Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 23. desember 1994 Það vekur alltaf töluverða eftirtekt þegar þekktar aflaklær hætta til sjós og fara að starfa í landi, ekki síst þegar viðkomandi er á besta aldri, 42 ára. Þorsteinn Viiheimsson hætti í sumar skip- stjórn á aflaskipinu Baldvini Þorsteinssyni EA-10 og ákvað að koma í land og taka þátt í rekstri útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. sem hann stofnaði á árinu 1983 ásamt bróður sínum Kristjáni og frænda, Þorsteini Má Baldvinssyni. Feður þeirra nafnanna og frændanna voru tvíburabræður. Árið 1983 byrja þeir með einn togara, en í dag eru skipin orðin 6, auk þess sem fyrirtækið á m.a. hlut í Söltunarfélagi Dalvíkur hf., Strýtu hf. á Akureyri og er með togarann Stokksnes EA-410 á leigu. Samherji hf. er því á rúmum áratug orðið eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Geta má þess að frændi Þorsteins, Finnbogi, bróðir Þorsteins Más, er framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur hf. Nýlega keypti svo Framherji hf. togarann Beini frá Færeyjum ásamt færeyskum aðilum en Samherji hf. á stóran hlut í því fyrir- tæki. Togarinn verður m.a. gerður út á þorskveiðar í Barents- haflð. Breytingar á honum fara fram í Slippstöðinni-Odda á Akureyri, en togarinn mun bera nafnið Akraberg. Þorsteinn giftist Þóru Hildi Jónsdóttur á gamlársdag 1974, en giftingin var ekki ákveöin fyrr en ljóst var að brúðguminn yrði ör- ugglega í landi, en hann var þá .í sínum fyrsta túr sem skipstjóri, á Sólbaki, en á þeim árum voru tog- aramir oft úti um áramótin. Börn þeirra Þorsteins og Þóru Hildar eru fimm; tveir synir, Vil- helm Már og Jón Víðir, og þrjár dætur, Brynja Hrönn, Hildur Osp og Laufey Björk. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara á sjó þegar ég stýrimaður á Sólbaki, flesta túrana það sumar þar til ég settist aftur á skólabekk í 3. bekk Stýrimanna- skólans. Þetta var fyrsta reynsla mín sem stýrimaður. Þetta var fyrsti Sólbakur sem kom til UA en hann var smíðaður í Frakklandi. Áki Stefánsson var þá með Sól- bak, stýrimenn Jón Pétursson og Styrmir Gunnarsson en þetta lið hafði flust yfir á Sólbak frá Harð- baki. Á síldveiðar í Norðursjó Eftir að ég lauk skólanum vorið Sólbak. Ég sótti um, en gerði mér engar vonir um aó ég fengi það, hafði enga reynslu að því undan- skildu að ég hafði leyst af á Sól- baki tveimur árum áöur og á nóta- veiðunum á Lofti Baldvinssyni. Auðvitað hafði ég metnað og vildi klifra upp metorðastigann og gat því ekki sleppt þessu tækifæri þegar mér bauðst það. Á Lofti Baldvinssyni voru fyrir svo marg- ir menn sem voru búnir aó vera svo lengi að ég sá ekki að ég kæmst neitt áfram þar á allra næstu árum. Mér líkaði hins vegar mjög vel á Lofti. Eg var á Sólbaki fram í mars- mánuð 1975 með Sigurði Jó- hannssyni, eða í tæpt ár. Um jólin 1974 fór ég minn fyrsta túr sem skipstjóri, þá á Sólbaki. í mars- mánuði 1975 kom svo nýr Harð- bakur og ég fór yfir á hann og var þar til ársins 1977 er ég fór yfir á Kaldbak, en þá bauðst mér aó ger- ast þar skipstjóri, 25 ára gamall.