Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 L.A. sýnir Óvænta heimsókn - frumsýning í Samkomuhúsinu 27. desember Leikfélag Akureyrar frumsýnir að kvöidi 27. desember saka- málaleikritið Ovænta heimsókn eftir J.B. Priestley í íslenskri þýðingu Guðrúnar J. Bach- mann. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. í Óvæntri heimsókn er greint frá stúlku sem verið hefur í þjón- ustu efnaðrar fjölskyldu og Iætur lífið á vofeiflegan hátt. Rannsókn- arlögreglan fer á fund fjölskyld- unnar og í ljós kemur að hvert og eitt þeirra gæti borið ábyrgó á dauða stúlkunnar. Spurningin er sú hver sé hinn seki. Óvænt heimsókn er skrifuð ár- ið 1945, en leikritió gerist á vor- kvöldi árið 1912 á heimili Birling- hjónanna, sem eru velstæðir borg- arar í iðnaðarbæ á Englandi. Þetta er þekktasta leikrit J.B. Priestley, sem hefði orðið aldar- gamall 13. september sl., ef hon- um hefói enst aldur. Arnar Jónsson, sem er leikhús- gestum á Akureyri að góðu kunn- ur, fer nteð hlutverk rannsóknar- lögreglumannsins í Óvæntri heim- Frá uppfærslu LA á Óvæntri heimsókn árið 1968. Á myndinni cru frá vinstri: Guðmundur Gunnarsson í hlutverki Goole rannsóknarlögrcglu- manns, Sæmundur Guðvinsson í hlutverki Gcralds Croft og Guðlaug Hcr- mannsdóttir í hlutvcrki Sheilu Birling. Mynd: Saga leiklistar á Akureyri. Ovænt heimsókn á fjölum Samkomu- hússins í maí 1968 Leikfélag Akureyrar hefur einu sinni áður sýnt Óvænta heim- sókn. Hún var þriðja verkefni félagsins á leikárinu 1967-1968 og var frumsýnt 2. maí 1968. Gísli Halldórsson, sá landskunni leikari, var leikstjóri. Guð- mundur Magnússon annaðist leiksvið, Aðalsteinn Vestmann leiktjaldamálun og Árni Valur Viggósson lýsingu. Með buróarhlutverk sýningar- innar, Goole rannsóknarlögreglu- mann, fór Guðmundur Gunnars- son. Birlinghjónin túlkuðu Júlíus Oddsson og Sigurveig Jónsdóttir, böm þeirra léku Ólafur Axelsson og Guðlaug Hermannsdóttir, Sæ- mundur Guðvinsson fór með hlut- verk tilvonandi tengdasonar og Laufey Einarsdóttir lék þjónustu- stúlkuna á heimilinu. í bókinni Saga leiklistar á Ak- ureyri er vitnaó til blaðadóma um sýninguna. Um Guðmund Gunn- arsson sagði Islendingur aó hann hafi leikió af „gamalkunnu ör- yggi“ og Dagur sagði hlutverk Goole vera það mesta og vanda- samasta í leikritinu og Guómund- ur hafi sýnt „ákveðinn myndug- leik samfara þeirri hófsemd, sem hlutverkið krefst.“ Aórir leikarar fengu lofsamlega dóma. Dagur sagði Júlíus Odds- son hafa leikið hressilega og af góðri nákvæmni og Sigurveig var sögð hafa leikið konu hans með miklum ágætum. „Þetta hlutverk er áreióanlega þaó langbesta sem hún hefur sýnt hér á leiksviói,“ sagði Dagur um frammistööu Sig- urveigar Jónsdóttur. Yngri leik- endurnir í sýningunni, Ólafur Axelsson, Sæmundur Guðvinsson og Guðlaug Hermannsdóttir, fengu einnig góða dóma og töldu bæði Dagur og Verkamaðurinn að þau hafi með leik sínum skipað sér í fremstu röð leikenda bæjar- ins. óþh sókn. Birlinghjónin leika Þráinn Karlsson og Sunna Borg, Rósa Guðný Þórsdóttir og Dofri Her- mannsson fara með hlutverk barna þeirra, Sigurþór Albert Heimisson leikur væntanlegan tengdason Bir- linghjónanna og Bergljót Arnalds er í hlutverki þjónustustúlkunnar á heimilinu. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist er eftir Lárus Halldór Grímsson og ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason. Þrjár sýningar verða á Óvæntri heimsókn um jólin. Frumsýningin verður eins og áöur segir á þriðja í jólum, önnur sýning 28. desember og sú þriðja þann 29. desember. óþh Sunna Borg í hlutverki frú Birling og Rósa Guðný Þórsdóttir í hlutvcrki dóttur hcnnar. Mynd: Páll A. Pálsson. Margslungið leikrit - segir Hallmar Sigurðsson, leikstjóri „I*etta er margslungið leikrit. Á yfirborðinu er það hefðbundið sakamálaverk, þó ekki sé um eiginiegt sakamál að ræða því stúlka hefur fyrirfarið sér. Höf- undur verksins notar þessa uppákomu til þess að kafa dýpra í þá einstaklinga sem við hittum fyrir á ríkmannlegu heimili og um leið er þráðurinn spennandi,“ sagði Hallmar Sig- urðsson, leikstjóri, þegar hann var beðinn í stuttu máli að lýsa innihaldi leikritsins. „En ég hugsa að megi segja að fyrir höfundi þcssa leikrits sé spennan ekki aðalatriðiö, heldur umfjöllunarefnið, sem í hnotskurn má segja aó sé ábyrgð manneskj- unnar gagnvart öðrum.