Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995 FRÉTTIR Blönduós: Hús rýmt og leiksvæði lokað I fyrrakvöld rýmdi lögleglan á Blönduósi eitt hús og lokaði leiksvæði í útjaðri bæjarins. Astæðan er sú að þar slúttu fram miklar snjóhengjur og höfðu menn áhyggjur af því að þær gætu fallið fram með ófyrirsjánalegum afleiðingum. Umrætt svæði er í útjaðri bæjarins, norðan Blöndu. Um miðjan dag í gær var búið að fá snjóbíl með tönn og átti að reyna að sprengja hengjurnar fram. HA Sundlaug Húsavíkur: Metaðsókn í fyrra Metaðsókn var að Sundlaug Húsavíkur á síðasta ári þegar 53 þúsund almennir sundgestir sóttu sundstaðinn. Árið þar áður var einnig metaðsók, en þá mættu um 47 þúsund gestir í al- Bæjarráð Húsavíkur: Flugsam- göngur ræddar - við Flugleiðamenn Bæjarráð Húsavíkur vill fá betri þjónustu og tíðara flug til Húsa- víkur. Þjónusta Flugleiða við Húsvíkinga og Þingeyinga var til umræðu á fundi bæjarráðs sl. fímmtudag og mættu Páll Hall- dórsson og Bergþór Erlingsson frá Flugleiðum á fundinn. Stefán Haraldsson, bæjarfull- trúi (B), sagði að óvissa væri enn varðandi sumaráætlunina og þaó kæmi sér illa fyrir ferðaþjónustu- aðila, sem í mörgum tilfellum seldu feróir og gerðu áætlanir með margra mánaða fyrirvara. Hann sagði að Flugleiðir væru inni á því að auka ferðatíðnina og bjóða ferðir kvölds og ntorgna þrjá daga í viku í sumar, enn væri þó ekkert frágegnið í þessum efnum. Stefán sagði að málin hefðu verið reifuð og framtíðin rædd á fundinum, og þar væri mikill munur á eða þegar Flugleiðir hefðu fækkað ferðum umræðu- laust fyrir örfáum árum, en það hefði einmitt bitnað harkalega á ferðaþjónustuaðilum. IM Raf- geymar Bása- moftur Réttarhvammi 1 Sími12600 mennt sund. Ef kennslusund er tekið inn í dæmið hafa sundlaug- argestir verið um 70 þúsund, en þá er æfíngarsund Völsungs ekki reiknað með. „Sumarið var gott og ég verð var við meiri áhuga fólks á að hreyfa sig. Svo hefur verió heilsu- efling í gangi hér og ég á von á mikilli aðsókn á þessu ári, ekki síst í sumar vegna bættrar útiaðstöðu,“ sagði Sveinn Rúnar Arason, for- stöðumaður, aðspuröur um þessa auknu aðsókn. Rúnar sagði að framkvæmdir við útiaóstöðuna og heitan pott í sumar hefóu verið þess valdandi að í þrjár vikur var eingöngu sund- laguin opin en ekki heitir pottar eða vaðlaug. Aðsókn hefði alveg dottið niður á þessu tímabili og hann reiknaði með að sundlaugar- gestir hefðu verið um 1500 fleiri ef aðstaða við laugina hefði einnig verið opin þennan tíma, sam- kvæmt venju. IM Brim við Húsavíkurhöfn Mikið brim hefur bulið á ströndinni sunnan Húsavíkur undanfarna daga. Gefið hcfur upp á Norðurgarðinn, en þcg- ar myndin er tekin er fjara við Suðurgarð þó myndarlega skvetti við hafnarmannvirkin. Mynd: IM Hrafnagilsskóli: Eyjafjarðarsveit yfirtekur eign- arhuta Svalbarðsstrandarhrepps Eyjafjarðarsveit hefur yfirtekið eignarhluta Svalbarðsstrandar- hrepps í Hrafnagilsskóla. Samn- ingur um þetta efni var gerður skömmu fyrir síðustu áramót og miðaðist við yfírtöku frá 1. janú- ar sl. Samningurinn hefur verið samþykktur í sveitarstjórnum Vísbendingar um atvinnuleysi í janúar: Búist við að atvinnuleysi aukist Atvinnuástandið versnar að jafnaði mikið í janúar en gera má ráð fyrir rúmlega 30% árs- tíðarsveiflu að jafnaði en hún var rúm 18% í fyrra en aðeins rúm 3% árið 1992. Atvinnulausir eru að meðaltali um 880 færri í desember sl. en í desember 1993 og þeir eru einnig um 902 færri nú í lok desember en 1993. Aö þessu leyti ætti atvinnu- leysi nú í janúar að verða minna en í janúar í fyrra, sem var um 7,5%. Ekki er þó að búast við að físk- vinnslan fari mikið í gang fyrr en líða tekur á janúar, auk þess sem iðnaðarmönnum, verslunarfólki, bifreiðastjórum auk verkafólks fjölgar jafnan mikið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Sam- kvæmt þessu má búast við aö at- vinnuleysið aukist nokkuð í janú- ar, alls staðar á landinu og verði líkast til á bilinu 6,3% til 6,8%, segir í