Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 13
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar:
Sýnir myndina
„Hvítur“ efitir helgi
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
mun næstkomandi mánudag og
þriðjudag sýna kvikmyndina
„Hvítur“ (Blanc) í Borgarbíói á
Akureyri. Sýningarnar verða kl.
19 báða dagana.
Myndin hefur hlotið Iof víða og
sigraði hún á kvikmyndahátíðinni
í Berlín í fyrra. Leikstjóri myndar-
innar er Kryzysztof Kieslowski,
sem þekktur er fyrir myndina
„Tvöfalt líf Veróniku“ og sjón-
varpsþáttaröðina Boðorðin 10.
Hvítur er önnur myndin í trílógíu
þar sem leikstjórinn sækir titla
myndanna til litanna í franska
þjóðfánanum. Litirnir eiga að
tákna kjörorð frönsku byltingar-
innar: frelsi, jafnrétti og bræóra-
lag.
Starfsemi
Punktsins
að komast
í fullan
gang
íþróttaskóli
bamanna
(3ja-6 ára)
hefst laugqrdaginn
21. janúar í íþróttahúsi
Glerárskóla.
Skráning í Hamri
í síma 12080.
Hvítur táknar jafnrétti og í
myndinni komast áhorfendur í
kynni við Karol sem er pólskur
hárgreiðslumeistari sem giftur er
hinni gullfallegu frönsku Dom-
inique. Þau búa í París en Karol
hefur aldrei náð að festa rætur þar
sem leiðir til að Dominique sækir
um skilnað vegna þess að hann
getur ekki gagnast henni. I dóm-
salnum finnur Karol mjög til van-
máttar síns þar sem franskan er
honum ekki töm og vöm hans
verður klén.
Karol flýr því til PóIIands þar
sem hann nær að byggja upp við-
skiptaveldi. Undir niðri krauma þó
sárindi gagnvart eiginkonunni og
hann hyggur á hefndir. Vígstöðv-
amar velur hann sjálfur sem og
vopnin en spumingin er hvort
hefnd leiðir til jafnréttis. JÓH
Kyrrðardagar
verða haldnir í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn
í Aðaldal 3.-5. febrúar
Umsjón hafa sr. Kristján Valur Ingólfsson rektor í Skálholti
og sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup.
Þátttaka öllum opin!
Þátttökugjald er kr. 6.000.- og er matur og gisting innifalin.
Skráning og upplýsingar hjá Jóni Helga Þórarinssyni,
sóknarpresti á Dalvík (símar 96-61685, bréfsími 96-63190),
og Svavari A. Jónssyni, sóknarpresti í Ólafsfirði
(símar 96-62220, 96-62560).
&
Handverks- og tómstundamió-
stöðin Punkturinn óskar öllum
gleðilegs árs og þakkar fyrir
gamla árið. Nú er starfsemin að
komast í fullan gang á nýju ári.
Opnunartími er alla virka daga frá
kl. 10 til 17, auk þess er opið á
mánudögumkl. 19-22.
Leiðbeinendur eru til staðar á
ýmsum sviðum, s.s. húsgagnavið-
gerðum, vefnaói, leirmótun, mál-
un, pappamassa, saumum, o.fl.
Auk þess eru námskeið í skraut-
skrift og talaðri ensku alltaf til
staðar. Þessu til viðbótar verða
sett upp námskeið í bókbandi, tré-
skurði, körfugerð og fleiri grein-
um ef næg þátttaka fæst.
Alltaf er heitt á könnunni og
stefnt að því að hittast á þriðju-
dögum kl. 14 og spjalla, skoða og
skiptast á skoðunum um hand-
Verk. (Fréttatilkynning)
Leiðrétting
Meinleg villa var í uppskriftinni
sem birtist í síðasta helgarblaði
Dags af verðlaunaeftirrétti Sverris
Páls Myntudraumnum.
Sagt var að í réttinn ætti að
nota 1 dl af rjómaosti, sem er allt
of lítið og kolrangt. I Myntu-
drauminn á aó nota 1 dós, 400
gramma dós, af rjómaosti. Von-
andi kemst leiðréttingin til skila
því þá og aðeins þá verður verð-
Íaunarétturinn eins og hann á aó
vera, ljúffengur. KLJ
►AMJHUGUR
ÍVERKI
Faðir ljósanna,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
Sálmabnk 523: 4
Matthías Jochnmssun
LANDSSÖFNUN
VEGNA
NÁTTÚ RU H AMFARA
í SÚÐAVÍK
Þjáning og sorg íbúa í
Súðavík og gífurlegt
eignatjón kalla á skjót
viðbrögð okkar allra þeim til
hjálpar og stuðnings.
HRINGDU 1 SIMA:
Símamiðstöð söfnunarinnar er opin:
Fimmtud. 19. jan. kl. 20.00-22.00
Föstud. 20. jan. kl. 09.00-22.00
Laugard. 21. jan. kl. 10.00-22,00
Sunnud. 22. jan. kl. 10.00-22.00
Þú tilgrcinir Jiá pcningai járha-i) sem þú
vilt láta setja sem i'ramlag |>it( til hjálpar
llölskyltltint í Súðavík - á greiðslukort
eða á hcimsetulan giróseðil.
8005050
eða leggðtt fratnlag þitt inn á bankarcikning nr.
1117-26-800
í Sparisjóði Súöavíktir.
Ilægt er að lcggja inn á reikninginn í ölluni sparisjóðntn,
bönkuni og póstluisuin á landinu.
Sjóðstjórn laiulssiifmmarinnar er skipnð fiilltrúum Rauða kross íslands, Stöð 2 llylgjan Ríkisútvarpið Kikissjónvarpið FM95.7 Aðalslöðin \-ið
lljálparstofmmar kirkjunnar, opinberra aðila og Þjóðkirkjunnar. Ilrosið Aljiýðublaðið Uagur l)V Morgunhlaðið Morgunpósturimi Tíminn
Fjárga-sluaðili söfnunariuuar eru sparisjóöirnir á íslandi. Póstur og simi Itauði kross íslands lljálpnrstoliiun kirkjiiunar