Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 7 ◄ Þorsteinn Vilhelmsson skip- stjóri og einn eigenda eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, Samherja hf. en við höfum það á tilfinningunni að töluvert meira hafi fiskast en ef skipið hefði verið eitt.“ Baldvin Þorsteinsson fyrsta nýsmíði Samherja Árió 1985 kaupir Samherji hf. frystihús Hvaleyrar hf. í Hafnar- firði ásamt Hagvirki/Kletti og Jóni Friðjónssyni og átti það fyrirtæki fyrst í stað togarann Apríl sem nú heitir Víðir og einnig Maí sem fékk nafnið Margrét eins og áður er getið. Síðan bætist Hjalteyrin, áöur Arinbjörn í skipastólinn, og haustið 1992 kemur svo Baldvin Þorsteinsson, nýsmíði, frá Noregi, eitt glæsilegasta og best búna skip íslenska fiskveiðiflotans. Þá fór Þorsteinn yfir á það skip sem skipstjóri, og var farinn einn túr fyrir jól það ár, rétt eins og gerðist þegar Akureyrin kom, en það er hrein tilviljun, en óneitanlega nokkuð skemmtileg. Eru kaupin á Beini ein leið ís- lenskra útgerðarmanna til þess að fá fiskveiðikvóta hjá Evrópu- bandalaginu? „Það er ljóst að kvóti Akra- bergs verður ekki færður yfir á skip Samherja en þetta er svona ein leió til að mæta þverrandi kvóta. Á árunum 1987 til 1991 Rætt við iðnaðarmenn um borð í Akraberginu um innréttingasmíði í setustofu skipsins. Það voru oft rífandi tekjur í þess- um siglingatúrum.“ Reyndi að hugsa meira um fiskeríið en útgerðina - Var það ekki mikil breyting aó fara af Kaldbaki á Akureyrina og vera að fiska á eigin skipi? „Jú, það var mikil breyting, ekki síst vegna þess að ég hafði verið meó mjög gott skip sem ég þekkti vel og hjá góðri útgerð og Akureyrin var miklu minna skip, átta metrum styttri og lægri á sjónum. Maður hugsaði svolítið um það hvort manni gcngi eins vel á þessu skipi og stæði undir öllum væntingum. Maður varð skyndilega að hugsa bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður að hluta, það fylgdu þessu fleiri skyldur. Eg reyndi að hugsa meira um fiskeríið og hvað þyrfti að gcra til þess að draga upp afla en lét öðrum meira eftir amstrið af daglegum rekstri. Við eigum Akurcyrina eitt skipa frá vorinu 1983 og fórum einn túr fyrir jól eftir gagngerar breytingar, fyrst hjá okkur sjálfum og síðan í Slippstöðinni. Skipið var búið að liggja eitt ár þegar vió keyptum það og var frekar „sjoppulegt" og bar þess greini- lega merki að fyrrverandi útgerð hafi ekki haft mikil auraráð en skip drabbast einnig niður þegar þau liggja svona lengi. Við kom- um með skipið til Akureyrar 1. maí 1983, en það var hrein tilvilj- un. Síðan kaupum við togarann Maí í Hafnarfirði 1986, en hann fékk nafnið Margrét, og fórum með skipið til Bergen í Noregi í mikla klössun. Hún kom svo til Akureyrar um haustið og var far- inn einn túr á henni fyrir áramót. Það sama sumar keyptum við rað- smíðaskipið Oddeyrina ásamt Ak- ureyrarbæ og Niðursuóuverk- smiðju K. Jónssonar hf. enda var skipið fyrst í stað eingöngu á rækjuveiðum. Síöan höfum við keypt bæði hlut Akureyrarbæjar og K. Jónssonar hf. Nú hin síðari ár hefur Oddeyrin verið á fisk- trolli, og nú í rúmt ár á partrolls- veiðum. Við reyndum einnig að senda Margrétina og Hjalteyrina á par- trollsveiðar en það gekk ekki eins vel. Þetta eru kannski of stór skip til að vera á þessum veiðum. Par- trollið sparar vélarorku og þar með olíu, en á móti kemur víra- notkun á hitt skipið og olíueyðsla, fiskaöi Akureyrin um 4 þúsund tonn af þorski á ári utan þess sem Margrét og Oddeyrin og síðan Hjalteyrin voru að físka, eða allt að 7 þúsund tonn af þorski. Nú er kvótinn okkar, þrátt fyrir að hafa aukið skipastólinn, kominn niður í 2.800 