fréttatilkynningu frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráóuneytisins. KK sveitarfélaganna tveggja. Samkvæmt samningnum yfir- tekur Eyjafjarðarsveit lán, bæði hjá Lánasjóði sveitarfélaga og Iðnlánasjóði, yfirtekur viðskipta- skuldir og hluta í áföllnu viðhaldi. Samtals eru þessir liðir metnir á 20,2 milljónir króna. Jafnframt samningnum um yfirtöku á eignarhluta Svalbarðs- strandarhrepps í skólanum var gerður viðaukasamningur þar sem Eyjafjarðarsveit skuldbindur sig til að taka við nemendum úr Sval- barðsstrandarhreppi í 9. og 10. bekk án gjaldtöku til vors 1996. Opinber framlög, s.s. jöfnunar- framlög, vegna þeirra nemenda sem stunda nám við Hrafnagils- skóla fram að þeim tíma renna því til Eyjafjarðarsveitar. JOH Aldarafmæli Kvenfélags Húsavíkur: Kvenfélagskonurnar hafa unnið mikið menningar- og mannúðarstarf - og stuölaö að guðsótta og góðum siðum í plássinu Kvenfélag Húsavíkur minnist aldarafmælis síns á þessu ári. Kvenfélagið var stofnað 13. febrúar 1895 og var fyrsti for- maður þess Aðalbjörg Jakobs- dóttir. Þórdís Ásgeirsdóttir var formaður félagsins í 25 ár sam- tals, þegar lögð eru saman þrjú tfmabil er hún gegndi formanns- starfínu, en það er lengst allra formanna félagsins. Núverandi formaður er Svala Hermanns- dóttir og hefur hún gegnt for- mennskunni í tvö ár. Kvenfélagskonur hafa byrjað afmælisárið af röskleika í starfi, svo sem þeirra var von og vísa. Fyrstu helgina í janúar buðu þær bömum bæjarins á jólatrés- skemmtun, barnaball, en sá háttur hefur verið á hafður nær óslitið síðan 1908, samkvæmt fundar- gerðarbókum. Þó var ekki hægt að útvega jólatré 1915 og því var samkoman þá felld niður. Um síð- ustu helgi hélt kvenfélagið sitt ár- lega þorrablót og nk. mánudag verður haldinn aðalfundur félags- ins. Afmælisfundur verður haldinn á afmælisdaginn, 13. febrúar. Ef veður leyfir verður haldið í blys- för frá kirkjugarðinum og látinna kvenfélagskvenna minnst. Síðan verbur gengið að Félagsheimilinu, þar sem fundurinn verður haldinn. Þann 18. febrúar verður hátíð- arsamkoma í Félagsheimilinu, í tilefni afmælisins. „Við vonum að sem flestir Húsvíkingar, nær- sveitamenn og aðrir fagni þar með okkur, meðan að húsrúm leyfir," sagði Svala, en hægt er að panta miða hjá kvenfélaginu. Vandað verður til hátíðarsamkomunnar á allan hátt og bæði heimatilbúin og aðfengin skemmtiatriði verða flutt. Fleira verður gert í tilefni af- mælisársins, því félagskonur ætla í ferðalög sjálfum sér til upplyft- ingar. Einnig mun félagið láta gott af sér leiða samkvæmt venju og hefur þegar ákveðið að gefa end- urhæfingastöðinni í Hvammi 100 þúsund krónur, og fleiri verkefni eru á döfinni. Svala hefur undanfarió verið að kynna sér sögu félagsins og segir það hafa verið fróðlegt. Félags- konur hafi á þessum 100 árum tekió sér mýmargt fyrir hendur og látið sér flest mannlegt vera við- komandi. Húsavíkurkirkja hafi löngum notið starfskrafta félags- kvenna, svo og kirkjugarðurinn. Guðsótti og góðir siðir hafi greini- lega verið í öndvegi hjá frum- kvöðlum félagsins. Sem dæmi um margvísleg störf á vegum félags- ins má nefna; síðan 1967 hafa fé- lagskonur árlega staðið fyrir lauf- arbrauösgerð og selt laufabrauðió til fjáröflunar. En 1895 sáu kven- félagskonurnar um uppfræðslu ungra stúlkna á sunnudagsmorgn- um og kenndu þeim réttritun, lér- eftasaum, prjón og hekl. Þær sem ekki sinntu fræðslumálunum tóku að sér að gefa fátækum bömum eina máltíð á dag, í jafnlangan tíma og aörar konur unnu við til- sögnina. Á sumrin var ull safnaö og þeir sem ekki höfðu vinnu á veturna voru þá látnir vinna úr ull- inni. Árið 1909 var bókuð sú álits- gerð á fundi að konur ættu að fá jafnrétti á við karla í öllum grein- um. Eitt sinn aðstoðaði félagið vió að ráða hjúkrunarkonu til bæjar- ins. Það er ekki að efa að Kvenfé- lag Húsavíkur hefur unnið mikið menningar- og mannúðarstarf í bæjarfélaginu á umliónum áratug- um. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.