Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 17

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 17
FRETTIR Föstudagur 23. desember 1994 - DAGUR - 17 Kaþólska kirkjan. íl Messa 23. des., Þorláks- messu, kl. 18.00. Jólamessa 24. des. kl. 24.00. Jóladagsmessa 25. des. kl. 11.00 og 18.00. Messa 26. des. kl. 11.00. Glerárkirkja. Aðfangadagur: Aftan- söngur kl. 18.00. Lúöra- sveit Akureyrar leikur jólalög ,í anddyri kirkj- unnar frá kl. 17.30. Jóladagur: Hátíðarguösþjónusta kl. 14.00. Annar dagur jóla: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14.00. Strengjasveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri leikur og Barnakór Glerárkirkju syngur. Sóknarprestur. Laufássprestakaii. Svalbarðskirkja. Aðfangadagur: Jólaaftan- söngur kl. 16.00. Prestur sr. Siguröur Guömundsson, vígslubiskup. Grenivíkurkirkja. Aðfangadagur: Helgistund á jólanótt kl. 22.00 í umsjá safnaðarins. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son á Dalvík. Laufáskirkja. Annar dagur jóla: Hátíðarmessa kl. 14.00. Prestur sr. Siguröur Guömunds- son, vígslubiskup. Gjafir og áheit Gjöf til Akureyrarkirkju kr. 5.000.- frá I.Ó.D. og kr. 5.000,- frá Karli Smára Hreinssyni. Gjöf til Möðru- vallaklausturskirkju kr. 5.000.- frá Karli Smára. Gefendum færi ég innilegustu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. Samkomur Samkomur: Jóladagkl. 17.00. Gamlársdag kl. 17.00. Nýársdag kl, 17,00, Hjálpræðishcrinn á Ak- ureyri. Jóladagur: Hátíöarsam- 'komakl. 17.00. Miðvikudagur 28. des- embcr: Jólafagnaður fyrir börn kl. 14.00. Fimmtudagur 29. desember: Jóla- fagnaður á Hlíð kl. 14.00. Jólafundur fyrir 11+ kl. 18.00. Föstudagur 30. descmber: Jólafagn- aður eldri borgara í þjónustumiðstöð- inni Víðilundi 24 kl. 15.00. Hin góðkunnu hjón, Imma og Óskar koma til Akureyrar 29. des. og verða með um hátíðarnar. Guð gefi ykkur gleðileg jól og bless- unarríkt ár. Innréttingar zzzz o I /N o 1 i (Z 0 0 öS hzzzi 0 o o <3 Framleidum Eldhúsinnréttingar. Baðinnréttingar. Fataskápa. Gerum föst verðtilboð. m Dalsbraui 1 - 600 Akureyri Sími (96) 11188 - Póstfax (96) 11189. □LUR THÉBMIBJA Imréttingar fyrir: Eldhús - bað þvottahús og forstofu OLUR TRÉBMIÐJA trésmiðja Fjölnisgötu 6i • Sími 27680 Samkomur HVÍTASUfífíUKIRKJAfí v/siíardshlíð Aðfangadagur kl. 16.30-17.30: Syngjum jólin inn. Ræða: Vörður L. Traustason. Jóladagur kl. 15.30: Hátíðarsam- koma. Ræðumaður Rúnar Guðnason. Takið eftir Hjálparlínan Ljós heimsins. Sími 42330 á kvöldin, um helgar og alltaf í neyðartilfellum. Minningarspjöld fyrir Samband ís- Icnskra kristniboðsfclaga fást hjá Pedró. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar._____________ Utlendingafélag Eyjaljarðar hefur opnað þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir útlendinga búsetta á Eyjafjarðar- svæðinu. Miðstöðin er til húsa í Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11. Sími 26680. Opnunartími er á þriðjudögum kl. 19.