“ J.B. Priestley skrifaði Óvænta heimsókn árið 1945, leikritið er því hartnær hálfrar aldar gamalt en engu að síður segir Hallmar að það eigi ennþá fullt erindi á fjalir leikhúss á Islandi. „Alveg tví- mælalaust. Eg held að manneskj- an hafi ekki breyst að marki á þessum 50 árum og kannski hefur eðli mannsins ekki einu sinni breyst á þeim þrem milljónum ára sem maðurinn hefur verið uppi? Þetta er sígilt umfjöllunarefni; ábyrgó og eðli mannsins. Priestley lætur leikritið gerast árið 1912, rétt áöur en fyrri heims- styrjöldin skellur á. Þetta var á tíma mikillar bjartsýni, trúin á að iðnbyltingin og tækniframfarir komi öllu mannkyni til góða.“ - Getur Óvænt heimsókn kall- ast kiassískt verk - veróur hún sett upp í fjarlægri framtíð? „Já, ég vil leyfa mér að fullyrða að svo verói. Enda er Óvænt heimsókn það verk Priestleys sem hefur náð mestum vinsældum.“ - Er uppfærsla verksins í Sam- komuhúsinu að einhverju leyti óvenjuleg? „Eg veit ekki hvað á að segja um það. Vió höfunt farið okkar eigin leiðir án þess að hafa aflað okkur upplýsinga um hvaða leiðir eru hefðbundnar. Það hefur verið gaman að fást við þetta verkefni. Óll leikrit sem fjalla á heiðarlegan hátt um mannskepnuna og eðli hennar eru spennandi. Persónur verksins eru spennandi viófangs- efni fyrir leikarana. Eg vona að við séum að fara nokkuð djarfa leió í umgjörð sýn- ingarinnar. Án þess að lýsa um- gjörðinni í smáatriðum, þá má segja að hún lýsi frekar ákveónum heimi verksins en endilega heimil- inu þar sem leikritið á að gerast.“ í þriðja skipti hjá LA Hallmar Sigurðsson hefur áður komið við sögu leikstjórnar hjá LA. Hann setti upp og hannaði leikmynd í Puntila og Matta eftir Berthold Brecht árið 1980. Þetta var frumraun Hallmars sem leik- stjóra á íslensku leiksviði, aó því er fram kemur í Sögu leiklistar á Akureyri. Sýningin fékk lofsam- lega dóma og ekki síst leikstjórn Hallmars. Hallmar kom aftur til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveim árum, árió 1992, þegar félagið fagnaði 75 ára afmæli sínu með uppfærslu á Atómstöð Halldórs Laxness. í þeirri sýningu fór Hall- mar meó hlutverk Amas Arneus. „Það er alltaf gaman að starfa hjá Leikfélagi Akureyrar. Við þessa uppfærslu hef ég starfað með mjög skemmtilegu og metn- aðarfullu fólki.“ - Og þú lofar auðvitaó góðri sýningu? „Já, ég held ég verði að gera það. í það minnsta er það mark- miðið,“ sagði Hallmar Sigurósson. óþh Stund milli æfinga hjá Hallmari Sigurðssyni, leikstjóra, í Samkomuhúsinu á Akureyri. Mynd: Robyn. Fjórír áratugir Arnars hjá LA Arnar Jónsson fer með hlutverk Goole rannsóknarlögreglu- manns í þessari uppfærslu LA á Óvæntri heimsókn. Arnar er annars fastráðinn leik- ari við Þjóðleikhúsió en hefur af og til á sínum langa ferli leikið með Leikfélagi Akureyrar og það eru fjórir áratugir síðan hann steig sín fyrstu skref á Ieiksviði með LA í hlutverki Hans í Hans og Grétu. Síðast lék Arnar með LA í uppfærslu félagsins á My Fair Lady, þar sem hann túlkaði Henry Hlutverk Goole rannsóknarlög- reglumanns er það 23. scm Arnar Jónsson glímir við hjá Lcikfélagi Akurcyrar. Mynd: Robyn. Higgins á eftirminnilegan hátt. Hlutverk Amars hjá LA á liðn- um 40 árum hafa verið eftirfar- andi; Hans í Hans og Gréta 1954. Blaðsöludrengur í Kjarnorka og kvenhylli 1957. Clarance í Pabba 1960, Friðrik, þjónn í Bör Börsson jr. 1961. Leslic Williams í Gísl 1968. Ari Másson í Brönugrasið rauða 1969. Óvinurinn í Gullna Hliðið 1970. Hákon konungur í Dimmalimm 1970. Stúdíósus í Þið munió hann Jör- und 1970. Stúdentinn í Draugasónatan 1970. Zépo í Skcmmtiferó á vígvöllinn 1970. Öldungur í Lysistrata 1970. Roger de Berville í Topaz 1971. Mackie Hnífur í Túskildingsóper- an 1971. Dagur Dagsson í Stundum bannað og stundum ekki 1972. Don Juan í Don Juan 1973. Michael Mathraun í Haninn hátt- prúði 1974. Jónas í Jónas í hvalnum 1974. Vermundur í Ævintýri á gönguför 1974. Handverksmaður í Matthíasar- kvöld 1974. Bæjarstjórinn í Gullskipið 1975. Henry Higgins í My Fair Lady 1983. Goole í Óvænt heimsókn 1994. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.