Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 5 Sú svartsýni sera greip mig um daginn er eiginlega rokin út í veður og vind - segir séra Pétur Þórarins- son, prestur í Laufási, en hægri fótur hans var tekinn af neðan við hné fyrir rúmri viku - síðastliðið vor var vinstri fótur- inn tekinn af fyrir ofan hné Séra Pétur Þórarinsson, prestur í Laufasi í Grýtu- bakkahreppi, varð fyrir þeirri sáru lífsreynslu síðastliðið vor að missa annan fótinn, vegna sjúkdóms. Vinstri fóturinn var tekinn af neðan við hné en fljótlega kom í Ijós að það dugði ekki til og því þurfti að taka af honum fótinn ofan við hné. Pétur leið miklar kvalir eftir aðgerðirnar og átti mjög erfítt lengi. En með miklum baráttuvilja og ómetanlegri að- stoð fra konu sinni, Ingibjörgu Siglaugsdóttur, öðrum fjöl- skylumeðlimum og vinum komst hann yfír mestu erfíð- leikana. Pétur var rétt að ljúka endur- hæfíngu á Kristnesi og var auk þess farinn að sinna sínum preststörfum af fullum krafti og störfum við búskapinn heima í Laufási, þegar annað áfall reið yfír. Æðarnar í hægri fætinum skiluðu ekki sínu hlutverki og við blasti að taka þurfti einnig þann fót af. Það fór því svo að hægri fótur- inn var tekinn af rétt neðan við hné þann 15. desember síðast- liðinn. Aðgerðin var fram- kvæmd á FSA og liggur Pétur nú á gjörgæsludeildinni þar. Höggið meira en í fyrra skiptið „Það var gífurlegt áfall að fá þess- ar fréttir og höggið var mun meira en í fyrra skiptið,“ sagði Pétur, er blaðamaóur Dags heimsótti hann sl. miðvikudag. „Þegar Stefán Ingvason, yfirlæknir á Kristnesi, hafði skoðað mig mánudaginn 12. desember sl., sendi hann mig strax á lyflækningadeild FSA og þaðan var ég sendur beint á Borgarspítal- ann í Reykjavík. Ég var með lítinn blett ofan við eina tána, svona rétt eins og mar og hann virtist frekar saklaus að sjá en hins vegar var ég með verki í fætinum og hafði haft frá sunnudeginum. í Reykjavík var ég skoðaður af fjölda sérfræð- inga og settur í súrefnisþrýstikút. Á þriðjudeginum fóru verkirnir að ágerast og þá var ég sendur í æða- myndatöku. Þá kom í ljós aö ákveðnir hlutar æðakerfisins virk- uðu ekki rétt og í framhaldi af því var sá dómur upp kveðinn að taka þyrfti fótinn af.“ Ingibjörg kona Péturs var rétt komin suður þegar þessi niður- staða lá fyrir og þau urðu sam- mála um það að fara aftur norður og láta framkvæma aðgerðina á FSA. Vildi láta taka ofan við hné „Ég treysti læknunum afskaplega vel og þekki mig hér og finnst mikið öryggi að dvelja á deildum FSA. Ég var hins vegar ákveðinn í því að fara ekki í neina tilrauna- starfsemi og þegar ég tala um til- raunastarfsemi, þá er ég kannski að gera lítið úr baráttu læknanna þegar þeir vildu gera mig eins sjálfbjarga og hægt er að komast af með viö slíkar aðstæður. En í vor var byrjað á því að taka fótinn af neðan við hné og læknamir reyndu hvað þeir gátu til að ég héldi hnénu en sú tilraun mistókst og ég þurfti aftur í aðgerð og þá var tekið ofan við hné. Þetta var óskaplegt kvalræði og ég hætti að meðtaka verkjalyfin 02 það eina sem hægt var að gera til að lina þjáningamar var að svæfa mig. Og minnugur þessa, vorum við hjónin sammála um þaó bæði að biðja strax um að fót- urinn yrði tekinn ofan viö hné, þrátt fyrir að það væri um leið mikið meiri fötlun en að hafa hnéð.