Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 13 Hrafnkell og Sigrún að mata kengúru. ^ *<mTZ IM ! lífsskoðanir. Hann fékk oftar en ekki skömm í hattinn. Ég held hann hafi stundum bara verið hálfhræddur þvi þær gátu verið allt að því herskáar, en hann bara vissi ekki hvers vegna, því hann var aldrei hræddur við Valgerði Bjarna., þótt hún gæti stundum verið ströng og kunni allt mögu- legt sem enginn annar kann á Ak- ureyri. En maður veit bara ekki allt og skilur þaðan af síður, það veit Brynjar, svo hann hefur bara snúið sér að öðru. I frístundum er hann á kafí í ástralskri mannkyns- sögu og asískri, og hefur heldur betur bætt þekkingu sína á þessu áhugamáli. Jólasveinninn og léttklæddu stúlkurnar Og af syninum er allt gott að frétta. Við foreldramir eru stolt af því hvernig hann komst yfir byrj- unarcrfiðleikana, en sjálfum finnst honum hálfbágt að komast ekki í pólitískan félagsskap héma eins og hann hafði heima. Hann vildi gjarnan sýna frumbyggjum sam- stöðu, en þeir búa ekki í hverfmu, svo hann veróur að láta sér nægja að lesa um þá, en hann gengur þó með fánann þeirra á jakkaerminni til hliðar við Che, sem ég býst við að sé betra en ekki. Jæja, Dagur minn, ég gæti auð- vitað skrifað þér endalaust, því það er ekkert lát á hvað hér gerist, en einhversstaðar verður að hætta. Viltu skila kveðju til Gunna Jóh. á bæjarskrifstofunni, Brynjar ætlar að fá þyrlu til að fara með sig yfir flóknustu gatnamót í heimi til að taka mynd af þeim og færa hon- um, en ég held að Gunni verði bara að koma hingað og hjálpa þeim við að leysa þessa flækju því þaó eru alltaf einhver umferðar- óhöpp þarna. Og viltu segja krökkunum og Jóni Gauta að það sé alveg satt aó jólasveinninn komi frá Akureyri. Hann er í heimsókn í Melboum þessa dag- ana (og nú er hitinn hér vel yfir 30 gráðum) og honum er svo heitt að ég er hrædd um að hann fái slag. Hann er alveg eldrauður í framan og svitastorkinn, alveg eins og Brynjar var í Singapore, og ég veit manna bcst að það er ekki gott ástand. Ég held hann ætti bara að flýta sér heim til íslands aftur, því annars fer hann bara að brjóta eitt- hvað af sér. Ég hef ekki komist til að segja honum þetta, því það eru alltaf einhverjar léttklæddar stúlk- a Brynjar Skaptason og Sigrún ^ Sveinbjörnsdóttir fyrir fram- an húsið sem þau búa í. Þetta tré er kallað „Bottle brush“, en „blómin“ eru alveg eins og flöskuburstar. Þegar þessi mynd var tekin var far- ið að hlýna hressilega í veðri, en mcðan fólk á norðurhjara heldur jólin í frosti og funa er hitinn í Astr- alíu 30-40 gráður. ur í fylgd með honum, sem eru í vegi fyrir mér. Já - og eitt enn. Viltu segja Sigfríði forseta að það sé miklu erfiðara að stjóma þing- inu héma en bæjarstjóminni heima, meira að segja þótt Sigga Stef. og Tóti E. fari í hár saman. Héma er hrópað og bankað og barið í bekkina, svo það heyrist varla í ræðumanninum, ég veit nú ekki hvemig svona háttalag yrði sektað í Singapore. Skilaðu góðri kveðju til allra frá okkur þrernur, vió hugsunt nieira heim núna, af því það eru jól, og við vitum að það er svona gaman héma af því við eigum aft- urkvæmt til fallegasta og besta lands í heirni. Þín einlæg Sigrún. jBfe. Bridge - Bridge - Bridge 10 Akureyrarmót ™ - Sveitakeppni hefst þriðjudaginn 3. janúar. Spilað verður að Hamri á þriðjudagskvöldum og hefst spila- mennska kl. 19.30. Skráning fer fram hjá keppnisstjóra félagsins, Páli H. Jóns- syni í síma 21695 (heima) eða 12500 (vinna) og þarf skrán- ingu að vera lokið fyrir kl. 20.00 mánudaginn 2. janúar. Allt spilafólk er velkomið í keppnir félagsins og eru spilarar beðnir að skrá sig tímanlega. Einnig mun stjórn félagsins að- stoða við myndun sveita. Óskum bridgespilurum og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum velunnurum, gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Bridgefélag Akureyrar. Auglýsendur takið eftir! Milli jóla og nýárs koma út þrjú blöð, miðvikudag 28. desember einnig fimmtudag og föstudag. Skilafrestur auglýsinga í þau blöð er fyrir kl. 11 daginn fyrir útgáfudag. Fyrsta blað á nýju ári kemur út þriðjudaginn 3. janúar. auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 96-24222. Björn Sigurðsson Húsavík Húsavík-A ku rey ri- H ú sa vík Jólaáætlun 1994-1995 FÓLKSFLUTNINGAR - VÖRUFLUTNINGAR Frá Húsavík Frá Akureyri Föstudagur 23/12 Afgreiðslur: 17.00 18.30 Laugardagur 24/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 25/12 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 26/12 19.00 Engin ferð Þriðjudagur 27/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 28/12 17.00 7.30 Fimmtudagur 29/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 30/12 17.00 18.30 Laugardagur 31/12 Engin ferð Engin ferð Sunnudagur 1/1 95 Engin ferð Engin ferð Mánudagur 2/1 95 8.00 og 17.00 15.30 Þriðjudagur 3/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 4/1 95 17.00 7.30 Fimmtudagur 5/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 17.00 18.30 HVAÐ ER SPARFAR? Sparfargjald greiðist a.m.k. tveim dögum fyrir brottför. Ath. takmark- að sætaframboð. Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Akureyri-Húsavík kr. 1000,- Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Reykjavík-Húsavík kr. 4.600.- Húsavík: B.S.H. HF Héðinsbraut 6, sími 96-42200. Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, sími 96-24442.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.