Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 Þau hjón frá Akureyri, Sigrun Sveinbjörns- dóttir, sálfræðingur, og Brynjar Ingi Skapta- son, skipaverkfræðingur, og sonur þeirra, Hrafnkell, dvelja nú um stundir í fjarlægri heimsálfu, suður í Ástralíu. Það er ekki beint jólalegt um að litast í Ástralíu þessa dagana og jólasveinninn er að drepast úr hita. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sendi Degi eftirfar- andi jólakveðju frá Ástralíu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Ritstj. Melbourne 6. desember 1994. Sæll vertu, Dagur minn, og þakka þér fyrir bréfið og eins fyrir allar fréttasendingarnar fram til þessa. Þótt mér hafi sárnað við þig þarna urn árið, manstu, þegar ég sagði upp vinskapnum við þig um stundarsakir (þú manst - ’86, þú verður nú að viðurkenna að það var gróft af þér að spá inn í bæjar- stjórnina á Akureyri helmingi fleiri Framsóknarmönnum en komust svo að), þá erum við auö- vitað löngu orðnir vinir aftur, meira að segja þótt Framsókn hafi aldrei átt fleiri bæjarfulltrúa en nú, og ég efni það auðvitað að senda jólakveðju frá okkur fjölskyld- unni. Furðuheimurinn Singapore Ástralir segja að Singapore sé stærsti Ieikskóli í heimi og ömmu væri óhætt einni í stórborginni að næturlagi vegna þess að þar er allt bannað og fólk er skráð og sent í betrunarvinnu fyrir minnsta brot. Við vorum þar í fjóra daga á leið- fylgja þeim eftir inn á karlasal- erni, og var alveg á nálum, hélt fast í gjaldeyrinn, ég þekki nú mína menn. Við ættum kannski bara að búa þarna, svo þeir læri þetta almennilega! Brynjar meira aó segja tók upp neftóbaksdósina á almannafæri (dauöarefsing fyrir eiturlyO og engu tauti við hann komandi. Þú veist hvernig þetta er þegar mönnum er svona heitt. Á krá í Kínahverfinu Við brugðum okkur inn á afar fá- tæklega en svala krá í Kínahverf- inu. Kráareigandinn, fullorðinn Kínverji, með skítuga svuntu yfir framsettum maganum, sat á brotn- um stól og horfði á okkur en þegar Brynjar tók upp tóbaksdósina, þá lygndi hann bara aftur augunum, höfuðið seig niður á hægri öxlina, og þar hvíldi það þar til dósin var komin í hvarf. Þegar stór rotta fór að spígspora um gófið varð mér nóg um og fór út, en þetta truflaði ekki hugarró eigandans og heldur ekki Brynjars sem dvaldi dágóða stund í svalanum. tilfinningalaus, blákaldur veru- leikinn. Eg velti því stundum fyrir mér hvort ég hafi misskilið sjálfa mig og haldið að ég væri hér í Melboume til að læra skáldsagna- gerö, en hér er ég, og loksins búin að gera mér grein fyrir til hvers er ætlast af mér. Brynjar er að læra ýmislegt til að verða betri maður í Verk- menntaskólanum, en hann valdi meðal annars áfanga um stelpur og stráka í framhaldss'kólunum. Hann vildi svo gjarnan fá svör við því af hverju svo fáar stelpur eru á sviðinu hans, þ.e. tæknisviði skól- ans. Og það fór eins með Brynjar og mig. Á bak við þennan sak- leysislega áfanga lá heil fræði- grein, þung og mikil, og þar er sko ekkert spaug. Kennarinn, miðaldra kona, afskaplega alvarleg og ná- kvæm, horfði gagnrýnum augum á Brynjar, miðaldra karlmanninn, og hió sama gerðu samstúdentarn- ir, sem flestir voru konur á miðj- um aldri með staógóöa þekkingu á fræðigreininni, sem leyndist á bak við sakleysislega spurningu Brynjars. Og fræðigreinin var svo þung og flókin að Brynjar, sem bara hefur lifað sem jafnréttis- manneskja en aldrei stundað vís- indi á bókina, skildi aldrei alveg hvemig þetta allt saman er, en af því að hann verður auðvitað að æfa sig í tungumálinu og nota öll tækifæri til þess, þá tók hann manna mest þátt í umræðunum með sínar einföldu en hentugu Hér heldur Hrafnkell Ilrynj arsson á risastóru marsvíni. ► Sendibréf frá Melbonme inni hingað, komum beint frá ís- landi í 35 stiga hitann. Við Hrafn- kell fórum strax í léttustu fötin okkar og sandalana, en Brynjar var nýbúinn að fjárfesta í nýjum þykkum flauelsbuxum hjá kaupfé- laginu, þú veist hvemig buxur þetta eru Dagur, þú hefur séð þær, uppáhaldsbuxumar hans Brynjars, hann kaupir aldrei aðra sort og kaupfélagið á alltaf til svona bux- ur, nema hvað, hann vildi bara alls ekki fara úr þeim. Og svitinn bara rann ofan í nýju, þykku ferða-fót- laga Eccoskóna. Eg held þetta hafi ýtt undir að hann gerðist brotlegur við lögin. Eg ætla að tala vió Magnús Gauta þegar ég kem heim og vita hvort hann geti ekki saum- að eða flutt inn næfurþunnar bux- ur meó sama sniði fyrir þykka og fallega menn. Og Brynjar braut lögin í Singa- pore, oft og mörgum sinnum, hann kyssti mig allt í einu úti á götu (10.000 kr. sekt), hann spýtti oft í runnana (20.000 kr. sekt fyrir annað brot). Þeir feðgar hafa aldrei verið vel góðir í umgengni á salemi, ég segi það satt, þótt ég hafi í áratugi reynt að kenna betri siði. Og í Singapore má ekkert fara fram hjá, sekt og hegningar- vinna fyrir ítrekuó brot - og enn alvarlegra er það að gleyma að sturta nióur! En ég mátti ekki Ég reyndi hvað ég gat að fá Brynjar til að fylgja Singapore- lögum, en hann heyrði aldrei hvað ég sagði, allt út af kaupfélagsbux- unurn, og ég varð satt best að segja hálffegin þegar við flugum frá þessu landi án þess að hafa þurft aö borga sektir eöa lenda í betrunarvinnu, þótt auóvitað hafi verið margt fallegt þarna aó sjá. Til Melbourne Jæja - og svo komum við til Mel- bourne sem betur fer í vetur, svo buxurnar vænu komu sér vel, og þar tóku við ný ævintýri. Hver hefur sagt, að lífið eigi aó vera dan^s á rósum? Ég skal segja þér það, Dagur minn, að það er meira en að segja það að ætla að breyta sér í vís- indamanneskju á miðjum aldri. Ég berst eins og ég hef vit og krafta til, en prófessorarnir mínir senda mig miskunnarlaust til baka með textann, sem ég færi þeim. Stað- reyndir, bara beinharðar staó- reyndir, margsannaóar í bak og fyrir mega birtast á blöðunum mínum, og þá fyrst hlýtur textinn minn náó, að skafið hefur verið af honum allt kjöt, allar vangaveltur og heimspekilegar hugsanir, allur húmor, tilfinningar og skoðanir, og eftir stendur kynlaus, skoplaus,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.