Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 FRETTIR \* Veiðivörur Mikið úrval Jólagjöf veiðimannsins Leiruvegi, sími 21440 MARGT SMÁ 7T GERIR £/7T STÓRT. FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI. <SlT hjálparstofnun \~\rj KIRKJUNNAR ^ - með þinni hjálp ^ Dags-listinn yfir söluhæstu bækur og geislaplötur: Omar enn á toppnum - Ómar Ragnarsson heldur fast í efsta sæti bókasölulista Dags og safnplatan Reif í skeggið hefur endurheimt toppsætiö Bækur Aðra vikuna í röð er það bók Omars Ragnarssonar, Fólk og fimindi, sem er í efsta sæti á sölu- lista Dags og Saga Akureyrar kemur næst. Sniglaveislan selst einnig mjög vel, sem og Enn fleiri athuganir Berts, en hún var víða uppseld í gær. Að elska er að lifa, ævisaga Gunnars Dal, virðist ætla að verða ein söluhæsta ævisagan í ár og kemur ný inn á listann í 5. sæti. NBA og Blautir kossar eru einnig nýjar á listanum. Sem fyrr var listinn byggður á upplýsingum um sölu í Bókabúö Brynjars á Sauðárkróki, Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík og Möppudýrinu, Bók- vali, Bókabúð Jónasar og Bóka- búðinni Eddu á Akureyri. hún seldist jafnt og þétt. Sama gilti um plötu Spoon. Eftirfarandi sölulisti er byggður á upplýsingum frá Radíóvinnu- stofunni Kaupangi, Tónabúðinni, Hljómveri, Hljómdeild KEA og Radíónausti á Akureyri og Skag- firðingabúó Sauóárkróki. Söluhæstu geislaplöturnar þessa síðustu daga fyrir jól eru: 1. Reif í skeggið - safnplata. 2. Diddú - Töfrar. 3. Spoon - Spoon. 4. Bubbi Morthens - Þrír heimar. 5. Reif í sundur - safnplata. 6. Minningar 3 - safnplata. 7. Jet Black Joe - Fuzz. 8. Björgvin Halldórsson - Þó líði ár og öld. 9. Vilhjálmur Vilhjálmsson - I tíma og rúmi. 10. SSSól-Blóð. Á þröskuldi „topp 10 listans“ voru Senn koma jólin - jólaplata, safnplatan Heyróu 5 og plata Tjamarkvartettsins. óþh Mikil fjölgun bann- daga krókabáta aflinn 10.171 tonn fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins Þessi síðasti bókalisti fyrir jól lítur þannig út: 1. Fólk og fimindi - Ómar Ragn- arsson. 2. Saga Akureyrar - Jón Hjaltason. 3. Sniglaveislan - Ólafur Jóhann Ólafsson. 4. Enn fleiri athuganir Berts - Jacobson og Olsson. 5. Aö elska er að lifa (Gunnar Dal) - Hans Kristján Ámason. 6. Blautir kossar - Smári og Tóm- as. 7. NBA - Skærustu stjömumar - Eggert Þór og Þórlindur. 8. Útkall Alfa TF-Sif - Óttar Sveinsson. 9. Fjósamúsin á afmæli - Atli Vig- fússon. 10. -11. Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir. 10.-11. Mannakynni - Vilhjálmur Hjálmarsson. Aðrar bækur sem voru nálægt því aó komast inn á listann voru t.d. Óskars saga Halldórssonar, Lífsgleði sem Þórir S. Guðbergs- son ritstýrði, og ástarsagan Ekkert varir að eilífu eftir Sidney Sheld- on. Geislaplötur Töluverðar sviptingar hafa oröið á plötulistanum frá fyrri viku. Bubbi Morthens hefur fallið úr toppsæt- inu og safnplatan Reif í skeggið tekið hans sæti. Þá hefur Diddú rokið upp listann og plötusalar voru sammála um það í gær að Þann 30. nóvember sl. lauk fyrsta veiðitímabili krókabáta og við tók veiðibann til 1. febrúar 1995. Sl. vor breytti Alþingi lög- um um stjórn fiskveiða í þá veru að veiðum krókabáta er stýrt með svokölluðum banndögum. Fiskveiðiárinu er skipt niður í fjögur tímabil og á hverju tímabili gildir veiðibann í nokkra daga sem nánar er lýst í lögunum. Fjöldi banndaga miðast við að halda afla krókabáta innan meða- lafla þeirra á fiskveiðiárunum 1991/1992 og 1992/1993. Afla- viðmiðun krókabáta á 1. veiði- tímabilinu er 4.841 þorskígildis- tonn og krókabátum voru bannað- ar veiðar í 18 daga. Heildarafli krókabáta 1. september til 30. nóvember sl. varð hins vegar Atvinnuþróunarfélag Þingey- inga hefur ákveðið að bjóða Þórði Höskuldssyni, einum af 17 umsækjendum um stöðu ferða- málafulltrúa, starfíð og ráða hann náist samningar um kaup 10.171 tonn og ef reiknað er með hlutfalli tegunda í afla krókabáta hafi verið með sama hætti og gilti um alla smábáta var afli þeirra sem svarar 7.040 þorskígildis- tonnum, slægt, sem er 45% meiri afli en að var stefnt. Samkvæmt reglugerð á að fjölga banndögum á 1. veiðitíma- bili næsta fiskveiðiárs í hlutföllum umframafla/meðaafla á veiðidag 1. veióitímabils fiskveiðiársins 1994/1995. Við lauslegan útreikning virðist því fjöldi banndaga rúmlega tvö- faldast og verða 42 til 45 dagar í stað 18 daga á þessu ári. Króka- bátar munu því samkvæmt því vart róa nema sem svarar annan hvern dag frá 1. september til 30. nóvember 1995. GG og kjör. Þórður Höskuldsson er Reyk- víkingur, fæddur 1966. Hann er iðnrekstrarfræðingur og B.Sc. frá Tækniskóla Islands með markaós- fræði á útflutningssviói. Þórður hefur víðtæka starfsreynslu bæði innanlands og erlendis. Hann hef- ur aflaó sér margþættrar þekking- ar á ýmsum sviðum og sótt nám- skeið og nám m.a. á sviði ferða- mála og markaðsmála. Gert er ráð fyrir að ferðamála- fulltrúinn hefji störf stax eftir ára- mót, en um nýja stöóu er að ræða hjá Atvinnuþróunarfélaginu. IM Lögskráningu og búnaði ábótavant Sambandsstjórnarfundur Sjó- mannasambands fslands, hald- inn 15. desember, lýsir yfír furðu sinni á því ástandi sem virðist viðgangast hvað snertir lögskrán- ingu og búnað á íslenskum skip- um samkvæmt upplýsingum eftir skyndiskoðanir Landhelgisgæsl- unnar. Sambandsstjómin krefst þess að viðkomandi yfirvöld sjái til þess að upplýsingamar verði notaðar til að koma framangreindum málum í betra horf. Jafnframt beinir fundur- inn því til stjómar FFSÍ aó taka málið til alvarlegrar umfjöllunar og minnir í því sambandi á ábyrgó skipstjómarmanna. GG viðskiptavina Verslunin verður lokuð þriðjudaginn 27. desember og mánudaginn 2. janúar Gleðileg jól ogfarsœlt nýtt ár Miðstöð heimilanna Furuvöllum 1 sími 12785/12780 Ferðamálafulltrúi í Þingeyjarsýslu: Þórði Höskulds* syni boðin staðan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.