Dagur - 21.01.1995, Side 17

Dagur - 21.01.1995, Side 17
POPP Laugardagur 21. janúar 1995 - DAGUR - 17 MACNÚS CEIR CUÐMUNDSSON UPPHflF OG ENDIR Ham. Sagan öll, en nýtt skeid hafíd hjá Sigurjóni Kjartans- syni. Frá árinu 1988 oa fram á þennan áratug var hljómsveitin Ham tvímælalaust í framvarðar- sveit íslensks „neðanjar&ar- rokks". Voru margir til að mynda á því, að hún hafi á margan hátt verið á undan sinni samtíð hvað varðar sér- stæðan hljóm og söng, sem á næstu árum varð áberandi fyrir thrash og dauðarokk. Ham verður þó tæplega flokkuð í þann hóp einan og sér, til þess var tónlist hennar of sérstæð. En þrátt fyrir ótvíræða sérstöðu og hæfileika tókst Ham aldrei fyllilega að komast upp á yfir- borðið hér heima og er það svo sem ekki í fvrsta skipti sem það gerist með ícraftmiklar og fram- sæknar rokksveitir. Verður raun- ar að teljast merkilegt að Ham hafi náð að lifa og starfa í um sex ár í Ijósi þessa. Tryggur að- dáendahópur var vissulega fyrir hendi, en varð aldrei nógu stór til að lyfta sveitinni upp á yfir- borðið. Það vantaði síðan ekki að Ham reyndi fyrir sér erlend- is, þangað sem hún átti fullt er- indi, en plata sem kom út í litlu upplagi í Bretlandi og ferð til Bandaríkjanna árið 1993, dugðu einhverra hluta vegna ekki til. Endalokin í sumar Þrátt fyrir allt að miklu leyti ár- angurslítið baslið, voru þeir Hamfélagarnir með leiðtogann Sigurjón Kiartansson að venju fremstan í rlokki, ekki á því að kveðja hljóðalaust. Má segja að þeir hafi endað skeið sitt sem Ham með „stæl" í júníbyrj- un síðasta sumar, með glæstum lokatónleikum, sem síðan voru gefnir út á 18 laga plötunni Ham lengi lifi. Kveðja menn vart betur og þakka fyrir sig en Deir Hamfélagar gera með nessum hætti. Eru þarna flest ef ekki öll bestu lög Ham á borð við Dimitri, Musculus, Hold og Svín til staðar að ógleymdum gullvægum túlkunum á annars vegar ABBA-slagaranum Voul- ez-vous og hins vegar Motors- smellinum Airport. Hljómurinn í upptökunni er að vísu ekki sá fullkomnasti, en að öðru leyti hefðu endalokin ekki getað ver- ið betur heppnuð, ef hægt er að taka svo til orða. Inn á nýja braut Um leið og tónleikarnir. mörk- uðu endi Ham, mörkuðu þeir líka upphafið á nýrri braut hjá Sigurjóni Kjartanssyni. Sendi hann um svipað leyti frá sér lagið Hvert sem er undir eins- mannsheitinu Olympia, sem var gjörólikt því sem hann hafði skapað með Ham. Gaf lagið, sem var „olympískt" tölvupopp- lag oa kom út á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld, tóninn fyrir heila samnefnda plötu er kom út fyrir jólin. Er platan líka vissulega á tölvupoppsnótum, sem hin djúpa rödd Sigurjóns breiðist síðan yfir, en við rokkið hefur hann þó alls ekki skilið og heldur ekki alveg við félaga úr Ham, því Amar trommari og Jó- hann gitar- og hljómborðsleikari aðstooa hann við plötuna ásamt fleirum. Það eru því rokk- lög og það góð inn á milli popplaganna. Dæmi um það eru By the time I won the prize og Symphony, en lög eins og Nations og Animal animal, eru hins vegar einkennandi fyrir tölvupoppið, einhverskonar gáfumannadanspopp. I heild er platan annars nokkuð þung- melt, sem eins og hjá Ham or- sakast að mestu vegna sérstöðu Sigurjóns sem lagasmiðs. Hún venst samt nokkuð vel og slepp- ur skaparinn tiltölulega vel frá henni. Það verður hins vegar að koma í Ijós hvert