Dagur - 21.01.1995, Síða 16

Dagur - 21.01.1995, Síða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995 I VINNUNNI h;á elvu haraldsdóttur „Mér fínnst þau öU vera bömín mín“ yngstu bömin og lesum eða spil- um við þau eldri. Svo hefst seinni útivistartími dagsins en við förum út bæði fyrir og eftir hádegismat og erum úti hálftíma í senn en bömin eru úti í um það bil klukku- stund bæði fyrir og eftir hádegi flesta daga. Klukkan hálf þrjú er síðdegiskaffí og eftir að því lýkur velja bömin sér verkefni. Svo hætti ég að vinna klukkan fjögur, þá fer hluti barnanna heim en önn- ur eru lengur ásamt þeim leik- skólakennurum sem vinna áfram, þær sem síðast fara vinna til klukkan 18.15. Við vinnum aldrei um helgar eða á kvöldin en það eru haldnir starfsmannafundir einu sinni í mánuði fyrir utan þennan vinnu- tíma annars er ekki um aukavinnu að ræða. Hins vegar fæ ég hálf- tímann fyrir klukkan átta á morgn- ana greiddan samkvæmt nætur- vinnutaxta. - Hvað er skemmtilegast við vinnuna? „Það er að fá tækifæri til að leyfa barninu í sjálfum sér að njóta sín. Að sleppa fram af sér beislinu og leika sér við krakkana. Mér fínnst að það sé alveg nauð- synlegt fyrir leikskólakennara að hafa ánægju af því aó leika sér ef hann ætlar að hafa ánægju af vinnunni. Að skella sér á snjóþotu með þeim og skemmta sér í brekkunni rétt eins og þau, það gefur lífinu lit. Svo er það líka mjög uppbyggj- andi að sjá hvernig starfið sem vió Ieikskólakennaramir skipuleggj- um innan leikskólans verður að veruleika og fylgjast með því hvemig það gengur þegar til kast- anna kemur. En kostimir em ótalmargir það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að fylgjast með bömunum, þau koma mörg hingað tveggja ára og kveðja okkur sex ára gömul svo við fáum tækifæri til að fylgjast með þroskaferlinum." - En gallar, hvað er erfiðast eða leiðinlegast í þessu starfi? „I fljótu bragói finnst mér að eini gallinn við starfió sé það hvað launin eru hörmuleg. Það er ákaf- Iega svekkjandi hvað ábyrgð á börnum er lítils metin. Eg er með rúm sjötíu þúsund í föst laun á mánuði en ég er á hæsta taxta sem mögulegt er að komast á í leik- skóla fyrir utan leikskólastjóra- stöóuna. En auðvitað eru dagamir stund- um mjög krefjandi, sérstaklega álagstímar eins og dagamir fyrir jólin, þá eru allir þreyttir og spenntir.“ - Þú vinnur á fleiri stöóum? „Já, tvö kvöld í viku er ég í Fé- lagsmiðstöðinni í Glerárskóla og vinn þar með unglingunum svo tek ég að mér vaktir í versluninni Garðshorni annað slagið. Auk þess sinni ég ráðgjöf við stuðn- ingsaðila, sem aðstoðar fatlaðan vin minn, hann Kalla, sem eitt sinn var einn af krökkunum mín- um á Undralandi,“ sagói Elva. KLJ Elva Haraldsdóttir er leik- skólakennari og starfar sem deildarstjóri og aðstoðar leikskólastjóri á leikskólan- um Flúðum á Akureyri. Elva er Akureyringur í húð og hár, ógift og barnlaus. Það eru böfnin 15 á heilsdags- deildinni Undralandi sem eru skjólstæðingar Elvu en samtals eru 83 börn á leik- skólanum Flúðum. - Hvernig er vinnudagur leik- skólakennarans? „Eg mæti alltaf í vinnuna klukkan hálf átta til að opna leik- skólann og taka á móti bömunum en þau fyrstu koma þá og þau síð- ustu um níuleytið. Börnin duna sér við eitt og annað fram að morgunmat sem er klukkan níu. Þá setjumst við leik- skólakennaramir hver viö sitt borð og borðum með börnunum. Eftir morgunmat tekur ákveðið dag- skipulag við sem er misjafnt frá degi til dags. A mánudögum er til dæmis leikfimi en hópastarf á þriðjudögum. Klukkan hálf tólf er hádegis- matur og þá þarf að brytja, stappa og fylgjast með því að maturinn fari upp í munn og ofan í maga, eins og við segjum gjarnan á leik- skólanum. Yfirleitt borða börnin vel í hádeginu enda góður matur á boðstólnum. Eftir hádegismatinn er hvíldarstund. Þá svæfum við Elva umkringd skjólstæðingum sínum á leikskólalóðinni. Mynd: Robyn. MATARKROKURINN Eitt og annað gómsætt frá Antoníu KRYDD. I r KORN Það er Antonía Lýðsdóttir sent leggur til uppskriftir í Matar- krókinn að þessu sinni. Hún býður upp á tvo létta rétti, Pastarétt og forrétt sem einnig hentar vel sem sjálfstœður