Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995
IÞROTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
4 ® Þú færð vinsælu
ÆfJPwm bláuullarnærfötin
I C*) Kl ^ °^ur-
vJ70 sencjum í póstkröfu.
Þ. Björgúlfsson hf.,
Hafnarstræti 19, 600 Akureyri.
Sími 96-25411. Fax 96-12099.
Iþróttaskóli
barnanna
hefst 21. janúar
Við verðum á sama stað og undanfarin ár í íþrótta-
húsi Glerárskóla.
3-4 ára kl. 9.30.
5-6 árakl. 10.30.
Markmiðið er að auka bæði hreyfigetu, hreyfiþroska
og öryggiskennd barnanna.
Allar upplýsingar og skráning í Hamri
sími 12080.
HESTHÚS TIL SÖLU!
Til sölu 8-10 hesta hús í Breiðholtshverfi.
í hesthúsinu erársgömul innrétting, hnakkageymsla, kaffistofa,
geymsla og hlaða fyrir allt hey. Úti er perlumöl í gerði,
kassi fyrir tað og gott bílastæði.
Upplýsingar í vinnusíma 22700 og heimasíma 22220.
Þorbergur.
Ahugahópur um vöxt
og þroska barna
Áhugahópur um vöxt og þroska barna hittast alla þriðju-
daga milli kl. 14 og 16 í Safnaðarsal Glerárkirkju.
Spjöllum og drekkum kaffi á meðan bömin sofa úti
eða lcika sér.
Foreldrar og böm, þetta er tími fyrir okkur til að hittast
og kynnast og fá gesti í heimsókn sem geta frætt okkur
um þá hluti sem við höfum áhuga á.
Sjáumst á þriðjudögum. Allir velkomnir.
Handknattleikur -1. deild karla:
„Arið 1995 er KA-ár“
- segir Valdimar Grímsson, leikmaður KA
KA-menn fá Selfyssinga í heim-
sókn í KA-heimilið á morgun og
þá fá akureyrskir áhorfendur
aftur tækifæri tii að sjá KA-Iiðið
spila eftir óvenju langt jólafrí.
Liðið byrjaði að nýju gegn
Gróttu x undanúrslitum bikars-
ins á fimmtudagskvöldið og eftir
slaka byrjun fann liðið rétta
taktinn og vann sannfærandi
sigur.
„Það var óneitanlega byrjenda-
bragur á leiknum gegn Gróttu og
menn sáu það og fundu fyrir því
að hafa ekki spilað alvöru hand-
boltaleik í einn mánuð,“ sagói
Valdimar Grímsson, sem var
markahæstur KA-manna í leikn-
unx. Hann sagði aó leikurinn á
móti Selfossi yrói tekinn af fullum
krafti og menn væru ekkert að
spara sig fyrir úrslitaleikinn gegn
Val eftir hálfan mánuð. „Okkar
taknxark var að vera á meðal fjög-
urra efstu liðanna í deildarkeppn-
inni og þar af leiðandi veróum við
aö vinna næstu leiki. Liðið hefur
Nú er íshokkívertíðin kornin á
fullt og Skautafélag Akureyrar
leikur fyrstu heimaleiki sína í
dag og á morgun. Félagar í
Skautafélgi Reykjavíkur sækja
þá heim og leika bæði gegn a- og
b-liðum Akureyringa.
A-lió SA mætir SR í dag.kl.
17.00 en b-Iiöið keppir við SR á
morgun kl. 11.00. Akureyringar
stefna aó því aö vinna báða leik-
ina þó gestirnir séu eflaust á öðru
máli. A-liðió byrjaði tímabilið um
Valdimar Grímsson er kominn á
fullt í horninu hjá KA.
vilja og við erum að fá menn til
baka eftir meiðsl og annað. Ég hef
trú á liðinu og er mjög bjartsýnn á
framhaldið,“ sagói Valdimar.
síðustu helgi meó auðveldum sigri
á Birninum í Reykjavík og b-liðið
kom á óvart með því að gera jafn-
tefli við SR í Laugardalnum. Gár-
ungarnir segja að a-lió SA hafi
sennilega aldrei verið sterkara og
fullyrða að hér sé á ferðinni eitt
sterkasta lið sem fram hefur kom-
ið á Islandi. Þeir sem leggja leið
sína að Skautasvelli Akureyrar fá
því væntanlega að sjá skemmtilegt
íshokkí og fjöruga leiki um helg-
ina.
