Dagur - 21.01.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 21. janúar 1995
100 ár iiðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar
Heimsókn í Davíðshús
Við Bjarkarstíg 6 á Akureyri var
heimili Davíðs Stefánssonar og
þar er nú rekið saí'n helgað minn-
ingu hans. Davíð bjó í húsinu í 20
ár, frá árinu 1944 og til dauða-
dags. Hörður Bjarnason, síðar
húsameistari ríkisins, teiknaói
húsið fyrir skáldið og er það afar
stílhreint og fallegt. Akureyrarbær
eignaðist það síðan að Davíó látn-
um og sér um rekstur þess. Heim-
ili Davíðs var á efri hæðinni og
hefur það verið varðveitt alveg
eins og þaó var meðan skáldió bjó
þar. Á neðri hæðinni er íbúó ætluð
lista- og fræðimönnum til
Þcssi mynd af þjóðskáldinu mun
hafa verið tekin 1932.
Davíð og
Sæmundur á
Sjónarhæð
í 48. árg. af Norðurljósinu, ár-
ið 1967, skrifar Sæmundur á
Sjónarhæð merkilega grein um
samskipti hans og Davíós Stef-
ánssonar.
Sæmundur kcmur víóa vió.
Meðal annars segir hann:
„Ég gekk við hliö hans
nokkur skref. Þá fannst mér,
sem urn hann léki stór hjúpur,
er lagóist upp aó mér. Eg
skynjaði frcntur með líkama
mínum, hcldur cn ég sæi það,
að í hjúpi þessum voru rákir
eóa rendur, þræðir upp og nið-
ur, mismunandi litir. Bar mjög
mikió á dökkum línum eóa
rákum, en ljósari litir voru þó
innan um. Þctta mun hafa vcr-
ið ára Davíðs, sá Ijóshjúpur, er
sumir skyggnir menn segjast
sjá utan um fólk. Aörir segja,
að sérhver mannslíkami sé raf-
kcrfi, og heilinn útvarpsstöð,
er scndir frá sér rafbylgjur.
Þaó mun nú vera vísindalega
sannað.“
Af frásögn Sæmundar má
ráóa að hann ræddi oft trúmál
við Davíð. Um þctta segir Sæ-
mundur m.a.: „Ég sagói því
einhverju sinni viö Davíð, að
hann ætti aö taka opinbera af-
stöóu með Kristi. „Eg hefi gcrt
það,“ sagói hann. Vitnaði hann
þá til oróa í leikriti sínu „Vopn
guðanna" „Krossinn sigraði
sverðið."
Ég hafói ekki þá lesió leik-
ritið, en hefi gert það síðan.
Skil ég því nú, betur en áóur,
afstöðu hans. Allur þorri ís-
Ienzkrar þjóðar afneitar krossi
Krists. Davíð skarst úr leik.
Hann semur leikritið, virðist
mér, til að boóa sigur kross-
ins.“ óþh
harði Jónssyni er ekki síður falleg-
ur, en hann fékk Davíð einnig í
fimmtugsafmælisgjöf frá Páli
Isólfssyni, Ríkharði og fleirum. Á
veggjum eru m.a. myndir eftir Ás-
grím Jónsson úr þjóðsögunum og
fjögur verk eftir Kjarval eru
einnig meóal málverka í húsinu.
Margir reka einnig augun í gaml-
an kirkjuskáp frá 1667, en ekki er
vitað hver smíðaði gripinn.
I öðrum herbergjum hússins er
einnig marga merka muni að finna
og víða eru bækur. I svefnherbergi
Davíðs er m.a. skrifborð Ólafs
Davíðssonar þjóðsagnasafnara,
sem var móðurbróðir hans.
Hér hefur aðeins verð sagt frá
örfáum af þeim þeim fjölda dýr-
gripa sem voru í eigu skáldsins og
auóvitað er erfitt að lýsa með orð-
um því sem fyrir augu ber. Heim-
sókn í Davíshús ætti svo dæmi sé
tekið að vera skylda hjá sem flest-
um þeirra skólanemenda sem læra
ljóð skáldsins og einnig ættu fleiri
Ákureyringar að gefa sér tíma til
aó líta við í Bjarkarstíg 6, því það
er svo sannarlega heimsóknarinn-
ar virði. HA
Ámi Krist-
jánsson
um Davíð
Davtð kaus einveruna, skrifar
Ámi Kristjánsson í grein sinni
„Fáeinar minningar um Davíð“
í bókinni Skáldið frá Fagra-
skógi. „Einvcran er mitt hlut-
skipti í lífinu, og ég sætti mig
við það,“ sagói hann eitt sinn
við ntig. Hann gat, með því að
kjósa hana, lokað sig úti frá
öllu því, sem hann vildi ekki
samþýðast og sem andsiætt var
eðli hans og anda. „Ég hcl'
aldrei gcngið í þann kór, sem
djölúllinn dírígerar, og syng þá
heldur sóló í mínu homi,“ hef-
ur Árni eftir Davíð.
