Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 18

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 Árétting um ÍTA Öll umræða um markmið og leiðir er mjög mikilvæg fyrir lýðræóið 9g heilbrigða þróun samfélagsins. í svo litlu samfélagi sem Akureyri er (hvað þá í enn minni samfélög- um) vill slík umræða oft verða helst til persónuleg. Líklega virkar sú staðreynd býsna letjandi á al- menna borgara að tjá afdráttar- lausar skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá þróun þess samfé- lags, sem þeir búa í. Því miður féll formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs einmitt í þá gryfju í löngum pistli 20. des. sl. Þar reynir hann að afgreiða skoðanir undirritaðs á markmiðum og leiðum ITA, eins og þær-birtust í fréttum Dags, sem fáfræði, fordóma, sleggjudóma og þvætting. Þetta er dæmi um orða- flauminn í pistli formannsins, þar sem m.a. er farið út fyrir efni greinar undirritaðs og honum gerðar upp skoðanir, sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleik- anum. Eitt dæmi um slíkt er þessi snjalla setning: „Eg hef engan heyrt mótmæla þeirri staóreynd að íþróttafélögin vinni ómetanlegt forvamarstarf - fyrr en Guðmund Sigvaldason nú.“ Forsvarsmenn bæjarins (þ.m.t. formenn nefnda og ráða) eru að sjálfsögðu í lykilhlutverki í um- ræðunni um markmið og leiðir í þróun bæjarins. Mikilvægt er að þeir taki gagnrýni á jákvæðan hátt, um leið og þeir skýra frá þeirri stefnu sem unnið er eftir í hverjum málaflokki, þegar tilefni gefast. Grein undirritaðs í Degi 15. des. sl. byggóist á þeirri skoöun hans að forgangur og áherslur hjá ITA ættu að vera með öðrum hætti en lesa mátti al' fregnum um útivistartímamálið, auk þess sem bæjarsjóður hafi á undanförnum árum (í mörgum tilvikum með sameiginlegu átaki með íþróttafé- lögunum) gert það vel í byggingu íþróttamannvirkja, að nú megi hægja á í þeim efnum. Ekki er ástæða til að endurtaka neitt úr fyrri grein undirritaðs, en rétt er að nota þetta tækifæri til aö bæta því við að hlutverk bæjarins í íþróttamálunum ætti fyrst og fremst aó lúta að aðstöðu almenn- ings til útivistar og íþróttaiðkunar. A því er enginn vafi að góð að- staða fyrir almenning til útivistar, gönguferóa, sund- og skíðaiðkun- ar er bæjarlífinu miklu verómætari en t.d. Islandsmeistaratitill í meistarailokki í handknattleik, knattspyrnu eða körfuknattleik. Það er vissulega góð skemmtun aö horfa á vel leikna íþróttakappleiki og fjörleg tilþrif á frjálsíþrótta- vellinum eóa í skíðabrekkunni, og það kitlar auövitað hégómakennd- ina þegar „okkar menn“ vinna tit- il. En það sem raunverulega skipt- ir máli er auðvitað heilsa einstak- lingsins. Þar gegna reglulegar gönguferðir, nokkrar ferðir í sund- lauginni á morgnana, vikuleg blakæfing o.s.frv. afar mikilvægu hlutverki. Til þess er góð aðstaða í bænum okkar. Það er annað mál að alla góöa hluti er hægt að bæta. Hlutur íþróttafélaganna í tóm- stundum bama og unglinga er mikill, og hefur undirritaður hvergi vanmetið hann. Spurningin er að hve miklu leyti stjómkerfi bæjarins þarf að koma þar inn í. Skipulag og framkvæmd þessa starfs er auðvitað alfarið í höndum félaganna sjálfra, enda hafa þau til þess starfslið og alla aðstöðu. Tómstundastarf íþróttafélaganna hefur reyndar á seinni árum tals- vert yfirbragð fyrirtækjareksturs, sem gerir út á þarfir bamanna og unglinganna fyrir hreyfingu og fé- lagsskap. A hinn bóginn rekur bærinn sjálfur nokkur íþróttamannvirki og félagsmiðstöövar meó eigin starfs- liði undir yfirstjóm sérstaks yfir- manns. Ekki á að vera þörf á sér- stakri nefnd þar ofan á. Fram- kvæmdum við þessi mannvirki eins og önnur á auðvitaó aó stýra af þar til ráðnum starfsmönnum undir yfírstjóm bæjarstjómarinnar og bæjarráðsins. Stefnumótun um tómstunda- mál, sem fram fer á vegum bæjar- ins sjálfs, er rétt að fela skóla- nefndinni, enda réttast að