tonn þrátt fyrir að hafa keypt skip og kvóta svo það er ekki einu sinni það aflamagn sem fiskaðist á Akureyrinni einni. Við höfðum skapaó okkur mjög stóra markaðshlutdeild í Bretlandi á flökum og síðustu 2 til 3 ár höfum við ekki getaó fram- leitt það magn af flökum sem við höfum getað selt. Þess vegna höf- um við verið að tapa viðskiptavin- um vegna þess að ekki hefur verið hægt að anna eftirspum. Ef við hefðum ekki sent skipin í Smug- una í sumar og getað selt þeim þann afla væru þessir viðskipta- vinir búnir að gleyma okkur. Með Akraberginu fáum viö 2 þúsund tonna þorskkvóta í Bar- entshafinu og það hjálpar mjög mikið því sá afli kemur einnig inn á þennan markað og verður seldur undir okkar merki, ICE-FRESH, en tiltekið aö hann sé veiddur af færeysku skipi í Barentshafinu. Þessi viðskipti byggjast á því að viðhalda gæðum og trausti." * A flottrolli í fimm mánuði - Hafið þið verið að leita að öór- um úthafsmiðum ef t.d. veiði í Smugunni dytti niður? „Við höfum bjargað okkur með því að sækja í úthafsveiðar. Á síð- asta ári fór Víðir tvo en Baldvin Þorsteinsson einn túr á úthafsveið- ar en á þessu ári var farið á Bald- vini um miðjan mars í úthafið og frá því um miðjan mars og fram í júlímánuð var ekki öðru veiðar- færi kastað en flottrolli og voru veidd um 4 þúsund tonn af úthafs- karfa á Reykjaneshrygg og afla- verðmæti um 200 milljónir króna. Víðir var með um 3 þúsund tonn af úthafskarfa, Akureyrin reyndi þennan veiðiskap um tíma en það gekk ekki vel vegna útbúnaðarins og ekki var verið með rétt troll, en við vildum ekki kaupa á hana 7 milljóna króna flottroll. Næsta vor veróur skipið hins vegar tilbúin á þessar veióar en þaó er í miklum endurbótum og lengingu í Pól- landi. Auðvitað er það ekki sama að veiða þorsk og aðrar fisktegundir hvað verðmæti varðar, og við höf- um auðvitað verið að horfa t.d. á Hatton-Rockall svæðið en þar veiðist aðallega búri og blálanga, einnig stinglax og fleiri tegundir sem vió þekkjunr ekki vel hér.“ Nokkrir útgerðarmenn, og Aflmiðlun, urðu vitlausir - Þið hafið aðallega selt sjófrystar afurðir en einnig selt ískfisk, m.a. til Belgíu sem frægt varó í fréttum er utanríkisráðherra bannaði sölu úr Víói þangað. Víðir var áóur ískfisktogari og því sala úr honum erlendis ekki ný af nálinni. Verður eitthvert framhald á ísfisksölu er- lendis eða hérlendis, sem skapa mundi einhver störf í landi, tíma- bundiö? „Það uróu einhverjir aðrir út- geröarmenn, Aflamiðlun með þeim, vitlausir og þoldu ekki að við gátum selt ískfisk á verói sem öðrurn tókst ekki. Á þessum tíma var verð á frystum afurðum lágt og auðvitað hafði það áhrif á þessa ákvörðun. Margrét hefur einnig selt ísfisk í tvígang um jól og áramót, en þá var karfinn ekki jafn vinsæll og hann er í dag en möguleikar voru á aó fá hærra verð á þessum árstíma. Auðvitað skapa veiðar frysti- togaranna ekki vinnu við úr- vinnslu aflans í landi, en þær skapa hins vegar önnur störf í landi. Eg gæti allt eins spurt af hverju Utgerðarfélagið sé komið meö þrjá frystitogara, félag sem rekur stærsta frystihús landsins, en kaupir í staðinn fisk á mörkuðum. Auóvitað er það gert vegna þess að það er hagkvæmara. Fleiri frystihúsaeigendur eru aó breyta ísfisktogurum í frystiskip. Kostn- aður við sjófrystan fisk er miklu minni en við landfrystingu. Á venjulegum frystitogara eru frá 23 til 28 menn um borð sem ljúka vinnsluferlinu, en í landi koma miklu fleiri að þessu. Þetta er eins og meó aðra tækniþróun, en með henni mun fólki í frystihúsum auðvitað fækka í framtíðinni. Á að banna það? Okkar rekstur, beint og óbeint, skapar atvinnu í landi. Við eigum 67% í Söltunarfélagi Dalvíkur, sem rekur rækjuverksmiðju, 50% í Strýtu hf., sem einnig er með landvinnslu, ætli það vinni ekki um 150 manns í þessum tveimur verksmiðjum.