“ Skipstjóri á Kaldbaki, 25 ára gamall - Þótti ekki einhverjum það mikil forfrömun að svo ungur maður yrði skipstjóri á einum togara ÚA? „Jú, eflaust hefur það verið, og kannski sumum þótt einhverjir aðrir standa þessu nær en ég. Ég svaraði boðinu um að gerast skip- minnistæóara en einhver einstakur túr, en á því ári var engin túr sem landað var afla undir 200 tonnum og stundum vorum við fljótir í ferðum. Þaó virtist vera sama hvort við fórum austur eða vestur, alltaf vorum við á réttu róli. Einn grálúðutúrinn gerði 375 tonn og var ekki stoppað nema í 6 daga á miðunum fyrir vestan, út af Vík- urálnum. Þetta er auðvitað mikið álag og lítið sofið, en geysilega skemmtilegt. Það var sérstaklega ánægjulegt að okkur tókst að halda trollinu heilu en botninn þarna er mjög erfiður og engar græjur um borð í líkingu viö það sem er í dag. Á þessum árum var eingöngu togaó eftir tilfinning- unni. Ánnan túr gerðum við á Halamið á þessum árum og feng- um 350 tonn og vorum 7 daga á veiðum. Minnistæóastur er mér samt túr sem farinn var í marsmánuði á ár- inu 1981. Þá vorum við komnir austur undir Fót þegar við snérum við og sigldum í þrjá tíma til baka en snerum síðan við aftur ásamt Sigurbjörginni frá Ólafsfirði. Þeg- ar við vorum búnir að vera þarna í eina 8 eða 9 daga kringum Fótinn og við Hvalbakshallið og komnir með um 200 tonn fór að lóða tölu- vert upp í sjó. Mig langaði að reyna flotttroll þrátt fyrir að marg- ir héldu að þetta væri bara loðna. tókum við tvö stutt hol og það voru 60 tonn í þeim. Það var svo- lítið gaman aó þessu því það voru margir búnir að halda því fram að þarna væri engan þorsk að fá, aó- eins loðnu. Það varó ekkert meira úr þessu, en á svæðið kom allur flotinn. Eftir þetta var geysimikið fiskerí fyrir austan sem stóð langt fram í júní.“ Aldrei heima um jólin - Var yfirleitt verið úti um jól? „Já, þaó var yfirleitt verið úti um jól. Þau ár sem ég var hjá Út- gerðarfélaginu var aldrei verið heima um jólin. Það var ekki fyrr en ég var hættur hjá ÚA og byrj- aður á Akureyrinni að tekin var sú ákvörðun að vera heima um jólin. Á árunum fyrir 1970 þegar síldin var í algleymingi var ekki eftir- sóknarvert að vera á togurunum og þá fékkst enginn í afleysingar og því urðu menn oft að fara á sjó um jól og áramót þótt þeir hafi kannski ekki ætlað sér það. Þetta var oft hundleiðinlegt. Það var gert betur viö mann- skapinn í mat um jólin enda var þá ekki þetta lúxusfæði um borð í togurunum sem er í dag. Þá skynj- aði maður vel muninn á jólamatn- um og hversdagsmatnum enda er þetta kannski orðið allt of flott í dag. Segja má að það sé orðinn jólamatur allt árið og því erfitt að 99Ætli meðeigendur mínir heföu ekki kosið að hafa mig lengur á sjónum“ - segir Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri, sem kominn er í land eftir 27 gifturík ár til sjós hafði til þess aldur og þorska. Ég ólst upp við þetta, pabbi var skip- stjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga fyrstu tólf ár ævi minnar en 1964 hætti hann til sjós og fór í land og gerðist annar af forstjór- um Útgerðarfélagsins. Ég var hins vegar byrjaður að þvælast meó honum til sjós á Harðbaki gamla fimm ára gamall, en það var fyrsta skipið með því nafni, einn af gufutogurunum sem smíðaður var eftir stríð. Ég mótaóist þannig af því að vera um borð á hverju sumri með pabba þar til ég var 12 ára. Ég ætlaði mér að verða sjó- maður eins og margir strákar á þessum aldri, og auðvitað skip- stjóri á Haróbaki eins og pabbi. Það gekk hins vegar ekki eftir aó ég yrði skipstjóri á sama Harðbaki og pabbi en varð hins vegar af- leysingaskipstjóri á þeim Harð- baki sem síðar kom og enn er í skipastól Útgerðarfélagsins. Fyrsta túrinn minn á sjó sem háseti fór ég 22. maí 1968, þá 16 ára gamall, á Harðbaki en skip- stjóri var Áki Stefánsson. Þar var ég fyrstu fjögur árin á sjó. Ég sá ekkert annað en að komast á Harðbak og kannski hefði ég byrj- aó eitthvaó fyrr ef pabbi hefói enn