Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hátíð ljóss og firiðar Jólin, hátíð ljóss og friðar, nálgast nú óðfluga. Þó annríki undirbúningsins sé mikið er hátíðleiki jól- anna samt sá sami. Góð gjöf gleður en hugsunin sem að baki henni býr er það sem mestu máli skiptir. Við megum ekki gleyma því að sorgin sækir að mörgum einstaklingum og fjölskyldum á jólum og úti í hinum stóra heimi mala stríðsvélar sem láta sig nálægð jólanna litlu skipta. Þeim sem búa við slíkar aðstæður ber okkur að hugsa til á jólum og veita þeim hjálparhönd sem minna mega sín og eru hjálpar þurfi. í gegnum árin hafa mörg orð verið höfð um jólahaldið á íslenskum heimilum og því verið haldið fram að inntak jólanna falli í skuggann af auglýsingaflóðinu og innkaupaæðinu. Svo ætti ekki að þurfa að fara ef boðskap jólanna er haldið á lofti og börnin eru uppfrædd um gildi jólahátíð- arinnar. Umgjörð íslenskra jóla mótast líka mikið af þeim aðstæðum sem svartasta skammdegið skapar okkur. Jólin eru því að sönnu fyrir íslend- inga hátíð ljóssins. Það atriði sem umfram allt þarf að varast er að börnin sem eru að alast upp skynji að það er ekki verðið á jólagjöfinni sem skiptir máli heldur kærleikshugsunin sem henni fylgir. Þessari kærleikshugsun fylgir gleði jól- anna. Starfsfólk dagblaðsins Dags óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar jóla- hátíðar. I UPPAHALDI 1 wm •0 •• ann kom í bœinn í nótt og lœddi einu og öðru í litla skó, sem hvarvetna glitti í .gegnum gluggarúð- urnar. Kjötkrókur er mœttur og eftir að blaðamaður hafði hoð- ið honum kippu afúrvals norð- lenskum hangikjötslœrum sam- þykkti hann að vera í uppáhaldi Dags. Kjötkrókur kom næst síð- astur til byggða afbrœðrum st'nttm aðeins Kertsntkir cr ókominn, hann kemur ncestu nótt. Svo tínast þeir tilfjaila á ný einn aföðrum og við sjáum þú ekki fyrr en á nœstu jólum. Hvað gerirðtt helst ífrístundum? „Frístundum, hvað er nú það? Já, þegar ég hef ekkert aó gera þá æfi ég tunnu- stafabrun niður fjallshlíðina heittta í Jóla- svcinadal svo skellum við Skyrgámur bróðir okkur oft á skauta á ánni.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi „Það cr ekkert svoleiðis á fjö „Hvemig spyrðu, auövitað hangikjöt, stórt feitt hangiiæri.“ Hver er þinn uppáhaidsdrykkur? „Það er sko drykkurinn hans Kertasníkis bróður, hann er ótrúlcga góóur. Þaó cr mjólkurvaxhristingur, hann hellir mjólk í stóra fötu og skellir svo vaxi satnan vió og hristir vel, þetta er alveg Ijómandi drykkur.“ Áttu einhverja uppáhaldsflík? „Auóvitað jólasveinabúningínn minn, scm ég nota þegar ég fer til byggða en svo er síðbrókin líka alvcg dásamleg.'1 Starfar þú með einhverjum félaga- samtökum? Kjötkrókur. „Já, já, við bræður erurn í ótal félögum til dæmis Fótabaösfélaginu og Hrekkja- svcinaklúbbnum." Stundar þú einhverskonar líkams- rcekt? „Líkamsrækt hvað er nú þaö? Já, rækta líkamann, það geri ég alla daga. Ég ét ósköpin öll af lærum, bógum og magál- um og þá ræktast líkaminn það cr sko al- vcg klárt." Hvaða heimilisstörffínnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? „Það er alveg hörmulegt að elda handa bræðrum mínum, einn vill skyr, annar kjöt, einn vill slcikja pottinn og atinar sleifina og sá þriði pönnuna, það er nú Ijóta standið. En það er skemnitilegast aó moka frá heilismunnanum, moka öllum þcssum hvíta hreina snjó í fjallaloftinu, það cr hrcssandi.'‘ Hvaða blöðog tímaritkaupir þú? . o Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Náttborðinu, viö bræóur sofum nú allir í cinni flatsæng, það cr svo miklu huggu- legra. En auðvitað lcsuin við þjóðsögum- ar, kunnum þærallar út og suóur.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Stúfur bróðir, hann cr mikill rokkari." Uppáhaldsíþróttamaður? „Nú vandast málið. Við bræóur erum auðvitað allir miklir kappar cn ætli ég sc nú santt ekki bestur, cg er kraftakarl, sterkasti jólasveinn í heinti." Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi? „Sjónvarp, við þurfum nú ckki sjónvarp bræðurnir viö horfum bara hver á annan. Við erunt miklu sætari en þetta sjón- varpslið, Elín hrist, Fjalar spýta, Omar rauði og allir þcssir kapparf' Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Stjómamálamanni? Eg hef nú aldrei fundið svoleiös mann hér á íslandi." Hver er að þínu mati fcgursti staður á íslandi? „Aö sjálfsögðu Jólasveinafjall, en hvar það er það færðu ekki að vita. Það er stærsta leyndarmái í heimi." Hvar vildir þú helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? tja, ég flyt sko ekki neitt." Hvaða Itlut eða fasteign langarþig mest tU að eígnast um þessar mund- ir? „Áttu fleíri læri?" KLJ POSTKORT FRA ÞYSKALANDI HLYNUR HALLSSON II JOLIN ERU LONGU BUIN OG fariö að styttast í páska. Sé miðað við að að- dragandinrt sé fjórar vik- ur og að það taki fólk þrettán daga að jafna sig. Fyrstu aðventu- kransarnir birtust nefni- lega í búðargluggum um tíunda október og þarmeð lauk jólum í nóvemberlok. Enn hangir jólaskrautið þó uppi og bjart sem að degi væri á götunum enda lýsa allar þessar jólaskreytingar eins og stanslaus flugeldasýn- ing kínversku ríkisflug- eldaverksmiðjanna og hávaðinn er ekki minni. Það þarf að splæsa í smá rafmagn á meðan og kjarnorkuverin mala ánægjulega dag og nótt. Bíóin blómstra enda fáir staðir sem jafnvel eru fallnir til að flýja birt- una. Evrópskar myndir eru í sókn þó að amer- ískar myndir séu enn með meira en áttatíu prósent af markaðinum. f Best eru kvikmyndahús- M in sem birta sýningar- dagskrána mánuð fram í tímann. Miðarn- ir kosta frá 7 og uppí 14 mörk eftir tíma og stað sem samsvarar 300 til 600 kalli ís- lenskum. Þessi árátta að talsetja myndir er hinsvegar hlutur sem gerir útaf vió flestar myndir. Það er ótrú- lega erfitt að sætta sig vió að japanskir kokkar skuli tala reiprennandi þýsku og að banda- rískur kókaínsali í ræs- inu skuli tala sama tungumál jafn óaófinn- anlega. Sumar myndir sem beinlínis byggja á breskum stéttarmis- mun eða muni á ensku og amerísku eru auð- vitaó bjánalegar og óskiljanlegar á sömu þýskunni. Það væri ef til vill hægt aó bjarga einhverju með því að láta einhverja tala bæ- versku og aðra há- þýsku eða þá að Kan- arnir töluðu bara ein- hverja útgáfu af sviss- nesku eða austurrísku en engum hefur dottið það í hug og framkvæmt það um leið. Nokkur kvikmyndahús eru þó farin að sýna myndir á upprunalegu tungumáli með eða án texta. Venjulegum Þjóðverja finnst hinsvegar þessi textalína neðst á skján- um trufla myndina auk þess sem maður sé ekki mættur í bíó til að æfa sig í hraðlestri. Ákveðið hefur verið að fagna nýju ári meóal íslendinga í Braunsweig auk þess sem smjattað veróur á almennilegu ís- lensku lambakjöti sam- eiginlega milli jóla og ný- árs. Norrænir siðir eins og jólaglögg með nokkr- um piparkökum eru vissulega í heióri hafðir því það er alltaf tilefni til að hlýja sér þrátt fyrir að hitinn sé um tíu gráður og að aldrei hafi hitastig- ió hérna megin víglín- unnar farið nióur fyrir frostmark. Jólin eru líka hátíð barnanna sem láta sér nægja að stilla skónum út í glugga einu sinni fyrir jól en það var nákvæmlega aófaranótt þess sjötta desember sem þessi Nikulás mætti með glás af gjöfum í poka. Og hér duga ekki kart- öflur á óþekku börnin heldur vöndur af grein- um sem hægt er að ímynda sér hvernig for- eldrum dettur í hug að nota þegar tilefni er til. Annars bætir jóladaga- tal upp skóleysið aðra daga. Jólamarkaðirnir eru líka sérstök lífs- reynsla fyrir sig þar sem fólk treðst um til að kaupa og selja. Hvert hverfi státar af slíkum markaði og helst allir skólar líka. Annars eru þýsk jól bara svipuð þeim íslensku. Gott nýtt ár og takk fyrir það gamla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.