Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR
Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi bæjarstjómar Akur-
eyrar sl. þriðjudag spunnust
töluverðar umræður uni hljóð-
mælingar í íþróttahöllinni og
bar þcim bæjarfulltrúum sem
til máls tóku saman um að í
ljósi nýrra upplýsinga væri nýr
og allt annar Áötur kominn upp
í þessu máli og því full ástæða
til að skoða málið frekar. Með-
al annars kom fram að áætlað-
ur kostnaður við hljóðspcglun í
Höllinni væri röskar 3 milljón-
ir króna. Fram kom í umræð-
unni að skýrsla um nefndar
hljóðmælingar hafi legið í
skúffu hjá starfsmönnum bæj-
arins svo mánuðum skipti án
þcss að bæjarfulltrúar hall vit-
að um hana og sagði Björn
Jósef Amviðarson (D) þetta
rnjög ámælisverð vinnubrögð.
■ Jakob Bjömsson, bæjar-
stjóri, sagði það alrangt sem
hafí verið haldið fram, m.a. í
blaöagrein, að bæjaryíirvöld á
Akureyri hafi ekki áhuga á
frckari ritun sögu Akureyrar.
Bæjarstjóri sagði að þrátt fyrir
að ckki væri ákvcóin scrstök
fjárveiting til áframhaldandi
söguritunar í fjárhagsáætlun,
yrði málió skoóað og ef um
semdist yrði ákveðin á næsta
ári nauðsynlcg fjárveiting til
vcrksins. Bæjarstjóri tók scr-
staklega fram að ánægja hafi
verið með vcrk Jóns Hjaltason-
ar söguritara og Ásprents hf.
sem vann annað bindi Sögu
Akureyrar.
■ Greidd voru atkvæði um
bókun byggingancfndar frá 14.
desember sl. þar sem jákvætt
er tekið í erindi Óskars Helga
Einarssonar f.h. Geymslusvæð-
isins hf. um að breyta veitinga-
húsinu Hafnarstræti 100 þann-
ig að á 2.-5. hæð vcrði íbúóar-
húsnæði en geymslur í kjallara.
Níu bæjarfulltrúar staðfestu já-
kvæða samþykkt bygginga-
nefndar. Björn Jósef Amvióar-
son (D) og Þórarinn B. Jónsson
(D) sátu hjá.
■ Heimir Ingimarsson (G)
vakti athygli á því að að
væntanleg flotkví væri eign
Hafnarsjóós Akureyrar, en
ckki Slippstöðvarinnar Odda
hf„ og menn verði að hafa
þessa staðreynd í huga þegar
ákvörðun um staósetningu flot-
kvíarinnar verði tekin. Undir
þetta sjónarmið tóku framsókn-
armennimir Oddur Halldórs-
son og Ásta Sigurðardóttir.
■ Aó tillögu Bjöms Jósel's
Amviðarsonar (D) var sam-
þykkt með 10 atkvæðum (Gísli
Bragi Hjartarson sat hjá) að
vísa 3. lió í fundargcrð stjórnar
Tónlistarskólans frá 13. des. sl.
til bæjarráðs, en sá liöur fjallar
um umsókn Tónmenntaskólans
um niðurgreiðslu á skólagjöld-
um. Bjöm Jósef sagði að í
Tónmenntaskólanum væru um
cóa yfir 100 nemcndur og þar
væru m.a. nemendur úr MA á
tónlistarbraut. Bjöm sagði að
Tónmenntaskólinn teldi sig
þurfa 25 þúsund króna styrk á
hvcm ncmanda til þcss aó geta
sinn hlutverki sínu vel en til
samanburðar væri kostnaöur
Akureyrarbæjar vegna hvers
nemanda í Tónlistarskólanum á
Akureyri scnt næst 90 þúsund
krónum.
Samvinnuhlutabréfaútboði Kaupfélags Eyfirðinga vel tekið:
Yffir 60% bréfanna þegar seld
- „erum að þróa markað og opna farveg fyrir áhættufé inn í kaupfélagið,“
segir Magnús Gauti Gautason, kaupféiagsstjóri
Magnús Gauti Gautason, kaup-
félagsstjóri KEA, segir að nú sé
búið að selja um 60% af þeim
samvinnuhlutabréfum sem boð-
in eru í hlutafjárútboði KEA
sem hófst í byrjun mánaðarins.