verið skipstjóri. Ég fór síóan í Stýrimannaskólann eftir gagn- fræðapróf, eftir að hafa verið ár á sjó þó ég væri ekki kominn með nægjanlega langan siglingartíma. Sumarð 1972 leysti ég af sem 1973 fór ég sem afleysingastýri- maður á Loft Baldvinsson frá Dal- vík. Loftur var á síldveiðum í Noröursjó undir skipstjórn Gunn- ars Arasonar, núverandi yfírhafn- sögumanns á Akureyri, og Þor- steins Gíslasonar, sem síðar varð fiskimálastjóri. Það var mikil breyting að koma yfir á nótaskip af togurunum, annars konar veiði- skapur og meiri skorpuvinna, en hins vegar ekkert að gera þess á milli. Okkur gekk hins vegar mjög vel þetta sumar, en íslensku skipin lönduðu öll síldinni í Hirtshals í Danmörku en Loftur landaði raun- ar einu sinni í Þýskalandi en þá var ég í fríi. Fyrirkomulagið var þannig að maður var tvo mánuöi í Norðursjónum og einn mánuð í fríi heima. Það gat gert miklar brælur þama, sérstaklega í nóvember og desember, vegna þess að það er svo grunnt þama, og þá verður sjórinn stundum ofsalegur á þess- um slóðum. Sjórinn hér við land er miklu þyngri í brælum, en í Norðursjó er mikið um brotsjói. Við losnuóum hins vegar við brælumar á þessum tíma því þá var Loftur Baldvinsson í lengingu í Fredrikshavn í Danmörku svo út- haldið þetta sumar varö ekki mjög langt. Næsta vetur var ég á bátn- um á loðnu, þá sem háseti. Sumarið eftir, þ.e. 1974, hugð- ist ég fara aftur á Loft Baldvins- son, en þá vantaði 1. stýrimann á stjóri á Kaldbak ekki játandi strax, þetta er stórt og mikið skip. Faðir minn var þá annar af tveimur for- stjórum fyrirtækisins og það var vel hægt að túlka þetta boð um skipstjórastarfíð sem hreinan klíkuskap. Pabbi réði þessu ekki einn, hann og Gísli Konráðsson réðu þessu í sameiningu enda var ég kallaður til þeirra beggja þegar boóið var lagt fram. Það var til- viljun sem réói þessu, Sverrir Valdimarsson hætti þá meö Kald- bak, yngri menn að koma til starfa hjá félaginu sem stýrimenn þannig aö þaó var eðlilegt að skipstjóra- starfið yrði boðið yngri manni. Ég er svo með Kaldbak frá haustinu 1977 allt þar til ég hætti hjá ÚA um miðjan júlímánuð 1983 þegar togarinn Guðsteinn, sem fékk nafnið Akureyrin, er keyptur frá Grindavík og við Kristján bróöir og Þorsteinn Már stofnum Samherja hf. kringum út- geröina á henni. Mér hefur haldist mjög vel á mannskap til sjós. Margir voru með mér á Kaldbaki öll árin og komu svo með mér yfir á Akur- eyrina og síðan þaðan á Baldvin Þorsteinsson þegar hann kom nýr til landsins.“ 375 tonn af grálúðu á 6 dögum - Hvaða túr er þér eftirminnileg- astur meðan þú varst með Kald- bak? „Allt árið 1981 er mér kannski Engir aflanemar eða önnur tæki voru til á þessum tíma þannig að eflaust hefur verið dregið allt of lengi og eins var bilun á höfuð- línustykkinu þannig að maður sá ekki innkonruna. Þaó var allt of mikið í trollinu þegar híft var og það fór allt, þaó réðist ekki neitt við neitt. Þetta var sko enginn loðna, heldur púra þorskur. Við stoppuðum þarna í tvo daga, fyrri daginn fengum við um 90 tonn í tveimur holum en seinni daginn bjóða upp á tilbreytingu í matar- gerðinni. Það var togað á aðfangadags- kvöld og um áramót, en maður heyrði stundum af mönnum sem létu reka í nokkra tíma á aófanga- dagskvöld. Ég sá ekki tilgang í því að láta reka fyrst á annað borð var verið úti á sjó en stundum var þó reynt að draga eitthvað lengur. Á gamla Harðbaki var aflinn oft seldur erlendis í janúar, og þá var farið af stað út á nýársdag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.