Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994
iTfv*
Vinningstölur ,—-—-
miðvikudaginn: 21.12.1994
FJÖLDI
BÓNUSTÖLUR
(I0)©f20)
Heildarupphæð þessa viku:
44.272.932
a ísi.: 2.362.932
fjf Ilinningur: fór til Noregs og Finnlands
UPPLYSINGAR, SlMSVARI 91- 63 15 11
LUKKULÍNA 09 10 00 - TEXTAVARP 451
emt mco fvriryara om phentvillur
Ný lög um
fjöleignarhús
1. janúar 1995 taka gildi ný lög
um fjöleignarhús.
Upplýsingabæklingur um hin nýju lög liggur nú
frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins,
húsnæðisnefndum sveitarfélaga, á sveitar-, bæjar-
og borgarstjórnarskrifstofum, hjá verkalýðsfélögum,
Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu og
Búsetafélögum.
Þeir sem málið varðar eru hvattirtil að kynna sér
nýju lögin gaumgæfilega og verða sér úti um
upplýsingabæklinginn.
Húsnæðisstofnun ríkisins veitir almennar
upplýsingar um framkvæmd hinna nýju laga
um fjöleignarhús.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 (kl. 8-16)
BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (utan 91-svæðisins): 800 69 69
Konungur
ljónannaí
Borgarbíói
Kvikmyndin Lion King, eða Kon-
ungur ljónanna, verður frumsýnd í
Borgarbíói á Akureyri og Sambíó-
unum í Reykjavík á annan dag
jóla.
Konungur ljónanna hefur sleg-
ió öll aðsóknarmet í Bandaríkjun-
um og hefur halað inn yfir 300
milljónir dollara. Hún er því að-
sóknarmesta teiknimynd allra
tíma.
Konungur ljónanna segir frá
ljónsunganum Simba, sem lendir í
því að vera hrakinn frá heimkynn-
um sínum eftir að faðir hans deyr.
Það er hinn illi frændi hans, Skari,
sem myrti föður Simba, en lætur
líta svo út aó Simbi hafi átt þar
hlut aö máli. Simbi dvelst fjarri
heimkynnum sínum í mörg ár í fé-
lagsskap nýrra og skemmtilegra
vina. Síðar kemur þó sá tími aó
hann verður að snúa aftur og
treysta á kjark og þor til að heimta
konungssæti sitt.
Mjög hefur verió vandað til ís-
lensku talsetningarinnar og fara
margir þekktustu leikarar landsins
með hlutverk í henni, m.a. Felix
Bergsson, Pétur Einarsson, Edda
Heiðrún Bachman, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Jóhann Siguróar-
son, Karl Agúst Úlfsson og fleiri.
I ensku útgáfunni tala m.a. Matt-
hew Broderick, Whoppi Gold-
berg, James Earl Jones og Jeremy
Irons.
Konungur ljónanna hefur alls-
staðar hlotið fádæma góða dóma
og er talin eitthvert mesta meist-
araverk Disney hingað til. Myndin
er sú aðsóknarmesta í Bandaríkj-
unum á þessu ári og er enn í sókn.
Eins og áður segir verður Kon-
ungur ljónanna frumsýndur í
Borgarbíói á annan í jólum kl. 17
og 21. Myndin verður síðan sýnd
kl. 17 og 21 á þriðjudag, miðviku-
dag, fimmtudag og föstudag og kl.
15 og 17 á nýársdag.
Aðrar jólamyndir Borgarbíós
Aðrar jóla- og áramótamyndir
Borgarbíós eru ekki af verri end-
anum og er vafasamt að nokkurt
annað bíó á íslandi geti státað af
jafn mörgum stórmyndum. Fyrst
skal telja Stargate, sem sýnd verð-
ur kl. 21 og 23 auk sýninga kl. 17
á annan í jólum og á nýársdag.
New Nightmare - Nýja martröðin
verður sýnd kl. 23 á annan í jól-
um, þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag. Þá sýnir Borgarbíó
um jólin fjölskyldumyndina Mir-
acle sem kemur öllum í jólaskap.
Miracle verður sýnd á annan í jól-
um kl. 15, þriðjudag, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag kl. 17 og
nýársdag kl. 15.
Síðast en ekki síst skal nefnd
stórmyndin Interview with the
Vampire með Tom Cruise, Brad
Pitt og Christian Slater í aóalhlut-
verkum. Forsýning verður kl. 23
föstudaginn 30. desember og
Islandsfrumsýning á nýársdag
kl. 21.
Páll Óskar og
Milljónamæring-
arnir í Sjallanum
Stordansleikur verður í Sjallanum
á Akureyri að kvöldi annars dags
jóla og sjá Páll Oskar Hjálmtýsson
og Milljónamæringamir um fjör-
ið. Forsala á dansleikinn verður í
Sjallanum kl. 13-15 á annan jóla-
dag.
I Kjallaranum verður Miranda
frá Keflavík að kvöldi annars jóla-
dags og reyndar einnig 30. desem-
ber og á nýársnótt.
Hljómsveitin Bylting sér um
fjörið á Góða dátanum í kvöld, á
Þorláksmessu, og hljómsveitin
Namm verður þar 29. og 30. des-
ember.
Hljómsveitin 1000 andlit spilar
fyrir dansi á dansleik í Sjallanum
á nýársnótt. Forsala aðgöngumiða
verður í Sjallanum á gamlársdag
kl. 13-15.
Nikkudansleikur
30. desember
Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð og Harmonikufélag
Þingeyinga halda sameiginlegan
dansleik á Fiðlaranum 4. hæð, Al-
þýðuhúsinu, föstudaginn 30. des-
ember kl. 22-03. Allir eru vel-
komnir.
Opnunartími
verslana
Verslanir á Akureyri verða opnar
til kl. 23.00 í kvöld, Þorláksmessu
og frá kl. 9-12 á morgun, að-
fangadag. Verslanir veröa lokaðar
þriðjudaginn 27. desember n.k.
Hægt frjósa vötn og vök,
vært leggur snjókoman þök,
birtan sér leitar að leið,
lausnarans koma er greió.
Brátt mun í byggðum sagt
bam sé í jötuna lagt.
Stjömuskin lýsir á leiö,
lausnarans koma er greió.
Séra Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki.
Dægurlaga-
keppni1995
Kvenfélag Sauðárkróks mun standa fyrir dæg-
urlagakeppni f Sæluviku Skagfirðinga f aprfl á
næsta ári.
Keppnin mun fara fram með svipuðu sniði og á síðasta
ári. Sérstofnuð hljómsveit mun flytja lögin í keppninni.
Hilmar Sverrisson mun stjórna flutningi laganna.
Einnig mun hann sjá um útsetningar fyrir höfunda ef
þeir óska þess.
Þau lög sem keppa til úrslita verða gefin út á snældu
undir nafninu „Sæluvikulög ’95“.
Höfundar eru beðnir að skila inn lögum á hljómsnæld-
um, frumsaminn texti fylgi með, til Kvenfélags Sauðár-
króks, pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur.
Skilafrestur er til 10. febrúar 1995.
OPI
FRA KL. «0-23
_ ADPANGADAC lBRa
SIIlOÍSB FRÁ KL. 9-«2 dSODB