Dagur


Dagur - 02.12.1995, Qupperneq 2

Dagur - 02.12.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 FRÉTTIR Aðalsteinn Baldursson á Húsavík óhress með lendinguna í kjaradeilunni: „Forystan þiggur ölmusu“ „Það eru allir sem ég heyri í afar óhressir með þessi lok mála, for- ysta Alþýðusambands fslands semur um ölmustu til sinna fé- lagsmanna. Það myndi hún ekki gera nema því aðeins að hún viðurkenndi að grundvöllur samninga væri fyrir bí. En samt vilja menn ekki viðurkenna þetta í raun og þetta lítilræði er þegið þess í stað,“ sagði Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, í samtali við Dag. Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að taka afstöðu til launabót- anna á félagsfundum. Um tvennt er að velja; annars vegar að sam- þykkja þær hækkanir sem forysta ASÍ hefur ákveðið að þiggja eða hins vegar að sleppa þeim alfarið. Atvinnurekendur láta þau boð út ganga að desemberuppbót verði hækkuð um 7.000 kr. nú - og svo aftur um 3.000 kr. í desember á næsta ári. í heildina verður þessi uppbót um 20 þúsund kr. á næsta ári. „Þessi uppbót nýtist ekki öllum félagsmönnum mínum vegna ým- issa sérsamninga sem gildandi eru. Eg hygg að um 40% fái hana en 60% ekki. Því hefði ég frekar kos- ið að fá launabætumar inn í al- menna launataxta," sagði Aðal- steinn. Hann segir þá lendingu sem náðist í þessum kjaradeilum síð- ustu mánaða vera illa ásættanlega og í raun áfellisdóm yfir forystu ASÍ. Því sé brýnt að hún verði endumýjuð á þingi sambandsins, sem haldið verður næsta vor. Stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að krefjast sambærilegra launabóta til sinna ■% í> 3 a n íslensk ^l^íeikföng... að * kl. líA Jólaleikföngin eru nær en þig grunar... (á meðan birgðir endast) VAGGAN ■ HEILSUHORNIÐ • GALLERÍ ASH • LAUGALAND Wl/rVWvaJdá i>ARÍ& LtmPON NtW VORK Vinnustofa í La u g a 1 a n d s s kó 1 a • Sími 463 1 424 íSSmJ AKUREYRARBÆR Félagsmálastofnun Akureyrar verður lokuð vegna flutninga dagana 7. og 8. desember 1995. Stofnunin verður opnuð aftur mánudaginn 11. desember að Glerárgötu 26, 3. hæð. Nýtt símanúmer Félagsmálastofnunar verður 462 1420 og fax 462 1444. Tilboð óskast! Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboð- um í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferða- róhöppum. 1. MMC Lancer 4x4......árgerð 1993. 2. Subaru Justy J 12...árgerð 1989. 3. Toyota Corolla XL...árgerð 1988. 4. Daihatsu Charade TX.árgerð 1988. Bjfreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, mánudaginn 4. des. nk. frá kl. 9-16. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16 sama dag. ^ár VÁTRVGGiNGAI’ÉLAG (SLANDS HF Aðasteinn Baldursson. félagsmanna og nú fáist á hinum almenna launamarkaði. Segir BSRB í kröfugerð sinni að samn- ingar þess við ríki og bæ hafi ver- ið byggðir á samningum ASÍ og VSÍ - og ævinlega hafðir til við- miðunar. Eftir samningagerð fyrr á árinu hafi laun félaga í BSRB verið um 10 þús. kr. lægri en að jafnaði meðal félagsmanna ASI - en meðallaun þeirra eru um 90 þúsund kr. að meðaltali. „Það væri því engin jafnlaunastefna að láta BSRB-félaga verða eftir í launaþróuninni," segir í ályktun þessari. Hólmkell Hreinsson, varafor- maður Starfsmannafélags Akur- eyrarbæjar, sagði í samtali við Dag í gær að hann teldi forystu- sveit BSRB hafa haldið rétt á mál- um; það er að segja samningum ekki upp. „Ég held að lendingin í þessu máli hafi verið skynsam- leg,“ sagði Hólmkell. -sbs Verslunarmannafélag Húsavíkur: Harmar þá stöðu sem upp kom í kjaramálum Stjóm og trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags Húsa- víkur hélt fund síðdegis á fimmtudag. í ályktun sem samþykkt var á fundinum er hörmuð sú staða sem upp kom í kjaramálum. I ályktuninni segir: „Ástæð- ur þessa glundroða eru einkum á ábyrgð stjómvalda og al- þingis, sem hafa með einstök- um hætti skammtað sér stór- hækkanir á launum og gert til- raun til að fríja tekjur sínar undan sköttum. Fundurinn segir ekki upp samningum fh. félagsins á þessum tímamótum, þegar við blasir að Ríkistjóm Islands, hefur lofað að standa við gerða samninga og samtök atvinnu- rekenda