- 21 og á föstudögum kl. 14-17. Þjón- ustufulltrúi er Inger N. Jensen. Skíðahjálmar Kr. 3.940 Skíðaþjónustan Fjölnisgata 4b, Akureyri, sími 96-21713. Jólagjöfin JGrsí Smíðaviður unninn úr rekaviði á Akureyri? Ýmis Ijón í veginum áður en af framkvæmdum getur orðið Stefnt er að stofnun nýs fyrir- tæki á Akureyri á næsta ári sem mun sjá um söfnun og vinnslu rekaviðar en fyrirhugað er að vinna smíðavið úr rekaviðnum sem fyrst og fremst verður aflað í Skoruvík á Langanesi en einnig víðar. Það mundi veita mörgum sumarvinnu vítt og breitt um norðan- og vestanvert landið. Lakara timbrið verður nýtt í girðingarstaura og til fram- leiðslu á vörubrettum. Að stofnun fyrirtækisins standa Elís P. Sigurðsson á Breiðdalsvík, Þórarinn Kristjánsson í Gúmmí- vinnslunni hf. á Akureyri, Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á Árskógs- strönd, en fyrirtæki hans, Katla hf., hefur undanfarin ár smíðað lít- Fiskveiðar: il vörubretti, svokölluð Eurobretti, en rekaviðarbökin verða fyrst og fremst notuó t þá smíði. Gífurleg verðmæti eru fólgin í rekaviðnum, en hann hefur til þessa aðallega verið nýttur til giróingarstauragerðar. Meðal þeirra tegunda sem hingað berast er rauðvióur (oregon pine), sem hentar ágætlega til framleiðslu á parketi og í gluggaefni. Ef áætlanir ganga eftir verður söfnun rekaviðarins haftn fljótlega á næsta ári. Þórarinn Kristjánsson, einn að- standenda væntanlegs rekaviðar- fyrirtækis, segir að málió hafi ver- ið til skoðunar síóan á rniðju ári en leysa þurfi ákveðin vandamál áöur en hugmyndin verði að veru- leika. „Það má því segja að málið sé enn sem komið er hinum megin við hæðina“, segir Þórarinn Krist- jánsson. GG Húsavík: Ekiöábíl - og stungiö af Ekíð var á bláan Lancer er stóð á bílastæði á móts við verslunina Búrfell við Garðarsbraut á Húsavík kl. 14-17 í fyrradag. Skemmdir urðu á bretti og hurð á hægri hlið bílsins en ökumaður- inn sem tjóninu olli lét sig hverfa að svo búnu. Hann mun ekki vera einn um slíka hegðan, að sögn lögreglu sem lýsir eftir vitnum aö óhappinu. IM Togarar Skagfirðings hf. á sjó um jól og áramót Allir togarar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki verða á sjó um jól og áramót og munu þeir allir selja erlendis á nýju ári, fyrst Skafti SK-3 þann 4. janúar. Síð- an munu Drangey SK-1 og Skagfirðingur SK-4 selja 9. janúar, en Skagfirðingur SK fór frá Reykjavík í fyrradag þar sem sett var í hann flottroll og flot- trollsvinda auk annarra smærri viðvika. Hegranes SK-2 hélt frá Sauðárkróki í gær á veiðar en togarinn á söludag erlendis 11. janúar. Togarar Þormóðs ramma hf., Sigluvík SI-2 og Stálvík SI-1, koma til löndunar í dag af rækju- veiðum og Sunna SI-67 er væntanleg á morgun. Arnarnes SI, kom til landsins úr Flæmska hatt- inum um sl. mánaðamót og heldur vestur al'tur í janúarmánuði en Sunna SI verður áfram á rækju- veiðum hér við land. Siglfiróingur SI-150 er á leið af miðunum og verður á Siglufirði fram yfir nýár, en Siglir er að fara í breytingar, sem miða að því að skipið brenni svartolíu. Togarar Skagstrendings hf., Arnar HU-1, Örvar HU-21 og Amar II HU verða í höfn um jól og áramót en Örvar HU fer síðan í vélarupptekt til Noregs. Hólmadrangur ST-70 frá Hólmavík hefur verið á Vest- fjarðamiðum og aflað sæmilega. Hann kemur til löndunar í dag á Hólmavík og fer ekki aftur út fyrr en í fyrstu viku janúarmánaðar. Sólberg ÓF-12 landaöi 50 tonnum af þorski og grálúðu í gær í Ólafsfirði, sem unnið veróur í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar fyrir áramót. Múlaberg ÓF-32 er að koma úr siglingu og fékk allt að 200 kr/kg fyrir karfann, sem er mjög gott verð. Þriðji