Hann segist bjartsýnn á þetta út-
boð miðað við viðbrögð stórra
fjárfesta á markaðnum en þeir
eru þungamiðjan í sölunni fram
að þessu.
Eins og fram hefur komið setti
Ung hjón sækja um byggingaleyfi á Siglufirði:
Fyrsta bygging ein-
staklinga siðan 1988
Það gerist æ sjaldgæfara að fólk
úti á landsbyggðinni taki sig til
og byggi sér þak yfír höfuðið,
segir í frétt í nýjasta tölublaði
Hellunnar á Siglufírði. Það hef-
ur t.d. ekki gerst á Siglufírði síð-
an 1988 að einstaklingar byggi
yfír sig og sína.
En nú hafa ung hjón, þau Árni
Gunnar Skarphéðinsson og Gísl-
ína Anna Salmannsdóttir, sótt um
lóð fyrir norðan leikskólann og
hyggjast reisa þar einbýlishús.
I samtali við Heíluna sagði
þetta framtaksama fólk að því liði
vel á Siglufirði og þar vilji þau
búa. En þau fundu ekki húsnæði
sem þeim líkaði á fasteignamark-
aðnum og fannst því mjög spenn-
andi kostur aó fara út í það að
byggja. Þetta veróur 128 ferm.
timburhús á einni hæð og mun
standa við Hvanneyrarbraut og
verða númer 11.
Þau munu hefjast handa strax
og snjóa leysir í vor. Þau sögðu
einnig í samtali við Helluna, að
það kæmi ekki á óvart þótt fleiri
fylgdu í kjölfarið því það væri all-
margt ungt fólk sem væri að leita
sér- að húsnæði á Siglufirði og
vildi fjárfesta þar. KK
íþróttamaður ársins 1994:
Nöfn 10 efstu
Nú fer að styttast í útnefningu á
íþróttamanni ársins 1994 en það
eru samtök íþróttafréttamanna
sem standa fyrir kjörinu. Niður-
staðan verður kunngjörð
fímmtudagskvöldið 29. desem-
ber í hófi að Hótel Loftleiðum,
sem sýnt verður í beinni útsend-
ingu Ríkissjónvarpsins.
Eftirtaldir íþróttamenn uróu í
tíu efstu sætunum og er þeim rað-
að í stafrófsröð: Arnór Guðjohn-
sen knattspyrnumaöur úr Orebro,
Ásta B. Gunnlaugsdóttir knatt-
spyrnukona úr Breiðabliki, Geir
Sveinsson handknattleiksmaður úr
Val, Jóhannes R. Jóhannesson
snókerspilari, Jón Arnar Magnús-
son frjálsíþróttamaður úr UMSS,
Magnús Scheving þolfimimaður
úr Ármanni, Martha Emstdóttir
frjálsíþróttakona úr IR, Pétur Guð-
mundsson frjálsíþróttamaður úr
KR, Siguróur Sveinsson hand-
knattleiksmaður úr Víkingi og
Vanda Sigurgeirsdóttir knatt-
spymukona úr Breiðabliki.
Þetta er í 39. skipti sem Samtök
íþróttafréttamanna standa fyrir
kjöri íþróttamanns ársins en sam-
tökin voru stofnuð 1956. SH
Einn „happdrættisbáta" DAS fiuttur frá Siglufirði:
Settur upp við
Hrafnistu i Reykiavík
A árunum 1955 til 1957 var að-
alvinningurinn í happdrætti
DAS, tæplega 6 tonna bátar,
sem kallaðir voru Breiðfirðingar.
Bátarnir báru allir nafnið tind-
ur, þ.e. Stjörnutindur, Mána-
tindur, Sunnutindur o.s.frv.
meðan þeir voru vinningar.
Þessir bátar lentu víða um land,
og um 1965 var einn þeirra
keyptur til Siglufjarðar vestan
frá Ströndum og hefur verið þar
Guðmundur Jón.
Mynd: RH
síðan. Hefur hann verið notaður
til handfæraveiða og á grá-
sleppu á vorin.