“ Ætli þeir hafl ekki kosið að hafa mig lengur á sjónum - Var ákvörðunin að koma í land vegna þrýstings frá meóeigendun- um? „Nei, það var alls ekki vegna þrýstings frá þeim og ætli þeir hefóu ekki kosið að hafa mig lengur á sjónum. Ég vildi koma í land, hef aldrei gert neitt annað en að vera á sjó frá því ég var 16 ára gamall, og fannst aó ég yrði ac fara í land núna ef ég ætlaði að skipta um starf, það yrði crfióar; seinna. Kannski fór ég í þessa út- gerð í upphafi til að getaó komið í land seinna og tekið þátt í rekstrinum. Eftir 27 ár á sjónum hleypur maður samt ekki í verk í landi. Ég taldi mig einnig verða meira heima, en enn sem komið er fer minna fyrir því. Ég er þó oftast til staðar á Ákureyri. Túramii voru einnig orðnir lengri og það fylgdi því orðið viss kvíöi að fara, ég vildi vera meira heima með fjölskyldunni. Ég kann ágætlega við þessar breytingar á mínum högum, konan segir einnig að það sé ágætt aó hafa mig heima og yngsti sonur- inn, Jón Víðir, segir að ég fari alls ekki aftur sjó. Hann segist hins vegar ætla sjálfur á sjó þegar fram líða stundir.“ Skíðaíþróttin, ásamt stang- veiði, aðaáhugamálin - Nú gefst væntanlega meiri tími til að sinna áhugamálum? „Mitt aðaláhugamál utan starfs- ins hefur verið skíðaíþróttin, en ég var sjálfur mikið á skíðum og keppti á skíðum og bömin hafa erft þennan áhuga og hafa verið og eru rnörg hver keppnismenn. Eldri sonurinn er nú í Austurríki vió æfmgar. Mig hefur stundum langað til að vera heima og fylgjast meó þeim, ekki síst þegar vel hefur gengið. Kosturinn við þessa íþrótt er sá að það getur öll fjölskyldan tekið þátt í henni og nú sé ég fram á fleiri stundir í skíðabrekkunum þrátt fyrir að vinnudagurinn sé oft langur. Ég hef einnig farið lítillega í stangveiði, finnst ágætt að skreppa, en þetta er hins vegar orðið allt of dýrt. Það hlýtur að koma að því aó ekki tekst að selja öll veiðileyfm. Mín uppáhaldsá er Laxá í Að- aldal, ein fallegasta veiðiá lands- ins, en ég fór í hollið hans pabba. Áður fór ég stundum með honum austur að Laxá, bæði sem ungl- ingur og eftir að ég varð eldri. Það er mjög afslappandi að standa við laxveiðiá í góðu veðri meö stöng í hönd, það slítur mann alveg frá amstri dagsins. Mér þætti hins vegar verra ef ekkert veiddist, jafnvel einn fiskur mundi bjarga túmum. Eiginkonan hefur einnig gaman af því að skreppa með, og það finnst mér ekki verra. Ég var mjög kappsmikill á sjónum, aldrei ánægður nema á köflum, enda stöóugt að reyna aó bæta mig. Sama lögmál gildir ekki við lax- veiðiána. Ég stunda aftur á móti ekki skotveióar, fmnst það einfaldlega ekki sport, en mér finnst fuglakjöt góður matur. Eldri sonurinn hefur verið duglegur að veióa, bæði rjúpur og gæsir, og hefur þannig uppfyllt þann þátt veiðiskapar í fjölskyldunni.“ Fjölskyldan samankomin á jólunum í Austurrríki „Jólunum mun fjölskyldan eyða á skíóum í Austurríki. Dóttirin í Reykjavík ásamt syni sínum og afabarni mínu og dæturnar í Nor- egi og Svíþjóð koma þangað en eldri sonurinn er í Austurríki. Sá yngsti kemur meó okkur að heim- an, enda ekki nema 10 ára gamall. Hugheilar jólakveójur frá mér til starfsmanna Samherja, og þá sér- staklega áhafnar Baldvins Þor- steinssonar, sem mátt hefur þola meó mér sætt og súrt aó undan- fömu, koma því um þessi jól frá austurrísku Ölpunum,“ segir Þor- steinn Vilhelmsson, útgerðarmaó- ur og allakló. Myndir og texti: Geir A. Guðsteinsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.