Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 3 Stormasömu prófkjöri framsóknarmanna á Norðurlandi vestra lokið: Páll hélt fyrsta sætinu örugglega - reglurnar urðu frjálslegri eftir því sem leið á prófkjörið Laust fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldið lágu fyrir úrslit í opnu prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Óhætt er að segja að um stormasama baráttu hafi verið að ræða og ekki eru allir á eitt sáttir varðandi framkvæmd prófkjörsins og túlkun þeirra reglna sem farið var eftir, sem urðu afar Qálslegar undir lokin, eins og einn frambjóðandi sagði. Verða þau mál án efa mikið rædd á kjördæmisþingi flokksins, sem verður á næstunni. Þingmenn flokksins, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson, sóttust sem kunnugt er báðir eftir fyrsta sæti listans og niðurstaðan er sú að Páll mun skipa það sæti. Efstu þrjú sætin verða eins skipuð og fyrir síðustu kosningar. Átta manns gáfu kost á sér í prófkjörinu. Þátttaka var afar góð, en 2853 greiddu atkæði, ríflega 800 fleiri en greiddu flokknum atkvæði sitt í síðustu Alþingiskosningum. Páll hlaut 1512 atkvæði í 1. sætið en Stefán 1173 og 1763 atkvæði í 1. og 2. sætið. Elín R. Líndal, Lækjamóti V.-Hún, fékk 1364 atkæði í 3. sætið, sem hún skipaði einnig í síðustu kosningum. í 4. sæti verður Magnús B. Jónsson á Skagaströnd, sem hlaut 1366 atkvæði í það sæti, en hann er nýr á listanum. Urslitin fyrir Qögur efstu sætin eru bindandi og þannig mun því röðin verða á framboðslistanum í Alþingis- kosningunum í vor. Herdís Sæmundardóttir á Sauðárkróki hlaut 1545 at- kvæði í 5. sæti, Sverrir Sveinsson á Siglufírði hlaut 1343 atkvæði í 6. sæti, en hann skipaði 4. sætið á lista flokksins í síðustu kosningum. Gunnar Bragi Sveinsson á Sauðárkróki hlaut 1355 atkvæði í 7. sæti og Valur Gunn- arsson á Hvammstanga 1380 í 8. sætið. Páll Pétursson: Kannast ekki við brot á reglum „Mér finnst þetta afar góð niðurstaða og í 2. og 3. sætinu er fólk sem ég mælti með að yrði þar. Ég hefði gjarnan viljað hafa Sverri Sveinsson í 4. sætinu áfram, ekki það að mjög góður maður kcmur í 4. sætið,“ sagði Páll Pétursson, aðspurður um úrslit prófkjörsins. Greini- legt væri einnig að kjósendur vilji hafa þá Stefán sem þing- menn áfram. Varóandi framkvæmdina sagist Páll ekki skilja þá umræðu. „Ég veit ekki til þess að neitt hafi ver- ið gert sem er óeðlilegt eða frá- brugðið þeirri framkvæmd sem var á prófkjöri árið 1987. Ég kannst ekki við það að reglur hafi verið brotnar af mínum stuðnings- mönnum. Mér finnst líka aó þeir sem mest hafa talað um óeðlilega framkvæmd hafi sýnt sig í að vera góðir smalamenn líka og ég er ekki að leggja þeim það til lasts. Það er t.d. athyglisvert að aðeins þriðjungur atkvæóa á Sauðárkróki var greiddur á kjörstað. Þar hafa því verið einhverjir menn á ferð.