hafa boðið hækkun á desemberuppbót í kr. 20.000,- árið 1995, kr. 24.000,- árið 1996 og festist í þeirri krónu- tölu þar til um annað verði samið. Gangi loforð og yfirlýsingar ríkistjónarinnar, boð atvinnu- rekenda á hækkun desember- uppbótarinnar og önnur atriði þessu tengd ekki eftir að fullu, áskilur félagið sér rétt til að segja upp samningunum." IM 10 ára afmæli Flúða Mikið var um dýrðir á leikskólanum Flúðum á Akureyri í gær þegar fagnað var 10 ára afmæli skólans. Á þessum tímamótum fjölmenntu foreldrar barnanna á leikskólann og nutu fjölbreyttrar skemmtunar barnanna og kaffiveitinga sem fram voru bornar. Þessi mynd var tekin í gærmorgun þeg- ar Flúða-krakkar sýndu leikatriði þar sem grænlenskri menningu var á skemmtilegan hátt gerð skil. óþh/Mynd: BG Ungmennafélag Akureyrar: Mótið á morgun fyrir 13 ára ogeldri I frétt á íþróttasíðu í gær var greint frá innanhússmóti Ungmennafé- lags Akureyrar í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 15. Rétt er að taka fram að mótið á morgun er fyrir eldri krakkana, 13 ára og eldri, en aldurshópurinn 12 ára og yngri mætir til leiks í íþróttahöllinni að viku liðinni, sunnudaginn 10. desember, kl. 15. Bæjarráð Akureyrar: Afgreiddi frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs þegar það komi til síðari umræðu í bæjarstjóm. í bókun Sigurðar J. Sigurðsson- ar, Sjálfstæðisflokki, kemur m.a. fram að lækkun tekna og hækkun rekstrargjalda einkenni þessa áætl- un. Sigurður telur að hagræðing í rekstri, sem stefnt hafi verið að á sl. ári, komi ekki fram í áætlun- inni. „Því miður hefur markviss- um vinnubrögðum við yfirferð rekstrar ekki verið beitt og blasa því við gömul vandamál sem ekki er tekið á,“ segir í lok bókunar Sigurðar. óþh Bæjarráð Akureyrar gekk sl. flmmtudag frá frumvarpi að Qárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar árið 1996. f bókun bæjarráðs kemur fram að við gerð frumvarpsins hafí verið miðað við fast verðlag, þ.e. gild- andi launataxta og verðlag á vöru og þjónustu 1. september sl. í tekjuhlið er miðað við óbreytta útsvarsprósentu frá ár- inu 1995, 9,2%, og sömu álagn- ingarprósentu fasteignagjalda og á yfírstandandi ári. Niðurstöðutala rekstrargjalda er 1.15 milljarður króna, fjármuna- gjöld nettó 40 milljónir og fært til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga 353 milljónir króna, samtals um 1.55 milljarður króna. I sambandi við afgreiðslu frumvarpsins er tekið fram: 1. Að laun starfsmanns reynslusveitarfélagsverkefnis eru reiknuð sem fullt starf allt árið enda þótt ráðningartími renni út á haustmánuðum. 2. Laun starfsmanns við skóla- vistun eru reiknuð sem fullt starf allt árið, enda þótt ráðningartími renni út á haustmánuðum. 3. Gert er ráð fyrir fjárveitingu til greiðslu fyrir afnot af 7 síðdeg- isrýmum á leikskólanum Álfa- steini í Glæsibæjarhreppi. 4. Gert er ráð fyrir að starfs- maður sem unnið hefur að end- urskoðun aðalskipulags verði ráð- inn áfram til verkloka, sem áætluð eru um mitt árið. 5. Ákvarðanir um gjaldskrár- breytingar verða teknar milli um- ræðna um fjárhagsáætlunina. 6. Skipting á fjárveitingu til gjaldfærðs og eignfærðs stofn- kostnaðar verði gerð milli um- ræðna. 7. I málaflokkunum félagsmál, menningarmál og íþrótta- og tóm- stundamál eru óskiptir styrkir. Til þess er ætlast að viðkomandi fag- nefndir fjalli um og afgreiði allar styrkumsóknir og aðra fyrir- greiðslu við félagasamtök eða ein- staklinga, sem berast kunna og falla undir þessa málaflokka. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, lét m.a. bóka að hún geri fyrirvara við marga liði áætl- unarinnar og endanleg afstaða muni ráðast af því hvemig frum- varpið líti út í endanlegri mynd © HELGARVEÐRIÐ Hið besta veður ætti að verða á Norðurlandi um helgina og raunar fram í miðja næstu viku í það minnsta. í dag má búast við suðaustan kalda eða stinningskalda og fyrir norðan ætti að verða þurrt. Hitinn verður á bilinu 3-7 stig. Á morgun verður vestan eða suðvestan stinningskaldi, áfram úrkomulaust á Norður- landi og jafnvel léttskýjað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.