Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 15
UTAN LAND5TEINANNA Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Stíœfð um símatím Jack Nicholson hefur ekki oft þurft að víkja úr sætum fyrir mcrkari mönnum. Leikkonan DE/'AI MOOftE vakti reiði margra matar- gesta á veitingastaó einum í Los Angeles fyrir skömmu. Hún lokaði sig inni á baðher- bergi matsölustaðarins á háanna- tímanum og dvaldi þar hátt í klukkutíma án þess að gefa öðr- um gestum kost á því að gera þarfír sínar. Starfsfólk barði langtímum saman á hurðina og grátbað hana að koma sér út en Demi var upptekin við að blaðra í farsímann sinn og skeytti því engu þó á annan tug manna hafi hoppað fyrir utan dyrnar. Þegar hún loksins kom út útskýrði hún athafnir sínar með því að hún hefði þurft að svæfa Rumer dótt- ur sína í gegnum símann. Demi Moore er í hópi vinsælustu leikkvenna í Hollywood en hún á það til að fara í skapið á ^ fólki. “ Hillary Clinton vægari en Jack gamli Nic- holson. öllu mikil- Mickey Rourke cr nú að ná sér eftir geðræn vandamál á síðasta ári. Lægsta punkti náð Frægðarsól leikarans MICKEY ROURKE hefur heldur betur hrapað á undanförnum árum og líf hans var komið í algjöra óreiðu á síðasta ári. Eiginkonan og fyrirsætan, Carrie Ortis, er nú orðin fyrrverandi eigin- kona en hún fékk skilnað frá honum á síðasta ári eftir að hann hafði barið hana sundur og saman. Mickey segist nú hafa komið reglu á líf sitt á ný og stefnir aftur á toppinn í kvikmyndaheiminum en lægsta punkti var náð á síð- asta ári þegar hann gerði misheppnaða tilraun til að fremja sjálfsmorð. Hann er enn villtur sem áður fyrr, eins og hann sannaði fyrir skömmu þegar hann var hann staddur í afmælisveislu vinar síns á veitingastað á Manhattan. Þeg- ar gleðskapurinn var að ná hámarki tók hann sig til og klessti afmælistert- unni framan í afmælisdrenginn, sem hefndi sín með því aó henda leifum kökunnar í Rourke. Marisa Tomei og Naomi Campbell voru á meðal gesta og þær leituðu skjóls undir borðum en leikarinn Wcsley Snipes lét ekki sitt eftir liggja og spúói kampavíni yfir alla viðstadda. Eigandi staðarins var ekki alvcg jafn hrifinn af þessum látum og batt enda á fjörið með því aö henda öllu pakkinu út. Hummcr-jeppi eins og Arnie vill hafa hann. Ekki sá merkilegasti Það er ekki oft sem stórstjarnan JÁCK MICHOLSOM er beðinn um að víkja úr sæti en það gerðist þegar hann mætti í leikhús í Los Angeles fyrir skömmu. Hann kom til að sjá gamlan vin sinn að störfum og kom auga á þrjú laus sæti á fremsta bekk. Hann var forviða þegar hann var beðinn um að víkja úr sæti sínu og finna sér annað sæti þar sem lausu sætin á fremsta bekk væru frátekin fyrir merkilegri persónu. Þetta líkaði honum illa og vildi hann gjaman vita hver væri merkilegri en hann. Leynigesturinn kom ekki í salinn fyrr en búið var að minnka ljósin og salurinn orðinn dimmur þannig að Jack komst ekki að því fyrr en í hléi að hann hafði þurft að lúta í gras fyrir forsetafrúnni, Hillary Clinton, og tveimur leyniþjónustumönn- um. Steve Martin þykir ekki jafn líf- ^ lcgur heima við eins og á stóra ' tjaldinu. Þær Victoria og Anna segja Steve graut- fúian. Þrautfúll grínisti Grínistinn STEVE MAKTIM á ekki sjö dagana sæla í kvennamálum. Á rétt rúmu ári hafa tvær konur yfirgefið þennan flippaða brandarakarl, þar sem þeim þykir hann fábrotinn og leiðinlegur í einkalíftnu. I nóvember sl. tók sam- býliskona hans, Anna Heche, saman eigur sínar og fíutti burt frá þessum 49 ára spéfugli eftir tíu mánaða sam- búð. „Stevc er kannski fyndinn þeg- ar hann birtist á skjánum en utan hans er hann þunglyndur, þögull og hefur ekki hugmynd um hvað skemmtun er,“ sagði þessi 25 ára leikkona eftir að hún yfirgaf Martin. Þau tóku saman snemma á síðasta ári eftir að hafa kynnst vió upptökur á myndinni A Simple Tvvist of Fate, þar sem hann er i aðalhlutverki og Anna fór meó aukahlutverk. Þá var Martin nýskilinn við eiginkonu sína síðustu sex árin, leikkonuna Victoriu Tennant. Hún hafði yfirgefið Martin í september 1993 og kvartaði einnig yfir því hversu líflaus gamli kallinn var orðinn. Þær eru sammála um að hans helsta skemmtun væri að húka heima þar sem hann veitti sjónvarp- inu meiri athygli heldur en þeim. Starfinu útrýmt á staðnum Kraftaköggullinn AftMOLD SCHWAR2EMEGGER mætti í afmælisveislu á veitingastað í Malibu á glænýja Hummer- stríðsjeppanum sínum og bað bílþjón að leggja honum fyrir sig. Bílþjónninn var heillaður af gripnum og stalst til að taka einn rúnt á jepp- anum. Hann vakti óskipta athygli vegfarenda með hraðakstri sínum eftir hraðbrautinni upp með Kyrra- hafsströndinni en til allrar ónam- ingju fyrir strákgreyió kom Arnie út aftur þar sem hann hafði gleymt af- mælisgjöfinni í jeppanum. Þegar hann sá að jeppinn var horfinn missti hann stjórn á skapi sínu og er óhætt að fullyrða að starfi bílþjóns- ins hafi verið útrýmt þegar hann snéri aftur úr glannaakstrinum. ^ Arnold Schwarzen- ^ egger kunni því illa þcgar búið var að stela eðalvagn- inum hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.