tengja hana stefnumótun skólanna (nýta skólahúsin síðdegis og á kvöldin o.s.frv.). Félagsmálaráó (bama- vemdamefnd) kemur inn í einstök mál og á að setja almennar reglur Nokkra athygli hefur vakið hversu vel sala á barna- og ung- lingabókinni „Enn fleiri athug- anir Berts“, sem Skjaldborg hf. gefur út, hefur gengið. Á Dags- listanum í síðustu viku var hún þriðja söluhæsta bókin og á DV- listanum í síðustu viku var hún einnig við toppinn. Til að gefa lesendum innsýn í heim Berts, birtast hér brot úr bók- inni. Fyrir valinu urðu dagbókar- skrif söguhetjunnar á Þorláks- messu, aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Laugardagur 23. desember Hæ, hæ og halló, dagbók! I dag er dagurinn fyrir aóaldag- inn. Hipp, hipp, húrrararara! Allt er til reiðu fyrir aðaldaginn á morgun. Eg er búinn aö kaupa allar gjafim- ar. Pabbi og manna fá skemmtileg spil og skáp sem ég smíðaði í skól- anum. Janni frændi fær hatt og falskt yfirskegg. Ömmu ætla ég að gefa eina munntóbaksdós og könnu sem á stendur „Besta amma í heimi." Lena móðursystir mín fær mynd af mér í ballettbúningi. Áka ætlaói ég að gefa ferð á hvíldar- heimili en ég átti ekki fyrir því. í staðinn fær hann vasaútgáfu af hengirúmi. Eg vona að hann verði ánægöur. Þaó er fiðringur í maganum á mér. Hvað skyldi ÉG fá? Ég hef mestan áhuga á stóra pakkanum. Ég hlakka til morgundagsins, en þetta er líka dálítið sorglegt. Þegar morgundagurinn er búinn verður ekki hægt að hlakka til neins í heilt ár. I kvöld ætlum við að skreyta jólatréð. Einn af jólasióunum í þessari fjölskyldu er sá að pabbi neitar að kaupa nýja jólatrésseríu. Serían okkar er nærri ónýt. Ljósin blikka svo mikið að maður er kom- inn meó Tiöfuðverk eftir hádegið, en það gott til þess að vita aó fjöl- skyldan skuli halda fast í gömlu jólasiðina. Bless og takk - ekkert snakk. Sunnudagur 24. desember Hæ, hæ og halló, dagbók! Nú eru komin jól. Nú eru komin jól, komin jól, komin jól... nú eru komin jól. Ég vakti pabba og mömmu í morgun. Þau lágu í faðmlögum í rúminu í tilefni jólanna. Þau mút- uðu mér til að fara út meó því að láta mig hafa einn jólapakka. Ég þáöi mútuna. I pakkanum voru skíðabuxur. Nú verð ég stórstjama á skíóum og fer aó tala norðlensku. Ég svaf ekki dúr í nótt. Ég vaknaði klukkan þrjú við það að ég var kominn í einn hnút. Ég hafói hnýtt sjálfan mig innan í rúmfötin. Þau vom öll löórandi í svitalykt svo að ég neyddist til að fara með Guðmundur Sigvaldason. varóandi börn og unglinga (t.d. útivistarreglur). IBA á aó sjá um málefni íþróttafélaganna. þau út á svalir og viðra þau. Eftir það fór ég inn í stofu og þreifaði á nokkrum pökkum og dáóist að jólatrénu sem við skreytt- um í gær. Það var skemmtileg at- höfn. Janni frændi datt niður af stólnum þegar hann var að setja stjömuna á toppinn. Hann meiddi sig í bakinu og varð að liggja í sóf- anum það sem eftir var kvölds og brjóta hnetur. Hann fleygði einni hnetunni í mömmu. Mantma tók þessu með ró og fleygði tveimur döólum og einni gráfíkju í hann. Mér þótti þetta svo skemmtilegt að ég tók einn blómapottinn og íleygði honum í pabba. Þar með var gamanið búió. Ég neyddist til að ryksuga eftir mig og fékk síðan tækifæri til að velta vöngum yfir afbroti mínu inni á herbergi í nokkrar mínútur. Svo stálumst við til að drekka jólaöl og borðuðum helminginn af jóla- skinkunni. En nú fáum viö jólamorgunmat. Gleöileg jól. Bless og takk - jólasnakk. Mánudagur 25. desember Hæ, hæ og halló, dagbók! Aðfangadagskvöldið er búið. Ég hlakka til aðfangadagskvölds. Það eru bara 363 dagar þangaö til. Hvað skyldi ég fá í jólagjöf þá? Þetta fékk ég að minnsta kosti í gærkvöldi: Ný, tóm bók. Væri hægt að nota sem dagbók en ég veit ekki hvort mig langar að skrifa dagbók leng- ur. Háskólanámið í unglingadeild- inni er farið að taka svo ntikinn tíma. Bleikur yddari og prjónapeysa frá ömmu. Takk, kerling. Skemmtileg