Hann sagðist kannski ekki vera
búinn að ná sér fullkomnlega en
væri vel á veg kominn og farinn
aö létta á umbúðunum um hnéð.
„Ég er byrjaður að spila á fullu
heila leiki og umbúðunum fækkar
jafnt og þétt.“
KA-menn leika marga leiki
næstu vikumar og stutt er á milli
leikja og mikil pressa á liðinu.
„Prógrammið hjá okkur er mjög
stíft en það má segja að við fáum
bara betri leikæfingu fyrir úrslita-
leikinn. Ég hlakka mikið til næst-
komandi leikja og hef það á til-
finningunni að árið 1995 sé KA-
ár,“ sagði Valdimar Grímsson.
íþróttir
HANDKNATTLEIKUR:
Sunnudagur: 1. deild karla: KA-Selfoss kl. 20.00
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Laugardagur: 1. deild kvenna:
Njarðvík-Tindastóll ki. 14.00
2. deild karla: Leiftur-USAH kl. 18.00
l>ór b-Dalvík kl. 14.00
Sunnudagur: Úrvalsdeildin: TindastólI-ÍA ÍRI>ór kl. kl. 20.00 20.00
1. deild kvenna: UBK-Tindastóll kl. 14.00
ÍSHOKKÍ:
Laugardagur: SA a-SR kl. 17.00
Sunnudagur: SA b-SR kl. 11.00
BLAK: 1. deild karla:
ÍS-KA kl. 13.00
Íshokkí:
SR í heimsókn
- fyrsti heimaleikurinn í dag
Glíma:
Þjóðaríþróttin kynnt
í grunnskólum
Ungar dömur í Oddcyrarskóla takast hrcssilcga á. Rögnvaldur Ólafsson
fylgist nxcð að allt fari rctt fram.
í vetur stendur Glímusamband
íslands fyrir kynningu á þjóðar-
íþrótt okkar íslendinga í grunn-
skólum landsins. Þessa dagana
er Rögnvaldur Ólafsson, for-
maður Glímusambandsins,
staddur á Akureyri til að kenna
börnum og unglingum glímutök-
in og efla og útbreiða þjóðar-
íþróttina.
Rögnvaldur kom til Akureyrar
9. janúar og mun kenna glímu í
skólum bæjarins fram í byrjun
febrúar. Að þcim tíma loknum cr
áællað að halda Grunnskólamót
Akureyrar, 4. febrúar. Auk þess
mun Rögnvaldur bjóða framhalds-
skólanemum á Akureyri aö reyna
meó sér en nemendur í MA hafa
stundað glímu og voru sigursælir
á framhaldsskólamóti fyrr í vetur.
Rögnvaldur hefur farið víða til
að kynna íþróttina. í haust var
hann í einn mánuð á Vcstfjörðum
og einn mánuð á Austfjörðum.
Þegar Rögnvaldur hefur lokið að
kynna Akureyringum íþróttina
mun hann fara í skóla vítt og breitt
um Eyjafjörð og í framhaldi af því
verður Ólafsfjörður, Siglufjörður,
Sauöárkrókur og Skagafjörðurinn
tekinn fyrir en glímuátakið stend-
ur yfir fram í mars.
Rögnvaldur sagði gott að vinna
með krökkum. „Krakkarnir eru
móttækilegir, bæöi stelpurnar og
strákamir. Þau hafa mjög gaman
af þessu en þaó þarf að nalda vel
utan unx þetta til þess að hægt sé
að fylgja kynningunum eftir. Nú
gcrir maður ekkert annað en að
æsa þau upp og síðan verður að
vera eitthvað skipulag á eftir.
Krakkamir eru þakklátir þiggjend-
ur, það er ekki spuming,“ sagði
Rögnvaldur.