togari Sæ- bergs hf. kemur á Þorláksmessu. Sigurbjörg ÓF-1, togari Magnúsar Gamalíelssonar hf., kemur á Þor- láksmessu en togarinn hefur verið fyrir vestan land og er aflinn blandaður, þó aðallega þorskur, enda virðist vera mikið af honum nú allt í kringum landið. Björgúlfur EA-312 er á þorsk- og grálúðuveiðum norður af Langanesi og kemur inn fyrir jól, en Björgvin EA-311 er á rækju- veiðum norður af Kolbeinsey. Bliki EA-12 landaði sl. laugardag 45 tonnum af frystum flökum eftir 11 daga veiðiferð, aflaverðmæti 12 milljónir króna, og fer hann á rækjuveiðar eftir áramót. Bliki EA hefur ekki farið á rækjuveiðar all- lengi en ástæðan er þverrandi botnfiskkvóti skipsins. Baldur EA-108 hefur verið á rækjuveið- um í Eyjafjarðarál og landar á Dalvík í dag. Súlnafell EA-840, togari KEA í Hrísey, landaði í fyrradag 50 tonn- um á Dalvík, sem fara til vinnslu í frystihúsinu þar. Togarinn fer á veiðar fljótlega á nýju ári. Allir togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf„ átta talsins, koma inn fyrir jól og fara ekki aftur út fyrr en fyrstu daga næsta árs að undaskildum Svalbaki EA-2 sem er í breytinum og „gamla“ Sval- baki sem legið hefur við bryggju síðan í haust er Smuguferóum lauk. Togarar Samherja hf. koma einnig allir inn fyrir jól, en þeir munu halda á veiðar milli jóla og nýárs en koma aftur inn í síðasta lagi á gamlársdag. Margrét EA- 710 er í slipp í Póllandi. Frosti ÞH-229 frá Grenivík landaði 73 tonnum af bolfiski í fyrradag hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. og verður inni fram á næsta ár. Húsavíkurtogararnir, Kolbeins- ey ÞH-10 og Júlíus Havsteen ÞH- 1, komu til Húsavíkur í gær og halda ekki aftur á veiðar fyrr en á nýju ári. Raufarhafnartogarinn Rauði- núpur ÞH-160 hefur verið á veið- um austur í Rósagarði síðan á sunnudag og landar á Raufarhöfn á Þorláksmessu. Landað var ný- lega 24 tonnum af karfa í gáma á Fáskrúðsfirði og fékkst 150 króna meðalverð, en eitthvað var aflinn blandaður sem dró meóalverðið niður. Stakfell ÞH-360, togari Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf., er á Vestfjarðamiðum og hefur aflinn aóallega verið þorskur. Hann fer aftur á veiðar strax á nýju ári. Vopnafjarðartogararnir Ey- vindur Vopni NS-70 og Brettingur NS-50 veróa inni yfir jól og ára- mót. Togarar Úthafs hf. koma úr Smugunni; Hágangur II kom til Vopnafjaróar í fyrradag með 5 tonn af saltfiski og Hágangur I er væntanlegur til Þórshafnar í dag meó 20 tonn af saltfiski. Ekki er ljóst hvenær togaramir fara aftur á veiðar og hvert, en ákvörðun þess efnis verður ekki tekin fyrr en á nýju ári. Það kann því allt eins að vera að ekki verði haldið aftur í Smuguna, enda afli verið þar sára- tregur. GG Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁLFHEIÐUR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Borgarsíðu 15, Akureyri, sem lést 16. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins- félagið. Helgi Sigfússon, Snjólaug Kristín Helgadóttir, Ásgrímur Sigurðsson, Sveinbjörg Kristjana Helgadóttir, Jónas Baldursson, Magnús Jón Helgason, Sigfús Ólafur Helgason, Jóhanna Elín Jósefsdóttir, Helgi Heiðar Helgason, Gyða Henningsdóttir, Karl Símon Helgason, Halldóra Konráðsdóttir, Ásdís Elva Helgadóttir og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.