“ Hann sagði það sína skoðun að listinn ætti að vera með þeim hætti sem úrslit prófkjörsins segja til um og nú ættu mcnn að fara að hugsa til aðalbaráttunnar, þó alltaf væri erfitt aö ná upp kosninga- vinnu þegar prófkjör hafi verið undanfari uppslillingar. Stefán Guðmundsson: Ánægður með út- komuna en ekki framkvæmdina „Ég er ósáttur við fram- kvæmd próf- kjörsins, en síðan er annað mál hvort ég er ósáttur við nið- urstöðurnar og miðað við atkvæðafjölda flokks- ins í síðustu kosningum er ég mjög ánægur með að fá 1173 at- kvæði í 1. sætið,“ sagði Stefán. Stefán sagði það ekkert hafa breyst að hann muni hlíta niður- stöðum prófkjörsins. Hins vegar sé hann jafn óánægður með aö menn skuli ekki getað stýrt einu prófkjöri á skikkanlegan hátt þannig að reglur séu virtar. Eins sé greinilegt að sú ákvöröun kjör- dæmisþings að hafa prófkjör og leyfa fólki að hafa áhrif á listann, hafi ekki verið tekin að ástæðu- lausu. Þessi ákvörðun hafi verið vísbending um vilja til breytinga, sem hafi verið undirstrikað í próf- kjörinu. Það sjáist best af því að Páll Pétursson fái rúman helming atkvæða, eða tæp 53%, í fyrsta sætið. Hann sagði morgunljóst að á kjördæmisþingi, sem haldið verð- ur á næstunni, muni fara fram miklar umræður um framkvæmd prófkjörsins. „Sú umræða verður að fara fram og við verðum að hafa kjark til þess að þora að ræða um framkvæmd prófkjörsins og læra af þeim mistökum sem menn hafa verið að gera.“ Hann óttaðist ekki samstarfs- öróuglcika við Pál Pétursson á næsta þingi, en vildi að endingu ítreka þakkir til sinna stuðnings- manna. „Ég hlýt að meta það al- veg sérstaklega hvað ég átti mik- inn stuðning hér á Sauðárkróki og undirstrika hvað það var mér mik- ils viröi að þeir sem þekktu mig hvað best og störfuðu hér með mér, studdu mig vel. Ég mun ætíó meta það.“ Þróunarsjóður sjávarútvegsins veitti í desember átta úreldingarloforð til norðlenskra skipa: Drangey SK-1 eini togarinn í þeim hópi Eigandi Styrkur Rúml. Húni HU-62 Ásver hf., Blönduósi 7.613.000 29,46 Aldey ÞH-l 10 Höfói hf„ Húsavík 25.785.000 100,82 Drangey SK-1 Skagfirðingur hf. Sauðárkr. 72.810.000 451,12 Andri OF-62 Sæbcrg hf„ Olafsfirði 2.262.000 11,53 Eyrún EA-155 Ril'hf., Hrísey 27.135.000 131,79 Óli SI-34 Sverrir S. Ólason, Sigluf. 1.296.000 8,20 Sænes EA-75 Sænes hf„ Grcnivík 60.750.000 111,13 Geiri Péturs ÞH-344 Geiri Péturs hf. Húsav. 38.245.000 121,51 Opið hús á Amts- bókasafninu í dag Stjórn Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins veitti átta skipum í eigu Norðlendinga loforð um úreld- ingarstyrki í desembermánuði sl., alls að upphæð 238,9 millj- ónir króna. Rúmlestatala þess- ara skipa er 965,56 lestir. Einn togari er í hópnum, Drangey SK-1 frá Sauðárkróki. Á fundin- um í desember voru alls veitt loforð um úreldingu 34 skipa, 4.679 brúttólestir, alls að upp- hæð 1,2 milljarður króna. I byrjun þessa árs lágu fyrir 33 úreldingarbeiðnir, og er Kristbjörg ÞH-44, eign Korra hf. á Húsavík, þar á meóal. Einnig liggja fyrir beiónir um úreldingu sex frysti- húsa. Á árinu 1994 voru því alls veitt loforð um úrcldingu 176 skipa að upphæð 3,6 milljarðar króna. Þau eru alls 13.400 rúmlestir sem er um 11% af heildarstærð íslenska fiskiskipaflotans. Norðlensku skipin sem fengu loforð um úreldingu í desember voru eftirtalin: GG í tilefni þess að í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefáns- sonar skálds frá Fagraskógi verð- ur opið hús á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag kl. 10-18. Fólki gefst kostur á að skoöa salarkynni Amtsbókasafnsins og kynna sér starfsemi þess. Rétt er að geta þess að í dag verða sektir vegna vanskila bóka felldar niður og því er fólk hvatt til að skila þeim bókum sem það hefur trass- að að koma á safnið innan tiltek- ins