Ámi scgir að stundum hafi
Davíð fundiö sárt til cinvcr-
unnar og þá hafi hann saknað
vina. „í skammdeginu sótti að
honurn beygur," skrifar Ámi
og vitnar til jólabrél's scnt hann
fékk firá Davíð um jólin 1950:
„Oft er cinvcran þung, cn dag-
arnir líða, skarnmdegió styttist,
senn ler sól aó hækka á lofti, -
enginn flýr örlög sín, og senn
tekur þetta allt enda, dauðinn
nálgast hægt og hægt eins og
vorið. Ég cr hættur að láta mér
blöskra um of háska og hatur
mannanna." óþh
Skrifborð skáldsins, sem hann smíðaði sjáifur þegar hann var í gagnfræða-
skóla. Myndir Halldór.
Skáldlega vaxinn
Steingrímur J. Þorsteinsson lýsir Þetta var skáldskapurinn sjálfur,
Davíð Stefánssyni á eftirfarandi holdi kiæddur.
hátt í bókinni Skáldið frá Fagra- Róntur hans var djúpur og
skógi: karlmannlegur, hlýr, hreimfagur,
hljómríkur. Það voru ógleyman-
„Davíð var einstaklega skáld- legar hátíðarstundir, þá sjaldan
lega vaxinn maður. Hann var hár hann las ljóð sín eöa fiutti ræöur
vexti, fríður sýnum og tígulegur, - Svo persónulegur var flutning-
gekk hratt um götur, meðan Ur hans, þróttmikill, stílfastur,
hann var í fullu fjöri, og frcmur mcð mikilli hrynjandi. Það var
álútur. Mér fannst í æsku, eins eins og samruni skáldskapar og
og hann hlyti oftast að vcn í tónlistar. Var sem flest hlyti þá
skáldleiðslu og liti því sjaldan aukið gildi eða áhrifamagn.“
upp. Svona átti skáld aó vera. óþh
skemmri dvalar. Þar er t.d. núna
Arnar Jónsson leikari, sem á
reyndar sama afmælisdag og
skáldið.
Safnvörður er Ragnheiður Stef-
ánsdóttir. Safnið er opið alla daga
vikunnar yfir sumartímann og eft-
ir samkomulagi yfir vetrartímann.
Að sögn Ragnheiðar kemur ein-
hver í safnið nær alla daga yfir
sumartímann, þó gestir séu oft
ekki margir í hvert sinn. „Það fólk
sem hingað kemur, er fólk sem
þykir vænt urn Davíð og elskar
hans Ijóó. Fyrstu árin eftir að
Davíð dó var mikil aðsókn og það
sem ég hef fundið þennan tíma
sem ég hef verið hér, er að ungt
fólk er farið að koma í rneira
mæli, sem mér finnst afskaplega
skemmtileg þróun,“ sagði Ragn-
heiður.
Bókasafnið vekur athygli
Sent fyrr segir er íbúðin eins og
hún var meóan Davíð bjó þar og
er hægt að ganga herbergi úr her-
bergi og skoða alla þá muni sem
voru í eigu skáldsins, sem margir
eru hreinustu dýrgripir, bæði mál-
verk og annað.
Bókasafnið vekur að sögn
Ragnheiðar mikla athygli og aó-
dáun en þar þekja bækur alla
veggi, en Davíó unni bókum mjög
og í safni hans má finna margar
merkilegar gamlar bækur af ýmsu
tagi, t.d. gamlar guðsoróabækur,
fræóibækur, bækur um þjóöleg
efni o.fl. o.fl. Skrifborðið er stórt
og voldugt, smíðaó af Davíð sjálf-
urn á gagnfræðaskólaárunum. I
bókaherberginu gefur einnig að
líta kistil útskorinn af Bólu-
Hjálmari, fiðlu sem faðir hans gaf
honum sem dreng, auk gamals
langspils og banjós. Þar inni er
einnig flygill og ofan á honum
liggur afar merkileg og falleg
biblía frá 1756. Bókasafnió hefur
ekki verið skráð, en það stendur til
að gera ef fjárveiting fæst.
í bókaherbcrginu þekja bækur alla veggi, margar stórmerkilegar. Ofan á
flyglinum er biblía frá 1756 og skírnarskál Davíðs.
Fjórtán ára gamall að aldri. Mynd-
ina tók P. Brynjólfsson „Konung-
legur Hirðfotograf“ í Rcykjavík.
Þessi veglegi bóka- og skjalaskápur úr hnotu var gjöf til Davíðs frá svcitung-
um hans í Arnarncshreppi á fimmtugsafmælinu. Fyrir ofan hann hangir
málvcrk frá scinni hluta 18. aldar, síðasta kvöldmáltíðin, málað af Hallgrími
Jónssyni, scm bjó á Naustum ofan Akureyrar.
Þarna sat Davíð löngum stundum, með útsýni út Eyjafjörðinn. Á veggnum
er mynd sett saman úr vcrkum Sölva Helgasonar.
Davíð sat gjarnan í herbergi
fyrir framan bókaherbergið þar
sem hann hafði útsýni út Eyja-
fjörðinn sem hann unni svo mjög.
Þar á vegg er m.a. stór mynd, sett
saman úr verkurn Sölva Helgason-
ar, sem varð Davíð sem kunnugt
er að yrkisefni í Sólon Islandus.
Margt að sjá
I stofunni eru ekki síður fallegir
gripir, m.a. stór bóka- og skjala-
skápur úr hnotu sem sveitungar
hans í Arnarneshreppi gáfu hon-
um á fimmtugsafmælinu. Lampi
útskorinn í íslenskt birki af Rík-