framhaldið verður, hvort tölvupoppið eða rokkið á ný, verði endanlega ofaná hjá Siaurjóni, eða bara að hann halai áfram að skapa sér nafn sem „útvarpsstjarna", eins og hann hefur verið að gera undanfarna mánuði. ÆSKAH í AÐAL HLUTUERKI Það hefur alltaf átt sér stað ann- að slagið í íslenskri dægurlaga- sögu, að barna oa/eða ung- lingastjörnur svokallaðar hara komið fram á siónarsviðið. Anna Sigga og Soffía, Sverrir Guðjónsson, Einar Olafsson, Hanna Valdís og svo Björk auð- vitað, sem enn er sama barna- stjarnan, eru nokkur góð dæmi um barnastjörnur gegnum tíð- ina oa eru þau þó mun fleiri sem nægt væri að nefna. Sungu öll þessi sex lög inn á plötur eða gerðu heilu plöturn- ar, við miklar vinsældir. Síðan hafa börn í hópum, einnig kom- ið nokkuð við sögu og er þar örugglega þekktasta dæmið rokklingarnir, sem Birgir Gunn- laugsson var maðurinn á bak við með góðum áranari. Síðast- liðið sumar tóku ekki minni menn en „jarlarnir" Omar Ragnarsson og Hermann Gunn- arsson sig svo til og héldu söngvarakeppni æskunnar 14 ára og yngri í tengslum við fjöl- skylduskemmtanir sínar víða um land. Heppnaðist keppnin víst mjög vel og tóku hundruð barna og unglinga þátt. Skömmu fyrir áramótin kom síð- an afraksturinn út á plötu, þar sem ló af þeim keppendum, sem best þóttu standa sig, syngja jafnmörg velþekkt lög. Er það Paradís, fyrirtæki Péturs W. Kristjánssonar, sem hefur veg og vanda af útgáfunni. Vel til fundib Verður ekki annað sagt en að þarna heyrist mörg bráðefnileg söngröddin, sem hæglega geti látið mikið að sér kveða í fram- tíðinni. Þegar svo ber undir sem hér, að börn og unglingar eiga í hlut, er e.t.v. lítt viðeigandi að vera að gera upp á milli. en ekki er hægt að stilla sig um að nefna Ernu Hrönn Olafsdóttur, sem mun vera héðan úr Eyja- firðinum, sem syngur glæsilega An þín, sem Shady Owens söng með Hljómum frekar en Trúbrot. Þar er á ferðinni ung stúlka sem gæti náð langt. Þá svnaur önnur stúlka, Særún Tnelma Jensdóttir, einnig einkar vel Sálarballöðuna góðu Hjá þér og gildir það reyndar um alla krakkana að þau syngja af hjartans list. Lagavalið er líka ágætlega heppnað, en það er hins vegar gagnrýni vert að út- setningarnar sumar hverjar eru 3að ekki og skemma svolítið yrir að manni finnst. Þessir aanspoppbúningar, sem lög eins og An þín, Það sem ekki má eftir Jón Múla, sem Helena Eyjólfs söng í gamla daga, og Minning um mann eftir Gylfa Ægisson, eru færð í finnst manni ekki hæfa þessum góðu lögum. Þetta heitir kannski að svara kalli tímans, en þá geta menn bara alveg eins samið ný lög í stað þess að fara illa með gamlar perlur. Það verður samt ekki af plötunni tekið að hún er Ungviðið á leik á plötunni Þau bestu. ágætur afrakstur góðs framtaks og vel til fundin. Börn og ung- lingar kunna alltaf vel að meta að vel sé gert við þau. Það á sér því miður ekki of oft stað, þannig að þremenningarnir, sem fyrr voru nefndir, eiga hrós skilið auk allra tónlistarmann- anna sem lögðu hönd á plóg. Væri meira af slíku vel þegið í stað eilífs vandlætingarhjals um „unglingavandamál", of langan útivistartíma o.s.frv. Um þá nluti væri út af fyrir sig hægt að skrifa heila grein, en það er víst ekki heppilegt að fara öllu lengra á þessum vettvangi. Hljómsveitin Throwing muses með söngkonuna og gítarleikarann Kristinu Hersh í broddi fylkingar, er