Eigandinn, Páll Pálsson, lagði
bátnum fyrir nokkru, og síðan
komst hann í eigu Síldarminja-
safnsins og var búið að koma hon-
um fyrir í stæði er hann valt í suó-
vestan afspyrnuroki sl. sumar og
skemmdist byrðingurinn nokkuð
við það. Vegna fjárskorts var ekki
hægt að gera við hann og ákveðið
að draga hann á áramótabrennu en
það voru ekki allir sáttir við það.
Einn þeirra, Sveinn Björnsson,
hringdi þá í DAS og í framhaldi af
því var ákveðið að báturinn færi
suður og yrði komið fyrir við
Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra,
í Reykjavík. Eimskip sá um flutn-
ing á bátnum suður án endur-
gjalds.
Báturinn hét Guðmundur Jón
þegar hann kom vestan af Strönd-
um til Siglufjarðar og þar sem Páll
átti tvo syni, Guðmund og Jón,
var nafniö á bátnum látið halda
sér, en skráningarnúmerið var alla
tíð SI-22. GG
KEA á markað í þessu útboði bréf
fyrir 50 milljónir aó nafnverði,
eða um 112 milljónir króna að
markaðsverði. í árslok 1992 var
líka hlutafjárútboð að sömu upp-
hæð þannig að þegar öll bréf hafa
verið seld í útboðinu núna hefur
verið nýtt að hálfu fyrirliggjandi
heimild aðalfundar KEA til sölu á
bréfum í B-deild stofnsjóðs fyrir
200 milljónir króna að nafnverði.
En skiptir hlutabréfasala eins og
nú stendur yfir einhverjum sköp-
um fyrir jafn stórt fyrirtæki og
Kaupfélag Eyfirðinga er?
„Kannski má segja aó þessi
upphæð í útboðinu skipti út af fyr-
ir sig engum sköpum enda lítill
hluti af okkar efnahag. Hins vegar
höfum við litið þannig á aó viö
værum að þróa markað með þessi
bréf og opna farveg fyrir áhættufé
inn í kaupfélagið. Það er mjög
mikilvægt að halda því starfi
áfram þannig að við eigum sömu
möguleika og hlutafélögin til að
efla eiginfjárstöðuna og farið í
stærri útboð ef um meiriháttar
fjárfestingar er að ræða. Ég lít því
á þetta sem skref inn á hlutabréfa-
markaðinn,“ sagði Magnús Gauti.
Aðspurður hvort vænta megi
stærri útboða í framtíðinni sagði
hann það ekki útilokað.
Kaupfélag Eyfirðinga er eina
kaupfélagið sem farið hefur inn á
almennan hlutabréfamarkað með
samvinnuhlutabréf sín og fengið
skráningu á Verðbréfaþingi Is-
lands. Magnús Gauti segir að
bæði sé horft til stærri fjárfestanna
á markaðnum og ekki síóur til al-
mennings sem kaupenda bréfanna.
„Við viljum gera þetta sem Iíkast
venjulegu hlutafjárútboði í stóru
almenningshlutafélagi,“ sagði
hann.
Eins og fram hefur komið eru
framundan stærstu söludagar árs-
ins á hlutabréfamarkaði en hluta-
bréfaútboð KEA mun standa til 9.
mars, nema öll bréfin verði seld
fyrr. JÓH
Húsavíkurbær:
Velur íslenskt og
heggur heima
Húsvíkurbær velur íslenskt og
heggur tré heima fyrir þessi jól.
Aðaljólatré bæjarins er fengið úr
Hallormsstaðaskógi, 10-12
metra hátt tré, sem reynst hefur
ágætlega, en Húsvíkingar hafa
oft mátt glíma við hinar ótrúleg-
ustu jólatrésraunir.
Þrjú minni jólatré eru sett upp í
bænum: á verbúðaþakinu, við
Héðinsbraut og við Þverholt.
Benedikt Bjömsson, garóyrkju-
maður bæjarins, segir þessi tré
höggvin í skógræktinni ofan við
Skálabrekku og þar sé einnig
fengið jólatré fyrir sjúkrahúsið.
IM
> ^
f f
\ \
i i
\ \
Ðyggðavegi 98
Opið
annan í jólum
frá kl. 13-22
Þriðjudaginn
27. desember
frá kl. 10-22
★
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra
jóla
og farsæls árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Ðyggðavegi 98