réttur, til dœmis þegar von er á gestum eða saumaklúbbskon- um. Aðalrétturinn er forvitni- legur svínakjötsréttur og svo fáum við uppskrift af kartöflu- salati, sem er að sögn Antoníu sérlega gott með reyktu kjöti og œtti því að henta vel með hangikjötinu á þorranum. Rús- ínurnar í pylsuendanum eru tvœr gómsœtar tertur, sem Antonía segir afar Ijújfengar hvort heldur sem er með kaff- inu eða sem eftirréttur í lok veislumáltíðar. Það var Filippía Ingólfsdóttir sem skoraði á Antoníu en í síð- asta Matarkrók slæddist inn meinleg villa, þar sem sagt var að Filippía hefói það fyrir reglu að hafa heitan mat einu sinni í viku sem auðvitað er alrangt því aó hún hefur heitan mat einu sinni á dag enda með sex manns í heim- ili. Antonía er hjúkrunarfræðingur og er deildarstjóri á Seli, hjúkrun- ardeild fyrir aldraóa við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Hún býr í Heiðarlundi ásamt fjöl- skyldu sinni. Antonía hefur feng- ið Astu Sigurðardóttur sjúkraliða til að líta í sínar uppskriftabækur svo aó næst verða uppskriftir frá henni í Matarkróknum Pastaréttur 1 bolli túnfiskur 2 bollar pastaskrúfur, soðnar kœldar I bolli grœn paprika, söxuð 1 bolli rauð paprika, söxuð 1 bolli tómatar, saxaðir / nisk. laukur, saxaður salt, pipar 2-3 msk. mayones Ollu blandað saman, borið fram með grófu brauði. F'erskur forréttur 2 ds. krœklingur 500 g rœkjur / ds.ferskjur 3 epli, rauð, óflysjuð vínber, blá og grœn 1 paprika, rauð / ds. maísbaunir 250 g skinka Ferskjur, epli, vínber, paprika og skinka skorið niður í litla bita. ÖIlu blandað saman. Borið fram með brauði og sósu. Sósan er hrærð saman úr 2 dósum af sýrð- um rjóma og mayones í jöfnum hlutföllum. Bragóbætt með sætu sinnepi og appelsínuþykkni eftir smekk. Svínakjöt í hoisinsósu 1 kg svínakjöt, gúllas 7-8 ntsk. hoisinsósa, úr krukku 4 tsk. sykur 2 paprikur, rauðar 2 dl salthnetur, saxaðar 2 dl grœnar baunir,frosnar blaðlaukur, salt, þriðjakryddið og olía til steikingar Kjötið brúnað í olíu, hoisinsósa, sykur, salt og krydd sett út í, látið malla. Laukur og paprika létt- steikt og bætt út í ásamt salthnet- um og baunum. Borið fram með hrísgrjónum. Hlutföllin í þessum rétti fara í raun eftir smekk hvers og eins. Kartöflusalat 300 g mayones 4-5 msk. sykur ‘A tsk. pipar 1 msk. worchestersósa / msk. borðedik 2 msk.franskt sinnep salt, piparrót á hnífsoddi Þetta er allt hrært saman. Best er að búa salatió til sólarhring áður en þaö er snætt. Rétt áöur en sal- atið er borið fram er einum pela af þeyttum rjóma og um það bil einu kg af kartöflum hrært út í sósuna. Bragðast vel með köldu, reyktu kjöti. Karamellukaka 1 bolli sykur 1 bolli möndluflögur 1 bolli kornflakes / bolli suðu- súkkulaði, saxað 3 egg 1 tsk. lyftiduft 2 msk. hveiti Egg og sykur þeytt vel, hinu blandað saman við. Tveir botn- ar, bakaðir við 200° C. Krem: 2 dl rjórni 2 rnsk. sýróp 120 g sykur Soðið saman þar til þykknar, þá er 30 g af smjörlíki og 1 tsk. af vanilludropum bætt í, látið kólna vel. Eitt lítið egg þeytt vel og hrært saman vió kremió. Krem og þeyttur rjómi sett á milli botnanna og krem yfir kök- una, hliðamar skreyttar með þeyttum rjóma. Best er að setja kökuna saman a.m.k. sólarhring áður en hún er borin á borö. Allrahanda eru ber trés sem vex í Indíum og ’ Suður-Ameríku og er sígrænt. Allrahanda fœst heilt eða sem duft og er notað í kryddsósur, súrsað grænmeti, kryddkökur, pæja og búðinga. YTT Gleymda kakan 6 eggjahvítur ‘A tsk. salt 1 tsk. lyftiduft 1/ bolli sykur 1 tsk. vanilludropar / tsk. möndludropar Hvítumar em settar í skál og látn- ar standa við stofuhita í 1 klst. Lyftiduftið er sett út í og linþeytt, sykri bætt í smátt og smátt, drop- um og salti, stífþeytið. Bakað í jólakökuhringformi eða í 2 lausbotna tertuformum. Bakarofninn hitaður í 225°C kak- an sett inn í ofninn, slökkt á ofn- inum og kakan höfð í ofninun í 8- 10 tíma eða yfir nótt (gleymt í ofninum.) Kakan er borin fram með þeyttum rjóma, súkkulaðispónum og ávöxtum, ferskum eða niður- soðnum. Ef bakaðir hafa verið 2 botnar er gott aó setja þetta á milli botnanna. KLJ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.