nú í byrjun þessarar viku búin að senda frá sér sína nýjustu Ný plata að koma frá Tro- wing muses. plötu, University, sem er sú tjórða í röðinni, ef poppritara skjátlast ekki. Hefur verið beó- ið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari plötu, ekki síst eft- ir ao Kristin sendi frá sér Tanya Donelly, sem einmitt var áður gítarleikari með Trowing muses, er líka á leið- inni með nýja plötu nú í byrj- un árs, með hljómsveitinni sinni, Belly. Mun hún bera heitið King og kemur út nú í lok mánaoarins. Viku áður kemur fjögurra laga smáplata, sem nefnist Now they'tt sleep. Upptökustjóri á þessari nýju plötu Belly er enginn annar en Glyn Johns, sem frægur hefur orðið af samstarfi sínu með Bíflunum, Rolling stones oq Led Zeppelin. riðja hljómsveitin sem skart- ar konu fremst í flokki, Sio- uxie and the banshees, er svo einnig að koma með nýja plötu eftir langt hlé. Nefnist hún The rapture oa var að hluta til unnin með bassaleik- ara The velvet underground, John Cale, við upptökuborðið. Fer þessi fornfræga ný- bylgju/pönksveit síðan í veg- lega tónleikaferð um Bretland til að fylgja plötunni eftir, í fyrsta sinn í ein sex-sjö ár. Megadeth. Ein sú vinsæl- asta í kraftmikla rokk- inu. Nær alla tíð síðan gítarleik- arinn Dave Mustaine yfirgaf Metallica skömmu áður en fyrsta plata þeirrar síðar risasveitar, Kill'em all kom út árið 1983, hefur rígur verið á milli Mustaine og aðal- manna Metallica, Lars Ulrich og James Herfield. Var það ekki fyrr en tíu árum síðar, með sameiginlegum tónleik- um Metallica og sveitar Mustaine, Megadeth, í Bret- landi, að ölaurnar lægðu nokkuð. Megadeth varð til fljótlega eftir að Mustaine hætti í Metallica og kom fyrsta platan, Killing is my business.. and business is godd, út um ári síðar. Gekk sú plata ekki vel, en með samningi við Capitol lá leið- in upp á við og vinsældirnar tóku að aukast stig af stigi. Hins vegar vegna samskipta- örðugleika, áfengis- og eitur- lyfjaneyslu Mustaines, hefur lengst af verið óstöðugleiki innan hljómsveitarinnar og hún oft verið hætt komin, eða bar til á síðustu árum, sem nafa reynst stöðug og árangursrík. Hefur það gengið svo langt, að Mega- aeth hefur verið ein allravin- sælasta kraftrokksveitin í Bandaríkjunum og selt síð- ustu plötur sínar í milljóna eintökum. Hefur hún orðið sem sagt að sannkallaðrí „Megasveit". Samt hefur hún og er enn skrefinu á eftir Metallica, sem ekki hvað síst hefur farið fvrir brjósfið á hinum „kjaftgíeiða" og skap- stóra Mustaine. Síðustu tvær plötur Megadeth, Co- untdown to exstinction og sú nýjasta Youthanasia, sem kom út á seinni hluta síðasta árs, hafa sýnt sveifina mýkj- ast nokkuð, en jafnframt verða gæðameiri og fágað- ari. Er það m.a. að þakka tilkomu gítarsnillingsins Marty Friedman, sem fyrst spilaoi á plötunni Rust in peace 1991, en hann hefur lagt Mustaine mikið til við lagasmíðarnar og sett frek- ari gæðastimpil á hljómsveit- ina. Youthanasia hefur reyndar ekki gengið alveg eins vel og búast mátti við, ekki selst eins áberandi mik- ið og Countdown.. en tón- leikanald hljómsveifarinnar hefur hins vegar gengið glimrandi, þannig að leiðin niðurávið er alls ekki hafin. Tryggir slíkur gangur nefni- lega hag hljómsveita á borð við Megadeth, ekki síður en góð plötusala.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.