru aðrir bjargir nánast bannaðar. Bæjarsjóður Akureyrar kom einnig inn í viðræðumar um kaup á húsnæðinu með áhvílandi skuldum og losa þannig Iðnlána- sjóð út úr þessu dæmi. Síðan hefði þá verið ráðist í það að selja ýms- ar vélar og andvirði þeirra hefði runnið til Iðnlánasjóðs. Vélasalan ein og sér dugði ekki til að létta á kröfum, en algjör forsenda þess að komist yrði hjá gjaldþroti var að húsnæðinu yrði komið í verð með sölu. Það eru því ekki aðrar leiðir færar í dag en að leggja fram gjaldþrotabeiðni," sagði Halldór Brynjarsson. GG möguleika á. Það sem af er þessu ári hefur svipað magn af fiski far- ið gegnum húsið og á sama tíma 1993. „Fiskurinn úr Smugunni fer ekki í eins verðmætar pakkningar og sá sem fæst hér við land vegna lakari gæða, auk þess sem nú er ekki auðvelt að selja verðmætustu pakkningamar af þorskinum. Fiskurinn sem togararnir eru að fá í stærstu holunum er ekki í nógu góðu ástandi og því verðminni kominn til kaupenda, en á móti kemur að það fer miklu meira magn í gegn í blokkarfrantleiðsl- una,“ sagði Karl Guðmundsson. Um 70 manns starfar hjá HÓ í u.þ.b. 50 stöðugildum, þar af um 30 konur í vinnslusal en skortur er á konum til vinnu eftir hádegi. Auglýst hefur verið el'tir fólki til vinnu eftir hádegi en viðbrögðin hafa verið sáralítil. Aðeins 4 eru á atvinnuleysis- skrá í Ólafsfirði, og það er fólk sem ekki getur tekið hvaða vinnu sem er. Þrír eru í átaksverkefni á vegum bæjarins við að ganga frá svæðum kringum félagsheimilið Tjarnarborg og tjömina. Atvinnu- ástand er því mjög gott í Ólafs- firði, ekki síst í Ijósi þess að að- eins þrír menn eru í atvinnuátaks- verkefni á vegum bæjarfélagsins. GG Frystikistur Verð frá kr. 28.830 0 \4 KAUPLAND HF. 1 » Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 Sauðárkrókur: Ahugi fyrir starfi félagsmálastjóra #95 árgerðin af Toyota er komin Fimmtudaginn 15. september rann út umsóknarfrestur um starf félagsmálastjóra hjá Sauð- árkrókskaupstað. Leitað var að félagsráðgjafa eða einstaklingi með sambærilega menntum í starfið. Snorri Bjöm Sigurðsson, bæj- arstjóri á Sauðárkróki, sagði að þó nokkrar umsóknir hefðu þegar borist um starfið og hugsanlegt væri að einhverjar umsóknir væru enn á leiðinni í pósti. Snorri sagðist gera ráð fyrir því að farið yrði yfir umsóknirnar í næstu viku þegar öruggt væri að allar umsóknir, sem hefðu verið póstlagðar fyrir 16. september, hefðu skilað sér. KLJ Slippstöðin-Oddi hf.: Margir sýna starfi forstjóra áhuga Eiríkur Jóhannsson, forstöðu- maður hagdeildar Lands- bankans, og stjórnarformaður Slippstöðvarinnar-Odda hf. á Akureyri, segir að um 20 manns hafi sent inn umsóknir um starf O HELGARVEÐRIÐ I dag veröur hæg suðvest- læg átt og víðast léttskýjað. Hlýtt verður í veðri, allt að 10-15 stiga hiti. Á sunnudag er spáð sunnangolu eða kalda. Þá verður skýjað með köflum og jafnvel lítils- háttar rigning úr skilum sem eru á leið norður af landinu. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar verður áfram hlýtt í veðri. forstjóra Slippstöðvarinnar- Odda hf. og hugsanlega eigi eftir að Qölga í þeim hóp. Starfið var nýlega auglýst laust til umsókn- ar. Fjallað verður um umsóknirnar á stjórnarfundi Slippstöðvarinnar- Odda í síðustu viku þessa mánað- ar og þá væntanlega tekin ákvörð- un um hver hlýtur starfið. Ekki er mögulegt að halda stjórnarfund fyrr, en í stjórninni sitja auk Eiríks Jóhannssonar, Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf. og Kristján Eldjám Kristjánsson, framkvæmdastjóri DNG rafeindaiðnaðar hf. Núverandi forstjóri, Guðmund- ur Tuliníus skipaverkfræðingur, var ráðinn tímabundið til starfa er fyrirtækið lenti í greiðslustöðvun og síðan nauðasamningum. GG hjá Bílasölunni Stórholt um helgina Frumsýnum á Norðurlandi hinn stórglæsilega RAV4. Toyota býður upp á góðan kost og gott verð hvort heldur sem er í fólksbíl, jeppa eða sendibíl. Líttu til okkar að Óseyri 4 um helgina og bragðaðu á veitingum frá Coca Cola og Maarud á meðan þú skoðar glæsilega bíla. Reynsluakstur, Corolla, Carina, 4Runner diesel. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. TOYOTA - tákn um gæði Bílasalan Stórholt Óseyri 4 • Akureyri • Sími 23300

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.