tínra. Þá er þess að geta að gestum verður boðið upp á kaffi og kökur í tilefni dagsins. Klukkan 16 verður formlega opnuð sýning í Amtsbókasafninu á verkunr Davíðs, þ.m.t. handrit, bækur og margt fleira. óþh Elín R. Líndal: Reglurnar frjáls- legri með timanum „Ég sóttist eftir einu af þremur efstu sætunum og hlýt að vera ánægð með að ná því. Mér finnst ég fá góða kosningu í 3. sætið,“ sagði Elín R. Líndal, sem einnig skipaði 3. sætið á framboðslistanum fyrir síðustu kosningar. Líkt og Stefán hafði hún ýmis- legt að athuga við framkvæmd prófkjörsins. „Ég lagði strax í upp- hafi áherslu á að það giltu sömu reglur á öllum svæðum og að þær væru túlkaðar eins. Þannig hefur ekki verið og reglurnar hafa oróið frjálslegri með tímanum, það smá losnaði um þetta og varð afar frjáslegt undir lokin. Síðasta túlk- un á reglunum náði ekki hingað í V.-Húnavatnssýslu og ég er afar sátt við það. Sú túlkun gekk svo langt að hún var komin á ansi grátt svæði að mínu mati,“ sagði Elín. Þama var hún að vísa til þess að trúnaðarmenn í hverju sveitarfé- lagi voru famir að framselja trún- að sinn og ábyrgð til annarra og þannig búa til fleiri trúnaðarmenn til að „hjálpa til“ við kosninguna. „Mér finnst að fók verði að líta í eigin barm að lokinni þessari baráttu og spyrja hvort það sé sátt við sjálft sig,“ sagði Elín. Magnús B. Jónsson: Ánægður með árangurinn Magnús B. Jónsson á Skagaströnd kom nýr inn í 4. sæti Iistans og velti þar úr sessi Sverri Sveinssyni á Siglufirði. Hann kvaðst mjög ánægður með sinn árangur, en sagist ekki vera rétti maðurinn til að útskýra þetta góða gengi. Hann sagist lítið hafa um fram- kvæmd prófkjörsins að segja. „Framkvæmdin hér á Skagaströnd var eftir þeim reglum sem viö töldum bestar og réttastar. Við er- um til í alla umræðu um hvemig aó því var staðið. Hins vegar hef ég enga skoðun á því hvað aðrir menn hafa gert og engar sönnur á þeim sögum sem verið hafa á sveimi, aðallega í fjölmiðlum.“ Varðandi mikla þátttöku í próf- kjörinu sagist hann vonast til þess að hún benti til góðrar stöðu flokksins í kjördæminu, þó varla sé raunhæft að ætlast til þess að allt þetta fylgi skili sér í Alþingis- kosningunum. HA 4. Rammaáætlun ESB Rannsókna- og tækniáætlanir KYNNING Á AKUREYRI Efni: Kynning á starfsemi Evrópusambandsins varðandi rannsóknir og tækniþróun á sviði iönaðar og matvælaframleiðslu. Markhópur: Stjórnendur fyrirtækja og rannsóknar- stofnana á Norðurlandi. Staður: Hótel KEA, Akureyri. Dagur: Þriðjudaginn 24. janúar 1995. Tími: 13.00-15.30. Fundarstjóri: Dr. Þorsteinn Gunnarsson. DAGSKRÁ: 1. Kynning á 4. Rammaáætlun ESB. Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 2. Rannsókna- og þróunarstarfsemi: • Rannsóknasamstarf (CRAFT). Hörður Jónsson, Rannsóknarráði íslands. • Tækniyfirfærsla og nýting á rannsókna- niðurstöðum (VALUE, SPRINT). Emil B. Karlsson, Iðntæknistofnun íslands. • Fiskveiðar og landbúnaður (AIR). Dr. Hjörleifur Einarsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. 3. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER). Emil B. Karlsson, Iðntæknistofnun íslands. 4. Ferli umsókna. Hörður Jónsson, Rannsóknarráði islands. Iðntæknistofnun íslands - Akureyri. Skrifstofa Atvinnulífsins á Norðurlandi. Háskólinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.