Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(lþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. i Samtakamátturínn Þegar á þarf að halda stendur þjóðin saman, sam- kenndin er rík og samtakamátturinn mikill. Þetta má glögglega ráða af viðbrögðum landsmanna við landssöfnuninni „Samhugur í verki“ sem hófst sl. fimmtudagskvöld með ávarpi forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur. Söfnunin gekk afar vel í gær og henni verður fram haldið í dag og á morgun. Þeir mannskaðar sem þjóðin hefur orðið fyrir á síðustu dögum, í Súðavík og Reykhólasveit, eru þungt högg fyrir ekki fjölmennara samfélag. En þegar mest á reynir, þegar áföllin dynja yfir, endur- nýjar þjóðin kraft sinn og horfir fram á veginn. ís- lendingar gefast aldrei upp fyrir ógnvekjandi kröft- um náttúruaflanna. Þessi ógn er hluti af okkar til- veru, fórnarkostnaðurinn við það að vera íslending- ur, eins og Össur Skarphéðinsson, umhverfisráð- herra, orðaði það í sjónvarpsviðtali fyrr í vikunni. Davíðshátíð í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu þjóðskáldsins Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi og verður þess minnst með veglegum hætti á Akureyri og víðar. í dag verður Davíðs minnst í Möðruvallakirkju og sömuleiðis verður opnuð athyglisverð sýning á verkum hans í Amtsbókasafninu á Akureyri. í kvöld verður síðan frumsýning í Samkomuhúsinu á Akur- eyri á leikverki Erlings Sigurðarsonar, „Á svörtum fjöðrum", sem byggir á skáldverkum Davíðs Stef- ánssonar. Á morgun, sunnudag, les Arnar Jónsson, leikari, úr verkum Davíðs í Davíðshúsi og á næstu vikum og mánuðum verður skáldsins minnst á ýms- an hátt. í Degi þann 4. mars 1964 er greint frá andláti Davíðs Stefánssonar. í leiðara Dags þann dag segir þáverandi ritstjóri, Erlingur Davíðsson, m.a.: „Þjóð- in syrgir þjóðskáldið frá Fagraskógi. Akureyri er fá- tækari en áður. Norðurland er svipminna en áður. Norðurland er svipminna en það var. Við finnum allt í einu, hve Davíð Stefánsson frá Fagraskógi átti mikinn þátt í reisn okkar sjálfra, hvers og eins. En hve mikið eigum við þá ekki að þakka, að eiga ljóðin hans öll, hafa kynnst honum persónulega og notið hans svo lengi?“ I UPPAHALDI POSTKORT FRA ÞYSKALANPI HLYNUR HALLSSON FR0STIÐ ER K0MIÐ 0G BÍTUR í kinnar lítilla barna sem helst vilja vera berfætt á verönd- inni. í viku var líka snjóföl sem nýtt var fram á síðasta dag til sleðaferða upp á tveggja metra hól við ána. Hér eru engar almennilegar brekkur. Áramótin sviðnuðu líka í samanburði við Hjálpar- sveit skáta sem venjulega skaffar dótið. Þaó er þó alltaf hægt að hugga sig vió mið- vikuöskudag sem byrjar á föstudegi í febrúar með trúð- um í fullum stríðsklæðum. Fyrir austan okkur hefur Jéltsín líka sýnt sitt rétta and- lit með árásum á óbreytta borgara sem héldu að hann væri vinur sinn. En vinur hans Kól styóur við bakið á frænda sín- um. Og þó að fullyrðingin um að Jéltsín sé verri en Hitler, því hann ráöist gegn eigin fólki, standist þá er það kaldhæónislegt aó alltaf skuli sama sagan endurtaka sig og það stöð- ugt nær þegar fimmtíu ár eru að veróa lióin frá „stríðslokum". Vikublöðin jórjú Stern, Focus og Spi- egel keppast við að flytja fréttirnar í myndum og keppa innbyróis um leið. Sá sem er hraðsoðinn vinnur. Annars furðulegt að ekki skuli ganga aó gefa út eitt fréttatímarit á Islandinu góða. Á forsíðu er fullyrt aó út- lenskir glæpa- menn séu að leggja undir sig Þýskaland og því er svo fylgt eftir meó - með föls- uóum stöplaritum sem allir ættu að geta séð í gegnum ef þeir bara vilja. Því þegar nánar er skoðað eru línur fyrr- verandi júgóslava og pólverja teygðar ótæpilega ekki því það gerði sá síðarnefndi líka eins og allir stríðsherrar, en þeirra þýsku þressaðar sam- an eða sundurskomar eftir hentugleik. Og allt eru þetta grunaðir glæpamenn og í öll- um tilfellum eru þýskir sjálfir í meirihluta enda á heimavelli í íþróttinni; fjárkúgun- um, eitur- lyfjasölu og vopnasmygli. En þaö er fleira óhreint í pokahorninu því það er löngu komið í Ijós að græni punkt- urinn sem átti að vera trygg- ing fyrir endurvinnslu var bara plat. Það var svo vond lykt af öllum plastumbúðun- um að draslió var bara press- að saman og grafið einhvers- staðar í Afríku og Albaníu. Þá getur Éunum um eina í eld- inn vió að kaupa allt í margnota um- búóum sem hafa engan grænan platpunkt og eru ekki sendar eitthvert í burtu heldur notaðar aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Myndlistin er líka endur- unnin enda búið að gera allt, oft. Bankarnir keppast i j| enda vút- L Jm ir ekki af. | í Diissel- p. jM| dorfer mesta fjörið í augnablikinu enda liggur bærinn vel við. Berlín og Köln keppast hins- vegar um stóru bitana og Hannover fær að vera með því þar verður heimssýningin eftir fimm ár og ekki seinna vænna en að fara að taka sig til fyrir ballið. Manneskja-Náttúra-Tækni eru einkunnarorðin og það síðasta fer enn fyrir brjóstið á sönnum græningjum sem halda að allri tækni fylgi sóun og mengun og er reynd- ar ekki svo fjarri lagi sé litið til síð- ustu ára- tuga. En við verðum að finna svör við öllum vandamálunum svo að við getum horft í augun á börn- unum okkar í framtíðinni. Það eru tvö galopin spyrjandi augu á opnunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.