spil frá mömmu og pabba. Slatti af mjúkum pökkum með fötum. Það tæki of langan tíma að skrifa þaö allt niður. Auk þess er það heldur ekki svo merkilegt. Skjaldbaka frá Áka. Hún á að heita Ugla. Hún viróist vera blíð- lynd skjaldbaka. Þegar ég setti hana í fiskabúrið át hún strax tvo gullfiska. Blýantur og strokleður frá Biggu frænku minni. Strokleðrið var notaö á einu hominu. Skíðabuxur og skíðastafir. Myndbandstæki!!! frá uppá- haldsföðurbróður mínum, Janna frænda. Nú veit ég hvemig ég á að eyða því sem ég á ólifaó. í dag húrra ég fyrir Jesúsi. Hann á afmæli í dag. Hann er gamall eins og gatan. I rauninni er hann eldri en gatan. Gatan héma fyrir ut- an er bara fjögurra ára. I gær borðaði ég svo mikió af jólaskinku að ég er orðinn á svip- inn eins og rass á svíni. Bless og takk - ekkert snakk. „Þetta er dæmi um orðaflauminn í pistli formannsins, þar sem m.a. er farið út fyrir efni greinar undirritaðs og honum gerðar upp skoðanir, sem ekki eiga sér neina stoð í raunveru- leikanum.“ Niðurstaðan liggur á boróinu: spörum eina nefnd. Guðmundur Sigvaldason. Þriðjudagur 26. desember Hæ, hæ og halló, dagbók! I dag er annar í jólum. Það þýó- ir því miður ekki að það séu komin önnur jól, ný jól meö nýjum jóla- pökkum. Á jóladag gerðu ættingjar mínir innrás. Föðurafi minn og amma komu með bréf frá langömmu. Hún treysti sér ekki til að koma sjálf þannig aó hún kom bréflega. Bréfið var svona: Elsku drengurinn. Hafóu það gott um jólin. Ég vona aó þú sért ekki farinn aö nota tóbak, kvenfólk og annað eitur. Með kveðju, langamma. Langamma er ágæt. Afi vildi spila refskák. Hann er sérfræðingur. Enginn vildi spila við hann. Þá fór afi nióur til Pan- atta-fjölskyldunnar og bauð sér þar inn og upp á ítalskt vín. Við feng- um kalkún meó rjómasósu í mat- inn. Allir ættingjamir fimuðu mik- ið meóan á máltíðinni stóð. Ég held að Lena móðursystir mín hafi fitnað mest. Mér heyrðist ég heyra hnappinn í buxnastrengnum hennar slitna af. Pabbi og Janni fóm í sjómann. Ég hvatti Janna og hugsaði meó mér að ég væri óheppinn aó hann skyldi ekki vera pabbi minn. Þá væri herbergið mitt fullt af mynd- bandstækjum, víðómstækjum og heymartólum ásamt öömm tækni- undrum. Pabbi vann. Það er kannski öruggast að hann verði pabbi minn áfram fyrst hann er svona sterkur. Bless og takk - ekkert snakk. Rauðakrosshúsið í Reykjavík: Opið um jól og áramót eins og áður Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, starfrækt 24 tíma á sólarhring, allan ársins hring. Opið verður um jól og ára- mót eins og áður hefur verið. I Rauðakrosshúsinu er einnig starf- rækt neyóarsímaþjónusta sam- hliöa neyðarathvarfinu. Ekki eru það allir sem geta not- ió jólanna í friðhelgi heimilis og margir eiga um sárt að binda ein- mitt um hátíðamar. Því vill starfs- fólk Rauðakrosshússins benda á þessa þjónustu, sem starfrækt er með meginmarkmið Rauða kross- ins í huga; neyðarhjálp, mannúð og hlutleysi. Rauðakrosshúsið er við Tjarn- argötu 35, 101 Reykjavík, sími 91-622266, grænt númer 996622. Fréttatilkynning. Frostrásin minnir á áramóta- brennuna á gamlárskvöld sem verbur sunnan Gúmmívinnslunnar Flugeldasýning, karlakór syngur áramótalög og fleira. Athl Skilafrestur í áramótasöguna er 30. desember, nánari upplfsingar eru á Frostrásinni. Gleðileg jól! f y r 1 r a 1 1 a síml í stúdíói 87333, - auglýstngar og fax 27636 Aætlunarferðir Akureyri - Dalvík - Ólafsfjörður um jól og áramót Föstudagur 23. des. Ólafsfjörðnr 08.30 14.30 Dalvik 09.00 15.00 Árskógss. 09.15 Akureyri 12.30 18.30 Þriðjudagur 27. des. 08.30 09.00 09.15 12.30 Fimmtudagur 29. des. 08.30 09.00 09.15 12.30 Föstudagur 30. des. 08.30 09.00. 12.30 18.30 Mánudagur 2. jan. 1995 08.30 09.00 09.15 12.30 Þriðjudaginn 3. janúar 1995 tekur við vetraráætlun. Sérleyfishafi. Athuganir Berts

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.