“ Þegar Pétur og Ingibjörg komu til Akureyrar, tilkynntu þau lækn- unum þremur sem tóku á móti þeim, Júlíusi Gestssyni, Haraldi Haukssyni og Veigari Olafssyni, þá ákvörðun sína að fóturinn skyldi tekinn af ofan við hné. Læknarnir skoðuðu æðamyndimar sem Pétur hafði með sér úr Reykjavík og þeir sáu að þetta leit ekki of vel út. Lítur út fyrir að ég haldi hnénu „Þeir ræddu málin sín í milli stutta stund en síðan kom Júlíus til mín og sagði það fjári hart að þurfa að fóma þessum fæti öllum, þar sem þaö væri svo mikil blóðrás í hon- um og hann og hinir læknarnir vildu halda hnjáliðnum. Eftir að hafa skipst á orðum við þá og ég reyndar hvesst mig svolítið, minn- ugur fyrri aðgeróa, sættist ég á þeirra niðurstöðu. Og ég er í dag mjög þakklátur fyrir þaó að þetta var reynt og það lítur út fyrir að ég haldi hnénu, þó það verði ekki ljóst fyrr en eftir um viku tíma hvernig stúfnum reiðir af. Bein- stúfurinn neóan við hné er afskap- lega lítill en stoðtækjasmiðimir hjá Ossurri hf. er miklir snillingar og ég veit að þeir eiga eftir að smíða fyrir mig góðan gervifót.“ Pétur segir að sér líði ótrúlega vel í dag og það sannist að sár reynsla verói manni oft að gagni þegar á reynir síðar. „Þessi átök í vor vió langvarandi verki og sárs- auka, voru búin að hrella mig mikið fyrir þessa aðgerð en mun- Séra Pétur Þórarinsson og kona hans Ingibjörg Siglaugs- dóttir, á gjörgæsludeild FSA. Ingibjörg hefur staðið sem klettur við hlið manns síns í gcgnum súrt og sætt og Pétur segir að án hennar hefði hann aldrei komist yfir þessi miklu áfoll. Ingibjörg hefur sjálf átt við erfið vcikindi að stríða en hún scgir sjálf að sér líði vel á meðan Pétri líði vel. Mynd: KK urinn er ótrúlega mikill og ég hef varla þjáóst neitt nú. Ég er að vísu vel deyfóur en þetta er allt að jafna sig og ég er bara að komast í jólaskap." Messurnar komnar í hendur kolleganna - Sérðu fyrir þér hvaða áhrif þetta muni hafa á störf þín í framtíð- inni? „Þetta breytir töluvert miklu og setur mig í þá stöðu að geta ekki farið mikið um ójöfnur án stuðn- ings. En ef ég held hnénu, setur það mig ekki svo mjög úr þeim sporum sem ég var kominn í en það verður ekki fyrr en eftir mikla þjálfun. Ég þarf að sinna mínum störfum úr hjólastól til að byrja meö. Fyrri aðgerðin breytti heil- miklu varóandi stöðu mína sem bóndi, þó ég hafi verið smátt og smátt að sigrast á erfiðleikunum, með hjálp fjölskyldunnar. Einnig hefur þetta áhrif á stöðu mína sem knattspyrnumaður.“ Mesti annatími prestanna er í kringum jól og aðventu og var Pétur búinn að skipuleggja starf sitt þessar vikur, þegar áfallið reið yfir. „Ingibjörg kona mín hefur séö um það sem ég var búinn að skipuleggja. Messurnar eru komn- ar í hendurnar á kollegum mínum, séra Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskup, séra Jóni Helga, bróður mínum, séra Magnúsi Gunnarssyni á Hálsi og fleirum. Það hefur alltaf verið messaó á Grenivík kl. 22 á aófangadag og að þessu sinni ætlar fólkió sjálft að annast þessa stund og Jón Helgi sonur minn ætlar að flytja ræðu sem ég skrifa hér á sjúkra- húsinu. Þetta fcr því allt vel og framtíóin er afskaplega hagstæð mér, þar sem ég er í þessu starfi. Eldri sonurinn hefur séð um búskapinn ásamt mömmu sinni og þannig verður það áfram og ég get bara fylgst meó og liðsinnt þegar ég er oróinn góóur í að ganga. Þannig að sú svartsýni sem greip mig við áfallið um daginn er eig- inlega rokin út í veóur og vind. Hingað hafa komið margir félag- ar, vinir og ættingjar og það leggjast allir á eitt að gera þetta eins auðvelt og gott og hægt er.“ Pétur sagði það alls óvíst hvort hann fengi aó fara heim um jólin en hins vegar væri fjölskylda hans tilbúin að koma á sjúkrahúsió á aðfangadagskvöld og dvelja þar. „Þannig að við erum nú í einu stóru skrefi aó stíga út í lífið á nýjan leik.“ KK Hluthafafundur veröur haldinn í Dagsprenti hf. þriöjudaginn 27. desember 1994, kl. 17.00, að Strandgötu 31, Akur- eyri. Dagskrá: 1. Breytingar á samþykktum félagsins, samkvæmt til- lögum sem sendar hafa verið öllum hluthöfum. 2. Önnur mál. Stjórn Dagsprents hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.